Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.07.1953, Blaðsíða 6
— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. júlí 195-J ■o I8IÓOVIUINN Otgefandi: Samelningarflokkur alþýCu — Sósiallstaflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. BlaSamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GutJ- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrennl; kr. 11 ■miflm ataðar á landinu. -— Lausasöluverð 1 kr. eintakiö. Prentsmiðja Þjóðviljan* h.f. ! VerkalýSurinn verður að taka til : sinna ráða íhald og Framsðkn éru byrjuð á samningum um áframhald-' andi stjórnarsamstarf. Það er auðséð á blöðum þessara flokka að það á að halda áfram sömu svívirðingarpólitíkinni gagnvart aiþýðu landsms eins og gert hefur verið undanfarin ár. Það á, ef þessir flokkar komast upp með það, að halda áfram i-ömu launakúguninni og þeirri, sem lækkað hefur tímakaup ís- ienzks verkamanns, þannig að hann er nú ekki hálfdrættingur á við amerískan verkamann, en var jafn hár honum að launum 3947. — Og þó er öllum vitanlegt og almennt viðurkennt að ómögulegt er fyrir verkamenn að lifa mannsæmandi lífi af iþessu kaupi og veita sér og sínum þau gæði, sem vinna þeirra skapar og þjóðfélagið vissulega hefur efni á að veita þeim. — Þáð er vitánlegt að brýn nauðsyn er á að kaup verkamanna sé hækkað, dýrtíðin lækkuð og félagsleg réttindi aukin. Það mun tilgangur þessara flokka að halda að mestu Jeyti á- tfram þeirri pólitík, sem skapað hefur neyð í húsnæðismálunum. Það er vitanlegt að þessir stjórnarflokkar valda beinlínis hús- næðisskortinum og húsaleiguokrinu, sem oft gleypir þriðjung- inn af kaupi verkamannsins. Þessir flokkar hafa hindrað bygg- ingar íbúðarhúsa til litrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Þessir flokkar hafa meira að segja neitað fóliki um að byggja íbúðar- hús. Þessir flokkar hafa hindrað að bæjarfélögin, byggingafé- lög alþýðu og aðrir hafi fengið að byggja eins og þeir frekast gátu. Þessir flokkar hafa bannað bönkunum að lána fé til hús- bygginga og haft sporhunda sína í bönkunum, til þess að reyna að hindra lán til húsbygginga. Það er vitanlegt að ef bæta á úr hróplegum húsnæðisskorti alþýðu, þá þurfa lögin um íitrým- ingu heilsuspillandi húsnæðis að öðlast gildi á ný, svo bæjar- félögin fái nægilegt fé til þess að byggja svo mikið af íbúð- arhúsum að hægt sé að bjóða öllum þeim, sem nú dveljast í bröggum og öðru heilsuspillandi húsnæði að flytja þar inn með góðum kjörum. Og þá þarf ennfremur að veita nægileg lán til l.'yggingarsjóða alþýðu, þannig að hægt sé að setja eins mikinn feraft á byggingu verkamannabústaða og vinnuaflið frekast leyf- ir. Og það þarf að veita eðlileg lán til byggingar hóflegra íbúð- arhúsa, — því það væri ekki nema skollaleikur af ríkisstjórn að Jeyfa að nafninu til íbúðabyggingar en láta svo bankana banna þær með lánsfjárneitun. Það mun tilgangur þessara flokka að halda áfram að pína ísleeizka verkamenn með atvinnuleysissvipunni til vinnu hjá Kananum halda áfram að eyða byggðir landsins og brjóta nið- ur islenzka atvinnuvegi, meðan verkefnin bíða alstaðar, ef heilbrigð stjórn sæti í landinu, en ekki leppstjórn erlends valds. Það er tilgangur þessara flokká að halda áfram þeim drápsá- Iögum á íslenzkri alþýðu, sem sliga haaa nú. Það er vitanlegt nð það þarf að létta skattana og útsvörin á verkamonnum og öllu lágtekjufólki, það þarf að aflétta miklu af þeim drápsklyfjum tolla, bátagjaldeyris og öðru, sem hlaðið er á bogið bak alþýð- nnnar. Það er tilgangur þessara flokka að láta auðmannaklíkuna, £em gerir þá báða út, — þrístirnið Kveldúlf, V. Þór og Kóka- ikólanBjörn halda áfram að ræna eignum þjóðarinnar, einsog þeir nú eru að ræna áburðarverksmiðjunni, og féfletta þjóðina með einökun á útflutningnum, verzlunum, bönkunum o.s.frv. Gegn áframhaldandi pólitík þessara afturhaldsflokka verður alþýðan að taka til sinna ráða. Og þá er það verkalýður bæj- an na, sem berst í návígi við auðvaldið, sem verður að hafa for- ustuna. Verkalýðurinn verður að herða sókn sína á stjórnmála- f.viðinu, skapa þar einingu um lífshagsmuniJsína og jafnframt skapa samfellda sókndjarfa forustu í heiidarsamtökunum, til þess að geta beitt með fullum árangri vopni verkalýðssamtak- e.nna samhliða stjórnmálabaráttunni. Þetta er verkefnið, sem alþýðan nú þarf að vinna. Eining hennar þarf að verða svarið við samsæri auðvaldsins. VOPNAHLÉ f KÓREU III. T¥IN fyrirhugaða sókn sunnan- ^*mannafenerist óðar upp í und anhald. Eina borgin, sem sunn- anmenn náðu úr höndum norð- anmanna, var Haeju um 10 km norðan 38. breiddarbaugsins. Mikið kvað að liðhlaupum í her sunnanmanna. Þannig gekk iallt 4. herfylkið, er stöðu hafði norð an Seúl, norðanmönnum á hönd þegar á fyrsta degi stríðsins. Fyrir harðfylgi Bandaríkja- manna var það samþykkt í Öryggisráðinu innan sólarhrings frá upphafi vopnaviðskipta og án nokkurrar yfirvegunar né rannsóknar málsatvika, að norðanmenn hefðu ráðizt á sunnanmenn*) Þótt ótrúlegt kunni að virðast, var samþykkt Öryggisráðsins ekki byggð á öðrum vitnisburði en skeyti frá Seúl nokkrum stundum eftir að bardagar hófust. Eftir þessa samþykkt Örygg- isráðsins sendu Bandaríkin hér á vettvang. Nokkur fylgiríki þeinra fóru að dæmi þeirra og ■' John Foster Dulle%,______ó sendu nokkurn herafla, þótt fyrst og fremst til málamynda væri. Fyrst í stað dugði það þó ekki til að stöðva sókn herja Norður-Kóreu, þótt hún hefði einungis 9 milljónir íbúa, helm- ingi færri en Suður-Kórea. Um miðjan ágústmánuð var svo komið, að herir Bandaríkjanna og sunnanmanna héldu einungis suðausturhorni Kóreuskaga. Snögg umskipti urðu í styrj- öldinni 15. september, þegar bandarískar hersveitir gengu á land við Inchon. Her norðan- manna syðst á Kóreuskaga hóf þá hratt undanhaid norður skagann . Þrátt fyrir það yar mikill herafli þeirra króaður *) Fulltrúi Ráðstjórnar.ríkjanna var ekki á fundinum í Öryggis- ráðinu, sem gerði samþykktina um upphaf stríðsins, þar eð hann sótti ekki fundi þess fyrri hluta árs 1950 í mótmælaskyni sökum þess að fulltrúa stjómar kommúnista var meinað að taka sæti Kína í samtökum SÞ. Ef norðanmenn hefðu hafið styrjöldina að undirlagi Ráð- stjórnarríkjanna, eins og Banda ríkin halda fram, væri þá ekki nokkurn veginn sjálfsagt, að fulltrúi þeirra hefði setið fund Öfryggisráðsins og beitt þar neitunarvaldi til þess að hindra íhlutun Bandaríkjanna og fylgi- ríkja þeirra í styrj öldinni í nafni SÞ.? Síðari hluti inni og um 100 þúsundir teknar höndum. Bándarísku herirnir héldu þá norður á bóginn, unz þeir voru komnir norður undir landamæri Mansjúríu í lok nóv- ember. Skárust þá hersveitir kínverskra sjálfboðaliða í leik- inn. Féll það þá í hlut banda- rísku hersveitanna að halda sem hraðast undan. Komust hersveitir norðanmanna og Erl end | tíðindi | kínversku sjálfboðaliðanna það sinn nókkru suður fyrir 38. breiddarbaueinn. Síðla vetrar “hófu herir Bandaríkjamanna og sunnanmanna aftur á móti gagnsókn og komust norður að 38. breiddarbaugnum. Voru þar grafnar skotgrafir og hélzt víg- línan þar lítt breytt síðan. IV. OTRÍÐIÐ í Kóreu var háð af villimannslegrj grimrnd af herjum Syngmans Rhees, en af skeytingarlausri mannfyrirlitn- ingu af herjum þeim, sem kenndu sig við Sameinuðu þjóð imar. Héldu þær uppi gengdar- lausum loftárásum á varnar- lausar borgir, er ekkert hernað- argildi höfðu, og hófu tilraunir með sýklahernað á óvinum sín- um. En miklu meira máli en rekstur styrjaldarinnar og ham- ingjuskiptin á vígvöllunum skipta . áhrif styrjaldarinnar á átök stórveldanna. Og þess varð fljótiega. vart, að verulegs ágreinings gætti í afstöðu auð- valdsríkjanna til stríðsins. . Tvívegis virtist sem stríðið í Kóreu væri komið á fremsta hlunn með að hrinda af stokk- unum nýrri heimsstyrjöld. Þeg- ar kínversku sjálfboðaliðarnir skárust í leikinn í nóvemberlok 1950, krafðist MacArthur þess, að sér yrði geíin heimild til að hefja loftárásir á samgöngu- miðstöðvar og iðjuver í Man- sjúríu. í fyrstu hugðist banda- ríska stjórnin verða við tilmæl- um hans. Aðgerðjr þessar hefðu þó jafngilt upphafi algers stríðs milli Bandaríkjanna og Kína. Vafasamt er, að Ráðstjórnar- ríkin liefðu lengi getað haldið sér utan við þess háttar styrj- öid. Ef MacArthur hefði fengið viij.a sínum framgengt og hafið árásir þessar hefðu þær þannig ekki ósennilega orðið upphaf III. heimsstyrjaldarinnar. Þegar brezku stjórninni bár- ust þessi tíðindi brá hún skjótt við. Attlee forsætisráðherra flaug umsvifalaust á fund bandarísku stjórnarinnar og til- kynnti henni, að Bretland drægi sig í hlé og yirði hlu-t- ’ laust, ef Bandaríkin fram- kvæmdu þessar fyrirætlanir. Hvarf bandaríska stjórnin þá frá því ráði. Nokkru síðar lét stjóm Attlees þó undan þrá- beiðní hennar og gaf vilyrði stjórnar sinnar fyrir notkun kjarnorkusprengjunnar í Kóreu við tiltekin skilyrði, án þess að stjóm hans yrði áður kvödd til ráða, eins og Churchill ljóstr- aði upp á þingfundi í fyrravor. Tók stjórn hans aftur það vil- yrði Bretlands. Þegar leið á veturinn 1951— ’52, en hvorkj ,rak né gekk í Kóreu, komu upp um það há- værar raddir meðal stjórnmála- manna og herforingja í Bánda- ríkjunum, að Bandaríkin ættu að styðja Siang Kæsjek til innrásar á meginland Kína í því skyni að reyna að stofna til gagnbyltingair. Meðal þeirra, sem héldu þeirri stefnu á lofti voru þeir Taft, Stassen, Fechte- ler aðmíráll og John Foster Dulles, sem nú er utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. í útvarpsræðu 10. febrúar 1952 komst Dulles svo að orði; að Bandaríkin „ættu eltki að láta það viðgangast, að Kína yrði áfram undir kommúnist- ískri stjórn . ... Ég held, að v.ð getum ekki reist algeran vegg, sem skilja Japan frá meginfandinu, þcgar til lengdar lætur, — svo að við ættum að breyta eð i stjórnarinnar á meginlandfnu . . . . “ Þegar kom fram á vorið 1952, lék það ekki lengur á tveim tungum, að hvorki Bretar né ■aðrar Vestur-Evrópuþjóðir mundu fáanlegar til að fylgja Bandaríkjunum frekar eftir í gagnbyltingarstefnu þeirra í Austur-Asíu. Kom það hvað ó- t'víræðast í ljós í umræðunum um loftárásir Bandaríkjamanna á orkuverin við Jalúfljót í brezka þingmu i maúnánuði. Brezka stjórnin neitaði að fylgja bandarísku stjórninni cftir í gagnbyltingarstefnu hennar í Austur-Asíu, er henni varð ljóst, ,að hún mundi fyrr eða síðar enda með heims- styrjöld. — En Það orkar elcki tvímælis, að heims- styrjöld háð með kjarnorku- vopnum jafngilti gereyðingu Clement Attlee. brezkra iðnaðarborga. Svipaða sögu er að segja um afstöðu annarra rikja í Vestur-Evrópu. Þau gátu ekki gert sér vonir um, -að lönd þeirra yrðu varin nema nokkra mánuði g^n herj- um Ráðstjórnarríkjanna og al- þýðulýðveldanna, ef til styrj- aldar kæmi. Þess vegna vildu þau eins og Bretland forðast styrjöld þá, sem Bandaríkin stefndu að. Þegar svo var komið virtist stefna Bandaríkjanna í Austur- Asíu aðeins eiga stuðning -eins Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.