Þjóðviljinn - 22.08.1953, Side 6
®) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 22. ágúst 1953
þiÓfðVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkuiinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur Guðmundsson.
'B’réttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsaon, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V__________________________________________________s
Alkomandi spámcennsins lét
dætnr síncsr knsta b!æ|unni
MeBferB Frakka á Marokkósoldáni eykur
úlfúB múhameBstrúarþjéBanna I
garð Vesturveldanna
1 FuEMarvirkjun Sogsins
í næsta mánuði er gert ráð fyrir því að unnt verði að
taka hina nýju írafossvirkjun í Sogi til notkunar. Lokið
er við að setja niður vélar stöðvariinnar og verða þær
reyndar næstu daga. Lagning háspennulínunnar er langt
komin og vonir standa til að henni verði lokið um svipaö
leyti og stöðin tekur til starfa. Með þessari nýju virkjun
bætist 32 þúsund kílóvatta orka við þær 15 þúsundir
kílóvatta sem gamla Ljósafossstöðin framieiðir, auk þess
rafmagns sem fæst frá stöðinni við Elliðaár.
Þrátt fyrir þessa nýju virkjun er sýnt að skammur
tími líður þar til aftur sækir í sama horf í rafmagnsmál-
um höfuðstaðarins og orkuveitusvæðis Sogsvirkjunarinn-
ar almennt. En rafmagnsnotendur, bæðií heimili og iðn-
aðarfyrirtæki hafa orðiö fyrir þungum búsifjum af völd-
um rafmagnsskortsins á undanförnum árum. Margsinn-
is hefur oröið aö skammta rafmagnið og valdið öllum
miklum óþægindum og iðnaðiinu(m stórfelldu fjárhags-
tjóni. Vinna hefur stöðvazt langtímum saman hjá fiölda
íyrirtækja og dýrmætar vélar legið undir stórfelldum
skemmdum, vegna þess að álagið hefur verið langtum
meira en orkan hefur þolað.
Notkun rafmagnsins almennt mun tvímælalaust halda
áfram að vaxa á næstu árum vegna aukins iðnaðar og
íólksfjölgunar á orkuveitusvæði Sogsvirkjunarinnar. En
við það bætist að aðeins eitt stórfyrirtæki, áburðarverk-
smiðjan í Gufunesi fær til sinna nota 4000 kílóvött sem
lágmark aö staðaldri, auk þess sem hún hagnýtir alla
afgangsorku Sogsvirkjunarinnar og notar þannig 130
milljónir kílóvattstunda á ári. Það er því augljóst, enda
viðurkennt af öllum sem til þekkja, að þrátt fyrir nýju
Jrafossstöðina verður orðinn tilfinnanlegur rafmagns-
skortur í Reykjavík og á Suðurlandi strax að 3 árum
liðnum, verði ekki ráðizt nú þegar í fullnaðarvirkjun
Sogsins, þ.e. virkjun efri Sogsfossanna, en sú virkjun á
að gefa 20 þúsund kílóvött til viðbótar þeirri orku sem nú
er fyrir hendi. Veröi ekki ráðizt í þessa nýju virkjun þeg-
ar að þessari lokinni er fyrirsjáanlegt að gripa verður
til þess óyndisúrræðis að framleiða raforku úr olíustöð-
inni við EUiðaár aö ca. 3 árum liðnum, en sú raforka
er miklum mun dýrari og slík rafmagnsframleiðsla því
á allan hátt óhagstæð.
Á þetta benti Guðmundur Vigfússon á fundi bæjar-
stjórnar Reykjavíkur í fyrradag, er hann lagöi fram til-
lögu sína, söm birt var í blaöinu í gær, um að þegar yrði 1
hafizt handa um virkjun efri fossanna og bæjarstjórnin'
skoraði á ríkisstjórnina að afla nauðsynlegs lánsfjár í
þessu skyni. Sýndi Guðmundur fram á það með rökum
sem ekki voru hrakin, að það yröi á allan hátt ódýrara
að láta nú ekkert hlé verða á virkjunarframkvæmdunum,
þar sem stórvirkar vélar og önnur nauðsynleg tæki eru
nú fyrir hendí á virkjunarstaðnum, auk þjálfaðs mann-
afla sem öðlazt hefur mikla reynslu og þekkingu við
framkvæmd virkjunarínnar sem nú er að verða lokið.
Er þáð álit allra sem kunnugir eru þessilm málum að
verði vélar og tæki flutt burt og vinnuaflinu tvístrað
yrðu framkvæmdir 15-20% dýrari en ef ráöizt væri strax
í virkjun efri fossanna.
íhaldið sem jafnan hefur tafið allar virkjunarfram-
kvæmdir svo lengi sem þaö hefur þoráð og lagzt gegn
öllum tillögum sósíalista um fullnaðarvirkjun Sogsins
fcæði í bæjarstjóm og á Alþingi, treysti sér nú ekki til að
véfengja þessar röksemdir né þörfina á áframlialdandi
virkjun. Undirtektir borgarritara, sem gegnir störfum
borgarstjóra 1 fjarvem Gunnars Thoroddsen, voru þáð
jákvæðar að ætla má að þetta mikla nauðsynjaimál bæj-
arbúa verði ekki að þessu sinni í dauðakistu skilnings-
leysis og athafnaskorts. Tillögu Guðmundar var vísað til
annarrar umræðu í bæjarstjórn og ætti hún því að fá
endanlega afgreiðslu í byrjun september.
En ömggara mun fyrir Reykvíkinga að vaka yfir því,
að íhaldið svæfi ekki málið. Það hefur hingáð til ekki
ráðizt í neinar meiriháttar frajmkvæmdir til aukinnar
þæginda og velmegunar fyrir það fólk sem höfuðstaðinn
byggir nema tiineytt af minnihluta bæjarstjórnar og ein-
huga og öflugu almenningsáliti.
AU fáheyrðu tíðindi gerð-
ust á fundi stjórnmála-
nefndar þings SÞ lí New York
í fyrradag, aá strokinn dipló-
mat og fulltrúi eins . þeirra
ríkja, sem talin eru til stór-
veldanna, rak upp skaðræðis-
öskur svo að ekki heyrðist
mannsins mál í þingsalnum
meðan honum entist örendi.
ÍÞingheimi hnykkti við og skim-
uðu menn um bekki svo að
Ibrátt hvíldu allra augu á ó-
'hljóðabelgnum. Reyndist hann
vera Maurice Sehuman, aðstoð-
arutanríkisráðherr.a Frakklands
og yfirmaður frönsku sendi-
nefndarinnar á yfirstandandi
aukaþingi SÞ. Það sem kom
honum til að reyna svo mjög á
raddstyrk sinn var að fulltrúi
Sýrlands hafði vakið máls á
þeim aðförum, sem franska
ríkisstjómin hafði haft í
frammi fyrr um daginn ií
franska vemdarríkinu Marokkó,
þar sem soldáninn hafði verið
isettur af og sendur í útlegð til
Miðjarðarhafseyjunnar Korsiku
með sonum sínum. Monsieur
Schuman þurftf ekki að góla
lengi til að varna Sýrlendingn-
um máls, því að fundastj. úr-
skurðaði þegar er mesta hellan
var farin frá eyrum hans að
mál Marokkó væri ekki á dag-
skrá og því óheimilt að ræða
það.
SIDI Múhameð Ben Jússef,
•soldán af Marokkó, af-
komandi spámannsins, er mað-
ur um fimmtugt og hefur ráðið
ríkjum í Marokkó síðan faðir
hans lézt 1927. Faðir hans gerði
Marokkó að frönsku vemdar-
ríki með samningi árið 1912
eftir að legið hafði við að styrj-
öid brytist út miJli Frakklands
og Þýzkalands út af yfirráð-
unum yfir landinu. í samningi
þessum skuldbindur franska
ríkisstjórnin sig til að sjá svo
um að vald og réttindi soldáns
séu virt og hefur nú efnt það
'loforð með því að flytja hann
nauðuigan í útlegð.
FRAMAN af stjórnarárum
Sidi soldáns fór vel á með
Ihonurn og Frökkum enda skipti
hann sér þá látið af landstjórn-
inni en undi við hraðbíla sína
er að segja hinir erlendu drottn
•arar gefa ú.t lög sín og fyrir-
mæli í nafni innlends þjóðhöfð-
ingja. Upp á síðkastið hefur
soldán neitað að undirrita til-
skipanir þær, sem frönsku her-
landsitjórarnir hafa lagt fyrir
hann og krafizt þess að fá að
Sidi Múhameð Ben Jússef,
soldán í Marokkó
fara til Parísar til að semja
við frönsku ríkisstjórnina um
það hvemig stjórnarfar Mar-
okkó verði fært 1 nútímalegra
horf og um aukið sjálfsforræði
landsmanna. Þetta varð til þess
að honum hefur nú verið rutt
úr vegi með sameiginlegu átaki
Frakka og tryggustu fylgifiska
þeirra, lénsherra frá iSuður-
Marokkó, sem ekki mega til
þess hugsa að alræðisvald
þeirra yfir landsmönnum sé
skert.
SJÁLFSTÆÐISHRE YFIN G
hófst á legg í Marokkó
á fjórða áratug þessarar aldar
og myndaðui: var stjórnmála-
fokkurinn Istiqlal (sjá-lfstæði)
en Frakkar bönnuðu hann þeg-
ar í stað. Leið svo fram í heims
styrjöldina síðari, en þá losn-
uðu nokkuð tök Frakka á Mar-
okkó er Frjálsir Frakkar tóku
við stjórn af Vicnymönnum.
Istiq'alflokkurinn fékk að
starfa opihberlega og það er
haft fyrir satt að Roosevelt
heitinn Bandaríkjaforseti hafi
lofað soldánj bandarískum
Kort af frönsku nýlendunum í Norður-Afríku. Vestast er
Marokkó, þá Alsír og loks Túnis.
og arabiska gæðinga. En þegar
soldán varð að láta af slíkum
skemmtunum vegna vanheilsu
tók hann að gefa landsmálum
meiri gaum og þá var friður-
inn úti mil'li hans og Frakka. í
IMarokkó hafa Frakkar komið á
þvú fyrirkomulagi, sem nýlendu
veldi kalla „óbeina stjórn“, það
stuðningi við sjálfstæðiskröfur
landíbúa þegar þeir hittust
eftir fund forsetans með
Churchill í Casablanca, stærstu
'borg Marokkó. Þetta líkaði
Fiökkum í Marokkó, sem eru
hálf milljón af rdu milljónum
landsbúa, stórilla. Innflytjendur
þessir hafa komið sér vel fyrir
í Marokkó og hagnýtt auðlindir
landsins, frjósama jörð og auð-
ugar námur í sjna þágu en
landsmenn sjálfir eru æði af-
skiptir.
0" FLUGUSTU auðhringar
Frakklands eiga margar
gjöfulustu gróðalindir sínar í
Marokkó og þeir hafa ráðið
stefnu frönsku ríkisstjórnarinn-
ar þar síðan sósialdemokratinn
Ramadier lét banma Isitiqlal-
flokkinn og blöð hans og liand-
taka foringjana að áeggjan
þeirra. Jafnframt lét hann Jui.n
hers'höfðingja, þáverandi land-
stjóra, leggja fyrir soldáninn
lagafrumvörp um „stjórnarbæt-
ur“. Þær voru þess eðhs að
soldán þverneitaði að undir-
skrifa tilskipanirnar. Einkum
mótmælti hann því ákvæði, að
Frakkar skyldu hvarvetna fylla
helming sæta í fyrirhuguðum
bæja- og héraðastjórnum. Bar
hann fram gagntillögur um að
byrjað yrði á þv.í að koma á
funda-, samtaka- og prentfrelsi
og siðan lögleiddar kosninigar
til héraðsstjórna án þess að til-
skilja Frökkum ákveðna tölu
sæta.
EIN'NIG krafðist soldán
þess að settir yrðu á
stofn óháðir dómstólar og Mar-
okkómönnum leyft að mynda
sín eigin verkaíýðsfélög. Pash-
arnir ag kaídarnir, sem að
nafninu til eru jarlar soldáns
en í raun og veru algerir e:in-
valdsherrar hver í sínu léns-
'umdæmi, urðu ókvæða við til-
lögu soldáns um óháða dóm-
stóla. Þeir eru og hafa um aldir
verið allt í senn, löggjafarvald,
dómsvald Oig framkvæmdavald
í umdæmum sinum og beitt
þeirrí aðstöðu og beita enn ó-
spart til að sölsa undir sig
eignir manna, krefjast fagurra
meyja í kvennabúr sín og haga
sér að öðru leyti eins og hrein-
ræktaðir miðaldabarðstjórar.
Þessir menn eru tryggustu
'bandamenn Frakka í Marokkó
og enginn þó meiri en el Glaoui
(framber Gláí), pasba af Marr-
•akesh.
JARLARNIR og Frakkar
hófu samræmdar ■ aðgerðir
'gegn soldáni, el Glaoui kom á
samtökum jarlanna um að af-
segja hann og frönsku land-
stjóramir höfðu bá hreyfingu
fyrir keyri á soldán að láta
undan kröfurn þeirra. Komu
Frakkar því til leiðar að soldán
leysti 'upp ráðuneyti sitt, sem
skipað var niönnum hlyntum
Istiqlal, en hann neitaði statt
og stöðugt að undirrita tilskip-
anir Frakka. Sjálfstæðishreyf-
ingin í Marokkó hafði litið til
'Bandaríkjanna eftir stuðningi
siðan Roosevelt var þar á ferð
en þegar á reyndi var síður en
svo að þar væri fulltingi að fá.
Bandaríkjastjórn hafði gert
S'amning við Frakka um að
igera fimrn risastórar flugstöðv-
ar fyrir langfleygustu sprengj-u-
flugvélar í Marokkó og telur
það vænlegast til að halda
þeirri aðstöðu til frambúðar að
iFrakkar ráði lögum og lofum i
landinu. Aldrei er haegt iað vita
Framh. á 11. síðu.