Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 3
2) — í>JÖÐVILJINN — Laugardagur 29. ágúst 1953 ,,Margt er gott af honum að segja“ Tírus inn mik'á var konungr yíir Indíalandi. Hann var ágætr höfð- ingi sakii- allra hluta. Hann átti sér ágæta drottning ok eina dótt- ur bama, er Tróna hét. Hún var allra kvenna fríftust, óiík flestum konum fyrir isakir vizku; bar hún af öllum konungadætrum. Þann mann er at nefna til sög- unnar, cr Kolr hét. Margt gott er af honum at segja, bat fyrst, at hann var stórr sem jötunn, ljótr sem fjaitdinn ok svá fjö- kunnigr, at hann fór í jörftu olt á ok límdi saman stóð ok stjörn- ur. Hann var svá mfkil ham- hleypa, at hann brást í ýmissa kvikenda líki. Hann fór ýmist meft vindum eða í sjó. Hann haffti svá mikinn hring á herftum, at ef hann stóft réttr, bar hærra kryppuna en Iiöfuðit. Hann fór fl Indíalands meft mikinn her og fé ldi Tíms frá landi, en gekk at eiga Trónam ok tók undir sik land ok þegna ok gerðfst kon- ungr yfir. Hann átti mörg börh vift Trónu, ok brá þeim me'r í föður ætt en móftur. Elzt barn þeirra var Björn tt’á- tönn. Tönn hans var blá at lit ok stóft hálfrar annarrar alhar fram ór munni hans. Oft banafti hann þar með mönjium í bar- dögum efta þá hann var reiðr. Dís hét dóttir Kols. It þriftja barn þeirra hét Hárekr. Þá hann var sjau vetra, var hann sköll- óttr um allt höfuð. Hauss hans var ,svá harðr sem stál. Því var hann járhhauss kaVaðr. It fjórða barn hét Ingja'dr. Vörr hans íh efri var jalnar löng frá nefi. Því "var hann kallaðr Ingjaldr trana. Þat var gaman Þeirra bræðx-a, þá þeir váru heima, at Björn blátönn hjó, sem hann gat, tönn sinni í haus Háreki, bróður sin- um, ok skaðaði hann ekki. Ekki festi vápn á vörr Ingjalds trönu. Kolr kroppinbakur lét seiða til þess, at ekki vápn skyldi at bana verða ö;lu hans afsprengi utan sverðit AngrvaftVJ. Ekki járn bíta þau annat. (Úr Þorsteins BÖgu Vííkings'sonar), JL f dag er laugarda'rurinn 29. ágúst. 241. dagur ársins. Farsótttr í Beyk.javík vikuna 16. til 22 ,ág. 1953 samkvænit skýrsl- um 18 (18) starfandi lækna. 1 svig- um tölur frá næstu viku á und- an. Kverkabólga 33 (27). Kvefsótt 37(42), Iðrakvef 15 (15). Kvef- lungnabó'íra 2 (6) Taksótt 1 (0), Kikhósti 15 (14), Ristill 2 (0). (aeknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Sími 5030. Jíæturvarzla er í Ingólfsapóteki. Sími 1330. .Verkakveimafölagið Framsókn fer í berjaferð þriðjudagir.n 1. september n.k. ki. 8.30 fh. Þátt- takendur tilkynnist á skrifstofu féliagsins, sími 2931 eða til Pálínu Þorfinnsdóttur, sími 3249, í síðasta 1 lagi fyrir kl. 4 eh. á mánudag. Tjarnargölfið er opið alia virka daga klukkan ,3-10 e.h., helgidaga kl. 2-10 e.h Vísa dagsins Senn mun ráðin raunáglíman, rotnar móldarhnaus. Bágt er að fúna fyrir timann í fletinu hjálparlaus. Bólu-Hjálmar. Heyrðu hermaður, er Ameríka ekki stórt land? O yes, mjög stórt land. Af hverju eruð þið þá ekki heima hjá ykkur? qj /• v Bláa ritlð, 7. hefti Safn. Einars Jónssonar r&AV 1953, hefur borizt. Prá 1. september verður safnið íwr * Efni Þessa heftis aðeins opið á sunnudögum kl. 1.30 __m m.a: Röddin í sím- til 3.30 e.h. anum. Helviti á hafinu. Hugaðúr maður. Bara tilviljun. Meðmælin. Laglega af sér vikið. Augnabliks- myndin. Kaup kaups. Framhalds- sagan (sögulok). Veifctu það? ofl. Ungbamavernd EIKNAR. Templarasundi 3 er opin þriðju- daga kl. 3.15^4 e.h. Fimmtudaga verður opið kl. 3.15-4 e.h. ágúst- mánuð. — Kvefuð börn mega ein- ungis koma á föstudögum klukk- an 3.15—4 e.h. Þeir kaupendur Þjóðviljans, sem vilja greiða blaðið með 10 kr. hærra á mánuði en áskrifenda- gjaldið er, gjöri svo vel að til- kynna það í síma 7500. Neytendasamtök Reykjavíluir. Áskriftarlistar og meðlimakort liggja framnii í flestum boka- verzlunum bæjarins. Árgjald er aðeins 15 kr. Neytendablaðið inni- falið. Þá geta menn einnig til- kynnt áskrift í síma 82742, 3223, 2550, 82383, 5443. AdolpJie Carles Adam höfundur Gisella, baletttónlistar— innar, sem verður leikin i útvarp í kvöld, var fæddur i París 24/7 1803 og dó 3/5 1856. Hann samdi marga balletta og óperur sem náðú vinsældum; stofnaði Theatre National í París 1847 en varð gjaldþrota í febrúarbyltingunni ári siðar og tók þá við kennarastöðu við tóniistarskólann af föður sín- GENGISSKRÁNING (Sölugengi): EIMSKIP: Brúarfoss er á leið frá Hamborg til Antverpen og Rvíkur. Dettifoss og Tröllafoss eru í Rvík. Goðafoss er í Leníngrad. Gullfoss fer frá Rvík á hádegi í dag til Leith og Khafnar. Lagarfoss fór frá Rvik 22. þm. til N. Y. Reykjafoss fór frá Akureyri í gærkvöld til Rauf- arhafnar, Húsavíkur, Siglufjarð- ar og Gautaborgar. Selfoss er í Lysekil; fer þaðan til Graverna, Sarpsborg, Gautaborgar, Hull og Rvíkur. Skipaútgerð ríklsius. Hekla er í Osló. Esja fer frá Rvík Fastir liðir eins og' Kl. 13 i dag vestur um land x 19.30 hringferð. Herðubreið fer frá Rvík venjulega. Tónleikar: Sam- söngur. 20.30 Tón- leikar: Gisella, ball ettmúsik eftir Ad- am (Covent Garden hljómsveitin leikur; Constant Lambert stjórn- ar). 20.45 Uppiestrar og tónleikar: a) Klemenz Jónsson leikari les smásögu: Hlátur eftir Jakob Thor arensen. b) Inga Huld Hákonar- dóttir les kvæði. c) Höskuldur Skagfjörð leikari les smásögu: Lyf&alafrúin eftir Anton Tsjekhov, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar. 22.10 Danslög pl. 24.00 Dagskrár- lok. ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐVILJANN Bókmenntagetraun Ljóðlínur í síðustu getraun voru eftir Guðmund Kamban. — Eftir hvern er þessi vísa? Flestir ljósið firrast nú og fálma í myrkri svörtu; ónýt, blind og ófrjáls trú óhrein kitlar hjörtu. • ÚTBRKIÐID • ÞJÓÐVILJANN 1 bandarískur dollar kr. 16,32 1 kanadiskur dollar kr. 16.53 1 enskt pund kr. 45,70 100 tékkneskar krónur kr. 226,67 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,00 100 belgískir frankar kr. 32,67 1000 franskir frankar kr. 46,63 100 svissn. fiankar kr. 373,70 100 þýzk mörk kr. 388,60 100 gryl-'.ini kr. 429,90 1000 lírur kr. 26,12 Konungsvald Árið 1662 dæmdi Magnús Magn- ússon sýslumaður í Isafjarðar- sýslu Hermann Wörst kaupmann í sektir og ærumissi fyrir ósæmi- legt orðbragð við íslenzkan mann, Teit Torfason, en kaupmaður fékk ónýttan dóminn með konungsbréfi árið eftir, og var eða fógeta hans boðið að gera um málið. Jafnframt lét konungur það boð út ganga, að sýslumenn og héraðsdómarar skyldu upp frá því enga. dóma fella í málum, er varði líf og æru manna. mál var síðan tekið fyrir í stjórabúðinni á alþingi sumarið 1663 af Tómási Nikulássyni og því vikið til konungsnáða, hvort Magnúsi sýslumanni og dómendum hans skyldi hér eftir leyft að sitja í dómara sæti eða gegna nokkrum embættisverkum. (Jón Aðils: Einokunarsagan). ( I i Vi’8 Hallgrímskirkja, Messa kl. 11 f.h., séra Bjarni Jóns- son prédikar. Dómkirkjan. Messa kl. 11, séra Jón Auðuns. Óliáði frntirkjusöfmiöurinn. Messa kl. 11. f.h. Sr. Emil Björnsson. síðdegis í dag austur um land til Raufarhafnar. Skjaldbreið fer frá Rvík á mánudaginn vestur um land til Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Rvíkur í kvöld að v.estan og norðan. Skaffcfell- ingur fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Vestmannaeyja. Sklpadeild SIS. Hvassafell fór fi'á Hamborg 27. þm. áleiðis til Austfjarðahafna. Arnarfell fór frá Seyðisfirði 27. þm. til Ábo. Jökúlféli lestar fros- inn fisk á Norðurlandshöfnum. Dísarfell er í Antverpen. Bláfell Æór frá Vopnafirði 25. þm. áleiðia til Stokkhólms. • I. Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Skrifstofa félagsins er í Lækj- argötu 10B, opin daglega kl. 2-5. Sími skrifstofunnar er 6947. Kross.gáta nr. 162 7 hnoðri 8 land 9 svar 11 meðvitundarleysi 12 forsetning 14 ending 15 heiðar- leg 17 belju 18 söngur 20 klínir Lóðrétt: 1 stétt 2 karlnafn 3 sk.st. 4 maður 5 Gyðingur 6 þingmaður 10 þjóðhöfðingi 13 fauta 15 ónýt 16 kjaftæði 17 hljómsveit 19 sk.st. Lausn á nr. 161. Lárétt: 1 rósir 4 sæ 5 ós 7 ýra 9 lás 10 fúl 11 Ari 13 yæ 15 ha 16 Fjóla Lóðrétt: 1 ræ 2 sár 3 ró 4 sóley 6 salla 7 ýsa 8 afi 12 Rio 14 æf 15 ha Nokkru seinna sagði ski-addarinn: — Drengur minn, fleygðu ermum á þessa treyju áður en þú ferð að hátta. .... UgiUspegill eyddi allri nóttinni í að kasta ermunum að treyjunni, sem hann hafði hengt á naglá á veggnum. Skraddarinn kom, þegar hann heyrði hávaðann. — Óþokk- inn þinn, hvaða grikk ertu nú að gera mér? UgluspcgiU lét sem hann vissi ekki, að hann hefði brotið af sér. -— Eg kastaði ermum á treyjuna eins og mér hafði verið sagt, en þær vildu ekki festast. — Já, og nú kasta ég þér út á götuna, sagði skraddarinn, þá geturðu séð, hvort þú færð ekki að dúsa þar áfram. Laugardagur 29. ágíxst 1953 — ÞJÓÐVILJINN (® Hvers saknar Morgunblaðið í Húmenska lýðveldinu? Morgunblaðið í. gær tekur upp þráð Vísis frá í fyrradag og birtir viðtöl við tvo Búka- restfara um ,,ástandið“ í Rú- menska alþýðuiýðveidinu.TeJur ‘blaðið það sýnilega mikinn reka á fjöru sína að geta fengið tvo piltunga t'l að rægja í fjarlægu landi upp- ibyggingar- og endurreisnar- starf þjóðar er veitti þeim góð- an beina um hálfsmánaðai’- skeið, þjóðar er öldum saman ’lifði í sárustu örbii’gð og n;ð- urlægingu og hefur nú loks jitið dag í lífi síeu. Þa.ð er gömul og reynd að- feið hjá Morgunblaðinu að leggja mönnum í munn orð sem þeir hafa aldrei sagt. Magnús Vald'marsson hefur aldrei áður komið til Búka- rest, en þó er það haft eftir 'honum „að borgin hafi verið óþekkjanleg, frá því sem áður var, daglegt lif fólksins stór- ibreytt“ í tilefni he:msmótsins. Þá er Magnús einnig látinn segja að „óánægjan með stjórnarfarið“ sé „mögnuð og sterk“ og „fáir fylgi komm- ún;staflokknum að málum.“ Nokkru síðar segir þó sami maður: „Fólkið í Búkai'est sættir sig við öriög sín“. Þá reiknar Magnús enn út að karimannaföt kosti um þrerin mánaðarlaun, en nokkru síðar segir hann: „í Búkarest gengur fólkið sæmilega til faxra“. Skal þess þó raunar getið að hann skýrir þessa ÁSalfundtijr PrestaféL Suður- • r a Selfossi Aðalfundur Prestafélags Suðurlands vex’ður hald;nn á Selfossi núna mn helgina. í sambandi við fundinn verða messur á morgun kl. 2 e.h. í eftirtöldum kirkjum: I Gaul- vei’jahæjarkirkju sr. Gunnar Árnason og sr. Garðar Þor- steinsson, í Stokkseyrarkirkju sr. Þorstekin Björnsson og sr. Kristján Bjarnason, í Eyr- arbaitkakirkju sr. Björn Jóns- son og sr. Gísli Brynjólfsson, Laugardælakirkju sr. Sigurður Haukdal og sr. Jcn Þorvarðs- sön, í Hraungerðiskirkju sr. Ingólfur Ástmarsson og’sr. Jón- as Gísiason, og í Villingaholts- kirkju sr. Guðmundur Guð- mundsson og sr. Sveinn Ög- mundssoa. Á sunnudagskvöld kl. 9.30 veroa kvöldbænir fyrir almenn- ing í hinni rísandi Selfoss- kirkiu. Á mánudaginn fara fram moi-gunbæn:r og venjuleg aðal- fundarstörf, síðan verður rætt um starfshætti kirkjunxxar. Er það aoalriiál fundarins og lxafa framsögu sr. Óskar J. Þor- láksson og sr. Sigurður Páls- son. Því næst flytur sr. Jón Auðuns dómprófastur ei’indi, og um lcvöldið ávax-par biskup- inn prestana í Laugardæla- kirkju og .lýknr síðan fxuidi þar með altarisgöngu. síðustu fullyrðingu með því að fólkið borði lítið þax* suð- urfrá. Höfuðatriíið hjá hinum pilt- inum, sem Morgunblaðið talar við, er það að „böi’num fyrr- verandi atvinnurekenda" sé „barinað háskólanám." Um þessa fullyrðingu er það eitt að segja að hún er uppspuni, og hefur hér eitthvað s’kolazt til í kollinum á Guðmundi mínum Einarssyni. Sumir kollar eru e’nmitt næmir fyr- ir slíku. Annars er það skemmtilegast hjá Guðmundi hve kynlega lionum varð við er „böm, þetta 6—13 ára að aidri, réttu okkur höndina og sögðu: Fr;eden und Freund- schaft . . eða Pace si priete- nie . . sem útlegst: Friður og vinátta. — Virtist þetta vera nokkurs konar kveðja, sem ’kemur útlendingi mjög undar- lega fyrir sjónir.“ Ojæja, blessaður Guðmundur minci. Það liggur í augum uppi að Heimsmót æskunnar í Búka- rest hefur farið heldur en ekki í taugarnar á Morgunblaðinu. Er það ekki að furða þegar þess er gætt að kjörorð móts- ins voru friður og vinátta — alveg þvert ofan í kjörorð þessa blaðs uxn sti'íð og hat- ur milli landa og þjó’ða. Nú þegar mótinu er lokið og áhrif þess taka að berast út um löndin er hafin skipuleg áróð- ursherferð í hatursmálgögn- unum, í þá veru að mótið ihafi ekki ver’ð annað en „leiksýning“ og „Pótemkins- tjö’d“ er slegið hafi verið upp í þeim tilgangi einum a’ð blekkja heiminn um líf fólks- ins i Rúmenska aiþýðulýðveid- inu. En Morgunblaðsmennim- ir létu sem sagt ekki blekkj- ast. Og þeir v:ta sannleikann um lífið í Rúmeníu! Við vitum vel hvers vegna Morgunb'aðið leggur sig nú svo mjög í framkróka um að leggja Rúmenska alþýðulýð- veldið að velli í dálkum sln- um. Morguriblaðið saknar sem sé ýmissa hiuta í þessu landi. Það saknar þess að alþýðan skuli nú ráða ríki í Rúmeniu, starfandi höi’ðum höndum að uppbyggingu lands síns og Mfs. Morguiiriaðið saknar þess að vesturevrópskir og banda- rískir kapítalistar skuli ekki lengur sitja - að auðiindum Rúmeníu, i-akandi milljónum í eigin vasa meðan þjóðin svelt- ur í riðurlægingunni. Morgun- biaðið saknar þess að Banda- ríkin skuli ekki geta fengið herstöðvar í Rúmeníu né æst fólkið upp til stríðs og víg- búnaðaræðis. Morguribiaðið saknar þess að Rúmeníu skuli nú byggja fullvalda alþýða er vinnur í sín-a’ eigin þágu öil sín verk — í þágu friðar og gróandi lífs. Hvorki mér né neinum öðr- um kepiur til hugar að eftir einungis átta ára aiþýðustjórn standi allir hlutir í fulium b'óma í Rúmeníu. Laun ófag- lærðra verkamanna er þar lág enn sem komið er, lægri en fuilvinnandi maima í sumum löndum Vesturevrópu. Þar er enn allmikið af íbúðarhúsum sem ekki taka fram brögg- unum okkar og Pólunum í 'Reykjavik. Ýmsar vörur, sem eru y.ndis- og þægindaauki í þróaðri löndum, eru ekki á boðstólum í rúmenskum verzl unum. Skal þetta ailt skýrt nánar á næstuuni, en hitt er höfuðstaðreynd að allt þjóðlíf þessa lands er á þroskahi'aut. Brejriingisi frá lénsskipulagi til sósíalisma gengur vel og örugglega. Fólkið er frjálst og glatt, sér fx’am á tíma sem þa’ð til skamms tíma þorði ekki einu sinni að láta sig dreyma. Það er von að Morg unblaðið sé saknaðarfullt. Morgunblaðið lætur þá von í ljós að þeir góðu gömlu „tímar komi aftm’" yfir fólk- i’ð í Rúmeníu. Þeir „tímar“ sem blað þetta biður um eru tímar stórlandeigenda, aðais og konuugshirðar, tímar Járn- varfiíir, fasisma, Hitlers og styrjalda, þeir tímar þegar fjórðungur þjóðarinnar var ó- læs og 33 þúsund bændur og búaliðar myrt;r í einni upp- reisn, þeir tímar þegar Rúm- enía var nýlenda ei’lendra arð- ræningja. En Morgun'blaðið skal vita það til sanns að þess ir tímar koma ekki aftur. Morgunblaðift má lialda áfram að ala með séi- hinn sérstæða söknuð sinn yfir örlögum fólksins í Rúmenska aiþýðu- lýðveldinu. Bjarni Benexliktsson. Framhald.af 1. síðu þcss. I tillösuna var einnig lagt fyrir Bandarí'kjamenn í Kóreu að semj.a við Norðanmenn um stund og stað fyrir ráðstefnuna. Felld var með 40 gegn 5, 11 sátu hjá, tiliaga Sovétríkjanna um að eftirtalin ríki skyldu eiga fulltrúa á ráðstefnunni: Banda- rxkin, Bi'etland, Frakkland, Sov- Visjinslií « étitlkin, Kína, Indland, Indónesía, Tékkós'lóvakía, Pólland, Burma, Mexikó, Sýríand, Egj’ptaland, Suðui’-Kórea og Norðui’-Kói’ea, þar af 6 stríðsaðiljar og 9 hlut- laus, skyldu eiga sæti á í’áðstefn- unni. Hlutlaus ríki til að miftla niálum. Visjinski fulltrúi Sovétrikjanna hélt ræðu á þinginu li gæi\ Hann sa>gði það skyldu allsherjai’þings- ins að ganga þannig frá málum, að öryggis og friðar væri gætt sem bezt og þvá bæri þinginu skyld.a til að sem breiðastur grundvöllur yrði fyirir stjórn- málaráðstefnunni, að >sem flest rí'ki, sem lagt gætu eitthvað raun ihæft til málanna, tækju þátt. Því ihefðu Sovétríkin lagt á það megináherzlu, að á ráðstefnunni tækju þátt riki, sem hefðu verið hlutlaus í Kóreustríðinu, og ættu iþvd auðveldara með að miðla mál um mi’lli deiluaðilj^. Óraxiiihíef ráðstefna án S-Kóreu Akranesi í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Fyrir nokkru tók til starfa hér á Akranesi nýtt fyrir- tæki, Hjólbaröaviö’geröir h.f. Fyrirtæki þetta mun annast hvers lconar viðgerðir á hjól- börðum og slöngum. Viðgerð- arstofau hefur nýlega fengið nýjai’ vélar og munu þær full- komnastar sinnar teg’undar hér á landi. Einnig mun hún ann- ast viðgerðir á gúmmískófatn- aði með nýtízkri vélum. Vinnustofa sem þessi hefur mikla þýðingu fyrir bifreiða- eigéndur á Akratiesi og í ná- grenni, þar eð hjólbarðaslit er stór gjaldaliður, er mun lækka að mvm við að 'þessi starf-. semj hefur hafizt. Fyrirtækið tók til starfa fyrir þó nokkru, en beðið hefur verið með fi’á- sagnir af því þar til byrjunar- reynsla var fengin. Eigendur fyrirtækisins, þeir Ingólfur Sig- urðsson og Hjalti Benónýsson, tjáðu fréttamannj Þjóðviljans að sú xæynsla færi fram úr voeium þeirra. Auðheyrður var einnig sá ásetningur þeirru. að auglýsa fjTÍrtæki sitt með vandaðri vinnu. Hjólbavðavið- gerðir h.f. er til Húsa að Suð- i urgötu 41, bimi 379. Visjinskí bar á móti því, að hann hefði reynt að bægja Suð- ur-Kóreu frá þátttöku í riáð- stefnunni og sagði að án henn- ar þátttöku mundi e.ng:n sam- iþykkt ráðstefnunnar hafa neitt raungildi. Hann sagði, að sú tilhögun ráðstefnunnar sem nú hefði verið ákveðin mundi hafa í för með sér xrikla erfiðleika þegar til hennar kæmi, það hefði mátt komast hjá þess- um erfiðleikum, ef ráði Sovét- ríkjanna. um þátttöku hiut- lausi’a landa og nágrannaríkja Kóreu hefði verið fylgt. Það verðiir elxki eins og í Pannuiujom Manchester Guardian kemst ni.a. svo að orði: Við höfum orðið að horfa upp á þa’ð, að Bandarikin hóa saman Suður- Améríkuriíkjunum, Grikklandis Pakistan og Kina þjóðernis- sinna gegn brezka samveldinu. Niðurstaðan er grætileg, en það bætir úr skák, að liún er ekki endanleg. Það mun sýna sig þegar til ráðstefnunnar kemur. Bandaríkin hafa látið bugast fyi’ir Syngman Rhee(i’) og því fara bandamean þeirra tviriáðir til í’áðstéfnunnar. Svo gæti virzt sem Bandai’ílcjunum 'hafi heppnazt að koma þvi til leiðar, að aðeins striðsaðiijani- ir tveir setjist við samninga- bor’ðið á i’áðstefnunri. En svo er ekki, í fyrsta lagi vegna þess að þar mun ekki aðeins ein rödd tala máli SÞ eixis og verið hefur 1 Panmunjom og í öftru lagi þar sem Sovétrikjun- um var boðið sa?ti. Litiar horfxir á árangri Manchester Guardian ræðir síðan horfur á því að stjórn- málaráðstefnan um Kóreu beri ’nokkurn árangur. Blaðið segir, að ólíklegt sé,.að Norðanmenn muni fallast á að kínverska herliðið verði flutt úr landinu og það sameinað, nema að því tilskyldu, að Bandarikjamenn hverfi líka á brott og banda- lag Syngmans Rliee og Suður- Kóreu þá um leið leyst upp. Ljóst sé, að Rhee muni ekki fallast á þetta. Þvi séu litlar horfur á því, að samkomulag verði á ráðstefnunni. Brezku biöftin á einu nxáli Svipað er hljóðið í öllum brezku blöðunum, þannig sagði íhaldsblaftið Daily Tefegraph, að menn gætu aðeins huggað sig við eitt, að það hefði þrátt fyrir allt verið ákveðið að halda stjórnmálarástefnuna. Megnið af bandarískum blöðum fagnar að sjálfsögðu því, að Banda- ríkjunum hefur tekizt a'ð úti- loka Indland frá ráftstefnunni. Þar er þó ein undantekning og hún athyglisverð, þvi þar er um að ræða eitt áhrifamestá b'að Bandaríkjantia, Washington Post. í ritstjórnargrein í gær kallar það s:gur Bandaríkjanna Pyrrhusarsigur. Pyrrhusarsigur XJSA Það minnir á, að sigur Pyrr- husar á Rómverjum var hon- um svo dýi’keyptur, að hann efaðist um livor heffti í raun- inni haft betui’. Blaðið seg:r: Endá þótt það tækist að koma í veg fyrir að Indland tæki þátt í stjórnmálaráðstefnunni, þá hefur komið i ljós, að á þessu þángi áttu Bandarík'n í vök að verjast. Deilan um Ind- land hefur orsakað sundrxmgu milli hinna frjálsu þjóða auk þess sem hún hefur vakið and- úð á Bandaríkjunum í Indlandi sjálfu. Heiftarlegar árásir á Breta Nær öll önnur bandarísk blöð eru í e’nu og öllu samþykk gerðum bandai’isku fulltrúanna hjá SÞ og nota tækifærið til he:ftarlegra árása á Breta fyrir afstöðu þeirra. Blöð Scripps- Htxwards hringsins birtu í gær gi’e’n, þar sem sagt var, að Bretum ætti að skiljast að þeir hefðu engan rétt til að skipta sér neitt af tilhögun stjórn- málaráðstefnunnar, þar sem iþeir liefðu aðeins lagt lítið af mörkum í Kóreu. Hius vegar væri það greinilegt, að þeir reyndu nú eftir megni, að not- færa sér stjórnmá'aráðstefnuna í eiginhagsmuna skyni. — ,/Ef Bretar“, segir í greininni, „vilja éndilega ræða um verzlunar- hagsmuni sína í Hongkorig og Kína, þá geta þeir sjálfir holdið Siria ráðstefnu til þes$“,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.