Þjóðviljinn - 29.08.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.08.1953, Síða 6
®) — ÞJÓÐVItJINN — Laugardagur 29. ágúst 1953 þJÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Aug’ýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V... -----------------------------—-----———' Blossar Kóreustíðið aftur upp um áramótin í vetur? Syngman Rhee og sterk öfl I Bandarik’i- unum róa oð því öllum árum Tafarlausar ráSsiafanir Bannið við karfaveiðunum er augljósasta stórhneykslið sem orðið hefur í íslenzkum afurðasölumálum, og hafa þau :þó verið mörg og stór. Þetta framleiðslubann stafar sf því einu að samningarnir við Sovétríkin eru ,,of hag- stæðir“ eins og ýtarlega hefur verið rakið hér í blaðinu undanfarna daga. Þetta bann, sem mun gera að engu sölur sem nema að verðmæti um 22 milljónum króna ef ekki verður þegar gripið í taumana af fullri röggsefmi, er framkvæmt af gæðingum ríkisstjórnarinnar og með fullu samþykki hennar. Það er almenn krafa að ríkisstjórnin grípi án tafar til þeirra ráðstafana sem duga til að aflétta þessu hneykslis- ástandi. Þessar ráðstafanir eru eftirfarandi: 1. Bannið við karfaveíðum er framkvæmanlegt sökum jþess að alger e/nokun er á útflutnfngnum. Sölumiðstöð hraðírystihúsanna hefui- vegna e/nokunar s/nnar vald til þess að banna öllum fryst/húsum framleiðslu. Þessari e/'nokun verður að aflétta. Ef ríkisstjóm/n lýs/'r yfir því í dag að hvaða frystihús sem er hafi leyfii t/1 að framleiða upp í karfasamn/'ngana og flytja framle/'ðsluna út, munu ýms frystihús þegar hefja framleiðslu. 2. Beri þessi ráðstöfun ekki næg/lega skjótan árangur, ber rík/'sstjóminni að taka leigunám/ þau frystihús sem þörf er á til þess að hægt sé að standa við samningana og tryggja fslendingum þau hagstæðu viðskipti sem í þeim felast. .■,<.* , 1 1 1 ! I j ! 1 ■ 3. Bannið við karfavdiðum upp í Sovétsamningana er rökstutt með því að stórhalli sé af v/'ðskiptunum v/'ð Bandarik/n. Þau viðskipti hafa því aðeins verið fram- kvæmd að lagt hefur verið hið stórvægiilegasta bátagjald- eyrisokur á almenning, og það án nokkurrar lagahe/'m- aidar. Ef ríkisstjómin lýsir yf/'r þvi að bátagjaldeyris- upphætur á fisk til Bandaríkjanna verði n/'ður felldar jminu frystihúsaeigendur keppast við að framleiða fyrir markaðinn í Sovétríkjunu.m sem er íslendingum marg- falt hagstæðari. 4. Eíkisstjórnin á sjálf Fiskiðjuverið við Grandagarð. Henni ber tafarlaust að láta það hefja framleiðslu á karfa flökunum; þar hefur hún vissulega enga afsökun. Málið er í höndum ríkisstjórnarinnar. Bannið er bein afleiðing af einokunarkerfi hennar og bátagjaldeyrisokr- inu sem gerir útflytjendur óháða þvi hvort samningar eru hagstæðir eðá ekki. Ríkisstjórnin getur þegar í dag gert þær ráðstafanir sem duga — ef hún hefur aðeins vilja til þess. Viljinn kemur í ljós næstu daga. Óvanalegt framferði Morgunblaöiö birtir i gær grein sem það telur vera frásögn íslenzkra sjómanna frá Leníngrad, en enginn treystist þó til að bera ábyrgð á samsetningnum með nafni sínu. Eru frásagnirnar gamalkunnar úr Morgun- blaðinu, en þó er eitt sem vert er að benda á. Blaðið seg- ir að myndavélar manna séu innsiglaðar í höfninni og bætir við: „Slíku framférði eru íslenzkir sjómenn ekki vanir og þekkja ekki í cörum höfnum, er þeir sigla til. En lögregluríkið lætur ekki að sér hæða“ o.s.frv. Nú er Þjóðviljanum spurn: Var framkvæmd einhver pólitísk rannsókn á skipverjum áður en farið var til Leníngrad? Þurfti að senda skrá yfir skipshöfnina á sovétsend'ráðið þar sem framkvæmd væri pólitísk könn- un? Þurfti að hreinsa til á skipunum samkvæmt erlend- um fyrirmælum áður en ferðir gætu hafizt? Þurftu sjó- menn að sætta sig við lítillækkandi hnýsni McCarran- lagarma? Allt er þetta fraímferði sem íslenzkir sjómenn eru van'r frá lögregluríkinu fyrir vestan haf. Og þar þætti það vissulega óvenjuleg kurteisi ef þaö eitt væri látið nægja aö innsigla myndavélar á svæði sem talið er hernaðar- lega mikilvægt. FYRIR hálfum mánuði var Skipt um menn á yfinherráði Bandarikjanna. Hershöfðingjar og aðmiírálar, sem öEiseniiowe r forseti hefur skipað, tóku við af 'þeim sem Trurnan fyrirrennari Ihang útnefndi á sínum tima. Porseti nýja yfirherráðsins er flotaforingi að nafni Radford. Eins og margir aðrir banda- rískir herstjórnendur hefur hann verið óspar á það um dagana að láta ljós sitt ekina á vandamál samtímans. Kunn- astur er (hann fvrir að hann var fremstur i flokki flotafor- ingja, sem hófu ákafa gagnrýni á það sem þeim þótti óþarfa fjóreyðsla flughersins á kostmað flotans. Sú deila er nú jöfnuð að mestu. Síðan hefur Radford orðið t'íðræddast um hermála- stefnu Bandaríkjanna á Kyrra- hafi. Hann er óþreytandi mái- S'vari Sj.ang Kaiséks og Syng- man Rhees. Það ei’ í stytztu máli álit Radfords að Bandarík- in eigi að gera allt Kyrr.ahafs- svæðið sér undirgefið hvað sem það kostar. Skýrast kom þetta álit hans fram er hann sagði, að öryggi BandaHÍkjanna væri isifelid hætta búin meðan Kína værj sameiuað undir sterkri, kommúnistiskri stjóm. Slíkt Kína verði Bandaríkin að sígra hvað sem það kostar, „jafnvel þótt við verðum að þerjast í fimmtíu ár,“ sagði Radford. SYNGMAN RHEE FIMMTÍU ára stríðið við Kína er ekkert smáræðis fyrir- tæki, en því fer þó fjarri að Radford flotaforingi og yfir- heiiráðsforingi 'sé einn i hópi bandarískra ráðamanna um að hvetja til þess. Ýmsir mestu óhrifamenn í flokki republikana á þingi Bandaríkjanna eru a£ isama sauðahúsi. Nægir að nefna menn eins og Knowland öld'ungadeilda.rmann, sem tók við forystu republikana á öld- rungadeildinni þegar Taft féll frá. Knowland hefur fengið við urnefnið „öldungadeildannaður- inn frá Formósu" fyrir fylgi- spekt eína við Sjang Kaisék. Staða Knowlands gerir hann áhrifamestan allra bandarískra þingmanna; hann er cengiliður- inn milQí forsetaembættisins og deiildarinnar. Nú er Knowland nýlagður af stað til Asíu til að beimsækja Sjang, Rhee og aðra vini síína þar. Þeim ber varla mikið á milli. Á fundi einnar af nefndum öldungadeUdarinnar sagði Knowiand, þegar verið var að raeða vopnahléssamning- ana í Kóreu og óánægju banda- manna Bandaríkjanna í Vestur Evrópu yfir þvergirðingshætti bandarísku samningamannanna: ,Ef þessir svoköHuðu banda menn okkar vita ekki hvað kluikkan slær, þá er það að rikisstjóm okkar og utanríkis- stefna á að vera bundin af því, hvað þeim finnsit.“ Dulles utan- ríkisráðherra, sem sat nefndar- fundinn, kvað athugasemdir Knowlands „mjög tímabærar." AFSTAÐA bandariísku fulltrú- anna á aukaþingi SÞ sem fjalíar um friðarráðstefnu í Kó- reu sýnir Það svart á hvítu, að það er stefna manna eins' og Radfords og Knowlands sem Bandaríkjastjóm fylgir. Til þess að gera Syngman Rhee til geðs berst bandariskj fulltrúinn gegn þvi með hnúum og hnef- um að Indland fái fulltrúa á ráðslefnunni. Veigamiklar á- istæður hljóta ,að vera fyrir því að Bandariikja&tjóm tekur þann | Erl end j | tíðindi J kost að stórmóðga annað öflug- asta ríki Asíu til þess ,að hafa tindáta eins og Syngman Rhee góðan. Ef Bandaríkjamenn istefndu að samkomulagi í Kó- reu og varanLegri friðargerð í Austur-Asiu væri þeim fyrir miklu að hafa Indland á sínu handi. Sé hins vegar stefnt að þvií að grípa bar til vopna á ný við fyrsta tsekifæri er eðli’egt að þeir hafi sem nanasta sam- vinnu við Syngman Rhee en láti Indland sigla sinn sjó. SYNGMAN RHEE hefur ekki farið dult með það að vopna hléð í Kóreu er í hans augum ekki undanfarj friðar, heldur logn á milli bylja í Kóreustríð- inu. Hann hefur lýst því yfir hvað eftir annað, að ef norðan- menn hafi ekki fallizt á allar kröfur hans þegar friðarráð- stefnan he£ur staðið í þrjá mán uði, muni hann kalla fulltrúa s’ina í brott af henni og skipa her sínum að hefia sókn norður ■að landamæirum Kína. í ræðu 15. ágúst á fimm ára afmæli úikissfcof nunar :í S-uður-iKóreu sagði Rhee: „Það er ósk olckar og staðfastur ásetningur að hefja hergöngu norður á bóg- inn sem allra fyrst.“ Áður hafði hann sagt, að ekki gæti farið hjá þvli -að Bandaríkjamenn kæmu her sínum til hjálpar þegar bardagar við norðan- menn væru einu sinni byrjaðir á ný. Rhee hefur einnig gert það lýðum lióst, að sú eina frið- samlega sameinin.g Kóreu. sem hann getur hugsað sér, er að Norður-Kórea verði iögð undir hans stjóm. ESSI krafa verður vafalaust borin fram á Kóreuráðstefn- unni, sem á að hefjast eikki síðar en um miðjan október. 4 hana fallast norðanmenn auð- vitað aldrei. Þá kallar Rhée menn sína af ráðstefnunni og toúast má við að Bandarílkja- menn 'gangi af henni lika. Eitt af því sem DulQes lofaði Rhee þegar þeir raeddust við í Seoul JOHN FOSTER DULLES fyrir nokkrum vikum var að Bandaiiíkjamenn skyldu gang.a af friðairráðstefnunni ef þeir teidu einskis árangurs af henni að vænta. Það er Þvl allt ann- að en fjarstæða að álykta, að um áramótin í vetur hef ji Syng- man Rhee Kóreustríðið að nýju. Ekki ein einasta rödd á- byrgra manna I Bandaníkjun- um, hvorki á þingi né í ríkis- 'stjórninni, hefur heyrzt mót- mæla þeirri yfirlýsingu hans. EKKERT er I'íiklegra en að Rhee og Dulles reyni að leika sama ieikinn og sumarið 1950, þegar þeir fengu meiri- híuta SÞ til .að samþykkja það sannanalaust að upphaf Kóreu- stríðsins hefðj verið tilefnis- laus árás norðanmanna. Það hefur nú ótvírætt komið á dag- inn að það er Rhee og menn hans, sem umfram allt vilja stríð og beittu öllum brögðum tiil ,að reyna að eyðileggj'a vopna 'hQéssamningana. Bandaríkja- menn haifa meira að segja feng ið stjóimir þeirra fimmtán ríkja sem sendu liðsafla tiil Kóreu til fulltingis við þá til að undirrita skuldlbindingu um að gripa til vopna á ný yerði vopnah'lé rofið ög hóta því jafnframt að þá verði stríðið ekki bundið við Kóreu eina, heldur einnig lagt fil atlögu við Klina. Þesisi hótun va'kti svó a'mennan ugg í Bret- iandi að rikisstjómin varð að 'gefia út yfirlýsingu um að hún teldj sig lausa alQra roála, ef Sy.ngman Rhee yrði til þess að rjúfa vopnahléð. MARKMIÐIÐ með þvi að úti- loka Indland af Kóreuráð- istefnunni, þótt það væri milli- ganga Ind'andsstjómar sem drýgst reyndist til að koma vopnahiéinu á, getur ekki verið annað en það að gera ráðstefn- un;a að framJhaldi stríðsins með öðrum aðferðum. Indverskur fulltrúi myndi líta á það sem hlutvenk sitt að mið'a málum, en ijóst er að slíkt er eitur (í ibeinum Bandaitíkjastjómar. Aillar lLkUir eru ti'l að henni Framhald á ð. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.