Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 12
i gær — esm er salÉa itema hluta aflaits vegtta sntæðar Bezti síldveiðidagurinn sem komið heíur hér við Suðurland í sumar var í gær. Fréttaritari Þjóðviljans í Sandgerði símaði að síldin sem barst þar á land í gær haíi verið bæði stærri og feitari en áður og mun söltun þar hafa staðið fram á nótt. Hafnarfjarðarbátarnir öfluðu einnig ágætlega í gær Afli Sandgerðisbátanna í gær var yfijeitt ágætur eða frá 100 og uppí .200 tunnur á bát. Sjó- menn líta nú bjartari augum á veiðarnar en áður vegna þess að síldin var í gær bæði stærri og feitari en áður. ; Saltað var af kappi í Sand- gerði í gær og mun hafa verið nokkur skortur á fólki. Hús- \ mæðurnar hlupu því frá börn- SöStun Eiéfst í Grindavik í gær Grindavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. I ■Síldveiðibátarnir í Grindavík öfluðu ágætlega í gær eða lallt uppí 120 tunnur. Hafa þeir einnig liaft ágæta veiði undan- farið. iSíldarsöltun hófst í Grinda- vík í gær. Þótt söltun hæfist í gær er mikið af síldinni enn smátt svo um það bil helmingur gengur úr þegar saltað er. Þó er afli bátanna nokkúð misjafn hvað stærð síldarínnar snertir. Enn hefur ekki veiðzt sí'ld í Grindavíkursjó, hafa bátarn- ir stundað veiðarnar við Eldey og í Miðnessjónum. um og eiginmönnum í síldar- söltunina og nnm hafa verið saltað fram á nótt. Auk Sandgerðisbátanna lögðu lá land þar í gær bátar frá Keflavík, Garði, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og Akranesi. Hefur sú orðið raunin á undan- farin haust að á síldveiðunum sunnanlands er Sandgerði mest eftirsótta höfnin. I sumar var byrjað á leng- ingu bryggjunnar þar um 30 metra og er enn ólokið við að steypa plötu ofan á þá leng- ingu, en þegar því vérki hefur verið lokið batnar að mun að- staða bátanna sem leggja upp þar. Léleg veiði Ves1- mannaeyjabáta Þótt í gær væri bezti afla- dagurinn hér við Faxaflóa var aðra sögu að segja frá Vest- mannaeyjum. Fréttaritari Þjóð- viljans í Eyjum skýrði svo frá að tvo síðustu daga hafi afli Vestmanmaeyjabáta verið mjög lítill, allt niður í ekki neitt, mestur afli í gær 60 tunnur. 12 bátar stunda nú rekneta- veiðar frá Vestmannaeyjum. Nokkrir Vestmannaeyjabátar stunda þorskveiðar með drag- nót og afla sæmilega. Hafnarbótunum ekki lokið Grindavík. Frá fréttaritara Þjóðviijans. Loltið !er nú við að steypa í fulla liæð kerið sem gökkt var í höfnina í sumar. Er nú aðeins eftir að fylla það grjóti og steypa plötu ofan á það og er unnið við að fullgera þessa hafnarbót. Lönd- unarbryggjan lengist um 14 metra og mun löndunarpléssið því ekki aukast nema fyrir ca. 3 báta, svo mikið þarf enn áð gera í höfninni, þetta er aðeins ibyrjunin. Þykir sjómönnum til- finnanlega vanta viðlegupláss fyrir bátana í höfnixmi. < Svavar Guðnason hjá einu málverka sinna. Sýning Svavars Goðnasonar opnnð í dag kl. 21 Listvinasalnum Um 50 myndir em á sýningimm, máiaðar á tveim síðustu árum í dag kl. 2 e.h. opnar Svavar Guðnason málverkasýn- ingu í Listvinasalnum við Freyjugötu. Sýnir hann þar um 50 myndir er hann hefur gert á síðustu tveim árum. Þótt Svavar hafi haldið margar sjálfstæðar sýningar og tekið þátt í öðrum erlendis á undanförnum árum er þetta íyrsta sjálfstæða sýningin er hann heldur hér heima í fimm ár, og munu margir því fara með eftirvæntingu á þessa sýningu hans. Á sýningu þessari eru um 50' myndir en aðeins 26 þeirra hafa verið settar á skrá. Eru þetta oliumálverk, vatnslitamyndir, linoleumprent, svartlistarmynd- ir. Þær sem á skríá eru hafa hlotið hin fegurstu og óvenju- legustu nöfn margar hverjar, svo sem Munhöll, Hrímeik, Stuðla, Marblik, Dverga, Hríma, Þeyr osfrv. — en rnálarinn tek- ur fram að þeim séu aðeins gefin nöfn til aðgreiningar. Hefur sýnt í 7 löndum Svavar hefur sem fyrr seg- ir haldið fjölda sýnkiga, sýnt í Danmörk, Sviþjóð, Noregi, Belgíu, Hollandi og Frakklandi, og e.t.v. víðar, auk hér á ís- landi. í Kaupmannahöfn hefur hann haldið svo margar sýn- ingar sjálfstæðar eða tekið þátt í sýningum, að hann segist ekki muna lengur hve oft hann hafi sýnt. Hann tók þátt i samnor- rænu sýningunni í Osló bæði 1946 og 1953 og einnig i sýn- ingunni í Brússel. „Finnst manni frekar vera sjó- maður cg eiga að fara í reiðann . . . “ Svavar hefur lengst af dval- ið erlendis síðan hann fór að mlála, en hann fór utan rúmlega tvítugur. Hér heima hefur hann Framhaid á II. siðu. Brengur verður fyrir feíl 1 gær varð dreogur fyrir bíl á mótum Þverholts og Lauga- vegar. Skarst hann á höfði og fékk eymsli í baki. Meiðsli hans voru þó ekki talin alvarleg. Var hann fluttur í Landspital- ann og þar gert að meiðslunum, en síðan fékk hann að fara heim. Athyglisverð kvikmýnd sýnd í Tjarnarbíó r f • n A Tjarnarbíó sýnir nk. sunnu- dag kl. 2 e.h. nýja kvikmynd, The New Sign Language, en efni hennar hefur S:r Riehard Paget, Bart samið. 'Myndin ér nýtt táknmál fyrir heyrnarlausa og miállausa. Á undan myndinni mun pteóf. Alexander Jóhannesson skýra efni hennar. Allir skólastjórar, kennarar og a'ðrir, sem láta sig þetta miáf varða eru velkomnir á sýn- inguna meðan húsrúm leyfir. VÓÐyiiIINN Guðmuadur Jónssen éperusöngvari syngur íslenzk lög í danska útvarpið Syngur einuig í Tivolí á „Ruitd- skuedag" danskra blaðamanna Guömundur Jónsson óperusöngvari syngur íslenzk lög í danska útvarpiö 3. n.m. Á laugardaginn 5. nim. syngur hann á ,,Rtmdskuedagen“ í Tivolí. Þegar norrænu blaðamennim- ir voru hér á aðaiíundi Norræna blaðamannasamibandsins í sumar, söng Guðmundur Jónsson nokk- ur lög fyrir þá í kveðjulhófinu, sem Blaðamannaféiag íslands hélt þeim. NorrænU blaðamenn- imir urðu svo hirifnir af söng Guðmundar, að þeir báðu hann að syngja fyrir sig á „Rundskue- dagen“ isvonefndum, sem dansk- ir blaðamenn halda í Tivoli ár- lega. Þá hefir danska útvarpið sam- ið við Guðmund að syngja í út- varpið og syngur hann íslenzk lög í danska útvarpið 5. næsta mánaðar. Þessi eftirsókn eftir sön'g Guð- mundar er ekki nema í alla Simdhöll Hafnar- f jarðar 10 ára í dag eu liðin 10 ár síðan Sundhölj Hafnarfjarðar var opn- uð alnienningi til afnota. 308.800 gestir hafa sótt Sundhöllina á þessum 10 árum. iLengst af starfstima sínum hef- -ur sundtoöUin verið útilaug en hafizt v,ar handa um yfirbygg- iogu í okt. 1951 og henni lokið 13. júnií s. 1. Hefur aðsókn að Bundhöllinni verið tvöfalt meiri síðan byggt var yfir hana en meðan hún var opin. staði makleg og er söngur hang góð kynning á íislandi. — Guð- mundur fer utan með Heklu, flugvél Loftleiða, á þriðjudaginu kemur. Eldsvoða afstýrt í gær ltviknaði í á þakhæð hússins við Sundlaugaveg 28, en slökkviliðinu tókst, að slökkva eldinn áður en skemmdir yrðu teljandi. Slökkviliðið var kallað að húsinu kl. 5.50 síðdegis í gær. Var þá töluverður reykur á þakhæð hússáns og eldur í eihu herbergi. Hafði eldurinn læst sig upp eftir þekjunni og varð að rifa þakið til þess að kom- ast að eldinum, en síðan var eldurinn fljótlega slökktur. Nokkrar skemmdir urðu því á þekju hússins, en ekkert í her- berginu sem eldurinn var í brann, nema útvarpstæki er stóð undir þekjunni þar sem eldurinn var. Er líklegt að eld- urinn hafi kviknað frá útvarps- tækinu. Slökktí sviðaeld. Slökkviliðið var einnig kall- að inná Kirkjusand I gær, en þar hafði kviknað í hjá manni er var að svíða svið. Sú íkveikn un var mjög lítilvæg. ,,Ovíst í hvaða átt verður ■ skotið úr frönskum og ítölskum fallbyssum44 Vesturþýzkir sósíaldemókratar leggjast gegn þátttöku í hernaðarbandalögum Sósíaldqmokrataflokkur Vestur-Þýzkalands sendi í gær út ávarp í tilefni af kosningunum, sem þar fara fram, sunnudaginn 6. september. í þessu kosningaávarpi skora sósíaldemókratar á Adenauer kanzlara að láta enga samn- inga um aðild Þýzkalands að Evrópuhemum öðlast gildi, fyrr en eftir að stórveldin fjögur hafa komið saman á fund til að ræða Þýzkaland. Einn af m'ðstjórnarfulltrúum flokksins sagði í Bonn í gær, að Vestur-Þýzkaland ætti aldrei að gerast aðili að neinum hemaðarbandalögum, heldur treysta einung:s á að SÞ kæmu því t:l aðstoðar er á það yrði ráðizt. Hana sagði, að Þjóðverjar! gætu auk þess ekki treyst á, að þau önnur ríki sem mundu gerast aðilar að fyrirhuguðum Evró’pulier yrðu þeim til mikils stuonings, ef þeir þyrftu hans með. „Það er alveg óvíst í hvaða átt skotið verður úr fall- byssum og skriðdrekum Italíu og Frakklands, ef til styrjald- ar kemur, þegar það eru -komm únistar sem halda um g!kkinn“. Hann sagði, að Vesturveldin ættu að veita Sovétríkjunum tryggingu fyrir því, að samein- að Þýzkaland mundi ekki ger- ast aðili að tieinu hernaðar- bandalagi. Þá væri von til, að þau féllust á að kosningar færu fram í öllu landinu, áður en friðarsamningar verða gerð- ir og alþýzk stjórn mynduð. Svari seinkar Skýrt var frá því í London í gær, að líklegt væri, að svari Vesturveldanna við tveimur orðsendingum sovétstjómarinn- ar varðandi Þýzkaland og fjór- veldaráðstefnu um það mundi seinka. Erfitt væri að segja, hvenær svarið yrði sent. Sér- fræðingar fjórveldanna hafa lokið uppkasti að svarinu og liggur það nú fyrir ríkisstjórn- um þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.