Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hætt er að hafa tvöfaldar dyr að fæðingarstofum í kínversk- um sjúkrahúsum. Þessum mót- tökuherbergjum nýs lífs hefur verið breytt. í stað þess að áður ríkti þar geðshræring, ótti og kvöl, bíður nú hin verð- andi móðir þar í vistlegu herbergi í ró og næði þess að ala barn sitt þjáningarlaust. Ástæð- an fyrir þessu breytta andrúms- lofti er sú, að þjáningarlaus barnsburður, sem um skeið hefur verið að ryðja sér til rúms i Ráðstjórnarríkjunum, hefur nú einnig verið tekinn upp í Kína á mörgum stöðum. í fortíðinni í Kína, eins og annars staðar í heiminum, var fæðingarþjáningum tekið sem sjálfsögðum og eðlilegum hlut. Verðandi móður var sagt, að kvölin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur fæðingarinnar og það væri mjög óviðurkvæmi- legt að gera nokkurt veður út af henni. Fæðingin, sjálf fram- kvæmdin, var hjúpuð dular- fullri leynd. Þjáningarlausu fæðingarað- ferðinni var fyrst beitt í Kína, eftir að forystumenn í lækn- ingamálum höfðu lesið skýrslur um þann árangur, sem náðst hafði með aðferðinni í Ráð- stjórnarríkjunum. í fyrstunni var hún aðeins reynd í fáein- um sjúkrahúsum. En eftir að fyrstu tilraunirnar höfðu gefið mjög' góða raun, gerði heil- brig'ðismálaráðuneytið gang- skör að því í júní 1952 að fá að- ferðinatekna upp sem víðast. t Sférborgirnar hafa forysfuna i Stórborgirnar voru fyrstar til að hlýða kallinu. í Peking var t. d. nefnd sett á laggirnar 31. júlí í fyrra til að koma málinu í framkvæmd. Öll opinber og einka sjúkrahús, sem hafa fæð- ingardeildir, svo og mæðra- og barnalæknar, einkalæknar og ljósmæður voru hvött til að taka upp aðferðina. Smáflokk- ar voru myndaðir til að ferðast um og nota aðferðina við heima- fæðingar. Háttsettir starfsmenn frá heilbrigðismálaráðuneytinu og lcunnar ljósmæður fluttu er- indi og gáfu skýrslur til að sannfæra hina íhaldssamari lækna og ljósmæður. Hjúkrun- ai’konur, læknar, starfsfólk sjúkrahúsa og mæður, sem höfðu notið góðs af aðferðinni komu sarnan og miðluðu hver öðrum af reynslu sinni. Málið var tekið með heilum huga, eld- móði og atorku eins og allt, sem framkvæmt er í hinu nýja Kína. Þjáningarlaus fæðing sviptir burt þeim leyndarhjúpi, sem þessi aJgjörlega eðlilega athöfn var sveipuð í á liðnum tímum og hindraði jafnvel, að læknar íramkvæmdu rannsóknir til að lina þjáningar. Sú aðferð, sem nú er notuð í Kína er byggð á kenningu Pavlovs um skilyrðis- bundin viðbrögð (conditioned reflexes), sem rússneski sér- fræðingurinn, I. Z. Velvovsky læknir, hefur yfirfært á ljós- móðurstörf. Aðferðin er fólgin LIM KRA-TI barnsfeur Kínverjar eru mikil frjósemisþjóð. Hér sjást þríburar og þrennir tvíburar, fæddir á tíu dögum á Lækninga skóla kínveraka sambandsins. ,,Með þrant skaltu börn fœða,“ sagði drottinn við Evn for'öurn, þegar hánn rak hana út úr Paradís eftir synda- fallið, og svo hafa dœtnr hennar gert fram að þessu. En nú virðist vera fundin aðferð til að lina mjög þessar þraut- ir. I eftirfarandi grein, sem þýdd er úr China Recon- structs, er sagt frá þvi, hvernig er tekið á þessum málum í Kina. í henni er sagt frá aðferð til að ala b'órn án þján- inga. Aðferðin er byggð á kenningu rússneska lífeðlis- frœðingsins Pavlovs ttm skilyrðisbttndin viðbrögð (con- ditioned reflexes). Einstakir enskir og bandarískir lækn- ar mvtnu og hafa gert tilraunir með svipaða aðferð, en samkvœmt þessari grein vinna kinversk heilbrigðisyfir- völd markvisst að því að taka þessa aðferð i notkun. Stjórn íslenzkra heilbrigðismála ætii að gefa þessu gaurn og senda utan lækna og Ijósmæður til að kynna sér þessa nýjung og vita, hvort hér er um raunhæfa aðferð að rceða eða skrum eitt. Vilji Vilmundur ekki sinna þessu, œtti MIR að sjá til þess, að i nœstu sendinefnd til Kina eða Ráðstjórnarrikjanna (en Kinverjar rnunu hafa lært að- ferðina af Rússum) verði að minnsta kosti einn lcehnir ■og ein Ijósmóðir. björt og heimilisleg herbergi með skemmtilegum myndum á veggjunum og fullkomlega ró- legu andrúmslofti. Frá því hríðir byrja eru lækn- ar og ljósmæður við hendina allan tímann, segja til um önd- un og afs'öppun, nudda ef þörf krefur og útskýra nákvæmlega, hvað gerist, meðan á fæðing- unni stendur. í Peking frá 7. júlí til 30. sept. 1952 fæddust 1622 börn með þessari aðferð, og heppnað- ist aðferðin fullkomlega hjá 93,8% af mæorunum. Þessi á- rangur sannfærði hina vantrú- uðustu meðal lækna og ljós- mæðra og leiddi til mjög auk- innar útbreiðslu þjáningarlausu fæðingaraðferðarinnar. Sap méður í því að búa hina verðandi móð- ur með samúð, líkamlega og andlega, undir barnsburðinn og fylgjast með henni af nærfærni, meðan á fæðingu stendur. Und- irbúningurinn byrjar þegar á meðgöngutímanum með nokkr- um fyrirlestrum, sem Jæknar, ljósmæður og hjúkrunarkonur halda fyrir hinar verðandi mæð ur í smáhópum síðustu vikur meðgöngutímans. Líkamlegum gangi fósturmyndunar og fæð- ingu er lýst með skýrum orð- um, uppdráttum og myndum. Óttanum mikla við hið ó- kunna er þannig eytt frá byrj- un. Hinar ungu verðandi mæð- ur eru hvattar til að bera fram spurningar, sem lýsi öllum ótta þeirra og áhyggjum, og sérfræð- ingar á þessu sviði gefa þéim þolinmóðir tæmandi svör. Næsta skrefið er að þjálfa hinar verðandi mæður í að hag- nýta likamsorkuna rétt, meðan á fæðingu stendur, með öndun- aræfingum og afslöppunar- tækni. Þær fara í sjúkrahús nokkrum dögum áður en þær eiga von á sér, svo að þær geti kynnzt af eigin raun störfunum í sjúkrahúsinu, læknunum og hjúkrunarkonunum — og svo að þeim geti fundizt þær vera heima hjá sér í þessu nýja um- hverfi. Hér halda þær áfram að æfa rétta öndun og afslöppun undir ieiðsögn þess læknis og hjúkrunarkonu, sem eig'a að stunda þær, þegar stóra stundin kemur. Fyllsta trúnaðartrausti er náð með samræðum við ungar mæður,. sem þegar hafa alið börn sín með þjáningarlausu fæðingartækninni, stundum að- eins fyrir nokJcrum dögurn. Sjúkrastofunum er breytt í Eftirfarandi frásögn er ein- kennandi fyrir þann gríðar- mikla ávinning sem aðferðin hefur í för með sér. Þessi móðir, frú Feng Fu-nung, sagði hana sjélf í vistlegri sjúkrastofu í sjúkrahúsi í Peking tveim dög- ura eftir að hún hafði alið indæ a stúlku. Þetta er lýsing henr.ar á því, sem gerðist: „Eg er þegar fjörutíu ára,“ sagði hún, ,,og manninn minn og mig hefur árum saman lang- að til að eignast barn. Þegar ég fann, að ég var með barni, ræddi ég málið við nágrann- ana, sem allir voru mjög fúsir að gefa mér ráð. Umræðurnar snerust einkum urn, að það væri mjög hættulegt að eignast barn í fyrsta sinn á mínum aldri. Mér var sagt, að bein mín hefðu náð fullri festu og mundu springa í sundur og fæðingin mundi verða mjög kvalafull og erfið. Eg varð óróleg og fór til læknis. Hann sagði, að á mínu aldursskeiði yrði ég að vera undir það búin að gera þyrfti keisaraskurð. Gleðitilfinningar mínar breyttust nú í eitthvað, sem líktist örvæntingu. Þegar ég kenndi fyrstu hræringar barns míns, var hamingja mín blandin ótta við gífurlegar fæðingar- þjáningar, uppskurð, ótta við, að barn mitt yrði vanskapað, við biæðingu — jafnvel dauða. I heilsuverndarstöðinni sögðu hinir sjúklingamir mér svo margt „þú verður“ og „þú mátt ekki,“ að ég varð sífellt áhyggju fyllri og heilsu minni fór að hraka. Þá var það, að ég og maður- inn lásum í dagblaði grein um þjáningarlausar barnsfæðingar. Eg fór strax til sjúkrahússins, þar sem ég hafði heyrt, að þján- ingarlausu fæðingarnar væru framkvæmdar. Þar beið stór hópur verðandi mæðra. Allar höfðu lesið greinina. Læknir- inn, sem var á vakt, ákvað hverri okkar sérstakan tíma. Þegar minn tími kom, mætti ég ásamt flokki kvenna, sem áttu von á sér um svipað leyti og ég. Okkur var vísað inn í notalegt móttökuherbergi með myndum af feitum börnum á veggjunum. Það voru blóm á borðinu og te hafði verið borið á borð fyrir okkur. Nokkrir læknar og hjúkrunarkonur komu inn og báðu okkur að segja sér áhyggj- ur okkar og ótta. Áhyggjur okk- ar hurfu við útskýringar þeirra. Eftir þetta var okkur sagt að koma aftur í flokka, sem voru lengra komnar, þar sem allt er lýtur að móðurhlutverkinu frá frjóvgun til fæðingar var út- skýrt með kortum og líkönum. Okkur voru kenndar öndunar- og afslöppunaræfingarnar. Eg fór í sjúkrahúsið nokkrum dögum áður en ég átti von á mér. Þar voru aðrar úr „mínum flokki“, sem líka voru að bíða. Við eyddum dögunum við að rabba saman, lesa og hvíla okk- ur og kynnast sjúkrahúsinu. Við hittum margar konur, sem þeg- ar höfðu fætt með nýju aðferð- inni, og þær eyddu síðustu efa- semdum okkar. Tveim dögúm fyrir tímann fann ég verk í baki og þrýsting í kviðarholi. Það virtist ekki svo mikið, að hafandi væri orð á því, þar sem mér leið vel að öðru leyti. Eg fór með hinum að sjá kvikmynd í sjúkrahúss- garðinum. Þegar við komum aftui’, fann ég til þi’ýstingsins með skemmra millibili en áður, svo að ég sagði lækninum frá honum. Hún skoðaði mig í skyndi og sagði, að ég væri þeg- ar komin gegnum fyrsta stig fæðingarinnar. í fæðingarsfofunni sag'ði hún mér að anda, eins og mér hefði verið kennt í flokkunum og það dró strax úr þrýstingn- um. Hún nuddaði og þrfsti nið- ur mjóhrygginn, og það dró líka úr óþægindunum. Eftir tvær stundir var mér sagt, að leg- Framh. á 11. síðu. V?(

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.