Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.08.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN - Laugardagur 29. ágúst 1953 - Friðbjöm Björnsson Fáiuennur en glæsilegur iiópur upgra dansmeyja og dansmanaa frá kc.. ballettinum danska gista ís- land um þessar mundir. Þrjú þeirra hafa raunar áður flutt okkur list sína: Friðbjörn Bjömsson landi okkar og for- ingi liðsins, Inge Sand og Stanley Williams, en að þessu sinni koma þau frá Lundún- um ásamt nokkrum fél. sín- um, en konunglegi ballettinn sýndi fyrir skemmstu í hiuni stóru heimsborg og vann mik- inn og ótvíræðan sigur. — Stefnunni hljóta stórþjóðirnar að ráða, þær hafa skapað fagra og stórbrotna leikdansa og mótað hina göfugu list- grein, en ballettinn danski á þó fáa sína líka. í tvær aldir hefur hin merka stofnun lýggilega geymt dýran arf feðra sinna og ekki hvikað rá settu marki, og svo örugg er tækni hinna dönsku lista- manna, svo stílhreinn dans iþeirra og þjálfunin gagnger og alhliða, að sumir telja að engin Evrópúþjóða sé þeim fremri nema Rússar einir. Þótt undarlegt megi kalla vekur heimsókn þessi von- forigði að einu leyti — og er hinum ágætu listamönnum sízt um að kenna. Annar glæsi legur hópur flutti okkur sýn- ishom merkra leikdansa fyrir réttu ári, en í þetta sinn vænt- um við fastlega að fá að líta eitthvert hinna frægu verka í. heild sinni, kynnast leik- dansinum í allri sinni dýrð. Ógerlegt kostnaðar vegna, er svarað, en lætur nokkuð kyn- Iega í eyrum ef minnzt er komu óperunnar finnsku í vor, Qg ekki trúi ég því að óreyndu að íslenzkir leikhús- gestir láti sitt eftir liggja, á- hugi fyrir leikdansi virðist all- mikill og vaxandi á landi hér þrátt fyrir allt. En þó að leiktjöld og hljóm sveit skorti, dansendur séu aðeins sjö að tölu og verði að mestu að láta sór nægja einstök atriði úr leikdönsum, þlýtur list þeirra að hrífa.og gleðja alla sem á horfa — svo áhrifamikill og fagur er dans þeirra, stílhreinn og fágaður, og brestur þó hvergi fjör og hita og hressilega kímni. Efnisskráin greinist í tvo hluta, annan af erlendum toga, hinn danskan. „Chopin- iana“ er efst á skránni, hinn marjjfrægi og vandasami leik- dans er rússneski snillingur- inn Michail Fokín samdi forð- um við tónlist Chopins en Fok ín skóp öllum öðrum fremur leikdans nútímans. Skáldlegir töfrar og tær fegurð þessa verks heimtar óvenjumikla danssnilli, eigi sízt undurfagr- ar hreyfingar arma og handa. Túlkun listamannanna dönsku er smekkvís og fáguð, en ef til vill ekki fullkomin í öllu, beztu kostir þeirra birtast skýrar við flutning annarra verka. Mjög þróttmikill og glæsi- legur er tvídans þeirra Kirst- en Ralov og Friðbjörns Björnssonar úr „Don Qvic- hotte“ eftir Marius Pepita, meistarann gamla, en að þvi búnu sýndi flokkurinn allur fáein atriði úr „Coppelíu", sí- gildum og alkunnum leikdansi er sýndur var í París í fyrsta sinn árið 1870. Ekki eru dans- arnir valdir af verri endan- um: hinn fjörmikli Czárdás úr fyrsta þætti, og pas de deux og tilforigði úr lokaþætti verksins. í ,,Coppelíu“ náði snilli dansliðsins hámarki, enda hefur sagt verið að ekki geti ágætari Svanhildu nú á dögum en Inge Sand og eng- inn Frantz sa Friðbirni Bjöms syni fremri. Það vekur eftir- sjá að við skyldum ekki fá að sjá leikdansinn allan í meðferð þessara frábæru listamanna. Síðari og danski hlutinn er að vonum tilkomuminni, en birtir engu miður háan list- " •>**»*• tír ballettinum Chopiniana. Frá vinstri: Kirsten Ralov, Stanley Williams og Inge Sand. Fyrir framan: Elin Brauer. Er heilsar sumarsól — Fyrirspum NÚ KEMUR loks lagið, vísan og leikurin, sem hún Björg •foað um fyrir löngu. Það er .allt að finna í Kveri sem • heitir „Kvæði og leikir handa foömum". Halldóra Bjarna- .dóttir hefur safnað til þess og hefur það orðið vinsælt, .kom fyrst út 1919 en 1949 þriðja útgáfa. Þar eru mörg góð lög og scngleikir, t.d.i skemmtilega íslenzka þjóðlag-1 ið „Litlu börnin leika sér,3 liggja mónum í“, sem Engel í Lund hefur sungið víða um heim. En hér kemur iagið semf Björg bað um, vísan eftirl Pál Jónsson Árdal og leikur-j inn. i :,: Er heilsar sumarsól, :,:sól, sól, sól, :,: er heilsar sumarsól, :,: þá skulu leiðir skilja hór, og skemmtun góða þakka ber. :,: Við sjáumst aanað sinin, við söng og leik þig finn, :,: ★ Leikendur ganga tveir og ■tveir (eins og í skrúðgöngu), haldast í hendur, hægri í hægri, vinstri í vinstri. Gengið hratt eftir hljóð- fallinu, meðaci tvær fyrstu hendingamar eru sungnar. Þá standa leikendumir kyrrir, snúa sér hver að öðrum og sleppa vinstri handartakinu; standa þannig meðaei sungið er, það sem eftir er af vís- unni. Þá snúa allir í innri hringnum sér til vinstri, ganga áfram nokkur spor og staðnæmast frammi fyrir iþeim næsta í ytri hringnum og takast í hendur við hann og syngja vísuna að nýju. Þannig er haldið áfram, ,þar.g að til þeir, sem voru saman fyrst, hittast aftur. ★ SPURULL SKRIFAR: Getur þú „Bæjarpóstur“ góður upp- lýst mig um það, hvernig stendur á því, að utanbæjar- menn eru ráðnir til starfa hjá Reykjavíkurbæ, eins og til dæmis til að vinna við lóðirn- ar við Fríkirkjuveg þegar nóg er af reyndum og færum jarð- yrkju- og garðyrkjumönnum búsettum hér í bænum, er það til að létta skattbyrði borgar- anna, eða til að útiloka bæjar- menn frá vinnu, eða til að ögra' verkalýðsfálögunum, Al- þýðusambandinu og Ráðning- arskrifstofu , Reykjavíkur. Spyr sá sem ekki veit og væri gott að fá þetta upplýst. —Spurúll. ★ Þetta mál yrðj einfaldast upp- iýst með því að hlutaðeigandi aðilar svöruðu spurnimgu Spuruls og er þeim heimilað rúm til þess hér í póstinum. rænan þroskn 'iðsi. s. Þar gefur að þsííl úr „Draummyndum“, ansi þeim er Emilie. Walbom samdi við hin, aiþýolegu óg ástsælu lög . ;yes. Verk þetta er róma.etískt og hug- næmt en ekki þrótnrekið og virðist vart eiga mikið erindi til okkar tíma. „Yota“ heitir stuttur leikdans efíir Frið- björn Björnsson, mjög ný- tizkur í sniðum og allur h:nn skemmíilegasti, þrunginn gáska og glettni. Kvöldinu lauk með „Veiðiliðunum á Amager“, örstuttu en stíl- hreinu og fjörugu verki eftir August Bournonvdle, föður fremsta meistara ballettsins danska. Af dansmeyjunum vöktu K:rsten Ralov er gædd sér- mesta aðdáun, enda eru þeim falin flest hinna mestú cg> vandasömustu hlutverks. Kirsten Rolov og Inge Sa-ntl kennilegri fegurð og ríkum eg heillandi persónuleika, og Inge Sand búin æskutöfrum, sviflétt, hlý og glettin. Ballett inn danski á óvenjumörgum snjöllum dansmönnum á að skipa, og þar er Friðbjörn Björnsson eimn fremstur í flokki, skapgerðardansari svo að af ber, mjög þróttmikill og lifandi og vekur athygli í hvert sinn er hann birtist á sviðinu. Friðbjörn er ekki að- eins mikill dansmaður, hann er líka hugkvæmur leikdansa- höfundur, kennari og leik- stjóri þótt ungur sé að árum, og hefur margur landinn ver- ið rómaður heima á Fróni fyr- ir minna. Hinir listamennirnir eru líka ríkum kostum búnir cg sóma sér prýðilega við hlið félaga sinna: Elin Bauer, Viveca Segerskog, Stanley Williams og Anker Örskov. Leikhúsið var ekki fullset- ið á frumsýningu, en hrifning áhorfenda mikil og einlæg sem nærri má geta, og lófaklappið svo langvinnt í lok að hóp- Kirsten Ralov urinn varð að endurtaka „Veiðiliða" Bournonvilies. — Við þökkum Friðbirni Björns- syni og hinum ágætu félög- um hans komuna og væatum þess að þau beini sem ofta3t för sinni hingað til lands. Á. Hj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.