Þjóðviljinn - 11.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.09.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. september 1953 lllÓOyiUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Eitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reylcjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Höfuðnauðsyii fyrir sjávarútveginn að tryggja sjómönnum öruggari kjör Lélegt og ótryggt kaup bátasjómanna og slœm saltfiskkjör togarasjómanna valda manneklu Wð framleiÖsluna „Offramleiðsla" Frá því var skýrt á aðalfundi Stéttarsambands bænda að í iandinu væru nú um 300 tonn af óseldu smjöri. Þetta er mikið magn, tvó kíló á hvert mannsbarn 1 landinu, 10 kíló á hverja fimm manna fjölskyldu. En þetta er raunar engin nýung, þannig hefur verið ástatt undanfarin ár, og hefur mikill hluti af smjör- kiu skemmzt og verið kastað í sápu, en kostnaðinn hefur almenn ingur borið með uppbótum úr ríkissjóði og hærra verði á hinum sel'du landbúnaðarvörum. Þama er sem sagt um „offramleiðslu“ að ræða, og stafar hún iþó engan vegmn af því að landsmenn hámi í sig svo mikið smjör að þeir geta ekki torgað meiru; þvert á móti munu flestir telja sig neyta of lítils smjörs, enda er skammtur sá sem seldur cr á viðunandi verði næsta lítill. Þarna er um „offram- Jeiðslu" þá að ræða sem er eitt helzta einkenni auðvaldsþjóð- lélagsins, ósamræmi milli framleiðslu og kaupgetu. Vörurnar hrúgast upp og eyðileggjast þótt almenningur hafi fyllstu not fyrir þær. Og þetia er ekki eina dæmið. 1 sumar var mikil tómata- framleiðsla hér á landi, en mjög mikill hluti þeirrar framleiðslu eyðilagðist. Að nokkru leyti stafaði þetta af því að heildsalarn- ir fengu að flytja inn suðræna ávexti til samkeppni við inn- lendu tómatana, en meginástæðan var þó hin að verðið var til muna of hátt; almenningur varð að spara við sig kaupin. Og enn hefur gegnt sama máli um osta, af þeim hefur miklu magni verið kastað. Stéttarsamband bænda talaði um að hefja útflutning á mjólk- urafurðum. Það gerði sér að visu ljóst að það yrði að lækka verðið til útflutnings stórlega, en þá lækkun átti að jafna með verðuppbótum sem teknar væru með sköttum af almenningi. Fólkið sem ekki hefur efni á að kaupa nóg smjör og osta ætti þannig að greiða skatta til þess að koma þessum vörum sem ódýrustum ofan í útlendinga! Sá hugsunarháttur sem í þessu felst hefur vaðið mjög uppi undanfarin ár hjá mönnum sem vilja fyrir alla muni slíta sem mest í sundur hin beinu hagsmunatengsl bænda og verkamanna. En væri hitt ekki vitið meira að koma á samræmi milli verðlags og kaupgjalds, tryggja það að íslenzkur almenningur gæti keypt þarfir sínar af búnaðarafurðum. Þegar þeim væri fullnægt væri hægt að ræða um útflutning. Þvottur McrpnblaSsins M.irgunblaðið gerir að umtalsefni í gær undanhald ríkisstjórn- -arinnar varðandi byggingu sambyggðu einbýlishúsanna við Skeiðarvog. Er blaðið hið stoltasta yfir því frjálslyeidi afturhalds- Stjóraarinnar að renna á því að banna byggingu allra ibúðanna, en eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hefur stjórnin nú loks rausnast til að leyfa 15 íbúðir af þeim 36 sem byggingarfélagið áformaði að reisa I íregn sinni reynir Morgunblaðið, þetta málgagn bygginga- bannsins og haftanna, að hvítþvo ríkisstjórnina af sekt hennar í þessu máli. Þetta er þó vonlaust verk. Það er staðreynd sem ekki verður hrakin að Framsóknarfulltrúarnir í Fjárhagsráði sýndu málinu fullan fjandskap og kröfðust þess að því yrði skotið undir dóm ríkisstjórnarinnar. Við þeirri kröfu var orðið með þeim afleiðingum að rikisstjórnin féllst á sjónarmið þeirra og bannaði að húsin yrðu reist. Það var Þjóðviljinn sem afhjúpaði þetta hneyksli og dró rík- ísstiórnioa til ábyrgðar fyrir það að hindra að upp kæmust 36 nýjar ibúð'r í Peykjavík á sama tíma og húsnæðisneyðin liggur eins og farg á hundruðum bæjarbúa, vegna fjandskapar stjórnarvaldanna við byggingarstarfsemina, sem beinlínis er elt á röndum eins og um þjóðhættulega glæpastarfsemi sé að ræða. Það var fyrst eftir að Þjóðviljinn hafði gert hneykslið opin- bert sem ríkisstjómin sá sit* óvænna og lyppaðist niður að nokirru. Meirihluta íbúðanna er þó enn haldið í banni og gefur það skýrt til kynna hve afturhaldsstjóm íhalds og Framsóknar hefur verið Ijiift að láta undan síga í málinu. Eftir sem áður getur i'íkisstjórnin þó hrósað sér af þeim árangri að koma í veg fyrir að unnt yrði að byrja á íbúðunum á s.l. vori eins og fyrirhugað var. Hindrar það vitanlega að íbúðimar sem loks hafa verið leyfðar verði tilbúnar eins fljótt og unnt hefði verið að öðrum íkosti. Stendur væntanlega ekki á Morgunblaðinu að þakka stjóm flokks síns og Framsóknar það framlag til lausnar á vanda þeirra sem við húsnæðisskortjnn búa. Það er orðið býsna algengt að heyra talað um, að það vanti sjómenn. Togarar landsmanna fá ekki nægilega marga sjómenn og til vissra veiða er nær ómögulegt að fá fullskipaða skipshöfn Nú í sumar hafa margir tog- arar ekki komizt á Grænlands- mið af því að sjómenn vantaði. Þau skip, sem farið hafa -þang- að, hafa öll farið með færri menn en hagstætt hefir verið talið að hafa Mörg síldiveiðiskip fengu ekki sjómenn og mörg fóru á veið- arnar með of fáa menn. Landróðrabátar í Faxaflóa og hér í verstöðvum úti á landi hafa sömu sögu að segja. Og af þessum ástæðum liggja all- margir bátar ónotaðir með ö'lu. Þetta er a’varlegt mál og sannariega umhugsunarvert fyr- ir fiskveiðiþjóð eins og okkur. Fyrir nokkrum árum síðan var það eitt mesta gleðimál ls- lendinga að eignast nýja báta, nýja togara og ný flutninga- skip. Endurnýjun flotans var fram- Hinn árlegi kirkjudagur og merkjasöludagur Óháða frí- kirkjusafnaðarins er á sunnu- daginn kemur og vil ég með þessum línum heita á allt safn- aðarfólk og aðra, sem veita vilja söfnuðinum brautargengi, að taka höndum saman um að koma til guðsþjónustu, sem haldin verður á væntanlegri kirkjulóð, koma til veizluborðs safnaðarkvenna í Góðteniplara- húsinu, sækja skemmtunina um kvöldið í Kvikmyndasal Aust- urbæjarskólans og kaupa merki dagsins. kvæmd. Og I aðalatriðum eigum við nú í dag margar myndar- legar fleytur, stórar og smáar. Ástæðan til þess að nú vantar sjómenn er ábyggilega ekki sú, að flotinn sé úr sér genginn og lélegur. Ástæðan er heldur ekki sú að flotinn sé orðinn of stór og sjómenn séu ekki nægilega margir til. Nei, ástæðan er önnur. Það er staðreynd, sem flestir þekkja, að á þessu og sl. ári hafa fjölda margir sjómenn leitað í land og gefa sig þar að annarri vinnu. Sú vinna, sem tvímælalaust hefir dregið mest til sín, er hernaðarvinnan Á Keflavíkurflugvelli starfa nú nokkur hundruð sjómanna. Þangað hafa ráðizt, ekki að- eins hásetar .heldur skipstjórar, stýrimenn, loftskeytamenn, mat- sveinar, vélamenn og sem sagt flestir starfshópar sjómanna. Önnur landvinna hefur einnig dregið tiil sín sjómenn af þeirri einföldu ástæðu að landvinna er hægari vinna en sjómennskan. Þó skiptir líklega mestu má’.i fram undir berum himni ef veður leyfir, en í rúmgóðu tjaldi á staðnum ef eitthvað er að veðri. Á þessa guðsþjón- ustu ber fyrst og fremst að líta sem táknræna athöfn, með þátttöku í henni kynnist söfn- uðurinn af eigin raun væntan- legum kirkjustað, helgar sér hann og heitir því að byggja þar upp og starfa í kristnum anda. Eg hefi mikla trú á því, Framhald á 11. síöu með þessa óheiliaþróun, að kaup sjómanna og þó fyrst og fremst bátasjómanna er lægra en ann- arra starfsstétta. Og til viðbótar við lélegt kaup bátasjómanna hefur svo bætzt öryggisleysið í að fá kaupið greitt. Hvað eftir annað hefur kom- ið til þess, að sjómenn hafa orðið að fara lagaleiðina -til þess að ná sínu kaupi og þá ekki fengið það fyrr en eftir 1—2 ár. Þannig aðbúnaður launþega þekkist ekki, sem betur fer, hjá neinni annarri starfsstétt á Is- landi. Afleiðing þessa hlýtur að koma fram. Togarasjómenn hafa verið betur launaðir hingað til en bátasjómenn En vinna þeirra hefur líka verið meiri og oftast þurfa þeir að vera fjarri heim- ilum sínum langtímum. Saltfiskkjör togarasjómanna eru þó verst í launakjöi;um þeirra og augljóst má hverjum manni vera, að á slikum veiðum getur togarasjómaður því aðeins haft gott kaup, að veiðin sé mjög góð. Ef ekki á svo að fara á næst- unni, að mikill hluti íslenzkra fiskiskipa verði iátinn liggja. ó- notaður eða mannaður með út- lendingum, þá verður að gcra mjög stórfelldar breytingar sjó- mönnum til hagsbóta. Laun bátasjómanna verða að hækka og öryggi að fást fyrir skilvisri greiðslu. Laun togarasjómanna þurfa einnig að batna einkum við saltfisk. Og stjórnarvöld landsins verða að sjá svo um að enginn sjómaður þurfi að flýja frá at- vinnu sinni til erlendra hernað- araðila til þess að fá gott og öruggt kaup. Siikri öfugþróun verður að snúa við. (Úr Austurlandi), Alþýðublaðinu stendur Emil Bjömsson: Kirkjudagur Óháða fríkirkjusafnað- arins er á sunnudaginn kentur Eg heiti á ykkur öll í söfnuð- inum að taka virkan þátt í þessari safnaðarhátíð og tryggja um leið að markmiði dagsins verði náð, en það er að vekja verðskuldaða athygli á kirkjulegu starfi intian safnað- arins og afla samtímis nokk- urs starfsfjár. Stjórn safnað- arins ráðstafar söfnunarfénu hverju sinni eftir því sem hún telur bezt gegna, t.d. merkja- söhifé til safnaðarsjóðs og tekjum af kaffisölunni til kirkjusjóðs. Kirkjudagurinn, eða safnað- arhátíðin, verður með sérstök- um hætti hátíðlegri nú en und- anfarin ár. Á kirkjudaginn i fyrra hafði söfnuðurlnn ekki fengið ákveðna kirkjulóð, en ciú er hún fengin á horni Stakkahlíðar og Háteigsvegs, gegnt Vatnsgeyminum, og verður messað í fyrsta sinn á þessum stað á sunnudagúm kemur. Guðsþjónustan fer stuggur of íslandsklukkunni íslandsklukkan er nýkomin út í Austur-Þýzkalandi, og lætur Alþýðublaðið í gær í ljós óánægju sína yfir þeirri útgáfu. Finnur það henni einkum til foráttu að á „kápu bókarinnar" skuli þess get- ið að samtímis því sem bókin sé sögulegs efnis víki hún að ís- ( lenzkum sjálfstæðismálum síð-^ astliðins áratugs. Óttast Alþýðu- blaðið þa mjög að sagan muni sveigja að Bandarikjamönnum, en hinsvegar v.æri það óréttmætt þar sem bókin sé „komin út fyrir 1944“ — eða „áður“ en Banda- ríkjamenn hafi farið að seilast til áhrifa hér á landi! ! Sannleikurinn er sá að einungis þriðji hlutij ' íslandsklukkunnar kom út „fyrir 1944“, og eru bók- menntafræðingar Alþýðublaðsins, enn sem fyrr í dálitlum kroggum með staðreyndirnar. Hitt vita einnig allir, nema þeir á Alþýðu- blaðinu, að í seinasta bindi ís- landsklukkunnar sérstaklega eru allmjög á dagskrá íslenzk sjálf- stæðismál eins og þau horfðu við er verkið var ritað. Og raunar hafa ýmsir þættir þeirra mála ekki breytzt meira en svo að sumir kaflar íslandsklukkunnar gætu verið ritaðir í dag. Það er líka af þeim sökum öllum að Al- þýðublaðinu er ekki um íslands- klukkuna gefið — hvorki á ís- landi né í Austur-Þýzkalandi. Hitt er þannig jafnvíst að það er farið rétt með staðreyndir á „kápu bókarinnar" í austurþýzku útgáfunni, þótt Alþýðublaðinu kæmu falsanir betur — af ástæð- um sem gllir þekkj.a.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.