Þjóðviljinn - 11.09.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.09.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. september 1953 J& einillisþáttiir > >#############################################################j Nú er hœgt oð koma í veg fyrir þungunarklá&a Kláði samfara þungun er oft merki um óreglu á gall- og lifr- arstarfseminni og er því hættu- merki. Með ýmsum ráðstöfunum er þó hægt að hlífa hinum veilu líffærum og styrkja þau. Þannig er oft hægt að losa konuna við kláðann og bæta um leið úr lík- amlegri og andlegri heilsu henn- ar, skrifar læknirinn Hákon Arfwedson í sænska læknablaðið. Kláðinn sem stundjum gerir vart við sig hjá konum, þegar dregur að lokum meðgöngutím- ans og hverfur eftir fæðingu, get- ur verið mjög þreytandi og svipt konuna þeirri ró og næturhvíld sem hún þarf svo mjög á að halda. í læknabókum er lítið minnzt á þennan þungunarkláða vegna þess að lítið hefur verið vitað um orsakir hans og aðferðir til úrbóta. En við kvennaspítal- ann í Málmey hefur verið reynt með blóð- og þvagrannsóknum að leiða í ljós truflanir á gall- og lifrarstarfsemi hjá hundrað kon- um sem þjáðust af kláða og jafn- mörgum sem voru lausar við hann. Rannsóknir virðast leiða í ljós að þungunarkláðinn standi oft í sambandi við tr'ufl- anir á starfsemi gallblöðru og lifrar. Við lækningarnar hafa að mestu leyti verið notaðar sömu lækn- ingaaðferðir og við aðra sjúk- linga sem þjást af lifrar og gall- truflunum. Sjúklingarnir hafa I shriðfötum út í heiminn „ Það sem venjulega gengur undir nafninu skriðföt eru alls ekki hentug föt til að skríða í. Með skriðfötum er átt við stutt- ar, rykktar buxúr úr bómullar- efni. Það er vissulega ágætur búningur handa eins til tveggja ára börnum en það er enginn fyr- irmyndar skriðbúningur. Síðar sokkabuxur þjóna tilganginum betur. Þær eru fyrirtak þegar bamið fer að skríða um gólfið og skoða sig um í heiminum. Yfir sumarmánuðina er þetta ef til vill of heitur búningur nema þegar kalt er í veðri. Og hann ver barnið líka fyrir flísum sem stundum vilja stingast upp í óvar- in hnén. Sauma má hlýjar og hentugar skriðbuxur úr frotté- efni og bómullarflóneli. Rafmagnstakmörkun - KL 10.45-12.30 Föstudagur 11. september hvArfí Vesturbærhm frá Að- • IIVvl II alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Gríms- Btaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kapla- ■kjól og Seltjamarnes fram eftir. fengið fiturýra, eggjahvítu- og hitaeiningaauðu.ga fæðu, umfram allt mjólk og mjólkurafurðir. Auk þess hafa þeir m. a. fengið við- bótarskammt af vítamínum. Þannig hefur oft tekizt að koma í veg fyrir sjúkdómseinkennin, og blóð- og þvagrannsóknir hafa leitt í Ijós að starfsemi lifrar og gallblöðru hefur orðið eðlilegri. Smávegis um shartgripi Skartgripir sem eiga við sér- staka kjóla ná æ meiri vinsæld- um. Fjölbreytnin fer vaxandi. Emaljeskartgripir eru orðnir mjög útbreiddir og sömuleiðis skrautmunir úr keramik. Einnig hafa skartgripir verið búnir til úr perlum og ibambi^s, sem ‘fara mjög vel við sumarfatnað. Þeir eru ódýrir og endast vel. Annars er saga tízkuskartgripa oft þann- ig: Þeir hverfa úr tízku, þeir eru lagðir til hliðar og að nokkrum árum liðnum má taka þá upp aft- ur og þá eru þeir aftur orðnir nýir og tízkulegir. Silfurskartgripirnir eru ending arbetri. Nú hefur komið á mark- aðinn mikið af fallegum nálum og eyrnalokkum úr silfri, blöð og blóm. Það eru auðvitað ekki ó- dýrir skartgripir en þeir geta enzt árum saman. Venjulega borgar sig ekki að kaupa ódýrustu skart- gripina, því að þeir endast sjaldn- ast lengi. Skartgripir úr emalje eru fallegir og endingargóðir og á myndinni má sjá nýstárlegt randamynstur, gyllingu á skær- bláu emaljearmbandi. Villigœsir eftir MARTHA OSTENSO 34. dagur haft fyrir stafni?“ Hún reyndi að tala rólegri röddu. ,,Eg er búinn að höggva megnið af kjarrinu. Eg er að byrja að brenna það múna, áður en jörðin þomar um of. Eg vil ógjarnan koma af stað skógareldi." Mark strauk mjúklega um makkann á hestinum. Hún þagði og hann bætti við: „Komdu með mér heim. Eg hef þörf fyrir vísindalega nær- ingu. Eg skal ganga lestagang við hliðina á þér meðan þú flengríður heim.“ Linda hló að bullinu í honum. Ósjálfrátt laut hún niður og ýfði á honum hárið. „Er það af hégómaskap að þú ert að sýna fuglunum á þér hárið?“ sagði hún glettnislega. ,.Þú verður að gæta þín, því að þeir vilja ef til vill byggja úr því hreiður.“ Hún féllst á að fara heim með honum. Á leiðinni sagði hún honum frá Dóru Brund og manni hennar og fjarveru Calebs Gare. „Eg hef heyrt meira um þennan Caleb Gare,“ sagði Mark. , Einn íslendingurinn var að segja að hann vissi eitthvað misjafnt um konuna sína og þess vegna gæti hann ríghaldið utanum alla fjölskylduna. Hann virðist vera karl í krapinu. Ertu enn mótfallin því að ég heimsæki hann?“ „Nei. En frú Gare hefur ekki skipt um skoð- un. Hún virðist álíta að koma þín veki bylting- arhug í börnuniun.“ „Aumingja börnin. Það virðist vera mikið í Júdit spunnið. Sveinn Sandbo minntist á hana við mig í dag. Hann langar mest til að taka hana með valdi úr klóm gamla mannsins. Sveinn er líka ágætis náungi.“ Þau gengu rólega eftir skuggsælum skógar- stígnum. Trjálaufin bærðust ekki, loftið var þungt og mollulegt. Lófar Lindu voru rakir þar sem þeir snertu tauminn; það var eins og orðin kæmust varla gegnum loftið. „Eg er hrædd um að hann ætli að rigna," sagði Linda og leit upp. „Eg ætti ekki að vera að fara þetta.“ „Jú einmitt," andmælti Mark. Þegav til Klovacz kom bjó Linda til eggja- mjólk og setti hana afsiðis. Síðan breiddi hún hvítan dúk á borðið og hélt áfram að taka til matinn. Mark var úti að gefa hæsnunum. Hún gat ekki að sér gert að hugsa um hann og loks gafst hún upp við að stilla sig um það. Hún sá skó af hotium standa undir stól og henni fannst þeir vinalegir og heimilislegir. Eftir kvöldverð fóru þau út í hæsnahúsið og Mark sýndi henni tólf nýfædda kjúklinga. Þau horfðu upp í himininn og sáu að regnið var að skella á. Linda ákvað að bíða með heimferð- ina þangað til skúrin væri liðin hjá og fyrstu droparnir skullu á þeim um leið og þau hlupu inn aftur. Linda lék á grammófóninn og Mark kveikti sér í pípu. Hann varð fjarlægari en nokkru sinni fyrr meðan hann reykti, rétt eins og honum opinberaðist einhver óendanlegur leynd- ardómur í bláum reykskýjunum. Allt í einu gekk Linda til hans og þreif pípuna af honum. Hann leit upp með drengjalegum undrunarsvip. Linda stakk pípunni upp í sig og saug hana með ákefð. ,,Það er ekkert varið í þetta,“ sagði hún ogi rétti honum pípuna aftur. ( „Þetta er það bezta í heimi.“ 1 „Það er auðséð á þér.“ „Eg hélt að þú værir að hlusta á tónlistina. Eg skal sækja handa þér pípu ef þú vilt.“ Hann reis á fætur eins og hann ætlaði að fara að leita að pípu. Hún brosti og gekk að glugg- anum til að horfa á rigninguna. Hún helltist, niður og myrkrið fylgdi henni. , Mark kveikti á lampanum og Linda hélt á( glasinu meðan hann lagfærði kveikinn. Hann< tók við því af henni og hendur þeirra snertust( sein snöggvast. Varir Marks snurtu því. nær hár hennar. Hann færði sig frá henni í skyndi og Linda spennti greipar og fór að raula fyrir munni sér. Þegar stytt var upp var kvöldið tært og hljótt yfir nýrri og ferskri jörð. Linda og Mark gengu eftir skógarstígnum og teymdu hestana,. Tunglið leið yfir dökkum trjákrónun- um og nóttin beið þeirra eins og dularfullt, skuggalegt blóm. Þau gengu áfram eins og í leiðslu. Linda leit upp og sá andlit hans skýrt og náið í fölri birtunni. Hann var ekki lengur yiðutan. Hann var mannlegur og óendanlega, nærri henni. Þau stóðu hreyfingarlaus á vegin- um og horfðu hvort á annað. Það var eins og tunglsljósið myndaði hjálm í kringum þau sem útilokaði öll annarleg hljóð. Án þess að mæla orð hvarf Linda til hans. Faðmur hans, brjóst hans, varir hans áttu hana alla. Heimurinn náði ekki út fyrir þennan dökka hlýja líkama. „Linda .... Linda .... “ hann hvíslaði nafn hennar hvað eftir annað. Hrossin lötruðu áfram eftir skógarstígnum, NlUNDI KAFLI 1. Daginn sem búizt var við Caleb heim fann frú Sandbo allt í einu sárt til þess hvað lífið var tilbreytingalaust. Að vísu var frú Þorvalds son komin að falli og frú Sandbo yrði viðstödd fæðinguna og þangað til voru að minnsta kosti tvær vikur. Engin slúðursaga hafði borizt til hennar í háa herrans tíð og enginn vottur af hneyksli til að bæta og lagfæra. Kennslukonan, sem hafði einna helzt tækifæri til að fylgjast með þvi sem gerðist, var lítið fyrir að segja frá. Og daginn sem von var á Caleb heim sigraði forvitnin frú Sandbo algerlega. Sveinn hafði farið til Yellow Post og hún rak nautgripina inn á landareign Calebs og tókst með erfiðismunum að koma þeim yfir slægj- urnar. Linda sá til hennar og hún var að velta því fyrir sér hvað hún ætlaðist fyrir. Loks varð henni ljóst hvað fyrir henni vakti og hún gat ekki varizt brosi. Þegar frú Sandbo hafði loks tekizt að króa skepnumar upp við girðingu kom Marteinn henni til hjálpar, opaði fyrir henni hliðið svo að hún gæti komizt beint út á götuna. Þá sneri hún sén við, lafmóð með höndina á hjarta- stað til að aðgæta hverja hún sæi. Linda hafði verið að horfa á baunablóm Elínar og hún kom brosandi til móts við hana. Frú Sandbo tók kveðju hennar viðutan og áttaði sig bersýnilega varla á að húei var loks kominn á áfangastaðinn. Hún horfði framhjá kennslukonunni í áttma að húsinu í leit að einhverju athyglisverðu. „Og hvar er frú Gare — og stúlkurnar ?“ spurði hún, óðamála af ákefð. Á meðan tók hún eftir snyrtilegum matjurtagarðinum, nýja vagnskýlinu og hvítum, bústnum hænunum sem klóruðu og kroppuðu við hæsnahúsið. Kýmar hennar vom komnar út á veginn, en þær gátu beðið. „Elín, er eitthvað að gera inn, frú Sandbo,“ sagði Linda. „Júdit er í Yellow Post og frú UUU OC CAKMI Nú er aö segja af manninum sem kom inn í grænmetisbúðina og spurði hvort l>að gæti verið rétt að það væru b-vítamín í a-gúrkum. Eg fer lieim til mömmu, vældi eiginkonan. Eg hefði átt að hlusta betur á‘ hana fyrir tuttugu árum. O, allt í lagi, svaraði maðurinn. Hún er áreið- anlega ennþá að tala. Trúboðinn: Vlltu ekkl koma með mér og ger- ast verkamaður í víngarði Drottins? Óli: Nei, ég er í ágætri vinnu hjá Jóni Jónssynl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.