Þjóðviljinn - 11.09.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.09.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. september 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Ef tekið er nokkuð veru- legt magn af mó, svo að nemi hundruðum eða þúsundum tonna á sumri, er sjálfsagt að nota vélaafl. Framleiðsluað- ferðir, sem til greina koma eru aðallega þrenns konar: 1) Eltimór er ýmist hand- stunginn, áður en ha.nn er eltur eða upptaka mós:ns, elta og flutninar á þurrk- völl fer að öllu leyti fram með vélaafli. Einnig getur verið um tvenns kotiar að- ferðir á framleiðslu á eltimó að ræða, voteltu og þurr- eltu, eftir því hvort 'bætt er vatni í móinn, um leið og hann er eltur eða ekki. 2) Sprautuaðferð eða hydropít- aðferðin er eiginlega sérstök aðferð við voteltu. 3) Fræs- un. Vinnsla á mó með fræs- un er venjulega tengd við framleiöslu á brikettum. Þó er einm'g hægt að framleiða brikettur úr stykkjamó. Auk þeirra tegunda af mó, sem nú voru nefndar, er einn- ig framleiddur mósalli úr mosamó, með fræsun eða sem hundstunginn mór, sem síð- ar er malaður. Mósalli af þessu tagi hefur þann e’’gin- leika að geta bundið mjög mikið af vatni, eða frá 8 til 20 sinnum þyngd sina. Hann er ekki notáður til eldsneyt- is, heldur sem undirburðiur, t. d. i fjós og- til jarðvegs- bóta. Þó er einnig til sú að- ferð að kvnda með módufti, á sama hátt og koladufti. Eltimór Það er mikill ggjli á stungumó sem eldsneyti, hve hann er misjafn að gæðum, laus í sér og rykmikill. Hr þessum ágöllum má bæta mjög með því aö elta móinn. Sú aðferð að hnoða eða elta móinn til þess að gera hann betra eldsneyti, er ævaforn, en vélelta er tiltölulega ný- tilkomin. Elt:mór er miklu jafnari að gæðum en mór, sem er aðeins handunninn, einkum ef hægt er að koma því við að blanda saman efri og neðri lögum mýrarinnar í e’tivélina. Efstu lögin, h'.n svonefnda ,,p'sja“, erp miklu lausari í sér og minna ummynduð en það sem neðar er. Þetta efni, sem venjulega fer í afrof. er þó sams konar og aðalmórinn og má taka bað með ef elt er. Oft. þarf þá ekki að f’evgja nema grasrótarstungu.nn’. Ástæðan t'l þess. að elti- mór er béttari og harðari en stungumór. er einkum sú, að hnausarnir skrenpa meira saman vi* burrkun. Einnig myndast fljótt skorpa utan á hnau=ana, svo "ð væta geng- ur síður inn í þá aftur. Elti- mór er e:nnig miklu rykminni en veniulegur stungumór. Á- hrif eltunnar á mó'nn má marka af mælingu á eðlis- þyngd, sem g^rð var í At- vinnudeild Háskólans, á mó frá Skarfhóli við Hvamms- tanga 1940. Stungumór frá Skarfhóli hafði eðlisþyngd: 0.33. Eltimór frá Skarfhóli hafði eðlisþyngd: 0.66. Þ. e. mór á þessum stað hafði orðið helmingi þéttari við eltuna. Annað dæmi er um rann- sóknarstofu-tiiraun, sem Ás- geir Torfason gerði á mó úr Kafli um móvinnslu í stórrekstri úr riti Óskars B. Bjarnasonar efna- verkfræðings ...íslenzkur mór”. ‘r\ VELUM Upptýsingar þær úr riti Óskars, B. Bjavnasonar efnafræðinjfs „Is- ienzkur mór“ sem dagblöðin hafa birt undanfarið, hafa vakið at- hygli manna á þessu jarðefni, sem svo lítill gauniur hcfur verið gefinn, samtímis því að stórfúlgum af almannafé er hent í væg- ast sagt vafasamar „tilraunir" með vinnslu jarðefna, sem lítil lík- indl eru til að verði nokkum tíma gagn að. Flestir lslendingar á miðjum aídri þekkja þær aðferðir sem liér á landi hafa verið notaðar öldunr saman tii móvlnnsiu og hagnýting- ar mós sem eldsneytis. Hitt er öllum þorra Islendinga lokuð bók, hvemig vinnsla mós og hagnýting fer fram í stórrekstri með véla- notkun. Mun mörgum sem handleikið hafa óteljandi móhnausa og skánar þykja fróðlegt að lesa kafla úr ritl Óskars, er fjallar um móvinnslu með vélurn, og fer hér á eftir. Bókiu „fslen/.knr mór“ er þvi miður fjölrituð i litlu upplagi og mun því verða í fárra Uöndum. 1 seimii hluta kaflans ræðir iiöfimdur tilraunir með véia- vinuslu mós hér á iandl. Kringlumýri hjá Reykjavík. Teningar, sem skornir voru úr mónum og þurrkaðir við herberg:shita, sprungu og molnuðu. Þeir höfðu eðlis- þyngd 0.52. Sami mór, vot- eltur, með jafnri þyngd sinni af vatni hafði eðlisþyngd 0.76 og sami mór þurreltur, eðl:s- þyngd 1.09. Mórinn er ýmist eltur eins og hann kemur fyrir úr mýr- inni fpamræstri, þ. e. með ea. 80% af vatni og kallast það þurrelta. Eða bætt er í móinn, um le;ð og hann er eltur, jafnþyngd sinni af vatni eða vel það, og inni- heldur hann þá rúm 90% af vatni. Það nefnist votelta. Votelta með vélaaflj var lengi kennd við bæinn Spar- kær á Jótlandi, þar sem fyrsta stóra votsltisverksmiðáan í Danmörk var byggð. Voteltan er einnig kennd við Ritmester Rahbek, stofnianda Sparkær- verksmiðjunnar. Rahbek end- urbætti og fullkomnaði votelti- aðferðinia, svo iað hún v-arð ó- dýrasta móvinnsluaðferðin þar sem hægt var að koma henni við. Rahbek varð einnig fyrst- ur manna til þess að vinna með fijótandi eltivélum, sem komið er fyrir á fleka eða flat- botnuðum pramma í mýrinni. Móeltivélar eru af svipaðri gerð og venjulegar kjötkvarnir eða hakkavélar. Ásinn er með skrúfuundnum blöðum eða hnífum, sem taeta móinn sund- ur og 'bianda ihann og flytja íhann áfram gegnum mókvörn- ina eða mópressuna, eins og móeltivélar eru stundum nefnd ar. í eltivélum er þó ekki um neina pressun að ræða, því að mórinn þjappast mjög lítið eða ekkert saman. Mórinn kemur úr vélinni í samfehdum streng út um munnstykki og er svipaður og deig, ef um þurreltu. er að ræða, en eins og leðja eða , þunnur grautur, ef iurn voteltu er að ræða. Eltivél sú, sem notuð var í Sparkær í 'byrjun a-Idarinnar, var að mestu leyti úr tré, 8 m löng og 57 cm á breidd og dýpt. Ásinn var úr jámi með stálhndfum sem voru undnir og bognir og festir á ásinn eftir skrúfulínu. Snúningshraði eltivélarinnar, 50 sn/m. Afl- vélin var 12 hestaíla gufuvél. Afköstin voru 50—65 og mest 75 smálestir af þurrum mó á dag með II klst. vinnu. Mann- afli var 20 fullorðnir og 3 drengír (samkvæmt lýsingu Ásgeirs Torfasonar 1905). Við voteltu er eltivélin venjulega böfð á þurrkvellin- um o,g mórinn fluttur að henni á veitivögnum, sem 'ganga á spori. Móleðian er flutt frá vélinni í sams konar vögnum og steypt á þurrkvöllinn yfir rammamót úr tré. Mótunum er lyft af, þegar mesta vatnið hefur sigið frá mónum, svo að kögglamir halda lögun sinni. Einnig tíðkast sú aðferð að dreifa leðjunni yfir þurrkvöll- inn í hæfiilega þykkt lag og skera móinn síðan í hæfilega stór stykki með sérstökum mótunarvélum, þegar mesta HpHSfc* í- vatnið er sigið burt. Votéltur mór þarf sórstak- lega góðan þurfkvöll, helzt sléttan mel eða grasvöll með igljúpu, sendnu undirlagi, sem vatn síg.ur auðveldlega niður í. Það fer eftir ýmsum aðstæð- um, hvort hentugri er votelta eða þurrelta, en einkum á- kveðst) það -af því, ihvernig hag ar til með þurrkvelli. Fyrir voteltu þarf mjög vandaðan þurrkvöll eins og áður var sagt, en fyrir þu'rreltan mó er venjulega hægt að nota sjálfa mýriija fyrir þurrkvöll, ef hún er ræst vel fram. Votelti- vélar eru hins vegar heldur ódýrari og þurfa minni orku. Votelta er því yfirleitt heldur ódýrari, ef ihægt er að koma henni við. Andrep var sænskur verk- fræðingur, miög frægur mó- vélasmiður. Hann er höfundur að Andreps-móeltivélunum. Þær eru gerðar fyrir þurreltu 'Og eru smiðaðar ýmist með einum ás eða tveimur. Á An- reps-vélunum með tveim ásum eru hnífamir undnir, svo að þei-r mynda slitn,a skrúfu og settir þanni'g, að hnífarnir á öðr.um ásnum gríp.a inn á milli hnifanna á hinum ásn- um. Auk þess ganga fastir hndfiar út frá botni og loki pressunnar. Fremst á ásnum eru 1 eða 2 umferðir af heilli skrúfu. Hnifar þessir tæta efnið sundur, blandá Það og flytja áfram. Vélin getur foúið til 45—50 smálestir (400 rúm- metra) af mó á dag með 10 k?lsíL viJnn'U:. Aflvélip er 42 hestöfl. Mannafli 23 fullorðnir og 4 drengir. Andreps-vél með •einum ás er minni og hefur 25—30 tonna afköst. Aflvél 30 hestöfl. Mann'aílj, 15 fullorðnir og 1 drengur. (Samkvæmt Ásg.” Torfas. 1905). Vélar þessar eða svipaðar ‘gerðir er.u smíðaðar hjá Ábjöm Anderson Mekaniska Verksted Alctiebolag, iSvedala, Svíþjóð. Þegar unnið er eftír þurrelti- aðferð, er eltivélin venjuleiga 'höfð á igrafarbakkanum og hnausunum kastað í vélina eða þeir fiuttír að henni úr 'gröfinni með sjálfvirkri lyftu eða skúffu-flytjara af sömu gerð og tíðkast í síldarbræðs'l- um við flutning hráefnis úr þró í verksmiðju. Úr vélinni kemur módeigið í samfelldum streng út um munnstykki, og er mórinn skorinn jafnóðum í hæfikga langa búta með handstýrðum eðá sjálfvirkum hníf. Opinu á munnstykkinu er stundum skipt í hólf, 2 eða fleiri eftir því, hve stórt Það er og afköst vélarinnar mikil. Hnausamir eru síðan látnir falia á fial.ir eða bretti, sem renna á keflum eftir rennu út frá vélinni. Brettin 'eru síðan flutt á þúrrkvöli og tæmd þar. í stað þess að stinga móinn með skófiu í eltivélina er auð- v'tað hægt að grafa hann með grafvélum, og til eru samtengd ar grafvélar og eltivélar, sem grafa móinn og elta hann og I Sovétríkjunum, einkum í Eystrasaltlýðveldunum, er mótekja stórfelld atvinnugrein. Myndin er af sovézkri mótekjuyél af nýjustu gerð. ( leggja jafnóðum frá sér hnausana á þurrkvöllinn. Mýr- in sjálf út frá gröfinni er þá notuð sem þurrkvöllu'r. Minnstu •tegundir eltivéla eru knúnar af hestafli og geta elt sem svarar 1'—2 tonnum af þurrum mó á dag. I þessum smáu vélum er elta mósins algjöir 'aukavinna fram yfir það, sem þarf við stunguaðferðina, oig mórinn verður því dýrari en stunigu- mór.inn, og aðferðin 'kemur ekki til greina, ■nemia mórinrt batni mikið við eltinguna. T.d. gæti verið hagkvæmt að elta aðeins efstu stungurnar og takia þá meira með af rofinu en gert er venjulega, þegar stungumór er tekinn. Hinar stærri eltivélar erut véiknúnar og >að meira eða minna Jeyti sjálfvirkar, og mór tmninn með slíkum vél- um verður yfirleitt allmiklu ódýrari en stungumór. Afköst- in eru frá 10—20 tonnum á dag upp í 200 tonn á dag og þar yfir, miðað við þurran mó. Afköst móeltivéla, miðað við vélaorku, eru sem svarar 1 tonni af þurrum mó yfir daginn fyrir hvert hestafl a. m. k. fýrir hinar smærri vélar. Eltivéi með 10 hestafla mótor mundi þannig afkasta 10 tonnum af þurrum mó á dag. Ef mýrinni hallar nægilega mikið, er hægt að byrja neðst og vinna upp eftir. Grafvélin stendur á botni mýrarinnar, og mórinn er unninn á svipaðan hátt Oig þegar ofaníþurður er tekinn í veg eða önnur jarð- efni unnin í opnu broti. Efi mikið vatn er í mýrinni og ekki hægt að ræsa hana fram, er hægt að koma móvinnuvél- um fyrir á timburfleka. Oskemmdar vélar eftir mánuð á hafsbotni Fyrir nokkrum mánuðum kom upp eldur í danska skip- inu Kronprins Frederik, þar sem þa'ð lá við bryggju í Har- wich. Skipinu hvolfdi og það sökk. Nú hefir því verið komið á flot aftur og svo undariega hefur viljað til að vélar skips- ins eru algerlega óskemmdar enda þótt sk'pið hafi legið á. sjávarbotni í marga mánuði. Þegar skipinu hvolfdi rann olía úr tönkum og flaut ofan á því vatni sem fyllti vélarúmið. — Þegar vatnið lækkaði og hækk- aði við flóð og fjöru, fylgdi olían með og smurðist þá þykkt olíulag lá álla vélahluta. íraníiuii- fundur i Ástralíis Ástralska stjómin 'hefur til- kynnt, að nýjar auðugar úran- líumnámur hafi fundizt í suður- hluta landsins. Úraníum er not- að við kjarnorkuframleiðslu. SiBÍllfngariifi1 wáhzmt á Tvö austurþýzk fiskiskip rák- ust á í síðustu viku í Kattegat. „Albert Einste:n“ sig’di á „Johann Sebastian Bach“ og sökkti honum. Skipverjar Bachs björguðust allir um borð í Einstein.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.