Þjóðviljinn - 12.09.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJIÍnN —- Laugardagur 12. scptember 1953 Þættir frá Rnmenííh Einhver bezti morgunninn okkar í Búkarest, það var þegar við fórum á „Rúmensku framleiðslusýeiinguna“. Hún var í þremur megindeildum: iðnaður, landbúnaður, fisk- veiðar. Iðnaðardeildinni var komið fyrir í einum skála, svo stórum að eftir nær þrigg.ja tíma dvöl áttum við enn hluta hans óskoðaðan; en landbún- aðurinn og fiskveiðarnar hluíu að mæta afgangi að því sinni. En því var þessi morgunn svo góður að ekki skynjaði maður skýrar á öðrum stað hve mik- ill er hraði uppbyggingarinnar í Rúmenska lýðveldinu, hve kjör fólksins eru hugarhaldin þeim sem semja áætlanir um framkvæmdir í þessu landi. Því hefur verið lýst að það var sama og enginn iðnaður í gömlu Rúmeníu. 1 þessu landi, þar sem allt var ógert fyrir átta árum, hefur grund- völlun iðnaðarins verið hvorki meira né minna en stærsta verkefni fólksius og stjórnar þess- Nú á dögum getur ekk- ert land þrifizt fullvalda án blómlegs iðnaðar. Örlög land- búnaðarins í Rúmeníu eru til dæmis nátengd þróun þunga- iðnaðarins í landinu, á sama hátt og olíuvinnslan útheimt- ir sínar vélar og rafmögnun landsins krefst flókins véla- kosts sem auðvitað er sjálf- sagt að smíða heima þegar um svo umfangsmikið verk er að ræða. Það var því lítil furða þótt yfir dyrum iðnaðarskál- ans gæti að lesa þessa setn- ingu: Þungaiðnaðurinn er grundvöllur framfara og alls efnahagslífs í Rúmenska lýð- veldinu. Ef við setjum iðnaðarfram- leiðsluna 100 árið 1938 var hún komin niður í 55 í styrj- aldarlok. Árið 1948 var hún ekki komin nema upp í 85. Það ár var iðnaðurinn þjóð- nýttur, og næsta ár var þessi hlutfallstala 117. Næsta ár tók hún stórt stökk og reynd- ist 160. Samkvæmt 5-áraáætl- uoinni, er að mestu mun lok- ið á 4 árum, á iðnaðarfram- leiðslan '1955 að -verða 244 prósent meiri en 1950. Sést glöggt af þessum tölum hve framfarirnar eru stórstígar. Það hefur verið samin 10- áraáætlun um ra.forkufram- kvæmdir, en eins og þær út- heimta sínar vélar svo þarfn- ast verksmiðjur líka síns raf- magns. Þessi áætlun tekur yf- ir árin 1951—1960. Árið 1950 framleiddu rafstöðvar í Rúm- eníu einungis 600 þús- und kílóvött. Árið 1955 verður rafmagnsframleiðslan komin upp í 1-700 þús. kíló- vött, en í lok aætlunarinnar upp í 2.600 þúsund kilóvött. Aðeins sáralítill hluti þessarar litlu raforku 1950 var fenginn með vatnsafli, en nú er íögð aukin áherzla á vatnsvirkian- ir. Stærsta \nrkjunin verður svonefnd Stejar-virkjun í Karpatafjöllum. Verður þar gerð mikil stífla, en vatnið í ■jppistöðnnni notað til aveitu- 1 5-l framkvæmda um 300 þúsundj hektara lands. Stöðin munj framleiða árlega 430 milljónirl kilóvattstunda raforku, sem' éinkum verður notuð í nýjum klæða-, stál-, járn- og efnaverk' smiðjum sem verið er að reisa. Lífið á þessu landsvæði kemst á annað stig. Þrátt fyrir þess- ar framkvæmdir verður enn árið 1960 minni raforkufram- leiðsla á hvern manei í Rúm- eníu en i ýmsum lacigþróuð- um iðnaðarlöndum. Sýnir það vel hvílíkt endemisland gamla Rúmenía var í þessum efnum — sem fleirum. Við göngum inn um iðnsýu- ingarsalinn og sjáum þar líkan J af nýrri brennisteinsverk-jj smiðju, annað af vítissódaverk smiðju, mynd af vinnubrogð um í alúminíumverksmiðju. I því sambandi ber að minnast þess að Rúmenía er mjög auð- ugt land af fieiri efnum en olíu og brúnkolum, þótt hin útlendu auðfélög fortímans hirtu lítt um önnur efni en || þessi tvö. Kann ég ekk: að jj nefna á íslenzku heiti þessara 5 jk efna. nema fáira einaia, enda i f Tf skipta þau ekki höfuðmáli i ■, þessu sambandi. Hitt er aðal- ;* atriði að fynr nýtingu jarð- efna sem ekki var skeyt: um áður hafa risið upp nýjar iðn- greinar. Kem’ r hér ekki sízt til greina efnaiðnaðurinn cn framleiðsla lyija jókst til dæm is um 126 prósent þrjú fyrstu árin eftir þjóðnýtinguna. Ef nefnd skulu fleiri dæmi um nýjungar i rúmenskum iðnaði, þá sáum við á sýningunni tahn lækningastofu, fullbúna verk- færum er ekki hafa verið smíðuð fyrr í Rúmeniu. Þar voru einnig á næstu grösum skurðlæknkigatæki og rönt- gentæki—allt nýsnuði í land- inu. Einfaldari tæki eins og símtól sáum við í nýsmíða- deildinni; og á einum stað var mótorhjól, einn stoltasti gripur sýningarinnar. Ekki man ég hver verðlaun þeir fengu sem fyrstir fullgerðu mótorhjól í Rúmeníu, í fyrra, en það var þó allálitleg upp- hæð —- fyrir utan lieiðurinn. Á sýningunni gat að líta stóra spennubreyta (trans- formers) og önnur tæki er raforkuframleiðslu heyra. Vél- ar í hraðfrystihús stóðu þar á miðju gólfi, ostagerðarvélar úti við vegg — að ekki sé minnzt á dísiltraktora, en framleiðsla þeirra hefur meira en tvöfaldazt síðan 1949. Á einum stað var heil vélasam- stæða í bómullarverksmiðju í gangi, flóknar vélar sem ekki hafa áður verið smíðaðar í Rúmeníu; enda á nú bómull- arframleiðsla að aukast stór- lega í landinu. í fyrra hafði hún raunar þegar aukizt um 246 prósent miðað við 1949, og fer hér saman sem víðar þróun iðnaðar og lamdbúnað- ar. Iðnaðarþróunin í Rúmenska lýðveldinu einkennist þannig af síauknum hraða og vax- andi fjölbrej'tai framleiðslunn ar. Gott dæmi um þetta hvor- tveggja er timburiðnaðurirxn. Skógar eru afarvíðlendir í Rúmeníu, og fyrr á árum var flutt út nþkið timbur — ó- unnið. Nú hefur verið komið upp svo stórfelldri pappírs- gerð í landinu að hún gerir betur en fullmægja þörfum fólksins, 'þrátt fyrir margfalda pappírsnotkun á víð það sem áður var. Margt fleira er unn- ið úr tré sem kunnugt er, meðal annars ýmsar efnavör- ur. Jafnframt þessum iðnaði hefur skógarhögg aukizt, en um leið er hafin vísindaleg græðsla skóga á svæðum sem áður voru makin og ber; og er þanuig girt fyrir hættuna af ofhöggi. Þótt olíumannvirki færu að mestu í rústir í stríðslok er Nú smíða Rúmenar sjálfir allar vélar og ölj tæki til olíiivinnslunnar. Til hægri á myndinni sést hluti olíudælustöðvar ; til vinstri eru olíuflutningavagnar. olíuframleiðslan nú komin fram úr hámarki fyrirstríðs- áramna. Nú orðið smíða Rúra- enar sjálfir allar vélar og öll tæki til vinnslu og hreinsun- ar þessa dýrmæta jarðefmis, og held ég túlkunum okkar hafi fumdizt sýnishorn af þessum tækjum höfuðstolt sýningarinnar. Einmitt í sam- bandi við oliuna hefur efna- iðnaðurimn þróazt mjcg. Heí ég hér í höndunum laagau lista yfir efni sem að nokkru eða öllu leyti eru unniri úr olíu, en til þeirrar vinnslu kunnu Rúmenar ekki á þeim „góðu gömlu dögum“. Hér er ekkert tóm til að minnast á matvæla- né kiæða- iðnað. Hinu komumst við Búka restfarar að rami um að Rúm- enar eru kunnáttumenn t.d. í ostagerð og bera fram góðau mat. Fólkið gengur einkar snoturlega til fara, án alls í- burðar þó. 1 þessum greimum sem öðrum fer framleiðslan dagvaxaaidi, Á þriðja fjórð- ungi fyrra árs kom á mark- að rösklega fjórðungi meira magn almennra neyzluvara en á fyrsta fjóroungi, og fói því fjarri að það hlæðist upp í verzlunum. Ber það vitni um batnandi hag fólksins, enda gerir 5-áraáætlunin ráð fyrir því að kaupgeta alþýðunnar verði um 80 prósent meiri í ; árslok 1855 en hún var. 1950. Það hefur venö mikið starf að verkmennta fólkið svo unnt j'rði að koma þessum fram- kvæmdum í kring. Enn þarf stói'ar áætlamr um verknám i sambandi við hin stærri verk- efni framtíðarinnar. Ráð- stjórnarríkin hafa reynzt Rúmenska lýðveldinu mjög hjálpleg í þessu efni sem öðr- um: lánað verkfræðinga, véla- meistara og kennara, gei'ið rúmensku æskufólki kost á ó- dýrri dvöl og námi í skólum sínum heima. Verkfræðingar eru nú í miklum metum í Rúmeníu, og aðbúð iðnnema er betri en Islendingur getur gert sér í hugarlund. En ekki Framhald á 8. síðu. ÞEGAR ég lít út um gluggann minn er venjulega stór barna- hópur að leik á ógirtri lóð kringum eiæsta hús. Hógurinn hefur minnkað lítið eitt síðan barnaskólarnir tóku til starfa, en þó er lóðin þarna iðandi af ungu lífi frá klukkan níu á morgnana. Og í miðjum hópn- um er lítið stelpuspons, á að gizka hálfs annars árs, ramm- lega tjóðruð .en hrókur alls fagnaðar. Framan af hafði hún ekkert við að vera nema dótið sem hún bar með sér út og moldina og illgresið á lóðinni, ein nú hafa stærri krakkarnir búið til sandkassa handa henni. Þeir fóru langan veg með fötur og poka og báru sand í hrúgu á óræktar- lóðinni; þetta voru ekki stórar fötur og pokarnir voru flestir undan vín- arbrauðum eða kringlu og eatust illa, en eftir nokkurra daga þrotlaust starf var sand- hrúgan orðin nógu stó*. Og þá tóku þau til að afgirða hana. Þau röðuðu steinum Frumlegur sandkassi — Barnatímar Falleraðír Fíladelííupostuiar kringum hana og sléttuðu vel og snyrtilega úr sandinum og nú situr litla tjóðraða stelpu- sponsið í miðjum „sandkass- anum“ sínum með fötu og skóflu og gerir ekki frekari kröfur til lífsins. ik FYRST IBÖRN eru komin á dagskrá er stutt j'fir í barna- tima útvarpsins. Ég held að allir séu sammála um ágæti Tómstundaþáttarins fj’rir börn sem eru orðin dálítið stálpuð. Hins vegar hlusta all- ir krakkar á sunnudagsbarna- tímana og yngstu hlustend- urnir eru vita gagnrýnislaus- ir og gleypa alit hrátt sem borið er fj-rir þá. Þeim mun meirj ástæða er til að vanda útvarpsefnið handa þeim, ,en því miður hafa sunnudags- bárnatimarnir oft upþ'á mjög vafasama fræðslu að bjóða. Síðast liðian sunnudag var til dæmifj ftutt frásögn, sem vak- ið hefur inikia gremju meða! foreldra ejns og sjá má af eftirfarandi bréfi: FAÐIR SKRIFAR: „Mér finnst alveg ófært að bjóða börmm- um annað eins og það sem Konráð Þorsteinsson flutti í barnatíma útva.rpsins á sunaiudaginn var, Ekki var nóg með að maður þessi, sem mun vera falleraður „prestur" ur Fíladelfíusöfiiuðkium, smjattaði á hrottasögum úr Gamlatestamentinu, sem lauk með því að „guð“ lét clrepa á hryllilegan hátt óvini sína ásanit konum |>eirra og börn- um. Og þegar rnest gekk á af kraftaverkum, bætti hinn fall- eraði Fíladelfíupostuli við með saanfær'ngarrómi: „Þetta er nú alveg satt“. En svo bætti hann við útskýringum á orð- rtm biblíunnar í anda kreddu- bókstafar safnaðar síns, til dæmis voru börnia frædcj um að ,,guð“ vildi halda þeim „hrejnum" með því að baana að borðaður væri nokkur sá, matur, sem blóð dýra væri í. Hvernig gengur að bjóða börnum slátur næst veit ég . ekki! Hitt veit ég, að ég kæri mig ekki um að fá hrottasög- ur úr Gamla testamentinu þuldar í eyru barna micma með útskýringum falleraðs Filadelfíupostuia, og veit ég að íleiri feður og mæður eru sama siimis. — Faðir“,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.