Þjóðviljinn - 12.09.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.09.1953, Blaðsíða 10
5.0) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. september 1953 ¥illlgœsér eftir MAKTHA OSTENSO 85. dagur Ekki aðe/ns á sumrin Það er gaman að eiga fall- egan sumarkjól í fataskápnum, en ef hann er sjaldan notaður má telja það lúxusflík. Þess í stað má nota ódýra bómull- arkjóla; ef þeir eru fallegir i sniðinu, má nota þá við ótrú- lega mörg tækifæri og í þau fúu skipti, sem þeir eru ekki nógu fínir, má notast við kjóla sem geta verið sparikjólar all- an ársins hring. Á fyrstu myndinni er til dæmis hvítur léreftskjóll með bryddingum í skærum lit og það er fyrst og fremst sumarkjóll. En ef sami kjóll er saumaður úr ijósgráu alsilki og bryddaður svörtu er þama kominn kjól! sem nota má allt árið. Alsilki hefur þann kost að það er hlýtt á veturna og þó er hægt að nota það þegar heitast er á sumrin. Næstu tvo kjóla má eimvg sauma úr alsilki. Kjóllinn með víða pilsinu og flegna hálsmál- inu er sumarlegri, en þó ekki svo áð hann sé ekki i sínu gildi sem samkvæmiskjóll á veturna. Til dæmis má sauma hann úr dökkbláu eða svörtu efni og brydda hann með hvítu gljáandi silkipikké. Kjólinn má einnig sauma úr tafti og það er ekki mjög dýrt. Þriðja kjól- inn má sauma hvort sem er úr silki eða ull. Bæði má hafa hann dökkan með ljósum út- saumi og ljósan með dökkum útsaumi. Fyrsta og þriðja kjól- inn má líka hafa með hálf- löngum ermum ef vill. íagnstakmörkun 10.46-12.30 ^ugardagur 12. sept ÍhvArfí Hafnarfiörður og ná- « IIT vl II grenni, Reykjanes. €sirátt og Iivítt Grár bómullarkjóll getur verið mjög fallegur ef hann er lífgaður upp með hvítum brydding- um eins og sýnt er á myndinni. I mittið er notað svart flauelsbelti og þetta er orðinn dálítill módelkjóll. Hægt er að fá lissur og brydding- ar af mörgu tagi í metratali og það er létt verk að sauma þær á kjól, einkum á sléttan flöt. Bogakragarnir eru stundum erfið- ari viðureignar. Gare er sennilega í einhverjum önnum.“ Hún vissi að Amelía færi lijá sér ef hún rækist á konuna þama. ,,Ja — hérna.“ Frú Sanbo gat ekki búið hugsunum sínum orð þessa stundina. Hún varð alveg hvumsa yfir því að enginn skyldi koma þjótandi á móti henni eins og liún hefði gert undir sömu kringumstæðum, og heeini datt ekki strax í hug að fara heim að íbúðarhúsinu. Áður ccl hún gat sagt fleira sást til frú Gare á milli útihúsanna. Hún hélt á einhverju í hvítri svuntunni. Amelía bar hönd fyrir augu og gekk í áttina til þeirra. „Góðan dáginn — frú Gare,“ sagði frú Sand- bo í sama róm og hún notaði í dagstofunni sinni innan um brúnu leðurhúsgögnin og ógn- andi fjölskyldumjviclir. „Þú lítur vel úf eins og alltaf. En þau egg. Færðu svocia mörg á hverjum degi?“ Hún virti vandlega fyrir sér kjól Amelíu, skó hennar og svip. Amelía brosti og leit fjörlega til Lindu. Hún hafði ekki verið sérlega hrifin af frú Sandbo í þau örfáu skipti sem hún liafði hitt hana, en engu að siður liefði hún boðið hcnni inn, ef hún hefðj ekki óttazt gagnrýni Calebs. „Ekki á hverjum degi,“ svaraði hún. „Og hvernig líður þér, frú Sandbo ?“ „Mér —ekki sem bezt. Þetta hefur verið erf- itt síðan hann féll frá. Karlmenn eru ómissandi á sveitabæ. Sveinn er búinn að missa allan á- huga síðan hann fór til borgarinnar. Hann vill fara þangað aftur — og hvað getur veslings kvenmaður gert við því?“ Hún leit heim að húsinu. Ætlaði Amelía ekki að bjóða hetnni inn fj'rir?“ „Já, það hlýtur að vera mjög erfitt," sa.gði Amelía. Hún leit á kýimar sem rásuðu eftir göt- unni. „Eg var óratíma að reka þessar beljuskjátur út af akrinum ykkar, frú Gare. Þær sækja svo í sætgresið. Eg þarf að láta Svein laga girð- inguna þegar ég kem heim. Og hvar eru stúlk- urnar?“ spurði hún og leit rannsakandi í kr'ng- um sig. Hún hafðj heyrt svar Lindu mætavel. Amelía sagði henni það. „Nú, svo að Elín er að sauma. Nýja sumar- kjóla, eða hvað?“ „Ekki beinlínis. Hvernig líður Dóru?“ „Já henni,“ frú Sandbo setti sig í stellingar með hendur á mjöðmum, fegin óþrjótandi um- ræðuefni. Hún hafði óljóst hugboð lun að Am- elía væri að reyna að losna við hana. „Það er auma lifið hjá henni. Og hvilikur eiginmaður! Eg sagði alltaf við hana, af hverju ertu eigin- lega að giftast hcnum, sagði ég. En hún hafði sitt fram og svo fór sem fór. Dóra var falleg stúlka cg góð stúlka. Allir gengu á eftir henni með grasið í skónum í Loyola þar sem hún gekk um beina. E!n hvað þýðir að tala við þetta unga fólk. Hver veit nema Sveinn rjúki líka að heiman og kvænist einhverri druslu. Ef Júdit vill ekki sinna hcnum. Ha, ha, ha. Hvað finnst þér um þau tvö, fiá Gare?“ Hún flissaði, leit á Lindu og þaðan að húsinu. Eftir allt þetta málæði hlaut frii Gare að bjóða heimi inn og jafnvel gefa henni kaffisopa. „Eg er ekki riss um að Dóru líði mjög illa, frú Sandbo," sagði Linda. „Eg er búin að heimsækja hana. Maðurinn hennar lítur góð-í lega út.“ „Huh. Þú þekkir hann ekki ennþá.“ Amelía greip -þéttar um svuntuna sína. Linda1 tók um handlegginn á frú Sandbo. „Leyfðu mér, að hjálpa þér að reka kýrnar heim, frú Sandbo. Þær eru farnar að rása út um allt.“ „Eg vona að yklcur gangi vel með þær,“ sagði( frú Gare brosandi. „Vertu sæl frú Sandbo.“ Á heimleiðinni gat frú Sandbo ekki gleymt( gremju sinni yfir því að henni skyidi ekki hafai verið boðið inn. „Er það vegna hans? Er hún svo hrædd við( haiin að hún þori ekki að gefa nágrönnunum kaffisopa?" spuroi hún Lindu. „Það er fremur vegna þess að hann er fjar- verandi," sagði Linda og ræskti sig. „ Jæja — þá kem ég einhvern tíma þegar hann er heirna. Þessi skíthæll," sagði húci með á- herzlu. Frú Sandbo vissi mætavel hvernig málum var háttað hjá Garefjölskyldunni, en þegar hún var leið á lífinu var henni nauðsynlegt að hressa upp á minníð í sambandi við ýmislegt. Og nú var hún tvöfaldlega hneyksluð — bæði vegna þess að hún hafði fengið staðfestingu á ógn- arstjórn Calebs Gare og vegna þeirrar persónu- legu auðmýkingar sem hún hafði orðið fyrir. 2. Júdit hafði ekki gert ráð fyrir að hitta Svein í Yellow Post. Það var eins og hann hefði horfið úr huga hennar, vikið fyrir h:num skuggalegu þönkum sem ríkt höfðu þar síðan hún heyrði samtalið milli Ameliu og Calebs. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu var hún orðiei utanveltu í tilverunni. Sveinn var að semja við kaupmann þegar Júdit kom auga á hann. Hún tók eftir frjáls- mannlegu látbragði hans, sá hann fleygja eld- spýtu úr um opinn gluggann með karlmannlegri, æsandi handsveiflu. Það var henni nóg að horfa á hann .... Hún fylltist hatri á sjálfri sér. Hann leit við og sá hana lialla sér upp að stóru tunnunni við búðarborðið. Það komu viprur um munn hennar og hún leit undan. Sveinn hætti að tala við kaupmanninn og rölti letilega í áttina til hennar. „Þetta var þá allt sem þú vildir mér", sagði liann stríðnislega. Hann reyndi að vera kæru- leysislegur á svipinn en það voru óstyrkir drættir kringum munn hans. „Það skiptir mig engu máli. Ég vil aðeins vita hvar ég stend“. Júdit leit upp etn gat ekki horft framan í hann. „Hlustaðu nú á mig Júdit. Mér er alvara. Taktu nú ákvörðun á annanhvorn veginn og hittu mig við tjörnina í kjarrisiu. Ég vil ekki láta eion eða neinn hafa mig að fífli. Komdu þangað um leið og þú sækir kýrnar í kvöld“. „Ekki í kvöld — annað kvöld“, sagði Júdit stuttaralega og sneri sér að Johannescn. Sveinn gekk ringlaður á brott. Hann hefði getað unoið eið að því í hjarta sínu að Júdit elskaði hann. En hún var undarleg. Hvað hafði hann unoið til þess að hún skyldi forðast hamr? Ekkert sem hún hafði ekki stuðlað að. Hann langaði mest af öllu til að neyða hana til að verða samferða heim, neyða hana til að láta undan .... Morguninn var tær og hreinn og mildur vindblær. Það væri unaðslegt að fylgjast með henni. Hann gæti sagt henni frá borg'oni, þar sem hann hafði unnið áður og ynni eftir að þau væru gift. Hann gæti — nei þetta var tilgangslaust. Sennilega gæfi hún homun svipuhögg ef hann yrti aftur á liana. Júdit reið heimleiðis í mikilli geðsliræringu. Ef hún krefðist þess að Amelía segði sér hvað stæði í vegi fyrir giftingu þeirra Sveins gat UW OC CWWI Tveir kaupmonn, annar ungur en hinn gamall vei-zJuðu í kauptúni nokkru. Engir vinir voru þeir, en töluðust þó við Það orð lá á yngri kaupmanninum, að hanr hefði íkveikjur á sanivizkunni. Gamli kaupmaðurinn hafði verið lasinn nokk urn tíma og haldið sig inni. Þegar hann fer að hafa útivist. mætir hanr eitt sinn yngri kaupmanninum ,sem spyr hann hvernig heilsan sé. Sæmileg, svaraði hann. í>ú ert nú orðinn kalkaðúr, gamalær og minnis ■laus, segir þá yngri kaupmaðurinn. Minnis’aus! s-varaði hinn. Þú kveilctir í bátnurr 1931 og húskofanum 1938. — Nei, minnið e: ágætt!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.