Þjóðviljinn - 12.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1953, Blaðsíða 6
<5) __ I>JÓÐVILJINN — Laugardagur 12. september 1953 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarf!okkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. v_______________________________.____1--------------------------------s Bmadoríkjeistiém fagncxr @n óhug slær é menn í Evrópn Ummœli nokkurra brezkra og franskra borgarablaSa um kosningaúrslitin i Vesfur-Þýzkalandi Breytf hernámsstjérn Eftir mijcið þóf og þrengingar hefur verið mynduð ný ríkisstjóm, og hún er auðvitað skilgetið afkvæmi kosn- inganna í sumar. í þeim kosningum lýsti mikill meiri- hluti þjóðarinnar yfiii’ fylgi við flokka þá sem kallað höföu yfir þjóðina hernámið og rýrt kjör almennings jafnt og þétt með verðhækkunum og stórfelldu atvinnu- ieyisi, sem nú hefur breytzt í hemaðarframkvæmdir meðan innlendar athafnir eru látnar sitja á hakanum. Hin nýja stjórn |mun halda þessari stefnu áfram með einhverjum minniiháttar tilbrigðum. En þó hafa orðið nokkrar athyglisverðar breytingar frá fyrri hemámsstjórninni. Björn Ólafsson, einn óvinsælasti auðmaður landsins, er látinn víkja eftir hörð átök innan flokksins. í ríkis- stjórninni var litiö á hann sem isérstakan fulltrúa heild- salavaldsins innan Sjálfstæðisflolcksins, enda hegðaði hann sér samkvæmt því, beitti sér fyrir afnámi verð- lagsákvæða, tryggði hömlulausan innflutning á hvers- kynr. gróðaskrani og lagði íslenzkan iönað sérstaklega í einelti til þess að heildsalamiir hefðu sem mest aö flytja inn. í kosningunum í sumar var Björn strikaður út á miklum fjölda seðla, og nú hefur verið talið ráðlegast að vaipa honum fyrir borð. Meö þessu er þó engan veg- inn sagt aö eftirmaðurinn víki í nokkru út af hinu,m óskemmtilega ferli fyrirrennara síns. Önnur breyting er sú að Bjarni Benediktsson hefur venð isviptur utanríkismálunum. Hann hefur haft þau með höndum aila tíð síðan ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar var mynduö og hann hefur litið á þau sem aðaiverkefni sitt, enda hefur hann haft mikla forustu í þeirri landráðaþróun sem mótað hefur íslenzk utan- ríkismál um sjö ára skeið og oröið sérstaklega illræmdur fyrir litilmótlegustu þjónustuscgni og fiaður. Það er per- sónulegt áfall fyrir Ejarna Benediktsson að láta þessi mál af höndum, og þó mun hann hafa gert sér fullljóst að það var skynsamlegasti kostur hans. Óvinsældir her- námsins hafa farið sívaxandi. einnig innan stjórnai'flokk- anna, og hemámið var orðið persónugert í Bjarna Bene- diktssyni. Þess vegna flýr hann nú úr starfinu. Hann gerir það þeim mun rólegri sem hann hefur þegar lokið þeim störfum sem honum voru falin í upphafi, og her- námsstefnunni verður ekki haggað af þessari stjórn. Hiinn nýi ráðherra fær ekkei t svigrúm til neins nema einhverra sýndarráðstafana, en hann á að mæta vaxandi andstöðu þjóðarinnar í staö Bjarna! Það er nokkur huggun fyrir perrónulegan ósigur. í þriðia lagi hverfur Hermann Jónasson úr stjóminnj. Á sfðasta ári tók hann þann kost að gerast hávaðasam- asti málsvari hernámsstefnunnar. Hann fór hamförum af ofstæki 1 verkföllunum miklu í vetur, ujm áramótin bar hann fram tillögu um það að stofnaður yrði innlendur her til að berja á verklýðsfélögunum, og fyrir kosningarn- ar tók hann að sér það hlutverk að verja hernám landsins sérstakiega í útvarpsumræðunum. Uppskeruna fékk hann í kosningunum, stórfellt tap Framsóknar og enn víö- tækari upplausn og urg innan flokksins. Brottför Her- manns úr stjórninni er flótti, hann þorir ekki áð halda áfram hinn hávaðasömu imálsvörn sinni fyrir hernáms- stefnuna og hyggst nú efiaust hefja bros til vinstrii til þess að friða hina óánægðu fylgismenn sína. Þó munu honum ganga þau umskipti erfiðlegar nú eftir þá reynslu sem fengin er af koJíveltum þessa misvitra istjórnmála- leiðtoga. A'lar eru þessar breytingar athyglisvert undanhald hernámsflokkanna, sem gera sér Ijóst að fylgistap þeirra í kosningunum var vísbending um margfalt víðtækari andstöðu. Þetta undanhald er enn í smáum stíl. En það getur oröið stórvægilegra ef xmnt verður að koma á sam- starfi andstæðinga stjórnarstefnunnar, því til þessa hef- ur sívaxandi sundrung vinstri aflanna verið skæðasta vopn afturhaldsflokkanna. Kát.'na ihernáms'b’.aðanna ís- lenzku er sem sagt i fullu samrærai við afstöðu hinna afturhaldssamari tolaða í Bandaríkjunum en stimgur mjög í stúf við ,þá afstöðu, sem tekin er i evrópskum blöð- um utan Ves t u r-tÞýzka iands. Næstum hvar sem drepið er niður í torezk og frönsk borg- arablöð, svo að ekki sé minnst á blöð kommúnista og sósíal- demókrata, 'ber mest á ugg og þungum áhyggjum yfir því, hvert stefnir í VesturjÞýzka- landi. Ti;l dæmis segir Daily Express, eitthvert iharðsvírað- asta íha’.dsblað Bret.lands: „Þjóðverjar eru á einu auiga- ibragði orðnir eftirlætis-goð Bandaríkjastjórnar. Sigur Ade- nauers... mun brátt hafa sín áhrif á valdahlutföllin. Þegar Þýzkaland kemur fram á svið- ið á ný má heyra jámaða iliæla liermannastígvéla glymja við jörðu“. Blaðið skorar á brezku stjórnina „'að gæta þess af sivaxandi árvekni að torezkar skuldbindingar verði ekki til þess að Þýzkaland dragi Bret'Land á eftir sér inn ,,í eyrum Frakka ern dununiar af sigri Adenauers, sem ber- ast út fyrii laadamæri Þýzicalands, engir yndisómarí', segir bre/.ka blaðið Manchester Guardian. Þessi mynd af hermönnr um Hitlers við sigurbogann í París getur skýrt "það, hvers vegna Frakkar óttast afleiðingar þess, að hernaðarsinnar hafa fest sig í valdastólunum í ííoiui. ■i hefndarstyrjöld í Austur- ve'g“. Sama hugsun hvarxlar að rit- stjórum L’Aurore, sem er blað róttæka flokksins, eins af s t j ómarf lokkum Frakklands. Það hvetur til þess að B.ret- land og Frakkland snúi bök- um saman til iað hindra það að Adenauer „geri citthvað, sem ekki verður aftur tekið“. Embættismenn hemámsstjóma Bretl-ands og Frakklands í Bonn eru að sögn fréttaritara Reuters áhyggjufullir yfir orð- um Adenauers xun „frelsun" Austur-Þýzkalands og þykja þau minna chugnanlega míkið á tal toandaríska utanríkisráð- herrans Culles um að tími sé ti] þess kominn að farið sé að „vefja upp járntjaldið“. Ihaldsblaðið Daily Mail í ■London lætur í ljós ótta við að nazisminn kunni að kvikna á ný í Vestur-tÞýzkalandi „og breiðast út eins cg sléttueid- ur“. Frjálslynda brezka blað- inu Manchester Goardian þyk- ir ekki svo lítill einræðiskeim- ■ur af Adenauer sjálfum: „S.'g- urinn hefur máske verið fuli persón ulegur. Einstaklingsaf- rek af þessu tagí eru eins og bergmál af gamla kjörorðinu: „Ein Volk, ein Reioh, ein Fúhr- er!“ (Ein þjóð, eitt ríki, einn foringi! Kjörorð nazista um það leyti sem Austurríki var innlimað í Þýzkaland). Meira að segja hin gætnarj og frjáls- lyndari borgarablöð d Banda- ríkjunum eru töluvert minna hrifin af sigri Adenauers cn þeir Dulles og Eisenhower. Washington Post segir: „Þýzka vandamálið verður við lýði þangað til við fáum betri tryggingu en þessi kosninga- úrslit fyrií- því iað Þýzkaland hafi snúið bak; við árásarsinn- aðri þjóðrembingsstefnu og hernaðaranda“. Þessi fáu dæmi ;af mörgum svipuðum sýna, að sú mynd af þýzku kosningaúrslit- unum, sem hernámsblöðin ís- lenzku gefa, á ekkert skylt við það sem meira að segja íhalds- söm borgarablöð á meginlandi Evrópu segia um sigur Ade- nauers. Hinsvegar igengur ekki hnífurinn á mil'li hemámsblað- anna hér og sauðtryggustu stuðingsblaða Bandaríkjastjóm- ar. Þetta er enn eitt dæmi þess, hvernig forystumenn hemáms- flokkanna eru sífellt að reyna að fjarlægja íslendin'ga ev- rópskum viðhorfum og kcnna okkur að hugsa upp á banda- rísku. M. T. Ó. Hvergi utan Franco-Spánar og Bandaríkjanna héfur sigri Konrads Adenauers og hins kaþólska flokks hans ver- ið fagnað eins ákaflega og i hernámsblöðunum íslenzku. „AUir frjálslyndir merm, sem unna lýðræði og vilja vinna að friði og öryggi í heiminum Erlend tíðindi ‘hljóta því, ('greinarmerkjasetn- ing Mbl.) að fagna kosninga- útslitunum í V es t ur-Þýzka- landi“, segir Mongunblaðið í forystugrein á miðvikudaginn. Ritstjóri Alþýðúblaðsins komst •svo að orði daginn áður að kosningaúrslitin væru að vissu leyti „mikið fagnaðarefni í öllum lýðfriálsum löndum.“ Ekki vill Timinn ver.a eftir- bátur því að ritstjóri hans kemst svo að orðj á miðviku- daginn að kosningaúrslitin lýsi „mikillí einbeitni og frelsishug" Þjóðverja og séu „til fyrir- myndar“. Loks telur Tíminn í ‘gær til frændsemi við Ade- nauer og kumpána lians með því að komast svo að orði að flokkur Adenauers sé hliðstæða „kristilega framsóknarflokks- ins franska“. 'Er þarna vissu- lega seilzt ilangt eftir ofurlitlu af siigurljóma vesturþýzka for- sætisráðherrans, því að „kristi- legur framsóknarflokk'Ur“ er enginn til í Frakkiandi en átt mun vera við flokkinn MRP, sem fullu nafni heitir Alþýð- lega lýðveldishreyfingin, og 'aldrei hefur verið fyrr við framsókn 'kenndur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.