Þjóðviljinn - 12.09.1953, Page 8

Þjóðviljinn - 12.09.1953, Page 8
&) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. september 1953 JOSEPH STAROBIN: Ho Chi Minh hóf á ný sjálfstæðisbaráttuna, en að þessu sinni á miklu stærra grunni en 1941. I maí 1946 voru Lien. Viet sam- tökin myntíuð sem víðtækt bandalag ættjarðarvina, og þau urðu enn víðækari á stríðsárunum þannig að Viet Minh gat runnið inn í þau í marz 1951. Það að kommúnistarnir komu opioberlega fram sem Lao Dong-flokkurinti var einnig spor í þá átt að auka áhrif flokksins og fá honum dýpri hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Og bandalagið við þjóðfrelsishreyfingarnar í Pathet Lao og Khmer, var svar Hó við skákleik Frakka um ,,Banda- lagsríkið". sem átti að vekja blekkingar meðal þjóða þeirra um sjálfstæði. Árið 1951 gerbreyttist aðstaða Viet-Nam. Alþýðúbyltingin ikioverska hafði náð allt að norður- og vesturlandamærum Hó Chi Minh. Tuttugu ár voru liðin frá stofnun Kommúnistaflokks Indc-Kína og áratugur frá því þjóðin reis upp gegn frönsku nýlt iidukúgurunum og japanska hernámsliðinu. Vietnamska bylt- ingin átti langa og flókna vegferð að baki. En nú, er sjötti aldartugurinn var að hefjast, var hún komin í traust og öruggt bandalag við voldugustu öflin í þjóðfrelsishreyfingu allrar Asíu. Viet-Nam verður aldrei siarað. — Frakkland mun ekki ráða niðurlögum stiórnar Hó Chi Minh. Frásögn þessa af hinni hetjulegu þjóðfrelsisbaráttu Viet-Nam hóf ég að skrifa meðan ég dvaldi þar í skógunum. Nú lýk ég henni víðs fjarri og heimsástandið er að taka örum breytingum. Síðustu dagana í marz gat litið svo út sem Viet Nam væri að verða eini vígvöllur álfunnar. Ríkisstjórn Hó Chi Minh horfði fram á langvarandi stríð. En síðan hefur margt gerzt í heims- stjórnmálum sem dregiö hefur úr þenslunni. Það gæti verið íramundan vopnahlé í „kalda stríðinu" og meira að segja mikil- vægir samningar. Tillögur Sjú Enlaj forsætisráðherra um Kóreu og frumkvæði Georgi Malénkoffs að viðræðum um öll deilumál hefur tekið vind úr seglum stríðsæsingamanna. Hugsanlegt er að eftir nokkurn tíma verði ekki barizt annars staðar en í Viet-Nam. Þar eð örlög Frakklands eru nátengd því sem ger- ist i Viet-Nam og Frakkland er áhrifamikill þátttakandi Atlanz- hafsbandalagsins. má segja að margir örlagaþræðir alþjóðamál- anna knýtist hér í þessu homi heims. Athygli allra þjóða bein- ist því að Viet-Nam í sívaxandi mæli. Bandarískir stjórnmálamenn og hershöfðingjar hafa átt ann- u'kt við verzlun við franska forsætisráðherra og marskálka. Þeir hafa þotið eins og pílur fram og aftur yfir Atlanzhaf og Kyrrahaf. En nú vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð. Frumkvæði sövétstjórnarinnar og Kínastjórnar hefur gert þá ráðalausa, og leiftursóknin inn í Pathet Lao ekki síður. SBilið milli þess sem þeir vildu gera og hins sem þeir megna að gera, hefur stækkað. Andstæðurnar milli þeirra innbyrðis hafa skerpzt, því hver heirnsvaldasinnuð stjórn makar sinn krók hvað sem öðrum líður. Og bilið milli þess, sem þær lofa þjóðum sínum og hins sem þær efna verður augsýnilegra milljónunum með hverjum degi Heimsvaldasinnar hafa reiknað með tveimur forsendum og byggt aðgerðir sínar á þeim. Hin fyrri er, að stöðugt ykist þensl- an gagnvart alþýðustjórn Kína og Sovétríkjanna, en af því ieiddi víðtækara stríð í Asíu, eða að minnsta kosti stríð á fleiri vígslöðvum. Hin var sú, að hægt væri á skömmum tíma að mola Viet-Nam með nógu mikilli hjálp til hers Bao Dai, hin banda- riska og franska stefna leiknaði með varanleik keisarastjórnar- innar. Báðar þessar forscndur reynast nú haldiausar. Hermálastjórn Bandaríkjanna hefur tvenn sjónarmið á Viet- Nam. Hún lítur á landið sem mjög mikilvægan sunnanvegg að að alþýðulýðveldinu Kína. Og hún telur, að mola vérði þjóðfrelsis hreyfingu Viet-Nam til þess að tökin á Suðaustur-Asíu losni ekki, En Pentagon hefur ekki viljað setja bandarískt herlið í þetta fyrirtæki, að minnsta kosti ekki meðan barizt var í Kóreu og vegha sárrar reynslu frá Kóreu. Hins vegar vill Bandaríkja- stjórn borga dollara til þess að Frakkland héldi áfram að af- henda fallbyssufóður, eða yrði einnig framvegis miðlari sem tryggði afhendingu á fallbyssufóðri frá Bao Dai. Tækist banda- ríska auðvaldinu að halda Frakklandi í stríði með því einu að láta afhenda dollara og fallbyssur, gæfi það þeim tóm til að koma sér vel fyrir í Viet-Nam og þó einkum að styrkja hinar japönsku greinar Bandaríkjaauðvaldsins, sem annars neyddust til að leita sér viðskiptasambanda í Kína. Með þessu móti gætu tandarískir ,,ráðgjafar“ orðið úrslitavald í her Bao Dai. Vegna hinnar stöðugu blóðtöku, sem stríðið í Viet-Nam var Frökkum fékkst það líka fram að það lét hafa sig inn í Atlanzhafsbanda- lagið og Evrópuherinn. RITSTJÓRI FRÍMANN HELGASON !ii fiiraun Um síðustu helgi fóru fram Oslóleikirnir sem . Norðmenn svo nefna, en það er keppni ■ í frjálsum íþróttum með þátt- töku viðsvegar að utan N<?regs. Mót þetta var sérlega skemmti legt og þá sérstaklega fyrir Norðmenn sjálfa þar sem þeirra ágæti íþróttamaður og okkar ágæti vinur, Strandli, setti nýtt heimsmet, kastaði sleggju 62,36! Þessum árangri náði hann í fyrstu tilraun, hin köstin voru: 61, 59,50, 60, 59,50. ÖU köst hans voru betri en beztu köst aðalkeppinautar hans Nemets, en ha.nn kastaði lengst 58,92. Csermak háði meiðsli í baki og náði sér aldrei á strik, kastaði 57,09. Spjótkastkeppnin milli Norð- manns'ns E. . Dapielssen, . s.em setti norskt met í lceppninni, og Finnans Vainö Kusima var skemmtileg og í síðasta kasti tókst Finnanum að komast 7 sm fram fyrir Danielssen. — Boyesen sýndi yfirburði í 800 m. hlaupi en á 1500 m varð hann að láta í minni pokann fyrir G. Nielsen frá Danmörku sem vann eftir þróttmikið hlaup á timanum 3.49.4. Úrsl.it í einstökum greinum urðu: .100 m. Brian Shenton Bretland 10.8 sek 200 m. Brian Shenton Bretland 21.7 sek 400. m. Hans Riiag Svíþjóð 49.7 sek. 800 m. A. Boyesen Noregur 1:50.7 min. 1500 m. Gunnar Nielsen Danmörk 3:49.4 min. 3000 m. Gordon Pirie Bretland 8.11.0 mín. 5000 m. John Disley Bretland 14.52.6 mín. Mara.l»on Veikko Karvonen Finnland 2.30.16 min Langstökk Alf Petterson Sviþjóð 7.11 m. Hástökk Bent Nielsen Svíþjóð 1.90 m. Stangarstökk Ragnar Lundberg Svíþjóð 4.30 m. Kúlnvarp J. Savidge Bretland 15.61 m. Kringlukast Rolf Strandli Noregur 45.97 m. Spjótkast Veinö Kusima Finnland 71.84 m. Sleggjukast Sverre Strandli Noregur 62.36 m. Þá var keppt í tugþraut og voru 3 keppendur: 1. Olli Rekkio Finnland 5884 stig 2. Per Erikson Svíþjóð 5690 stig 3. Lars Gaasemyr Noregur 5479 stig IÖNAÐUR I Framhald af 4. síðu. er hægt að rekja það í þess- um greinarstúf. Fyrir þá miklu áherzlu sem lögð hefur verið á iðnþróun- ina í Rúmeníu og verkmennt- un landsmanna hefur nú reynzt raunhæft að gera á- ætlanir um stærri mannvirki en áður hafa þekkzt í land- inu. Dónárskurðinum milli Cermavoda og Svartahafs er nú langt komið, einu mesta Leiknir sigraði Dagana 29. o,g 30. ágúst fór fram frjálsíþróttamót Ung- menna- og íþróttasamb. Aust- urlands að Búðum í Fáskrúðs- firði. AUs tóku 29 keppendur fri sjö félögum þátt í mótinu. Flesta keppendur átti Leikn- ir, eða 9 @lls, þá Austri 7 og Skrúður 5. Mótið er, stigakeppni og félfu stig þannig, reiknuð á fjóra fyrstu: 5—3—2—1. Leiknir 78 stig, Austri 37 stig, Skrúður 36 stig, Höttur 21 sti'g- Þess má igeta að öll félög, sem sendu keppendur fengu stig. Af einstaklingur eru þessir 4 stigahæstir: Karlar: Vilhjálmur, Einarsson IH. 21 stig Ólafur J. Þórðarson L. 15 stig Rafn Siig- urðsson Sk. 14 stig Sigurður Haraldsson L 13 . stig. Konur: iNanna Sigurðard. L. 15 stig Gerða Halldórsd. A. 10 stig Gréta Vi’ihjámsd. L. 8 stig Stella Sverrisd. A. 6 stig- UPPGANGI mannyirki sinnar tegundar í allri Evrópu. Á grundvelli þeirrar reynslu sem þar er fengin er verið að ljúka áætlunum og uppdrátt- um að skipaskurði milli Búka- rest og Dónár; en með honum kemst þessi sveitabær í beint samband við siglingaleiðir álf- unnar, verður hafnarborg. Þeir fullvissuðu okkur um það, túlkarnir okkar, að ef við kæmum tu Búkarest að 10 árum liðnum mundum við ekki einusinni þekkja okkur á Sigurstræti. Ný3kipan höf- uðborgarinnar er eitt þeirra stórvirkja sem nú eru á döf- inn í Rúmenska lýðveldinu. Iðnþróunin í Rúmeníu er glöggt dæmí um yfirburði sós- íalískra framleiðsluhátta. Hún 3peglar einnig ljóslega sköp- unarmátt og starfsþrek fólks senr leyst hefur verið úr nauðum. — B.B. TiJ Sviss 2:0 Landskeppni B.-liða Þýzka- lands og Sviss, í knattspyrnu, fór nýlega fram í Konstanz í Þýzkalandi og unnu Þjóðverjar 2:0 eftir að hafa haft 1 mark yfir í hálfleik. Merta Uta setur tékkneskt met Samkvæmt útvarpsfrétt frá Prag liefur Merta Uta sett nýti tékkneskt met í kringlukasti með því að kasta 50.84. Gamla metið átti Kormuth og var 49.87 sett 1950. Stíujanolí sohu Sovét- m@i á 1500 m. Sovétsundamaðurinn V. Struj- anoff setti nýlega nýtt sovétmet á 1500 m sundi frjáls aðferð. Tími hang var 19.26.2. Hann synti 11.8 sek. undir gair.la metinu. Árangur þessi siáðist á meistaramótitiu. Svíþjóð vann Eng- land í frjálsum íþróttum með 109 gegn 103 Fyrir um það bil viku kepptu. Svíþjóð og England í frjálsum íþróttum og fór sú keppni fram í Stokkhólmi, Keppnin var afar jöfn og skemmtileg. Eftir fyrri daginn hafði Svíþjóð aðeins 2 stig meira en Bretland en það hafði forustu þar til ,eftir síð- ustu grein dagsins. Sérfræðing- arnir höfðu gert ráð fyrir að Svíar mundu hafa 22 stig meira eftir fyrri dag. Lokastigatalan varð svo 109 gegn 103. I keppni þessari náði Gordon Pire næst bezta tíma sem náðzt hefur í, heiminum í ár á 10.000 m., 29.17.2 og það var líka Breti sem var í öðru sæti. Ylander vann 400 m. grind á 52.2, Fryer Englandi 400 m. á 48.3, Savidge Englandi kúlu á 15.82, Norrman Svíþjóð þri- stökk, stökk 14.72 m., Brian Shenton Englandi 100 m á 10.7 Lundberg Svíþjóð stöng, stökk 4.20 m. Skinhelg bœjarstjórn Dómarinn í Brentford sýslu í Englandi, Tudor Rees, veitti bæj- arstjórninni í Ealing ákúrur á mánudaginn fyrir skinhelgi. Bæj- arstjórnin ‘haði neitað konu með fjögur börn um húsnæði í bæjar- bygigingum vegna þess að hún' er ekki gift manni þeim, sem hún þýr með. „Öað má ekki bitna á börnum að foreldrar þeirra eru ógift“, sagði dómar- inn. Útbreiðið PJóftviIjanm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.