Þjóðviljinn - 18.09.1953, Blaðsíða 10
10) -— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. september 1953
einfillisþáítnr
ViSligœsir
eftir MARTHA OSTENSO
40. dagur
Nælon er afhragS - ef þaS er
notacS á rétfan hátf
Fyrir 10 árum var næ’on því
nær óþekkt orð, en eftir stríðið
toárust fréttirnar um þetta dá-
samlega efni 03 í dag ' notar
hver einasta kona nælon í ein-
hverju formi.
í tímariti danskra hjúkrunar-
kvenna er Erling Frank verk-
fræðingur að velta því fyrir sér,
hvort fyrstá 'hrifnihgin háfi ekki
orðið að víkja fýrir misjafnri
rejmslu og fólk sé farið að gera
sér ljóst að nælori hafi sína
kosti og gállá engu s'ður en
önnur efni.
Franck staðhæfir að margar
þser tröllasögur sem sagðar eru
um nælon séu hreinn uppspuni,
svo sem það að nælonnáttkjóll
hafi valdið sprengingu og brenTit
Næloníð er létt sem fis.
konu til bana; að nælon brjósta-
haldarar igeti orsakað krabba-
mein c s. frv.
Vissulega hefur nælon vissa
galla. Þegar fólk kvartar vfir
því að nælon sé rakt og óþægi-
legt í hita er það vegna þess
að nælon getur ekki dregið í
sig raka og tekur því ekki við
raka líkamans eins og ull og
bómull. Ef nælonundirföt eða
blússur eru ekki nógu gisin t’l
þess að rakinn komist í gegnum
þau, þéttist rakinn innan á fiik-
inni eins og á gúmmíkápu, og
það er auðvitað óþægi’egt
Fclk kvartar einnig yíir hví
að nælon sé of kalt. Hér ber
þess að gæta að.ekkert fataefni
framleiðir sjálft hita — fötin
er-u aðeins til að einangra lík-
amshitann og því g'júpiri og
lausari í sér sem þau eru því
betra; það er nefnilegn lofíið
scm einangrar Létt naelo’iuno’.r-
föt eða þunnir nælonsokkar
innihalda ekki mikið loft og
því er ekkj hægt að ætlast til
að þau séu sérlega hlý. Þannig
er það um flest nælonefni, en
þegar nælon er framleitt þann-
ig að það líkist ull — nælonull
— er það vissulega eins hlýtt
og ull.
? í^armsíakmörkun
Föstudagur 18. sept.
ht/Orlí Nágrenni Reykjavik-
n nveri! ur, umhverfi E'.liða-
ánna vestur að markalínu frá
Flugskálavegi við Viðeyjarsund,
vestur að Hlíðarfæti og þaðan til
Bjávar við Nauthólsvík i Fossvogi.
Laugarnes, meðfram Kleppsvegi,
Mosfellssveit og Kialarnes, Árnes-
og Rangárvallasýslur.
Það sem flestum finnst galli á
nælonj er það að hvítu efnin
verða fljótléga guigrá við notk-
un og við því er lítið að gera
enn sem lcomið er. Bezta ráðið
til að hindra að flíkin gulni er
að þvo hana vel úr heitu sápu-
og sódavatni fyrir notkun.
Frank verkfræðingur minnist
iíka á éndingu nælons í hitá og
segir méðal ánriars •
Það er ekki rétt að nælon-
sokkar bráðnj þegar þeir srtérta
miðstÖðvarofn, en sigarettúglóð
og of heitt strokjárn eyð:’eggur
þræðina. Yfirleitt ætti að vera
hægt að komast hjá því að
strjúka nælonflíkur.
Þótt nælon hafi vissu’ega
marga galla, þá megum við ekki
gleyma kostum þess, skrifar
herra Frank að lokum. Nælon
er allra efna seigast og sterkast,
það er afarauðvelt að þvo það,
mölur bítur ekki á það og það
hleypur .ekki.
Næ’.on þolir val öll kemisk
efni 03 það er óhætt að nota
sterk efni til að ná úr því blett-
um. Einnig má sjóða það, t. d.
Framhald á 11. síðu
Kjólkápa með skinn-
oryddingu
Skinnbryddingar á kjólum er
tízkunýjung sem mikið ber á.
Þótt um sé að ræða samkvæm-
iskjóla þá eru þeir bryddaðir
skinnum; við það verða þeir
líka dásamlega dýrir! Skinn-
bryddingarnar eru viðkunnan-
legrj og meira viðeigandi þegar
þær eru notaðar á dragtir, káp-
ur eða kjólkápur eins og sýnt
er á myndinni. Flíkin á mynd-
inni e.r saumuð úr mjúku,
drapplitu u’lareíni og skinnið
má hneppa á og taka af þegar
manni sýnist. Undir skinnkrag-
anum er kjóllinn sléttur í hál.s-
inn og tilvalið að nota við hann
hvítan flibbakraga. Þessar lausu
skinnbryddingar eru prýðiiegar;
margh- eiga gamla skinnafganga
sem nota má tii að skre.vta með
nýjan kjól. Og þessi hugmyud
um Stimb’and .af kjól og kápu
er ekkí sem verst, en sennile;a
væri hentugra að hafa flíkina
með löngum ermum.
gremju, sem brauzt sjaldan út fyrir skelina
sem hann hafði gert utanum sig. Ef hann hefði
verið spurður hvers vegna hann gæti þolað
þetta líf, hefði hann ekki getað svarað því —
hann gerðj sér ekki ljóst að það var þolimmæðin
ein sem gerði honum lífið bærilegt. Og þó
skildi hann betur Júdit en Elínu. Niðurbæld
karlmennska hans dáðist að Júdit, þótt þær
tilfinningar fengju aldrei útrás.
Júdit hafði ekki vitað að hann ætlaði að
vatninu. Undir niðri vonaði hann að hún kæm-
ist ekki að því, ef hann kæmi fisklaus til baka.
Upp á síðkastið höfðu augu hennar búið yfir
fyrirlitningu.
Þegar til Bjarnason kom, ákvað Marteinn
að hafa fyrirskipanir Calebs að engu. í stað
þess að fara eftir veginum sem lá niður að
vatninu, ók hann upp að bænum, þar sem Ei-
ríkur yngri var að huga að hrossum.
„Eruð þið nokkuð farnir að veiða?“ spurði
hann Eirík, sem kom til að heilsa honum.
Eiríkur hristi höfuðið með alvörusvip. „Við
höfum ekki orðið þeirra varir“, svarði hann.
„Við erum ekki famir að veiða sjálfir. Bráð-
um slæðum við allt vatnið aftur og ef til vill
ber það einhvern árangur. Fyrr verður ekki
veitt. í vatninu."
„Ekki heidur eftir frostin?"
„Jú, ef við finnum þá. Annars ekki“.
„Það fer mikill fiskur til ónýtis, finnst þér
ekki?“
Eiríkur yppti öxlum. „Caleb Gare vantar ekki
fisk. Fátæku bændurnir finna ef til vill til fisk-
leysis. Caleb Garc hefur nóg af nautakjöti,
fleski, kindakjöti, hænsnakjöti —- hann vantar
ekki fisk“.
Marteinn leit undan, ,,Nei“, sagði hann með
hægð. „Aðeins til tilbreytingar".
„Þú skalt líta í bæinri', hélt Eiríkur áfram
vingjarnlegri röddu. „Þú færð kaffisopa".
„Nei, þakk fyrir“, svaraði Marteinn og sneri
hattinum. „Ég verð að halda áfram“. Hann
skammaðist sín gagnvart einlægri gestrisni Ei-
ríks.
Hann ók af stað og Eiríkur horfði á eftir
hcnum og sá veiðistöngina og netið í vagninum.
Samúðar- og stríðnisbros lék um andlit Islend-
ingsins. Ea hann beið ekki til að aðgæta hvort
Marteinn færi eftir þjóðveginum eða beygðj nið-
ur að vatninu. Þessi íslenzka fjölskylda hafði
til að bera traust á heiðarleika mannanna.
Marteirin beygði ekki niður að vatninu. Hann
hugsaði með viðbjóði um hina upphaflegu áætl-
un sína — að laumast að baki trjánna og niður
í víkina sem sást ekki frá bæ Bjamasonfjöl-
skyldunnar. Það liöfðu verið fyrirmæli Calebs
— gefin í þeirri trú að þeim yrði framfylgt.
Hana yrði að segja föður sínum sannleikann
þegar heim kæmi. Caleb yrði ofsareiður og
reiði hans fengi útrás í hæðni og síðar í kyn-
legum ógnunum við Amelíu, sem Marteinn gat
aldrei skilið.
En hann var feginn að hann hafði tekið
málið í sínar hendur. Hann hafði fundið and-
úðina á Caleb Gare í orðum Eiríks. Nú fengju
íslendingarnir ef til vill betra álit á einhverjum
úr Garefjölskyldunni.
Amelía kom út meðan hann var að spretta
af hestinum. Hún var raunaleg á svip og Mar-
teinn gat sér þess til að hún ætti eitthvað mis-
jafnt í vændum. Það var einhver ólga undir
yfirborðinu, sem sagði til sín jafnskjótt og
börnin voru ekki lengur viðstödd.
„Fékkstu engan fisk?“ spurði hún og leit
upp í vagninn.
„Nei“, svaraði Marteinn stuttur í spuna. „Þeir
eru ekki farnir að veioa“.
Amelía gekk frá honum og út í garðinn þar
sem húci aðgætti tómatjurtirnar. Tómatarnir
yrðu ekki þroskaðir fyrr en seint í ágúst. Plönt-
urnar þurftu enn nákvæma hirðingu. Amelía stóð
með hendur á mjöðmum og reyndi að hugsa
upp eitthvem rétt á kvöldborðið í staðinn fyrir
fiskinn. Caleb hafði gert ráð fyrir fiski. Hversu
góðan mat sem hún framreiddi, yrði það aldrei
fiskur. Hún yrði að vanda sig sérstaklega til
að draga úr vonbrigðum hans. Hún gæti haft
nýjar gulrætur og hænsnakjöt — nei, þau
höfðu hænsnakjöt siðast liðinn sunnudag, og
Caleb var því mótfallinn að drepa hænsnin yfir
bezta varptímann — hún yrði að finna upp
á einhverju öðru. Amelía tíndi gulrætur í svuntu
sína og fór innfyrir til að hugsa málið betur.
Caleb kom seint um kvöldið heiman frá einum
Islendingnum, sem hann hafði verið að semja
við um hjálparmenn við þreskingima. Hann.
hafði ekki minnzt á að hann kæmi seint heim
og maturinn hafði beðið eftir honum í klukku-
tíma. Eggjakakan var köld, fleskið sömuleiðis,
kartöflurnar ofsoðnar. Júdit hafði fengið sér
mat á hlaupum og farið út. Hún var ókomin.
Allir settust þegjandi að borðum. Caleb horfði
á matinn fyrir framan sig. Án þess að mæla
orð fór hann að skammta.
„Gaztu fengið eitthvert vinnufólk fyrsta.
september ?“ spurði Amelía eftir langa þögn.
Caleb fék.k sér smjör og rétti Lindu það áður
en hann svaraði. „Já — já“, sagði hann svo,
eins og hann myndi þá fyrst eftir því að hún
hefði sagt eitthvað.
Og hann minntist ekiki á það einu orði að
fiskinn vantaði. Allt í einu leit hann í kringum
sig.
„Hvar er Júdit?“ spurði hann.
„Það vantaði einn kálfinn hennar“, sagði.
Elín fyrir munn Amelíu.
„Að sjálfsögðu — að sjálfsögðu“, tautaði
hann og hélt áfram að borða eins og enginn
annar væri viðstaddur.
Að máltíðinni lokinni fór Linda út og gekk
eftir skógarstígnrim að leita að Júdit. Elin og
Karl fórn út að mjólka.
„Ertu huglaus? Ertu hræddur við líkin tvö
eins og þeir hinir?“ sagði Caleb hæðnislega
við Martein, „Þú verður að finna upp aðra
sögu áður en vatnið leggur — annars verður
lítið um kjöt á borðum í vetur. Mundu það, að
þið hafið verið ómagar á mér öll þessi ár og
ég hef unnið baki brotnu við að yrkja þessa
jörð. Það er ekki gagn í ykkur til neins“.
„Bjarnasonfólkið er ekki farið að veiða enn-
þá“, sagði Marteinn lágri röddu. „Og ég geri
það ekki fyrr en ég fæ leyfi hjá þeim“.
„Einmitt það? Þú gerir það ekki? Við skulum
sjá til“.
Hann íor út með ljóskerið og það hlakkaði
í honum. Á leiðinni yfir hagana og út á línak-
urinn var hann að velta því fyrir sér, hvernig
hann ætti að neyða Martein til að veiða fisk
þegar kólnaði í veðri. Það var ekki einungis það
að hann vildi verða þeirrar ánægju aðnjótandi
að skjóta Bjarnasonfjöiskyldunni ref fyrir rass
með því að ná frá henni fiski, heldur þurfti
hann einnig að bæla niður hverja ögn af sjálf-
stæði sem gerði vart við sig hjá Marteini. Ef
GUJNkf OC CAMW4
Um 35 ára aldur fara Uarlmenn að „liugsa“
um konuna. Fram að þeim líma hafa þelí
einungls metið hana eftir þeim tilfinningunt
sem þeir báru til hennar.
1 þorpi einu var kirkjugarðurinn allfjarri hús-
um og mannvirkjum þorpsins.
Ma?ur nokkur var eitt sinn einsamall að
taka gröf í kirkjugarðinum.
Loks vai’ gröfin orðin svo djúp að hann komst
ekki upp úr henni.
Drukkinn maður, sem hafði slangrað inn í
kirkjugarðinn, kom að gröfinni.
Grafarinn verður alls hugar feginn, þegar
hann sér manninn og segir:
Það var gott, að þú komst. Mér er að verða
svo kalt.
Það er von á því, það hefur gleymzt að moka
ofan á þig, svaraði hinn. — (Isl. fyndni.)