Þjóðviljinn - 18.09.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.09.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Sigur siðmenningarinnar Framh. af 7. síðu. lögum náttúrunnar. Eftir ■beiðni þeirra vígði hann þeim biskup, Isleif nokkurn, mjög guðhræddan mann. Hann hafði verið sendur frá þessu landi til erkibiskups, og hafði erkibiskup hann hjá sér um nokkur.n tíma og sýndi honum mjög mikinn heiður. I>á lærði Isleifur, hvernig hann ætti heillavænlega að kenna þjóð þessari, er nýlega hafði snúizt til kristni. Með honum sendi erkibiskup bréf til íslend'nga og Grænlend- inga með virðulegri kveðju til safnaðanna og ’ofaði þar, að hann skyldi bráðlega heimsækja þá, svo að þeir nytu um leið fullkom’ns fagn- aðar. Af þessum orffum má lofa ágætan vilja erkibiskups í starfi sínu, því að vér höf- um ewinig heyrt, að postulinn (Páll) hafi ætlað t'l Spán- ar til þess að predika guðs- orð, en ekki komið fram fyr- irætlun sinni. Þetta hef ég heyrt um ísland og hina yztu Thule, en s’eppi öllum ýkjum. I viffbæti bókarinnar segir: Islendingar hafa engan ann- an kormng en lögin. Þar er bannað að syndga, en dauðinn er verðkaupið. Stærsti bær á íslandi heitir Skálholt. Þessi frásögn varð all- fræg í miða’.dar'tum, en af henni sést, að erlendum furst- um hefur þótt stjórnskipan Isletidinga allundarleg, þar sem kónginn vantaði, en kon- ungar voru álitnir vemdarar laga og réttar ásamt kirkju- vald'nu. Islendingar voru svo grandvarir, að þeir lutu lög- unum konungslaust að frá- sögn ísleifs biskups- Sjálfstæð utanríkisstefna Ferðalagið suður 'í iönd og gisting hjá æðstu mönnum álfunnar hefur haft djúp á- hr’f á goðann frá Skálholti, og við vildum gjaman vita meira um hann og skipti hans við háyfirvöldin. Þegar hann gengur súður, er páfi og erk’biskup í miklum sóknar- hug fyrir hönd kirkjunnar. og var Aðalbert allumsvifa- mikill á Norffurlöndum. Har- aldur harðráði sótti til ríkis. í Danmörku á hendur Sveini Úlfssyni, en Aðalbert veitti Sveini um skeið, og varð það m.a. til þess, að hann lenti í andstöðu við erkibiskup. Auðséð er, að Isleifur hefur gerzt fylgjandi erkibiskups í deilunni, og hefur hann senni- lega óttazt, að Haraldur hygði á valdabrölt hér á landi eins og Ólafur digri, bróðir hans. VTð vígsluna verður Isleifur æðsti maður þjóðarinnar og tekinn í tölu hefðarklerka kaþólskrar kristn). Hann varð því að móta utanríkisstefnu hins unga þjóðveldis og tekur þann kost að sækja stvrks til þess valds sem fjarlægast var bæjardyrúih þjóðveldis- ins, þótt sú stefna ylli lion- um persónulegra óþæginda. Haraldur reyndi á ýmsan hiátt að vingast við Islend- inga og var talinn ástsæll af þeim. Á sjötta tug aldar- innar gerði hér m;kið hallæri, óöld í kristni. Þá féll fólk unnvörpum úr hungri, en flestir urðu að ganga til alþingis 1058 sökum snjóa. Þá sendi Haraldur hingað fjögur skip hlaðin korni og lét selja það -ödýrt, en leyfði snauðum mönnum utanför og gaf þeim upp landaura í .Nor- egi. Við hirð hans komust Islendingar til mikilla' met- orða. Hann gerði úilt(,'nrzkan mann að stallarg. sínum og niaelti yfir moldum hans: „þar. liggur sá n’ú, er c/yggastur i var* op' ’nlinlÍQ«afnv‘f " var ög drótfinhÖlíaátúr“'. ' i - ' c.n■:.■■■. ■: ’ Allt þett^ dálæti konungs ? á íslendingum mun sþroftið af útþensíustefnu hans, en Englendingar drápu hann 1066, svo að hann kom hér engu ti.l leiðar. Ta'ið er, að með Haraldi hafi komið bisk- upar frá Armeníu til Norðiir- landa, en um þrjá slíka getur Ari í Islendingabók. Þessir biskupar komu hingað út ,,og buðu þeir margt Linara en Isleifur. Urffu þeir þvi vin- sælir við vonda menn, þar til er Aðalbertus erkibiskup sendi bréf sitt út tii Is- lands og hannaði mönnum alla þjóriustu af þeim að þiggja“. Verið getur, að þess- ir biskupar hafi að einhverju leyti verið erindrekar Har- alds konuugs, hingar sendir til þess að ala á andspyrnu gegn Isleifi, en hann hafffi nauð mikla í sínum bislcups- dómi fyrir sakir óhlýðni manna. Eftir hans dag, fylgdu islenzku biskuparnir um skeið sömu utanríkisstefnu og hann, sóttu tii páfa, en forðuðust kirkjuvald stórkonunga. Þessi stefna fyrstu íslenzku biskup- anna, að ganga ekki á mála hjá veraldlegum furstum í kirkjudeilunni, er af þjóð- legum rótum runnin. Þeir voru kjörn’r á alþingi af helztu höfðingjum landsins og viðurkenndu ekki, að nokkur veraldlegur fursti gæti hlut- azt til um þá kosningu. Þeir forðast. þyí öii samskipti við þá kirkjun.nar menn, ,sem vpru handbendi keisara og kpn- iinga, og hindra þannig. , að . þessjr. aðiia'i- gætu híutazt „ tíl um ísienzk málefni. Lærimeistari. Isíeifur setti biskuþstól áð heimili sínu á föðurleifð sinni Skáiholti og hélt þar skóla. Hann vann ötullega að því að koma upp ineilendri kierka- stétt. Frá því segir í heim- ildum, að margir menn og voldugir höfffingjar hafi selt honum syni sína til náms og læri.ngar. Skóli hans hefur verið ágætur, þvi að tveir nemendur hans urðu síðar biskupar, aanar í Víkinni í Noregi, en hinn var Jón Ög- mundsson Hólabiskup. Isleif- ur lyfti þjóð sinni af stigi hálfsiðunar og ruddi hér sið- mennintgunni braut, en honum reyndist á ýmsar hátt erfitt brautryðjenda starfið. Þegar hann lá banaieguna árið 1080, leituðu menn ráða hans um það, hver verða skyldi eftir- maður hans á stólnum. Hann svaraði, ,,að þeim mundi seint auðið biskups á Islandi, ef þeir hétu eigi þvi aö verffa við þann sæmilegar er síðar kæmi til en þeir hefðu við hann verið“. Þan.nig var kveðja hins fyrsta biskups til þjóðarinnar, og sonur hans, annar b’skupinn -í Skál- holti, þurfti ekki að standa í jafnströ.ngu; brautryð.jandinn hafði rutt veg’nn. Að bana kominn mælti Gissur Isleifs- son: ..Grafið þér mig hvergi í nændir föður mínum, því að ég er þes(s eigi vérður • að hvíla honum nær“. , En :, eftir., lærisyeini Isleifs, Jóni , Ögmundssyný,. pr . háft: , ,Is- ■ leifjjx biskup, meistari m‘nn, 1 var ailra manna" yænstur, manna snjallastur og bezt að sér um alla Tiluti. Hans skal ég í hvert sinn að góðu geta, þá er ég hevri góðs manns getið“. Heimilisþáttur . Framhald af 10. siðu. við sótthreinsun — en sé það litað ber að varast það, því að litirnir eru sjaldan mjög ekta. Það e.r því enginn vafi á því að þrátt fyrir alia galla sem á nælon; eru, á það o.g önnur gerviefni eftir að verða okkur að miklu gagni, þegar við er- um búin að laera 'að nota þau á réttan hátf. ' ■ sem klæðir yður bezt l*æft efni Fjölbreytt litaval Fimm fiibbagerðir (sjálfstífandi) Hnepptar og franskar mancfaettur GjöriS svo vel og lítiS i sýningargluggann i BankastrcBti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.