Þjóðviljinn - 18.09.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1953, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN —Föstudagur 18. september 1953 Þættir frá Rúmeníu Þeir hafa samið sér svofellt spakmæli í Rúmenska lýðveld- inu: Örlög laadsins hvíla á mer.ningu fólksins. Þetta orð virðist lika vera leiöarstjarna ríkisstjórnarinnar og annarra þeirra aðila sem áhrifamestir eru um áætlun og framkvæmd í iandinu. Áður er á það drepið ao nú; er verið að útrýma síð- •ustu leifum ólæsis í Rúmeniu: er það að vissu leyti þýðing- armesta verkið sem utinið hef- ur verið í menntamálnm lands -jns, bæði fyrr og síðar. Einn- 5g hefur verið minnzt á það hvernig unnið er að því að efla hina sérlegu menningu iþjóðernisminnihlutanna, hvern ig tunga þeirra er fest i sessi, og liðsinni veitt ýmsu menn- ingarframtaki þeirra. En þeg- ar þessa er gætt vekur það enn meiri undrun hve mennta- mál landsins í heild eru komin 1 í gott horf, hve skólakerfi'ð er orðið fullkomið. Börn eru að sjálfsögðu skólaskyld frá 7 til '14 ára aldurs; það slepp- ur enginn við að læra lestur og skrift! Síðan taka við aðr- ir skólar, eins og í langþró- nðustu menningarlöndum: gagnfræðaskólar, iðnskolar, menntaskólar og háskólar I nema fræðslukerfi og námstil- högun er að ýmsu leyti á hærra stigi en við þekkjum af eigin raun hér vestra. Það er til dæmis nógu fróðlegt fjmir íslenzkt æskufólk að vita 'það að allt iðnnám í Rúm- enska lýðveldinu fer fram ao degi til: 4 stundir bókiegt nám, 4 stundir verklegt; og jðnnemum er meira að segja greitt kaup fyrir nám sitt. Á sama hátt fá háskólastúdent- a.r greitt kaup meðan þeir eru að námi, auk ókeypis fæð- js og húsnæðis. Hundruð þús- ■unda annarra nemenda fá margvíslega styrki, á þessu ári um há!f milljón ef ég man rátt. Þrátt fyrir geisimiklar skóla- byggingar og skólastofnanir er nú hvert sæti setið í rúm- •enskum skólum. Æska lands- ins nemur af fögnuði hina margbrotnu verktækni nútím- ans, sökkvir sér niður i vís- indi, listir og bókmenntir. Áður vcru nemendur því nær eingöngu af yfirstéttinni. Nú er öll þjóðin í skóla. Árið 1938 voru í Rúmeníu 41 há- skóladeildir með 23 þúsund stúdentum. I hittiðfyrra hafði deildunum fjölgað upp í 153, en stúdentunum upp í 55 þús- und. Þetta gefúr góða vís- bendingu um nemendafjölgun- ina, þótt vitaskuld sé hlut- fallsaukningin miklu meiri til dæmis í vefknáms- og tækni- skólum, er 'þekktust vart í gömlu Rúmeníu. En allir sem hafa hug á háskólanámi geta stundað það. Þar er engum neinn þrándur í götu. En þegar sleppir því skóla- kerfi sem sambærilegt er við skólakerfi það sem við þekkj- um, þá kemur til sögunnar í Rúmeeiska lýðveldinu stórfellt fræðslukerfi sem við þekkjum ekki af eigin reynslu. Það er til að byrja með einkum ætl- að hinum fullorðnu sem aldrei hafa komið á skólabekk. Þar er, svo dæmi sé nefnt, um að ræða 2ja ára verkamanna- skóla er svo kallast, þar sem starfandi verkamenn læra þau vinnubrögð er nútímaiðnaður útheimtar. Yfir 100 þúsund verkamenn njóta þessa náms á tímabili núverandi 5-áraá- ætlunar. Þar fá þeir fritt hús- næði og ókeypis mat, og hálf upp í full laun eftir ''fjöl- skylduástæðum. Þá eru einnig sérstakir tækniskólar við ein- stakar verksmiðjur, þar sem verkamenn geta lært það sem þeir óska varðandi starf sitt án þess að sleppa vinnu sinni á meðan. Nú þegar hafa verkamenn í borgum landsins komið sér upp 1900 sjálfstæðum menn- ingarklúbbum. Þar koma verkamenn og fjölskyldur þeirra saman í frítímum sín- um, una þar við bækur, hljóm- list, tafl og önnur yndisefni. Vísindamenn, rithöfundar og aðrir andlegir oddvitar eru tíðir gestir í þessum menn- ingarklúbbum, flytja þar fyr- irlestra, lesa upp úr ver’.tum sínum, hafa fræðsluhringi. Fyrir utan þessa menniagar- klúbba hafa á fimmta þúsund verksmiðjur komið upp rnenn- ingarsalarkynnum fyrir verka- fólk sitt, og er starfsemin þar mjög með sama sniði og í fyrrnefndum klúbbum. I þess um menaingarheimkynnum alþýðunnar eru samtals nokk- uð á sjöunda þúsund bóka- söfn með meira en 6 milljón bindi bóka. En sveitafólkinu er heldur ekki gleymt. Búið er að koma upp þéttu neti menningarhúsa um alla landsbyggðina, en þau eru hliðstæð menningarklúbb- um verkamanna. Stofninn í þessum húsum er bókasafnið og lesstofan. Sérstök stofnun skipuleggur fyrirlestrahald í sambandi við menningarhús- in. Fjöldi umferðabíóa er á sífelldu ferðalagi um landið þvert og endilangt, einnig dansflokkar og leikflokkar — og allir þessir aðilar sýna list sína í menningarhúsunum. Þau eru nú samtals 12 þús- und, og tákna byltingu í menn ingarlífi sveitanna. Ekki má heldur gleyma umferðabóka- söfnunum, né heldur förusýn- ingum eins og ti! dæmis sýn- ingunni um „Uppruna og þró- un mannsins“ er gengið hefur um landið undanfarin ár við gifurlega aðsókn -'±4 Útgáfa blaða og bóka hef- ur margfaldazt 4 Rúmeníu síö- ustu árin miðað við það sem áður var. Dagblöð lcoma nú út í 5.700.000 eintaka, sex sinnum hærri taia en fyrir þjóðlausnina. Aukning anu- arra blaða og tímarita er i svipuðu hlutfaili. Nýr þátt- ur í blaðaútgáfu í Rúmeníu eru verksmiðjublöðin, -ituð af verkamönnum, tæknisérfræð- ingum og verkfræðingum við- komandi verksmiðju. Einmitt í þessum blöðum hafa. kcmið fram þúsundir tillagna um bætta vinnutilhögrn, hug- myndir um nýjar vinnuaðferð- ir, uppfundningum komið á framfæri — auk gagnrýni á það sem miður fer í starf- Librária Noastrá — bókabúðin okkar — komin í heim- sókn til hámuverkafólks í Bazau-héraði. Gg það mynd- ar biðröð við „búðardyrnar“, því bækur eru yndi al- þýðminar í Búmenska lýðveldinu seminai. Þessi verksmiðjublöð eru mikið eftirlæti fcJksins. I gömlu Rúmeníu var sjald- gæft að upplög b.:ka færu fram úr 4-5000 eintöéum. Nú eru bækur gefnar út í allt að 100 þúsund eintökurn, auk þess sem fjöldi útgeflnna bóka hefur margfaldazt. Árin 1950—1952 komu út í Rúm- enska lýðveldinu um 160 millj- ón bindi bóka, eða um 10 bækur á hvert mannsbarn. Á aldarafmæli þjóðskáidsins Caragiale, fyrir þremur árunj, voru verk hans gefin ú*- í 300 þúsund eintökum. Klassiskir höfundar Vesturlanda njóta mikillar virðingar í Rúrneníu. Shakespeare, Göíhe, Hugo blöstu þar við okkur Búka- restförum 5 hverri bokabúð, og þær eru margar. Bækur eru mjög ódýrar, enda rnikið keýptar. Sala þeirra e: ekki einungis bundin við bókabúð- irnar, heldur er þeim haldið fram á ólíklegustu stööum. Það voru til dæmis bækur til sölu í þungaiðnaðardei'Jd iðnsýningarinnar er sfgt var frá um daginn. Er við höfð- um skoðað hljómleikahöllina við Sigurstræti fórum við að 'kaupa bækur í anddyrinu. Ég held að Rúmenar nútímans unni bókum um flesta hluti fram. Nú eru þeir í Búkarest langt komnir með smiði stærstu prentsmiðju í gjör- vallri Suðausturevrópu, Skant- eia-höllina, en þar verður mið- stöð blaða- og bókaútgáfu í landinu. Er húsið 25 þús- und fermetrar, en 744.500 rúmmetrar. Þegar allt verður komið í ganginn munu vinna, þar í húsinu um 8 þúsund manns. Við skoðuðum hluta þessa húss einn daginn í Búkarest. Það er ekki aðeins mesta hús sem við höfum augum litið, heldur eicinig rik- ast af fyrirheitum. Þeir æt!a að ldæða það hvitum márm- ara. Nú eru 10 þúsund leik- flokkar starfandi í landinu. Þeir eru að reisa þjóðleiíí- húsið sitt á ný, en það var skotið niður f stýrjöidinni. Þar að auki er verið að reisa fimm stór leikhús i öðrum borgum sem ekki höfðu l«:k- hús fyrr. I sumar var lokið við nýtt hús vfir ríkisóper-’ ima, útvarpshöll er í smíðum, einnig geisistórt kvikmvnda- iðjuver. Fyrir síríð vár 1 sin- fóníusveit til í iandinu. Nú eru þær orðnar 10, og stofn- un fleiri í undirbúmngi. Ný- lega var haldin í Búkarest svcnefnd Beethovenvika. og Mozart-hátíöahöld fórit fram í fyrra eða hittiðfyrra. I sam- bandi við frelsun þjóðernis- minnihlutanna hefur losnað úr læðingi mikil skapandi tón- listarorka. Þannig blómstrar allt þar sem íólkið fær að njótá. sín. Mér finnst allt menninga-r- Hf Rúmenska iýðveldisins kristallast á skemmtilegan PramhaM á 8. síðu. Kór Búkarestíara — Sleiíarlag á póstburði — Enn um óskalög sjuklinga................. í DAG birtir Bæjarpósturinn þrjú bréf, sitt úr hverri átt- inni og sitt um hvert efni. 'Steini vili heyra oftar í Búka- lestkómum, „Óánægð“ hefur orðið fyrir illri reynslu af PÓst- þjónustunni í Reykjavík, og Ooks svarar R- J. „Hljómlistar- runnanda“. Hér koma svo bréf- in: ★ STEINI SKRIFAR: „Eg var á kynningarfundi Búkarestíara í Gamla Bíó í vikunni sem leið. Eundurinn var prýðilegur, en það var einkum kórinn sem mig langaði til að minnast á. Hann vakti mikla hrifningu á- heyrenda. Við vorum þarna all mörg í hóp, og við vorum öll sammála um það að þennan kór þyrfti að æfa áfram, svo ,að hann lognaðist ekki út af eftir ferða’agið. Útsetningar söngstjórans voru einnig mjög skemmíilegar. Það er nýstár- legt að sjá kór, sem er skipað- ur eintómum ungmennum, og það er áskorun mín og íjöl- margra annarra að kórinn 'haldi aefingum áfram og lofi Reykvíkingum að heyra í sér endrum og eins í framtíðinni. — Steini“. * ,,ÓÁNÆGГ skrifar: Eg hef oft heyrt talað um sleifarlag á pósthúsinu hérna, en aldrei rekið mig á það sjálf fyrr en nú fyrir skömmu. Eg þurfti að koma skjali til kunningjakonu minnar sem á heima inni i Norðurmýri, en af því að ég á heima niðri í miðbæ og stunda vinnu mína þar, fannst mér tilvalið 'að láta póstþjónustuna annast sendingu þess fyrir mig. Og ég frímerkti bréfið' og fór með það niður á pósthús, Sið- an er Hðinn meira en hálfur mánuður og bréfið hefur ekKi komið fram. Eg er búin að fara margar ferðir á pósthús- ið til að spyrjast fyrir um það, en það hefur engan ár- angur borið. Mér finnst stór- furðulegt að bréf sem íer um svona fáar hendur skulj geta tapazt, og verst er að maður getur ekki fen'gið neina leið- réttingu mála sinna. SkjaHð sem i foréfinu var er sennilega glatað fyrir fullt og allt. Það er vissulega hart að póstþjón- ustan i höfuðborginnj skuti vera svo óáreiðanleg, að henni sé ekki treystandj til að ?já um að bréf komist ó milli húsa hér í Reykjavík. — Óánægð". 4- .KÆRI BÆJARRÓSTUR’ Nú fannst mér þörf á að taka penna í hönd, svo samúðar- 'snautt og kalt fannst mér bréf- ið, sem hljómlistarunnandi skrifaði um óskalagaþátt sjúk- linga. Vissu'ega væri ekki of mikið fyrir hann að leggja það á sig að loka fyrir útvarpið sitt, meðan hann !ætur fara vel um sig í stofu heima hjá sér og les blöðin, meðan út- varpið sýnir viðleitni sina til þess að koma ofurlitlum sólar- geisla til þeirra, sem dæmdir eru til að liggia lengri eöa skemmrj tíma íjarvistum við ástvini sína,'oftast mikið þjáð- ir á sál ög líkama og verða að leggja á sig þá þúngu bvrói ,y& neita sér um állt, að •min ista kosti þeir, sem Nggja verða mánuð eftir mánuð og árm út, og ef ve] er að gáð eru þeir ekki svo fáir é öllu landinu. Þess vegna segi ég aftur: Því lokar m'aðurinn ekki fyri-v út- varpstækið sitt meðan vei;ð er að leika óska’ög sjúklinga, fyrst hann hefur ekki neina samúð með þessu fólki. Hann skal vita, að þetta fó'lc velur ilöig fyrir sig en ekki fvrir hann og því er Það líka frjálst. Þessi þáttur er fýrir Það og maður- inn hlýtur að geta bætt sér þetta mótlæti á einhvem hátt þar sem hann er frískur og frjáls. Lengí lifi þáttur sják- linganna í útvarpiúu, þó oftar væri og lengri. — Virðingar- fyllst. R. J.“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.