Þjóðviljinn - 20.09.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 20.09.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. september 1953 W.WAW/AW/>V^*.VAfV%W^WWliV - tMÓBVILJINN Útgefandi: Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssoa ■Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). ■Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Arfur ráðherran s Hernám og árásarhætfa Tíminn er að' ganga fyrstu spor .sín sem málgagn ut- anríkisráðherra í nýju hernámsstjóminnil, og hefur mönn- um verið nokkur forvitni á því hvernig göngulagið yrði. í gær leggur blaðið fram kenningar í einu og sömu grein- inni, sem gætu bent til þess, að utanríkisstefna Fram- sóknar yrði ekki við eina fjölina felld! Fyrst mótmælir blaðið stækkun Reykjavíkurflugvallar, og minnir á, að þar hafi verið byggöur hernaðarflugvöll- ur „í óþökk bæjarbúa“. Hinu gleymir þetta gleymnasta málgagn landsins að auðvitað er Reykj avíkurflugvöllur staðsettur þar .sem hann er á fuila ábyrgð ríkisstjórnar, sem Framsóknarflokkurinn átti forsætisráðherra í og er staðsetning hans því á ábyrgð Framsóknarflokksins. Rök- semd Tímans gegn stækkun vallarins er sú „að því mynd/ fylgja stóraiíklin árásarhætta fyrir Reykjavík, ef flugvöll- urinn hér yrði stækkaður.“ Þá veit Tíminn þáð líka! Herstöðvar bjóða heim hern- aðarárásum, stórum fullkomnum herstöðvum fylgir stór- aukin árásarhætta. Þetta er sá einfaldi sannleiki, sem allar þjóðir heims þekkja nú orðið. En gegn þessum ein- falda sannleika hefur Tíminn og Framsóknarflokkuvinn haimast ásamt hinum hernámsflokkunum og málgögnum þeirra. Röksemdir þeirra flokka og blaða, sem bera ábyrgö á hernámi íslands, hafa jafnan verið þær, að herstööv- ar á íslandi, helzt sem allra mestar herstöðvar, herstöðv- ar sem víðast um land, afstýrðu árásarhættu. Ef hér væru nógu öflugar Iierstöðvar væri allt í lagi, ekkert aö óttast, engin árásarhætta. Ef engar herstöðvar væru 1 landinu ýtti það undir óstöövandi löngun Rússa til árása- ar á landið, — þanniig hefur áróðurinn malað. Og svo kemur allt í eilnu aðalmálgagn Framsóknar- flokksins, aöalmálgagn hins nýbakaða utanríkisráðherra, og biður í guðanna bænum um að stækka ekki Reykja- víkurflugvöll, það þýði stóraukna árásarhættu fyrir höf- uðstað landsins! Það er rétt hjá Tímanum, það var allt að því glæpsam- legt að staðsetja hernaöarflugvöll inni í miðri höfuðborg íslendinga, þar sem þriðjungur þjóðarinnar og óhemju verðmæti, andleg og efnisleg, voru saman komin. Þetta 3ét þjóðstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins viðgangast. Þaö er glæpsamlegt vegna þeirra tíma sem við lifum á, tímum þegar bandarísk ,,vernd“ getur orðiö í framkvæmd .eins og í stríöslokin, er herstjórn Bandaríkjanna reyndi af alefli að egna flug- herinn þýzka til loftárása á Reykjavík, en því hefur hátt- settur bandarískur embættismaður skýrt frá. Og það er rétt hjá Tímanum, að þeim mun fullkomnari sem hern- aðarflugvellir eru og önnur hernaöarmannvirki hér á landi, þeiim mun meiri hætta er á að ríki sem hernaöar- bandalag Bandaríkjanna og leppríkja þess ætti í stríði við teldii sér nauðsyn að ráðast á landiö. Enda er eins og ritari Tímaleiðarans í gær finni, að hann er kominn á háian ís með þessari viðurkénningu um Reykjavíkurflugvöll. Það kemur svolítil undirfyrir- sögn: Öryggi íslands. Og svo fellur ritstjórinn aftur i gamla farið sitt: „Varnir hér á landi em einn iþátturinn í þessum sameiginlegu varnaraðgeröum. Með því að leyfa þær, innan nauðsynlegra takmarka (!) eru íslend- ingar að treysta það mikilvægasta öryggi s.'tt, áð ekki komi til styrjaldar“. Þetta er næstum met, jafnvel í Tím- anum. Nokkrum línum neðar skrifunum um Reykjavík- urflugvöllinn er ritstjórinn aftur kominn í gamla farið, hann er búinn að tyggja of oft þá röksemd að „varnaraö- gerðirnar" tryggi öiyggi íslands og dragi úr árásarhætt- unni. Hún rennur í penna hans, í sömu greininni og at- hugasemdin um aukna árásarhættu af stækkun Reykja- víkurflugvallar. Gegnuim mótsagnir og blekkingarmoldv'Öri hernáms- blaðanna er sannleikurinn að koma í augsýn þsdrra, sem látiö hafa blekkjast. Hernám íslands er eingöngn vegna hagsmima Bandaríkjaauðvaldsins. Yfir ísland. íslenzku þjóðí'na, kalla herstöðvar Bandaríkjanna hér og þátttalca Islands í hemaðarbandalag; æg/Iega tortímingarhættu. takist stríðsbrjálæð/'ngum bandariska auðvaldsins að steypa heiminum í styrjöld. Það er háttur karlmenna að bera harm sinn í hljóði, flíka í engu áhyggjum sín- um, heldur hafa utan á sér yfirbragð gleði og bjartsýni þegar uggurinn grúfist yfir sálina. Þessi hetjulegu við- hrögð hafa blasað við í ís- í lenzku þjóðlífi síðustu vik- í urnar, því hér hafa sannar- I| lega orðið mikil umskipti 5 og verður ekki séð fyrir, í hvern dilk þau kunna að draga á eftir sér, það mætti jafnvel komast svo að orði að sól;n sé hnigin í vestri. Bjarni Benediktsson er hætt- ur að vera utanríkisráðherra fslands. Það er alkunna af lýsing- um ábyrgra blaða af hví- líkri ofurmennsku sá ráð- herra hefur gegnt störfum sínum í hálft sjöunda ár og hvílík afrek hann hefur unn- ið. Öryggi, menning og frelsi hinnar vestrænu höfuðáttar eru á órjúfanlegan hátt tengd nafni hans. Einmitt þegar alvarlegust hætta vofði yfir tókst honum með harðfylgi að laða liingað til landsetu hermenn vold- ugrar vinaþjóðar, og mátti víst ekki tæpara standa. Mjög er rómað af hve þjóð- legri fyrirmennsku hafa orð- ið ÖIl samskipti ráðherrans við þessa ágætu gesti, hvort heldur ha.nn hefur átt við þá alvarlegar viðræíur eða stundað vestræna gleðdeiki. Það er og á allra vitorði hversu mjög þessi gestkoma hefur auðgað þjóðlífið að tilbreytileika, allt frá at- vinnulífi til kynlífs, og mun se;nt fyrnast fyrirgreiðsla ráðherrans á þeim sviðum- Og sízt má gleyma hinu að afrek ráðherrans eru ekki bundin við þessa smáþjóð eina sarnan, heldur ná til allra vestrænna ríkja. Því hefur margsinais ver'ð lýst að keðja er jafnsterk mjóstu h’ekkjum sínum, og Bjarni Benediktsson hefur verið Atlanzhafsbandalaginu dig- ur h.lekkur og liefur það borið hróður hans víða um lö.nd, enda liefur hann hald- ið að mkinsta kosti eina nafntogaða ræðu á enska tungu. Það er því mjög að vonum að Morgunblaðinu hefur orð- ið tiðfætt um mannkosti, dugnað og afrek þessa á- gæta Islendings síðustu vik- urnar. Hefur það birt um hann að minnsta kosti e:na grein á dag, líkt og tíðkast við andlát mikilhæfra þjóð- höfðingja. Það hefur talað um forustu lians og sóma á tímum óvissu og öryggis- leysls, starfskrafta hans, hygg'ndi og framsýni, á- byrgð, frábæra.u dugnað, fótaferð og vit. Og það hef- ur bent á að af öllu þessu hafi hann hlotið sívaxandi þakkir. sóma og traust þjóð- ar sinnar, og mörg fleiri eru orðin og slík a’ð menn sem undir þe:m standa fæðast vart með smárri þjóð nema á margra alda fresti. Því liljóta það að vera mikil og hörmuleg tíðindi að missa jafn goðumlíkt glæsimenni úr forustu vestrænna utan- ríkismála á hættutímum, ekki sízt þar sem maðurinn er á bezta aldri og hlýtur að eiga framundan sívax- andi blóma hinna sérstæðu eiginleika sinna. Enda fór iþað svo að brottför hans úr mestu valdastöðu rík:sstjórnarinn- ar ol’i miklum örðugleikum, og varð stjómarkreppa í landinu á þriðja mánuð. Herma fróðir menn að á- stæ'ðan hafi verið sú að enginn hafi treyst sér t’l að lyfta ai’fi Bjarna Bene- diktssonar. Sjálfstæðisflokk- urinn tók það til bragðs að ota utanríkismálunum að Framsóknarflokknum og bcnti á að sá flokkur hefði far'ð hrakfarir í kosningun- um og því væri sjálfsagt að afhenda honum hluta af Ijóma og vinsældum htns mikla leiðtoga. Tregðaðist Framsókn lengi við en fékk þc að lokum ekki undaa komizt. En þá brast m’kill flótti í lið þess flokks, hinn herfróði og vigreifi sérfræð- ingur hans í utanríkismálum sagði af scr öllum stjórn- arstörfum og lá v'ð borð að samráðherrar hans ger'ðu slíkt hið sama. I þi.ngflokkn- um öllum fannst enginn maður sem fáanlegur væri til að setjast í stól af- burðamannsins og vermast af vinsældum jreim sem um bann lykja. Var þá hafin mik'l leit meðal embættis- insnna flokksins, forstjóra og prófessora. og loks lét skattiie'mtumaður á Akur- evri til leiðast af flokks hollustu, eftir að augljóst var að stóll ráðherrans yrfti að öðrum kosti tómur. Og var þess’ lausn reyndar að því leyti sjálfsögð að sendi- menn hinnar voldugu vina- þjóðar eru þeir einu hér- lendis sem ekki þurfa að greiða neina skatta. En þótt stóll'nn sé set- inn af skattfróéum Akureyr- ingi er hin mikla missa þjóðarinnar ekki bætt, jafn- vel þótt frá því sé tryggi- iega gengið að hvergi sé vikið frá ferli síðustu séx ára. Þess vegna vekur það mesta aðdáun manna hversu vel aðstandendur- ríkisstjórn- arinnar berast af, ekki sízt Sjálfstæðismenn; þeir bera sannarlega harm sinn í hljóði og eiga blekkjandi yf- irbragð- Kveður svo rammt að þessu að engu er líkara en létt hafi verið af þeim þungbæru fargi við þessi umskipti, þe'r eru hýrari í uppliti og léttari í fasi og þeim tekst að tala um eftir- mann Bjarna Benediktsson- ar og flokk hans njeð illg:rn- islegum meinfýsissvip. Hins vegar virðist fyrri kvíði þeirra horfinn t:l Framsókn- urmanna; þeir hafa enn koðnáð niður og eru senni- lega þetta minni karlmenni eða ef til vill umhyggjusam- ari um þjóðarhag en sam- starfsmennirn’r. Eitt er þó dularfyllst af öllu. Hvers vegna véic þiessi forustuglaði, sómaríki. starf- sami, hyggni, framsýni, á- byrgi, dugmikli, árrisuli og vitri le'ðtogi úr þeim ráð- herrastóli sem tryggt hefur Islendingum öryggi og frelsi og menn:ngu og vestrænum þjóðum digran hlekk? Hvers vegna aflaði hann sér ekki áframhaldandi. virðingar og vinsælda, trausts og þakk- lætis, ungur máðurin.n með lcosningas:gur að baki sér? Þeim spurningum er ósvar- að enn. En ef til vill er skýringin sú að nú telji hann utanríkismálum það vel komið að ekki sé þörf á daglegri leiðsögn hans, heldur skuli dómsmál og menntamál tekin viðlíka tök- um og þar tryggð ámóta umskipti og orðið hafa í íslenzkum sjálfstæðismálum á undanförnum sjö árum. Er það efiaust alim;kil sára- bót Framsóknarmönnum er töldu á flokksþi.ngi sínu í vor að Bjarni Benediktsson hefði ekki haft tóm ti] að einbeita sér nógu rösklega að réttarfarsmálum. Nú ætti það tóm að fást, og fer þá að vænkast liagur He’ga Benediktssonar í Vestmanna- eyjum. Og á því er vissu- lega enginn vafi að afköst ráðherrans á þeim sviðum verða engu minni eoa ó- merkari en á vettvangi varn- aiTnála, og er það þá helzt ^•byggjuefni hvort nokkur muni fremur en nú rísa und- ir arfi hans að ioknum af- rekum eða treystast til að sitja i skugga hinna sér- stæðu vinsælda ba.ns. En ] ið er böggull sem hlýtur að íylRja kyns'.óð sem verður iyrir þeirri minnisstæðu reynshi að aia með sér for- ustumenn sem standa jafn vel undir lofs - yrðum Morg- /1 unbla'ðsinsog (t Bjarni Bene- 0 diktsson. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.