Þjóðviljinn - 20.09.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.09.1953, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 (;hi:im> i .m alma ata Framhald af 7 siðu. nema nokkra krónupeninga og einn tíkall, og þegar þau sáu okkur vera að tína þetta upp úr vösunum, héldu þau að við aetluðum að fara að gefa sér ölmusu, sneru upp á sig og sögðu kotroskin, að- þau ættu sjálf peninga. Þáð var ekki fyrr en þau sáu að þetta voru útlendir peningar, að áhugi þeirri vaknaði, og þau tóku að spyrja okkur í þaula um ís- iand. Það var hreinasta furða, hvað þessir skófakrakkar vissu mikið um íandið, jafnvel á Norður'.öndum hittir maður oft fólk, sem er miklu fáfróð- ara, fólk sem t. d. heldur, að ísland sé skagi út úr Græn- land, eða að íslenzkir náms- menn geti skotizt heim með járnbrautarlest i jólfaríinu. Eitt með öðru sem krakkarnir vildu fá að vita var það, hver vaeri forseti' íslands, eða eins og þau orðuðu það: hver væri okkar Malénkov. Asgeir Ásgeirsson, svöruð- um við án þess okkur stykki bros, og toáru þau strax mikla virðingu fyrir því nafni, enda var þeim lífsins ómögulegt að bera það fram. 'k Einn daginn skoðuðum við samyrkjubú og ókum um land- areignir þess í svartára moid- arkófi en jafnvel Reykjavík hefur upp á að bjóða. Bú þetta sem bér hið skáldlega nafn Lútsj Vostoka, eða sólargeisli aústursins, var stofnað árið 1929 og telur nú meir en 6000 manns í heimili, eða 1400 fjöl- skyldur. Landareignir þess eru samtals 92.000 hektarar og bú- skapur fjölbreyttur. Þar er mikif kornrækt, mest hveiti; auk þess á búið miklar vín- ekrur og aldingarða, mikið er ræktað af graénmeti og alls- kyns berjum og grasrækt er þar töluverð, enda á búið 1300 hesta, 1200 nautgripi og 30500 kindur. I Kazakstan hafa menn á seinni árum tekið að rækta nýjan fjárstofn, sem þeir hafa fengið fram með kynblöndun við svokallað Akbar-fé, sem lifir villt uppi í fjöllunum. Þessar Akbarkindur eru snögg- bærðar og stórhyrndar skepn- ur, rauðbrúnár að lit, og sá- um við þær uppstoppaðar á söfnum. Einnig á búið 132 úlfalda, , 250 grísi og 4000 alifugla. Hunangstekja er þar einnig, því það hefur 600 býkúpur. Afurðir sinar selur það bæði ' beint til ríkisins og svo til borgarinnar, þar sem það á 18 sölubúðir. Að síðustu var okkur sýndur vínkjallarinn og boðin hressing í skála með hvítkölkuðum veggjum, þar sem svölur flugu á milli bita. Okkur var sagt að mei.r en 20 þjóðir ættu sína fulltrúa þarna á búinu, og hvergi hef ég orðið var við eins mikinn jöfnuð í samskiptum manns við mann og í Sovétríkjunum. Þessi jöfnuður var alltaf sá sami, hvaða störf sem menn urtnu, og þótt þeir væru af 'hinu ólikasta þjóðemi. Eg man, að mér fannst Það í fýrstu dálítið skrítið að heyra t. d. gesti á veitingahúsum kalla ..Félagi!" í staðinn fyr- ir ..Þjónn!“, þegar þeir viidu fá einhvem beina. Áður en v;ð yfirgáfum búið, kom til okkar vingjarnleg, gömul kona og bauð okkur inn í híbýlj sin. Allt var þar þokkalegt og snyrtilega um- gengið, þótt ekkj bæri það vott um neinn lúxus. Þefsi- gömlu hjón voru rússnesk og var í framherberginu mikið ofnbákn með fleti ofan á, þar sem hægt er að sofa og njóía velgjunnar á vetrum. Við hús- ið ,var garðskiki, þar sem gömlu hjónin ræktuðu græn- meti og ber til eigin nota. Þar lá í tjóðri þriflegur gris, sem þau áttu, og var sá ekkert tit- takanlega gestrisinn. Launagreiðslu á búinu er hagað þannig, að störf eru metin í ’ dagsverkum. Greiðsla fyrir hvert dagsverk er 20 kg. af korni, 1.2 kg. grænmeti, 1 kg. af kartöflum og 4 rúblúr í peningum; auk þess er árs- hagnaðí búsins skipt á milti manna, en hann var á'siðasta ári 1.000.000 rúblur. Það ár voru heildartekjur búsins 7.282.000 rúblur. Ekkj iget ég látið hjá liða að minnast á þjóðardrykk Kaz- aka, kúmys, sem við urðum mjög só'gnir i- En það er súr kaplamjólk og þykir hinn mesti hollustu drykkur. 'k Eins og fyrr segir bjuggum við á hvildarheimili verka manna í útiaðri borgarinnar og var meir en hálftíma gang- ur niður í miðbæ. Við höfðum þvi lítinn tíma til að randa um borgina upp á eigin spýt- ur, nema þegar farið var i toúðir. Þarna voru nýtízku verzlun- arhús og bjórbúlur, sem einna helzt minntu á bláa, hjólalausá sirkusvagna. Hliðin sem sneri út að götunni var opin, og þar inni sá maður veitingamann- inn og kúnnana eins og brúðuhúsi. Þarna var urm- ull af nýtízku bifreiðum, og þama fóru gamlir karlhlunkar ríðandi á litlum, músgráum ösnum, sátu aftur á lend og drógu fætur með jörðu. Gamalt og nýtt! Á einum stað gekk ég fram á kerlingu með söluvagn, og hafði hún á boðstólum lampa- kveiki, tölur, tvinna og ýmis- legt smádót. Bágt á ég með að trú-a að það hafi verið rík- isfyrirtæki. Á öðrum stað sat önnur kerling á þrifæti upp við hús- vegg og las í lófa á ungum stúlkum. í keltunni hafði hún fjöl með ýmiskonar torkenni- legu kroti og þar á hvítar, flatar baunir sem hún ruglaði i hvert skipti sem hún tók við borgun, Seðlunum tróð hún í toarm sér inn á sig bera. Eg stanzaðj þarna dálitla stund og hiustaði. Þetta voru .allra giað- . iegustu stúikur, en ekki virt- ist eiga fyrir þeim að liggja að vera heppnar í ástum. Varla bólaði svo á karlpersónú í framtíð þeirra að sá hinn sami væri ekki dúrak þ. e. a. s, fífl, að dómi kerlingar. Áhugi minn á þessum vísdómi varð til þess, að ég var allt í einu uppgötvaður og rekinn í burtu. með mikju skensi fyrir iað vera að hnýsast í einkamál kvenna. Þetta var síðasta daginn okkar í þessari ágætú toorg, sem við söknuðum allir. Geir Kristjánsson. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. 'annan og þriðja verðflokk af kjöti. Það éru lesnar upp mik'.ar ianglokur í útvarp um verð á fyrsta, öðrum og þriðja flokki, en í verzlunum virðist aðeins vera hægt að fá fyrsta flokks kjöt, að minnsta kosti hvað verðið snertir. Þetta vek- ur að vonum gremju hús' mæðranna og þeim dettur ó- sjálfrátt í hug að þessar aug- lýsingar séu ekki . annað en blekkingar og allt kjöt sé selt sem fyrsta flokks kjöt. Og ef svo er ekki, hvar er Þá hitt kjötið??? Sýning Kjartans Framhald af 7. siðu. nokkrar my.ndir sem búa yf- ir þessum töfrum. Einkum nr. 14 sem hann kallar ,,Birt- ing“, og nr- 8, sem hann kallar Flug. Þær hafa í rík- um mæli þann eiginleika nú- tíma mynda öðrum fremur, sem einna helzt virðist vera í ætt við galdur, að opna til- veru sem var lokuð: hvers- dagslífið. Einnig var ég snortinn líkri tilfinningu fyrir framan nr. 1, Hyrningur, og nr. 18 Gulur fleygur. Sýningin stendur vel sem he:ld. Sýnir að mínum dómi mikla framför. Sérstaklega er litskyn Kjartans örúggara og fíngerðara, að teiknirigunni er ekk.í að spyrja- Einnig finrigt;mér hann pérsónulegri íyfeii? áður. ' ,E:ristöku myndir ertr hæpn- ar, eins og nr. 16, Nótt í Vesturbænum, einkum .fyrir það að fyrirmyndin virðist trufla hann. 1 sumum smærri myndanna gætir helzt til m:k- ið einhliða og of jafnra form- endurtekninga. — Það er næstum óþarfi að taka það fram að allt handbragð og vi.nna er með miklúm menn- ingarbrag, að Kjártah hefur fuilkom:ð vald yfir , mynd- tækninni. Fyrir alla muni; sláið nú burtu hversdagsslenið. gangiö upp í ListVinasal að njóta þsssarar ódýru en óendanlega fjölbreyttu skemmtunar, að ujóta listar. Smábarna- kennsla Smábarnaskóli minn hefst) (1. okt. n.k. Upplýsingar í síma 80440.] UNA SVEINSDÓTTIR, Kambsveg 13. Matreiðslunámskeið verður haldið á vegum skólanefndar Matsveina- og veitingaþjónaskólans, fyrir þá sam hyggjast verða matreiðslumenn á f iski skipaf lotanum. Námskeiðið hefst 10. október 1953. Umsóknir sendist til formanns skólanefndar, Sigurðar B. Gröndal, Máfahlíð 28, sem gefur allar nánari upplýsingar varðandi námskeiðið. Skólanefndin. Litla stúlkan \. Framhald af 4. síðu. þróttmikla barninu, sem gekk yfir fjöll og ófærur til að ná takmarki sinu. Stofnum sér- stakan minningarsjóð um hana hjá Slysavarnafélagi ís- lands, og sé það hlutverk . sjóðsins að verðlauna þá menn er bjarga börnum úr lifshásk-a eða koma í veg fyrir að börn fari sér að voða; Ennfremur yrði settur rn'nn- isvarði á leiði hennar. Við íslendingar höfum ekki verið á eftir -öðrum þjóðum með hiálpsemi til handa út- lendum börnum og fólki yfir- leitt, sem hefur lent i nörm- ungum á.. margvislegan hátt eg hefur það verið gért ’af góðum vilja og með alúð, sem betur fer. Maður líttu þér nær, nggur í götuhni steinn. Gsétið að líð- 'an ísiehzkrá barha.- Vonandi fékur fólk þessari málale’.tun vel. Biöðih eru beðin að taka á móti framlögum, sem ber- ast. Ó. J. H. Fjögurra ára mær í myrkum dal mannabyggðum fjær, um. cj-a- leið gengur ein um sorgarinnar sal, sundin lokast, köld og hamra- breið. Drott'nn hefur þerrað þína hvá, þjóð vor stendur hljóð ura bjartan dag. Skeð er það, sem enginn áðnr sá, og enginn veit, hvað skeður næsta dag. Allt er hljótt, ég heyri guðs mins svar: Heim er kallað tárhreint ástar- blóm. Á örmum minum unga rney ég bar, engiH er hún, fjarri jarðardóni, Drottinn sjálfur talar til vor hér, — vor trú er rétt og guðs er va’dið allt! Sjá, sterki maður, liverfult altt bitt er, og eigin mætti vart Þú treysta skalt. Já, þung er sorgin, þrauta- harmur sár> . er þúsund lijartna kveðju til þín ber. En trú’n bfir, ljósið þerrar tár og ljóssins björtu englar fagna þér. H. B. FlugsýRÍngm heSsí á BeykiavíkuicHugvelii kiukkan 2 í dag Skemmiunin í Tívelí kiukkan 8 FJÖLBREYTT SKEMMTISKRÁ: — GUÐMUNDUR JÓNSSON, ópérusöngvari, syngur; Flugvélar VARPA NIÐ- UR verðinætuan vinningum m.a. flugfar tíl Kaupmannahafnar, fram og aftur, flugfarmiðum innanlands, verð- mætum munum in.a. Parkerpemiasett/ og öðrum verðmætum. Allir Beykvíkingar þuría aS vera viðsiaddir flugsýninguna FÍ.UGDAG-SHEFND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.