Þjóðviljinn - 20.09.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.09.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. september 1953 Villigœsir eftir MARTHÁ OSTENSO \ 43. dagur EfniS umfram allf Á myndinni er módelkjóll frá Jane og Germaine sem eingöngu byggir á sjálfu kjól- efninu. Aðaláherzla er lögð á að efnið njóti sín sem bezt og hvítt pique með grænum teikningum þolir það líka. — Grænt belti í mittið og hvítur OsfbrauS Allskonar ostabrauð er mjög vinsælt á kaffiborð. Hér kem- ur uppskrift sem all’-r geta notfært sér, því að við hana er aðeins notuð venjuleg steikara- panna. Hveitibrauðsneið er smurð með smjöri, ofaná liana er lögð þykk ostsneið og yfir hana er lögð önnur hve'ti- brauðsneið. Gott er að leggja brauðið í pressu dálitla stund. Síðan er það skorið í ræmur, sem eru steiktar í smjörlíki á pönnu og sárið látið snúa að feitinni. Bezt er að bera þetta fram heitt. kragi er eina skrautið og kjóll- inn er svo einfaldur að mað- ur getur saumað hann sjálfur án mikillar fyrirhafnar. Aðal- atriðið er að efnið sé fallegt og falleg efni er hægðarleikur að fá. Það er ekkert skilyrði að það sé franskt módelefni. Til eru mörg falleg mislit efni Alveg öfugf Litlu húfuhattarnir úr taui með breiðu stroffi að neðan hafa náð miklum vi.nsældum og hafa sézt í ótal útgáfum. En hið gagnstæða sem sýnt er hér á myndinni er ekki eins algengt og það er ekki síð- ur fallegt. Það er hekluð húfa með breiðum flókakanti sem minnir á hattbarð. Kanturinn er örlitlu breiðari að framan en aftan og það er bæði fal- legra og þægilegra. Gamall flókahattur getur því endað ævi sína sem kantur á hekl- aðri húfu og úr því getur orð- ið dásamlega ódýr vetrarhatt- ur. Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Sunnudagur 20. sept. Austurbærinn og mið- ■ ulíVíill bærinn miíli Snorra- brautar og Aða’strætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Mánudagur 21. sept. 5hv£i*fi Vesturbærinn frá Að- • nveíll alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Gríms- etaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kapla- íkjól og Seltjarnarnes fram eftir. sem eru með svo sterkum og mynstrum að þau fara bezt í slétta kjóla og er að minnsta kosti fljót- legt að koma sér upp svona flík. Haframjölskaka 120 g smjörlíki 90 g sykur 1 egg 80 g haframjöl 75 g hveiti 1 tsk lyftiduft Smjör og sykur hrært sam- an. Egginu bætt út í ásamt haframjöli og hveiti og lyfti- dufti. Deigið er allþurrt og því er skipt í tvö vel smurð lagkökumót. Botnarnir eru bak- aðir við vægan hita. Síðan eru þeir lagðir saman með sultu- taui. Gott er að nota abrí- kósumauk með þessari köku og sérlega ljúffengt að blanda í það þeyttum rjóma. Hér er mynd af nýrri gerð af leikgrind, sem fyrst og fremst er ætluð til að nota undir beru lofti. Grindin er sexhyrnd og hægt er að taka hana sundur í sex hiuta. Hiutarnir eru settir saman með mjóum prikum, sem stungið er niður i lio’.u og ætlunin er að þau séu rekin niður í jörðina, og grindin þarf þvi helzt að standa á grasflöt, annars kemur hún ekki að gagni. Pyrir bragðið er grindin ekki eins hentug, þótt hún sé sjálfsagt ágæt til síns brúks. Svo sá Linda að Júdit tók snöggt viðbragð. Caleb var ikominta upp að fjárgirðingunni og kallaði til hennar. Júdit kallaði á Pésa og hann elti hana heimleiðis og kindumar voru eftir í girðinguuni. Linda sá stúlkuna yppta öxlum í samtali sínu við Caleb, hrista síðan höfuðið og halda heim. Júdit kom inn með leiftraadi augu. Hún flýtti sér framhjá Lindu án þess að yrða á hana. „Hvað gengur nú á?“ spurði Elín og leit upp frá bakstrinum. „Svei. Ég held þér megi standa á sama. Þú segir hvort sem er, að hann hafi á réttu að standa. Ykkur stendur víst báðum á sama hvað verður um kindurnar", sagði hún um leið og hún lét fallast niður í stól í eldhúsinu. „Það kemur arnað hvort fárviðri eða haglél eða hvort tveggja — og hann heldur að hann geti komið í veg fyrir það með þvi að láta eins og ekkert sé. Og þess vegna vill hann ekki að lömbin séu sett í hús. Það er e.kki nóg með að hamn sé illmenni — hann er brjálaður líka“. Þungt þrumuhljóð heyrðist. Martekm og Karl komu inn og Amelía andartaki siðar. Grænleiti bjarminn bætti við sig rauðleitum og gráum litbrigðum. Nokkrir regndropar féllu á eldhús- gluggann. Amelía hleypti hvolpinum Pésa inn og lokaði síðan eldhúsdyrunum. Caleb var ó- kominn. Það sást til hans út um gluggann þar sem hann rölti um húsagarðinn og leit ekki einu sinni upp. Nýjar þórdunur ætluðu allt um koll að keyra. Linda greip báðum höndum fyrir eyr- un. Hundurinn vældi og skreið undir hross- hárssófann í setustofunni. Svo skall óveðrið á. Stormurinn hristi gamla húsið á grunni, það glamraði í gluggarúðuum og hvein í trjákrón- unum. Ef til vill yrðu trén til að skýla mat- jurtagarðinum. Kindumar voru úti og lömb.n leituðu skjóls undir þeim. Regnið helltist nið- ur. Nú var koldimmt úti nema þegar eldinga- leiftrum brá fyrir. Þrumuhljóðið var stanz- laust. Marteinn kveikti á ljóskerinu í eldhús- inu og þau sátu öll og biðu. Caleb var enn ó- kominn. „Haglélið er víst liðið hjá,“ sagði Elín sem stóð við gluggann. „Og þetta var ekki fellibylur — mér sýna- ist ég sjá skýstrók, en það var of dimmt til þess að hægt væri að greina það nákvæmlega," sagði Júdit. Um leið heyrðist þruma, sem virtist ótrúlega nálæg. Húsið skalf og nötraði. „Hlaðan“, hrópaði Elín. Þau ruddust öll að glugganum skelfingu lostin. Þau gátu ekki séð neitt. Marteinn opnaði dymar og fór út. Andartaki síðar kom hann inn aftur, holdvotur. „Það var dælan,“ sagði hann og þau drógu öll andann léttar. Júdit rak upp óstyrkan hlátur og Elín leit ásakandi á hana. „Það er svo sem nógu slæmt,“ sagði Karl sem sat á gólfinu. Amelía hafði í huganum séð Caleb liggja dauðan á hlöðugólfinu. Hún titraði frá hvirfli tii ilja. . Stormurinn hélt áfram með svipuðum ofsa í hálfa klukkustund; hætti síðaa jafnskyndi- lega og hann hafði byrjað. Loftið varð tært og svalt; skýin stefndu hratt í austurátt undan viodi sem náði ekki til jarðar. Ilvolpurinn Pési skreiddist framundan sófanum. Enginn hafði m'anzt á Caleb. Þegar allt var um garð gengið kom haim hljóðlega inn i húsið. „Jæja, þá! Það var dálítill blástur, ha? Þetta var ekkert haglél að ráði; þeir fá það allt fyrir austan,“ sagði hann. Skömmu síðar fór Júdit út og það var hörku- glampi í augum hennar. Hún gekk að fjárgirð- ingunni, þar sem kindurnar hímdu rennvotai og kaldar. Hún tók eitt lambið upp og þrýst því að sér. Svo leit hún upp og sá mann í indíánahesti ríða inn um hliðið. Hún þekkt hestimn. „Geitaglámur," sagði hún við sjálfa sig. 2. Elín kom út úr húsinu. Þegar hún sá reið- manninn nam hún snögglega staðar og greij sanoan höndum. Hann steig af baki og smeygði beizlinu upi á girðingarstólpa. Svo gekk hann seicilátur o.e stórstígur í áttina til Elínar og tók á leiðinn: af sér barðastóra flókahattinn. ,,Eg er kominn aftur, Elín, eins og ég sagði,‘ sagði hann við liana lágri röddu. „Þú virðisl undraadi," Hún hafði rétt hocium höndina eins og í leiðslu . „Eg var ekki — viss,“ tautaði hún. „Eru allir heima?“ Elín kinkaði kolli og lagfærði á sér gleraug- un. „Viltu ekk{ koma inn? Hvar varstu meðan óveðrið geisaði?“ „Hvar ég var?“ sagði hann hlæjandi meðan þau gengu samhliða heim að húsinu. „Hest- ur'nn mkin og ég getum alltaf fundiö skjól fyrir stormi.“ Hann sagði henni að hann kæmi alla leið frá vötnunum að sunnan og hefði tjaldað á næt- urnar og ætlaði að halda því áfram þangað til hana kæmi að nyrstu veiðistöðinni við stóra fljótið. „Ætlar þú að koma?“ hvíslaði hann rétt áður en hún opnaði húsdyrnar. Elín leit niður fyrir sig. Hann var blakkur á hörund, augun einkennilega strengd og gul- græa á lit eins og augu í geit. Hann var skozk- ur og örlítið indíánablóð í æðum lians og hafði verið vinnumaður hjá Ca.leb Gare í þrjú ár, en fór frá honum fyrir einu ári. Þau gengu innfyrir og Caleb kom auga á hann. „Ja héma —“ sagði hann og gekk til móts við han*i til að heilsa honum með handabandi. „Er ekki Malcolm kominn aftur. Hvernig líður þér — hvemig líður þér?“ Malcolm brosti og heilsaði Amelíu og Mart- eini. Með innileik sínum vildi Caleb sýna að koma hans kæmi engum úr jafnvægi — þótt allir í f jölskyldunni hefðu grun um að Malcolm væri Elínu hugstæðari ea hún gæti nokkru sinni látið uppi. Elín stóð afsíðis og smurði kexið, sem hún hafði tekið út úr bökunarofn- inum meðan Malcolm svaraði spurningum Cal- ebs um ferðalagið. „Getum við ekki hýst Malcolm i nokkra daga, mamma?“ sagði Caleb og sneri sér að Ameliu. „Þú hefur gott af að hvíla þig áður en þú legg- ur af stað aftur.“ Malcolm þakkaði honum fyrir en hana sagð- ist hafa lofað að hjálpa Eiríki Bjarnasyni við bátasmíðar og hann yrði að halda ferð sinni áfram um kvöldið. Béíuf litli, sjö ára aS aldrl, á að fara í skól- ana innan fárra öaga Tækifærið er. því notað til að spyrja liann livað liann ætii að verða þegar hann verður stór. Ætlaröu að verða kaupmaður eins og pabbi þiun? Nei, ég ætla að verða prestur, svarar Fétur. l>á vérður þú að vera duglegur í skólanurti Nú, var pabbi þá ekki duglegur þar? Hvernig líkar yður við Beethoven, ungfrú? Ó, hann er agalega sætur. En það er erfitt að dansa eftir honum. Já, Jón minn var góður maður. Ég' mun hugsa um hann til æviloka, ef ég á annáð borð lif svo lengi, sagði ekkjan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.