Þjóðviljinn - 18.10.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Silnnudagur 18. október 1953
Meira um pils og blússur
sem köflótt pils er notaó viö
ljósa, einlita ullarblússu. Blúss-
an er opin í hálsinn og við
hana notaður klútur úr sama
efni og pilsið. Þetta gefur bún-
ingnum skemmtilegan heildar-
svip. Að vísu er ekki hægt að
Eiota þetta pils við eins mörg
tækifæri og hitt pilsið, en það
er þó mjög hentugt hversdags-
pils.
I frönsku fyrirmy.mlinni úr
Jardin des .Modes er þeíta öf-
ugt. Pilsið er einlitt en peysan
röndótt, dökkgrá og hvít. —
Peysusett eru ýmist höfð ein-
lit eða þá mynstruð. Stundum
er innri peysan tvílit. t.d. dökk-
blá með Jivítum doppum og við
hana notuð einlit dökkblá golf-
treyja; eða þá áð innri peys-
an er einlit og golftreyjan tví-
lit.
Stóru eyrnahringirnir eru
mjög komnir í tízku óg ef ein-
j hver á stóra gamaidags eyrna-
hringi í skúffunni sinni, getúr
| húci óhrædd tekið þá í notkun
! aftur. Kringióttu, gylltu hring-
irnir eru af mismunandi stærð-
um; þeir-minnstu eru á stærð
við tieyring, hinir stærstu eru
eins og armbönd. En það eru
ekki eingöngu kringlóttu hring-
irnir sem komnir eru í t'zku;
langir lokkar með marglitu
dinglumdangli og similustein-
um eru einnig hámóðins. Surn-
ir eru fallegir, a’örir eru býsna
| glannalegir. Og þess ber að
1 Framhald á 11. síðu
Tízkuhúsin í París reyna allt
hvað af tekur að umsnúa tízk-
unni, en samhliða lúxustízk-
unni, sem fæstir taka alvar-
lega, sjást líka fallegar og
hentugar hversdagsflíkur. Fal-
legu frönsku og bandarísku
kjóiarnir sem sýndir eru á
myndunum eru betri dæmi u.m
klæðnað framtíðarinnar en kjól-
skrípi tízkuhúsanna.
Að vísu hefur hversdagstízk-
an líka tekið breytingum Með-
al annars ber mikið á því að
piis og blússa er notuð sem
•klæðnaður frá morgni til
kvölds. Glæsilegar blússur til
samkvæmisnota, hentugar köfi-
óttar blússur til að nota í'
vinnu og hlýjar ullarpeysur
J>egar kalt er — allt er þetta
notað við sama pilsið. Pilsin
eru mjög mismunandi. Þai; .eru
köflótt og röndótt, og þau eru
ýmist víð eða þröng. Þröngu
pilsin eru oft með skemmti-
Jegum vösum og Ijósa þrönga
pilsið • með v-laga vösunum og
Ijósa peysan eru einkenr.atidi
fyrir hausttízkuna. Pilsið er
fallegt og fer vel og þnð má
nota við a’ls konar blússúr.
Það er jaf.ngott við pevsu eins
og sýnd er á myndi.nni og við
svarta, flegna blússu.
Hentug er líka enska fyrir-
myndin frá Peck og Peck, þar
Stórir
eyrnal&hhar
Yilligœsir
eftir MARTHA OSTENSO
67 dagur
kom heim frá Yellow Post. „Ef Caleb aGre
reynir að spilla fyrir honum, þá skal ég finna
hann í fjöru“, tautaði Mark, þegar hann var bú-
inn að segja henni af fundinum sem átti að
halda.
„Hann gerir það ekki“, sagði Linda. „Hefur
hann nokkurt bolmagn til þess ?“
„Kirkjan hefur það víst, og hér er það hann
sem er kirkjan".
Linda varð hugsi. „Hann verður þá að heim-
an megnið af morgundeginum ?“
Mark gerði ráð fyrir því.
„Þá fá. Sve'nn og Júdit ef til vill tækifæri
til að hittast“, sagði Linda. „Ég ætti víst að
fara með börn'n heá»R til frú Sandbo núna.
Og þú ætlar að fara til.Yellow Post á morgun".
„Já, ég hef hugsað mér það. Ef Caleb gefur
ekki samþykki sitt, verður að jarða hann í
kirkjugarðinum hjá trúboðsstöðinni. Haain er
langt í burtu en það stendur á sama“.
„Þe'r myndu ekki leyfa að hann yrði jarðað-
ur heima ?“
„Nei, þetta fólk er skelfilega hjátrúarfullt.
En ég skal sannarlega tala yfir hausamótunum
á Gare gamla ef hann neitar“.
Amelía gaf Júdit þrisvar sinnum merki þetta
kvöld áður en hún sneri he;mleiðis. Linda stóð í
eldhúsdyrunum þegar hún kom, og sá að andlit
hennar var svitastokkið og rykugt. Hún leit ekki
einu sinni á kennslukonuna um leið og hún gekk
að vask'num til að þvo sér.
Amelía var úti svo að Linda ávarpaði Júdit.
„Komdu upp til mín og þvoðu þér þar“, sagði
hún.
Júdit lelt seinlega á hana. „Það er tilgangs-
laust“, sagði hún. „Það þýðir ekki fyrir þig að
reyna að skinna mig upp“.
„En ég þarf að segja þér nokkuð“, hélt Linda
áfram lágri röddu. „Komdu með heita vatnið og
notaðu skálina mína“.
Júdit tók vatnsskálina og fylgdi L;ndu eftir.
Uppi í herberginu hjálpaði Linda henni úr föt-
unum og nú hafoi Júdit ekkert á móti því að
hún. sæi hana nakta. Þegar Júdit var búin að
baða sig vel og vandlega lagðist hún upp í
rúm Lindu og lokaði augunum.
„Hvað ætlaðirðu að segja mér?“ spurði hún.
„Ó, Linda, mér líður svo vel núna, að ég held
að ég hljóti að fara að deyja“. Hún stundi
þungan og strauk höndunum niður með siðun-
um.
„Bíddu andartak — hvar er það sem ég saum-
aði handa þér?“
Júdit hafði lagt það afsíðis, en Linda fann
flík'na og hjálpaði henni í hana. Júdit dró
djúpt andann. „Segðu mér það þá“, sagði hún.
„Þú færð að hitta Svein á rnorgun?"
„Af hverju?" Júdit leit á hana skelfaum aug-
um.
„Vertu ekki hrædd. Pabbi þinh verður að
heiman allan daginn á morgun, eða megu'ð af
deginum að minnsta kosti. Anton Klovacz er
dáinn og pabbi þinn þarf að fara á fund í
Yellow Post í tilefni af því. Ég sago; Sveini að
fylgjast með brottför hans. Svó rður hann suð-
ur með ökrunum og'hittir þ;g } sem Amelía
sér ekki til ykkar. „Hvernig lízt þár á það?“
Júdit settist upp vantrúuð á S'.' o. „Ertu viss
um að hann ætli burt — að það sé okki eitthvert
kænskubragð ?“
„Jæja — en það er e'ns og allt sé öfugt og
snúið. En það var fallega gert af þér, Llnda, að
hugsa til okkar“, sagði hún með hægð óg
horfði niður fyrir sig. Linda tók utanum haha
og kyssti hana á kinnina.
„Ég veit að allt fer vel. Og hyar eru nú
hreinu fötin þín?“
4
Snemma.næsta dag lagði Caleb af stað til
Yellow Post. Sveinn hafði gætur á ferðum hans,
og strax ög hann var farinn söðlaði hann hest
sinn og reið með ökrum Calebs Gare, þangað tií
hacin kom að skóglendinu fyrir handan uppþorn-
aða stöðuvatnið,
Hann sá Júdit vera að vinna á syðsta akrin-
um frá girð:ngunni. Þegar hann varð þess var
að liún hafði séð hann, stökk hann af baki og
lagðist í stórvaxið grasið og horfði upp í skýin.
Hún ók bindisvél'nni upp að girðingunni,
batt hrossin og skreið undir gaddavírinn. Hún
vissi að Sveinn var einhvers staðar í felum.
Áður en hún gat áttað s;g hafði hann gripið
um ökla hennar og hún datt fram fyrir sig og
ofan á hann. Þau skellihlógu bæði að þessu, en
svo fór Júdit að gráta. Hann dró hana að sér og
hún lá í fangi hans og grét beizklega og kom
ekki upp orði.
„Júdit, Júdit, gráttu ekki svona", sagði hann
blíðlega og reri henni fram og aftur eins og
hún væri lítið barn. „Hvað er að henni? Hér
Ikem ég flengríðandi til að hitta hana strax og
tæk'færi býðst og þá grætur hún yfir mig allan.
Er það nú þakklæti! Heyrðu, elsku Júdit mín,
ég elska þig og ég ætla að fara með þig héðan
við fyrsta tækifæri. Hvað sem á gengur skal ég
fara burt með þig. Hvernig lízt þcr á það?“
Júdit sett;st upp og þurrkaði sér um augun.
Sveinn reis upp á hnén og leit á hana. Svo tók
hann hana í fang sér, strauk mnaxl'r hennar,
handleggi og brjóst. „Júdit, þú ért orðin horuð“,
sagði hann. „Þú ert eins og smátelpa. Hvað
er að þér?“
„Ég þoli þetta ekki lengur, Sveinn. Þetta
gengur af mér dauðri“, hvíslaði hún og varir
hennar skulfu.
„Viltu koma með mér strax, Júdit?“
Hún leit yfir akurinn. Það fór um hana sælu-
hrollur við tilhugsunina um að fara burt með
Sveini, vera alltaf hjá honum í hinum ljúfa og
þægilega heimi ,sem Linda kom úr. Hún var
þess fullviss að e;nn dagur í viðbót undir ógnar-
stjórn Calebs myndi gera hana sturlaða. Og
svo var eitt, sem jafnvel Sveinn vissi ekki enn-
þá. Hún yrði að segja honum það. Hún yrði
að segja honum það núna. Hann myndi heimta
að hún kæmi þegar í stað, ef hún segði honum
það. En ef til vill væri betra að bíða — þangað
til uppskerunni væri lokið. Þá væri Caleb ef.til
vill bú'nn að gleyma öxinni. Að minnsta kosti
hefði hún þá sparað honum vinnumann. Júdit
ákvað að segja Sveini ekki neitt — ennþá.
„Biddu þangað til uppskerutímanum er lokið
Sveinn“, sagði hún.
„Uppskerutímanum — fari hann norður og
u'ður“, sagði hann óþolinmóðlega. „Fyrst er
það slátturinn og nú er það uppskeran. Til hvers
heldurðu eiginlega að ég liafi komið hingað
nema þín vegna. Ég hefði getað sent he'm pen-
inga til að borga kaupamanni".
„En hann hefði upp á okkur, Sveinn, og sendi
mig í — í fangelsi“, sagði Júdit.
„Fangelsi — þvættingur. Fyrr myndu þeir
setja hann í fangelsi".
En Júdit var kvíðafull eftir sem áður og þau
CAtRf OC CAMfN
Fæðinfcarbær Sliakespeares, Stratford, er niiklll
ferðamannabær: allir vilja sjá staðinn l>ar sem
meistarinn fæddist. Eitt sinn sem oftar var
Ameríkani J>ar á ferð, og hvar seni hann fór
um bæinn blasti hvarvetna við nafnið Shake-
sp^are: á veitingahúsum, götuhornmn, jafnvei
á fæðutegunduin. Loks snerl Ameríkumaðurinn.
sem áðcins var þarna á ferð af tiiviljun, sér að
gömlum manni og spurði:
Fetta Shakespeare, hvað var þaö?
I>að var rithöfundur, svaraði gamli maðuiinn.
Já, en það eru marglr ritliöfundar, sagðl sá
ameríski — hvað ski-ifaðl þess Shakespeare:
smásögur, árásargreinar á stjórnskipulagið,
skáldsögur, eða hvað?
Nei nei, herra minn, svaraði öldungurinn, hann
skrifaðl víst eittlivað í Blblíuna,