Þjóðviljinn - 04.11.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1953, Blaðsíða 6
6) — X>JÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 4. nóvember 1953 — IIIÓOVIUINN ötgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssoa B'réttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsniiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7500 (3 linur). Askriftarverð kr. 20 é mánuðl i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V_____________________„ _______________________y YerkalýSshreyfingin einhuga um nauð- syn atvinnuleysistrygginga FramsögurœSa Gunnars Jóhannssonar v/3 1. umr. frumvarps sóslalista um atvinnuleys- istryggingar á vegum VerklýBsfélaganna Fram fi! sáknar 9. þingi Sósíalistaflokksins lauk í fyrrinótt eftir ýtarleg- ar umræður um brýnustu vandamál þjóðarinnar. Þetta þing var haldið eftir 15 ára störf flokksins, og þingheim- ur minntist þess af hvílíkri giftu og þrótti þau störf hafa tekizt, hvílíkum stórvirkjum flokkurinn hefur áorkað fyr- ir íslenzka alþýðu, hvernig hann hefur gerbreytt atvinnu- lífi og afkomu þjóðarinnar og háð hina árangursríkustu baráttu fyrir sjálfstæði íslands. En meginhhiti starfanna beindist að framtíðinni, og þau voru mótuð af sömu bjart- sýni og þreki og öll saga flokksins ber vitni frá upphafi. Ferill Sósíalistaflokksins hefur verið baráttusaga og sig- ursaga. Allt frá stofnun hans má segja að öll stjórnmála- átökin 1 landinu hafi snúizt um hann. Mikill meirihluti af rúmi borgarablaöanna hefur veriö helgaður honum, störf hans og stefna hafa veriö uppistaðan í öllum þorra af stjórnmálaræðum þeim sem haldnar hafa verið hér á landi í hálfan annan áratug, störf borgaraflokkanna hafa að langmestu leyti beinzt að því að reyna að hnekkja gengi hans. í þeirri baráttu hefur einskis verið svifizt, hverskyns ofsóknir hafa verið hagnýttar, og það hefur allan tímann reynt mjög á stjórnlist og hæfni flokksfor- ustunnar og manndóm og þrek hvers einasta flokks- manns. Reynslan er gleggst vitni um það hvernig flokk- urinn hefur staðizt hverja raun og komið styrkari úr hverjum átökum, og flokksþingiö nú er ferskasta sönnun þess. í kosningum þeim sem orðið hafa á þessu tímabili hefur Sósíalistaflokkurinn jafnan bætt við sig fylgi, þar til í kosningunum í sumar, þegar hernámsflokkunum tókst að sundra sjálfsögöum bandamönnum flokksins meö lævís- legu herbragöi. Fjandmenn flokksins hafa gert sér vonir um að þetta áfall myndi veikja flokkinn, lama innviði hans, líkt og tíðkast hjá borgaralegum flokkum þegar á móti blæs. En flokksþingiþ sannaöi á eftirminnilegan hátt að Sósíalistaflokkurinn stendur undir nafni, að hann á þann bakhjarl vísindalegrar fræðikenningar sem gerir honum fært aö sameinast hiklaust um réttar skilgrein- ingar og réttar niðurstöður. Það var rætt ýtarlega og af fullri hreinskilni um stefnu flokksins óg störf, en niður- stöðurnar voru sameiginlegar öllum þingfulltrúum. Einkenni flokksþingsins var eining, sú eining sem skap- ast eftir rökrænar umræður. Sú eining er forsenda að bar- áttuþrótti og eldmóði flokksins, hann gengur til starfa jafn samhentur og í upphafi sóknar sinnar. Og verkefnin sem framundan eru hafa aldrei verið stærri. Enn sem fyrr hvetur flokkurinn til þjóðfylkingar íslendinga gegn hernáminu og öllum afleiðingum þess og það er meginverkefni hans aö beita sér fyrir þeirri bar- áttu. Hernámsflokkarnir allir eru nú á undanhaldi vegna sóknar Sósíalistaflokksins, þeir reyna að bera fram sýnd- artillögur til að dylja fyrri verk sín; þeir vita að Sósíalista- flokknum hefur þegar tekizt að sannfæra meirihluta þjóð- arinnar um hinar geigvænlegu hættur af hernáminu, þótt enn hafi ekki tekizt aö finna þessari sannfæringu sameiginlegan farveg. Það verkefni er nú nærtækast og brýnast að finna réttar leiðir til samvinnu allra andstæð- inga hernámsins, til nýrrar sóknar fyrir frjálsu landi og vaxandi velmegun alþýðunnar. Sósíalistaflokkurinn er ósigrandi vegna þess að stefna hans er rétt, sagði Brynjólfur Bjarnason í snjallri ræðu undir þinglokin. í þessari setningu er dregið saman and- rúmsloftið á 9. þingi Sósíalistaflokksins, þessi örugga vissa er veganesti hvers sósíalista. Sósíalistaflokkurinn hlýtur aö sigra vegna þess að stefna hans er rétt, vegna þess að hann er flokkur verkalýðshreyfingarinnar, vegna þess að hann er flokkur þjóðarinnar allrar í sókn hennar til sjálfstæðis og frelsis. Það frumvarp, sem hér ligg- ur fyrir á þskj. 104 er sam- hljóða frumvarpi, sem hefur verið flutt að undanförnu af þingmönnum Sósía'.istaflokks- ins á þremur undanförnum ár- um, þremur undanförr.um þingum. Frumvarpið hefur verið flutt að tilhlutaa verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, og tel ég það vel farið, að það við- urkennda baráttufélag verka- lýðssamtakanna hér í Reykja- vík skuli hafa haft forgöngu um þetta mikla hagsmunamál íslenzkrar alþýðu, enda hefur fé'agið notið til þess fyllsta stuðnings verkalýðssamtak- anna um allt land. Það hefur m. a. sýnt sig í því að til Al- þingis hafa borizt á hverju ári, frá því fjTrst að frum- varpið var flutt, fjölmargar áskoranir víðsvegar að um það, að frumvarpið yrði að lögum, ennfremur hafa borizt til hv. A'þingis áskoranir frá þingum Alþýðusambands 'ís- lands um sama mál. Frumvarpi þessu fylgir all- löng greinarðerð, sem ég vona að hv. þingmenn hafi kynnt sér ásamt frv., og get ég því orðið stuttorðari en ella um málið. Það eru þó nokkur at- riði, sem ég vildi í sambandi- við þetta mál benda alveg' sérstaklega á. Það má fullyrða að um fá hagsmunamál verka'ýðsstétt- arinnar sé meiri og almennari eining en að komið verði á lögboðnum atvinnuleysis- tryggingum. Það má vel vera að einhver ákvaíði séu í þessu frumvarpi, sem menn geti deilt um, hvórt það ætti að vera á þennan veg eða hinn, Hitt eru meðhmir verkalýðs- samtakanna sammála um, að hina mestu nauðsvn beri til að koma á atvin.nuleysistrvgg ingum. í heilum bvggðarlög- um og heilum héruðum á landi voru býr verkalýður bæja. og kauptúna við óbæri- legt atvinnuleysi í marga mánuði ár hvert. Á það þó aðallega við Norðurland, Vest firði, og um flest kauptún og kaupstaði á Austfjörðum. Að sjálfsögðu er atvinnu- Jeysi mismunandi mikið eða lítið eftir árferði. Þó fullyrði ég, að t.d. á Norðurlandi hef- ur verið, og þó máski aldrei meira en nú, stöðugt atvinnu- leysi í fjóra til átta mánuði á ári undanfarin ár. Svo al- varlégt er þetta ástand að hundruð dugandi manna flytja sig búferlum frá kauptúnum og kaupstöðum á Norðurlandi, suður til bæja og sjávarþorpa hér við Faxaflóa. Valda þar að s'álfsögðu al’miklu þær hernaðarframkvæmdir, semnú er verið að framkvæma á Keflavíkurflugvelli, og fólkið hefur nauðugt, vil ég segja, orðið að fara og vinna þar við, en það fullyrði ég, að is- lenzkar verkamannahendur vildu heldur vinna við fram- leiðslustörf, sem rekin væru af íslendingum sjálfifm, held- ur en gerast vinnumenn lijá erlendu herliði. Það gefur að skilja, hvern- ig afkoma þessa fólks muni vera, sem ekki hefur atvinnu nema kannski í hæsta lagi há'ft árið og tæplega það. Og engan þarf að undra, þó að dugandi fólk uni ekki slíku fyrirkomulagi og leiti til staöa, þar sem einhver von er um betri fjárhagslega af- komu. Hinu má maður þó ekki gleyma að brottflutn- ingur þessa fólks er hin mesta blóðtaka fyrir byggðarlögin sem fyrir brottflutn'ngn- verða. Og ekki nóg með það, heldur flytur þetta fólk í flestum tilfellum sár- nauðugt í burtu frá fyrri heimkynnum, enda við marg- víslega örðugleika að etja í sambandi við slíka flutn- inga, svo sem útvegun á húsnæði, koma sér í atvinnu og fleira þess háttar. Mér er það fyllilega ljóst og okkur flutningsmönnum, að atvinnuleysistryggingar geta ekki nema að nokkru leyti bætt upp atvinnuleys'sbölið. Sú krafa, sem verkalýðshreyf- ing'n hefur borið fram og mun halda áfram að berjast fyrir, er næg atvinna handa öllum, sem vilja og geta unaið. Þetta er svo sjálfsögð krafa, að eng- inn mun nú orðið treysta sér t'l að mæla henni á móti. Hitt er svo annað mál, að fögur loforð stjómmálaflokk- anna fyrir hverjar kosningar um næga atvinnu í þessu eða hinu byggðarlaginu, hafá reynzt til þessa inantóm orð án athafna í alltof mörgum til- fellum. Eg gat þess áðan að verka- lýðshreyfing'n stæði sarnan um það að krefjast þess að komið verði á atvinnuleysistrygging- um. I þessu sambandi leyfi ég niér að benda á, til viðbótar því, sem ég hef áður sagt, að í desemberverkfall'nu í fyrra- vetur var ein aðalkrafa verka- lýðssamtakanna um fullkomn- ar atvinnuleysistryggingar. Þessi krafa fékkst ekki fram, en ég fullyrði að verkalýðs- lireyfingin hefur aldrei ver:ð ákveðnari en einmitt nú að koma málinu áleiðis, Stéttar- samtök verkafólksins munu berjast fyrir þessari kröfu með festu og einurð og ekki láta staðar numið fyrr en hv. Alþ. hefur séð sóma sina í þvi að mæta óskum og kröfum verkalýðssamtakanna í þessu máli. Á hv. Alþ. í fyrravetur var sá háttur viðhafður með af- greiðslu þessa máls, að því var vísað til hæstv. ríkisstjórnar. Ekkert hefur heyrzt um málið frá fyrrverandi eða núverandi hæs.tv. rík:sstjórn. Bendir það ótvírætt til þess, að hæstv. rík- isstjórnir eða hæstv. ríkis- stjórn ætli sér að liggja á mál- inu og hafast ekkert að. Vald- hafarnir mættu þó vera þess m'nnugir, að verkalýðshreyf- ingin hefur í hagsmunabaráttu sinai á undanförnum árum látið skilningslausar og þröng- sýnar afturhaldsstjórnir ekki stöðva sig í baráttumálum sín- um. Má í því sambandi benda á tólf stunda hvíldartíma tog- arasjómanna og átta klukku- stunda vinnudag í landi. Þau miklu hagsmunamál fengu verlcalýðssamtökin í gega með samningum við atvinnurekend- ur, vitanlega eftir harða bar- áttu, en sem hefði máski ver- ið hægt að komast hjá, ef hv. Alþ. hefði litið raunhæft á málin og stuðlað að lausn þeirra með lagasetningu eða á annan hátt. Því miður hefur hv. Alþ. ekki séð sóma s'nn í þvi að lögfesta t.d. tólf stunda hvíld við togveiðar, og má það merkilegt teljast, þegar þess er gætt að engin starfsgrein í okkar þjóðfélagi afkastar meiru heldur en sjómanna- stóttin, og engin vinnur hættu legri störf heldur en einmitt sjómannastétt þessa lands. Af- staða hv. þ'ngmanna Sjálfstfl cg Framsfl. er hin furðuleg- asta í þessu máli. Nú á þessu ,hv. Alþ. gefst þingmönnum enn á ný tækifæri til að mæta óskum og kröfum sjómann- anaa um að lögfesta tólf klukkustunda hvíld. 1 frv. þessu, sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir að verkalýðsfélögin ráði miklu um það hvern:g tryggingunum verði hagað, þó vitanlega inn- an þeirra takmarkana, sem lögin ákveða um. Mundi slík tilhögun affarasælust, enda aðstæður m'smunandi í hinum ýmsu félögum og atv'anugrein um. Eg vil svo að lokum óska þess, að hv. alþm. ljái þessu mikla hagsmunamáli verka- lýðshreyfingarinnar brautar- gengi og að lokum leggja til, að lok'nni þessari umr., að frv. verði vísað til 2. umr. og til heilbr- og félmn.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.