Þjóðviljinn - 04.11.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. nóvember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 I morgunsárinu Laugardagurinn áttundi ágúst rann upp eins og aðrir hátíð- i'sdagar í þessari hvítu og fal- legu borg. • Brennandi sólarhitinn sleikti steinlögð strætin og séð frá* svölum 'gistihússins virtust íagn aðarlætin byrjuð úti í borginni. Yfir Dambovitzu bárust ómar jrá kirkjuklukkum, sem hringdu til morguntíða, en í nálægu hliðarstræti heyrðist undur- mjúkur fiðluleikur, — það var Zígauninn eftir Sarasat. — Brúnir spörvarnir trítluðu á gangstéttunum eins og litlar mýs, en græn trén bærðust ekki í ferskum morgninum. Hvarvena sást iðandi mann- fjöldinn af margvíslegum þjóð- ernum. Hvítar, svartar, gular og brúnar þjóðir, sem • blönduðu geði, sínu við íbúa borgarinnar. Lífsgleðin skein út úr hverju andliti og hin sterka vitund um mikilvægi mótsins hélt sömu spennunni í loftinu sem áður. Þanng sameinaðist gleðin og al- varan í þessari alþjóðlegu borg æskunnar í baráttunni fyrir friðnum. En það var ekki til setunnar boðið fremur en endra- nær. Niðri á skrifstofunni beið skipulögð dagskráin og þrátt fyrir freistingar þriggja söng- skemmtana safnaðist saman -stór hópur um morguninn, sem stóð til boða að skoða ullar-* verksmiðju í einu af úthverfum borgarinnar. Þannig kvnntumst við Textile Gravitu. Frækinn leiðsögumaður Eins og venja var áður en lagt var upp' í slíka.r íerðir, þá skipaði fararstjórnin íslenzk- an leiðsögumann, sem hafði náið samstarf við rúmenska túlkinn og var þá gjarnan valinn maður með einhverja tungumálakunnáttu. Svo giftu- samlega tókst til í þetta skiptið, að við fengum margfróðan mann að nafni Magnús Valde- marsson, cg verður sú lýsing, sem við fengum á verksmiðj- unni og aðbúnaði verkafólks að mestu leyti gegnum þennan merkismann. Við lögðum af sláð í tveim- ' ur stórum vögnum af rússneskri gerð og var þegar hafinn upp söngur og glaðværð. Snaggara- legur, þýzkur túlkur að nafni Kurt, ásamt dökkhærðri ensku- mælandi stúlku frá Botozani, voru skipuð af hálfu Rúmen- anna og var þegar orðið gott samstarf milli Magnúsar og þeirra. Er mönnum ennþá ijúft að minnast, hve þessi fíni, hátt- prúði verzlunarmaður gat tek- ið rösklega undir þýzkan bylt- ingarsöng, þar sem hann sat við hliðina á Kurt brosandi út und- ir eyru. Eftir tuttugu mínútna ökuferð vorum við komin á áfangastað. Textile Gravitu Húsakynni verksmiðjunnar eru mjög myndarleg að ytra út- liti, ljósar steinbyggingar, sem mynda þrjár aðskildar álmbygg- ingar og hreinlegt umhverfið með laufguðum trjám gáfu allt annað til kynna en þama ynni verksmiðja fullum gangi allan sólarhringinn. Við stukkum út BCKAREST Heimsókn í Textile Gravitn úr bíiunum og söfnuðum okk- ur saman í hóp og gengum inn í fyrstu álmuna með Magnús og túlkana í fararbroddi. Við geng- um fyrst inn í forstofu, þar sem nokkrir rúmenskir verkamenn tóku hlýlega á móti okkur og heilsuðu okkur með friðar- kveðjum. • Þá var okkur boðið inn í stór- an bjartan sal, sem reyndist vera menningarsalur verksmiðj- unnar. Þar kom til móts við okkur framkvæmdastjórinn, myndarleg, roskin kona, sem bauð okkur hjai'tanlega velkom- in og allt til reiðu, sem við hefðum áhuga á að kynnast. Þar varð Magnús okkar fyrir svörum og má þar segja, að þar birtist okkur ósvikin stima- mýkt islenzkra heildsala. — Að þessum móttökum ‘loknum hófst könnunarferðin um verksmiðj- una. Barnaherbergi verksmiðjunnar Við skoðuðum fyrst þá álm- una, sem við komum inn í og héldum nú út úr menningar- salnum inn í barnaherbergi verksmiðjunnar. Þarna reynd- ust vera tvær bjartar stofur með útgöngu j lítinn garð' og voru öll leikskiiyrði miðuð við ungbörn. Fjölbreytni allra leik- fanga virtist vera mjög mikil og hreinlæti ríkt.i þarna á háu stigi. Sérmenntaðar barnfóstrur hafa alla umsjón með bömunum meðan mæður þeirra vinna störf sín inni í verksmiðjunni og ailt er þetta þeim að kostn- aðarlausu. Það kvað vera bjart yfir þessum mæðrum, þegar þær líta á börnin sín eftir morgunverðinn, hamingjusöm, spriklandi og kát, Lausar við áhyggjur sínar meðan á vinn- unni stendur. — Uti í garðinum sáum við tvær fóstrur hampa hvítvoðungum í sólskininu og eins og álltaf í þessari ferð, þá snart okkur hið barnslega sak- leysi þessara litlu, brúnu Rú- mena og við fögnuðum i hjarta okkar þeirri gæfusömu fram- tíð að hljóta uppeldi sitt við skilyrði hinnar sósíölsku sið- fágunar. — Þarna voru svart- hærðir snáðar að leik og þreyttu byggingarlist sína í sandinum. Lítil stúlka stóð þarna skammt frá og hélt á tusku- brúðu og mændi með brúnum augum sínum á heildsalann okk ar, sem nú var farinn að baða út höndum i skýringum sínum frá túlkinum. Og þá er það sem merkilegur atburður skeður og sýnir hvem:g þessi fuiltrúi ís- lenzkra heildsala gat orðið snortinn af umhverfinu. — Allt í einu snýr hann sér að okkur með þessum líka forkláraða svip, ræskir sig og segir. — „Heldurðu nð væri munur, ef íslenzkar einstæðar mæður hefðu svona aðbúnað.“ Svona er hægt að gleyma Morgunblaðinu í útlöndum. Efnarannsóknarstof- ur verksmiðjunnar Nú er ferð.'nni haldið áfram og næsf skoðuðum við efna- rannsóknarstofur verksmiðjunn- ar. lampa, sem sýndu fullkominn ljósaútbúnað og úti í einu hom- inu sat hjúkrunarkona við skrif- borð og vann að skýrslugerð. Þessi elskulega stúlka stóð upp og kom brosandi á móti okkur og enn hiýnaði heildsal- anum okkar um hjartaræturn- ar. Einn læknir fylgir slysa- stofunni og tvær hjúkrunarkon- ur, sem ætíð eru til taks, þegar slys ber að höndum. íslendingar og Nígeríumenn í Búkarest. Myndin er tekin á vináttufundi er landar efndu til. Þær reyndust vera þrjár og sama hreinlætið og birtan ríkti þar á öllum svlðum. — Þessar rannsóknarstoíur skiptust nið- ur í eina aða’stofu og tvær minni og voru hárfín efnafræði- áhöld í þeim öllum, auk þess var einnig í annarri minni stof- unni símaborð og afgreiðsia til hentugra útréttinga. -— Þarna voru vissulega skilyrði, til þess að vinna vísinda'egar athugan- ir og voru flestir el'nafræðing- .arnir konur, elskulegar og al- úðlegar enda hýrnaði enn yfir Magnúsi. Þarna voru borð fyrir athug- anir á litagerðum. — V'ð feng- um að horfa í ýmsar gerðir af smásjám, sem notaðar voru til athugunar á þræðinum. sem verksmiðjan framleiddi. Þarna voru tæki, sem mældu teygjan- Jeika þráðarins eða jafnvel ull- ardúks'ns fu’Iofins. — Oll voru þessi tæki hárfín og nákvæm og ættuð frá Leipzig í Þýzka- 'landi og Sviss. Slysastofa verksmiðjunnar Enn héldum v ð ferðinni á- fram og næst lá fyrir okkur að skoða slysastoiu verksmiðjunn- ,ar. Þetta var stórt herbergi með fremur litlum gluggum í sam- ræmi við þarfir slíkrar st-ofu. Þarna inni voru stórir glerskáp-" ar fullir af nýtízku handlækn- ingaáhöldum og á gólfinu stóðu drifhvít sjúkrarúm á hjólum. Uppi í loftinu gat að líta stóra Eftir frásögn þessarar hjúkr- unarkonu að dæma eru slys fremur íátíð cg aðalstarf þessa hjúkrunarliðs beinist inn á eft- irlit með heilbrigðisástandi verksmiðjufólksins. Al't er þetta verksmiðjufólk- inu að kostnaðarlausu. Böð verksmiðjufólksins Nú er ferðinni haldið áfram niður á neðstu hæð þessarar álmu og ’gaíst okkur nú kostur að sjá baðherbergi verksmiðju- fólksins. Þetta er langur salur, ’skiptur niður um miðjuna í marga smáklefa, þar sem í hverjum klefa er útbúnaður . fyrir steypiböð. Þeir sem baða sig ganga út í salinn, til sitt hvorrar handar, þar sem þeir þurrka sig og geyma föt sín. Þarna niðri voru pípulagninga- menn að vinna að bættum út- búnaði klefanna, þegar við geng um um. Hvergi kom skýrar Ijcs en í þessum stóra baðsal sú mikla áherzla, sem lögð er á allt hreinlæti og þriínað í að- búnaði verksmiðjufólksins. Skrifstofa í scsíalskri verksmiðju Áður en við gengum út úr þessari fyrstu álmu verksmiðj- unnar, kom ég inn á skrifstofu framkvæmda.stjórans, sem hafði yfir sér nokkuð annan blæ en við eigum að venjast í skrif- staðinn fyrir peningaskápinn, vínflöskurnar ög þessa kæfandi tilhugsun um ágóðann á kostn- að hins vinnandi manns, kom ég inn í hlýlega 'skrifstofu þessarar elskulegu konu, þar sem síg.'ldar bókmenntir stóðu í hillunum og gamalt eikar- skrifborðið út við giuggann, þakið blómum. Andrúmsloft:ð undirstrikaði þann skilning, að bæta yrði sem bezt aðbúnað verksmiðjufciks- ins á öllum sviðum og hefja það upp á menningarstig sós- íalismans. Kembisalur verksmið j unjiar Eftir að hafa lokið könnunar- ferð okkar um fyrstu álmtma, gengum við út í stóran bak- ’garð, sem þessar þrjár álmur. verksmiðjunnar mynda. Þama var mjög þokka'-egt um að lit- ast, grænir grasblettir og blóm öðru megin í garðinum upp Við fyrstu álmuna. Mótssöhgv- amir hljómuðu frá útvarpshá- tölurum í sólskininu. Þessi verk- 'smiðja er raunar hluti af stórri verksmiðjusamstæðu, þar sem hún framkvæmir ullarþvottinn, þurrkun og kembingu, þá er önnur verksmiðja, sem fram- kvæmir spuna ullarþráðarins og vefnað úr framleiðslunni. Þessi verksmiðjusamstæða var byggð- fyrir fjórum árum og er eitt af fyrstu skrcfunum í fimm ára á- ætluninni. Við gengum nú inn í aðra áimuna, sem reyndist aðallega geysistór verksmiðjusalur, þar sem ul-lin gekk í gegnum stórar kembivélasamstæður. Því mið- ur tvístraðist hópurinn nokkuð, um salinn og varð ég þannig viðskila við Magnús og þýzka túlkinn, en var það lánsamur að fá enska túlkinn í lið með mér og öðrum félaga. Það vakti sannarlega, óskiptan áhuga okk- ar að fylgjast með, hvernig þurrkuð, hvítþvcgin ullin gekk í gegnum hverja vélasamstæð- una eftir aðra, hvernig þráður- inn mjókkaði þangað til hann var fubgerður. Grófari kembivé’arnar voru rússneskar að uppruna, en þær íínni ítalskar >að gerð. Vélahlut- .ar hættulegir öryggi starfsfóiks-. ans virtust vel varðir 'hlifum. og grindum og loftræstingin góð i salnum. Allsstaðar ríkti ■hreinlæti og góð skipulagning, að bví er ég kunni bezt skil á. L'fsglaðar, sólbrenndar verk- smiðjustúlkur veittu þessum út- lendlngum norðan af hjara ver- >aldar óskipta athygli. Ég átti tal við nokkrar Þeirra með Iijálp enska túlksins cg spurðii sérstak'ega eftír launakjörum. Lítil, svarthærð stúlka við rúss- neska vélasamstæðu hafði 550 lei á mánuði, og það var ekki að sjá >af glaðværðinni, sem skein úr glettnislegum augun- um, að hún tilheyrði fátækra- lýð Morgunbtaðsins. Hún spurði mig, hvort miklð væri af ame- rískum hermönnum á íslandi og hvort þeir færu ekki bráð- um helm til sín. Það sagðist ég vona, og þá hió lrún og sagði da da. Þeldökk sigaunastúlka vann við íta'lska vélasamstæðu. — Hún hafði 700 lei á mánuði. Yf- ir’eitt reyndist kaup þessa’-a stúlkna frá 550 lei upp í 900 lei á mánuði. — Guðgeir Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.