Þjóðviljinn - 04.11.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. nóvember 1&53
&LFUR UTANGARÐS
29. DAGUÍ4
Bóndinn í Bráðagerði
Ég borga fyrir mig, sagði bóndinn. En ég er ekkert uppá það
kominn að borga fyrir það, sem aðrir éta. Ekki bauð ég honum
að borða.
Þjónustan sagði, að hi'in ætlaði ekki að blanda sér í það hver
ihefði boðið hverjum, en pem'nga sína vildi hún fá og eingar refj-
ar. Mundi hún leita aðstoðar lögreglunnar ef tregða yrði á
greiðslu, en af því Jcn hafði þegar lítillega kynnst þeirri stétt
manna, óskaði hann ekki eftir nánari kynnum útaf ekki þýðing-
armeira máli. Því varð heldur ekki mótmælt, að hann átti þess-
nm hverfula manni að þakka þann góða beina, sem hann hafði
meðtekið, sá hann því þann kost vænstan að rekja seglgarnið ut-
anaf buddu sinni. Lá þó við sjálft, að hann flækti fíngur sína í
•umvafinu, þegar stúlkan nefndi upphæð þá, sem honum bæri að
borga, því hún slagaði hátt uppí mánaðarúttekt Bráðagerðis-
heimilisins.
Nú dámar mér ekki, ságði Jón. Dettur þér í hug, heillin, að þú
getir talið mér trú um að þetta kosti svona mikið?
Stúlkan sagði, að haiin mætti þakka fyrir að sleppa með svo
lítil útlát, því mat hefði hann étið ávið fjóra. Og afþvíað Jón
var ekki í skapi til þess að prútta þessa stundina, og stúlkan
ekki með réttu sökuð um óheiðarleika, inntí hann greiðsluna af
hendi, en kumpán þeim, sem hafði séð sér leik á borði að éta á
hans kostnað, hugsaði hann þegjandi þörfina ef fundum þeirra
kjmni ao bera saman. Kvaddi síðan stúlkuna með handarbandi
•og skildu þau með, virktum, því viðmót hennar varð óðar vin-
samlegra við penínga bóndans. Hún meira að segja firrtist ekki
við, þótt hann klappaði henni aftaná neðanvert við bakið að
skilnaði og héti að koma þar aftur áðuren hann leitaði til heima-
haganna.
XI. kafli.
-lón bóndi heimsækir æðstu stofnun þjóðarinnar og innleiðir
kunníngsskap, er liann væntir sér mikils af.
Með saddan maga yfirgaf bóndinn mathús þetta, en setti vel
á sig staðinn, svo og öll nærliggjandi kennileiti, því hann hafði
hug á því að gánga þar við síðar. Jafnhliða sór hann við skegg
sitt, að héreftir borgaði hann áðeins fyrir það, sem færi í hans
eigin maga. Hitt skyldu heimamenn í Reykjavík komast að
raun um, ef leið þeirra lægi einhverntíma um hlaðið í Bráðagerði,
■aö ekki yrði spurt þar um greiðslu fyrir góðgerðir. >
Dagur var þegar af léttasta skeiði og Jóni orðið mikið í mun
aö komast á f jörur við hið opinbera, þvi hann hafði aldrei lifað
ettir því boðorði að geyma til morguns það sem hægt var áð
gtra í dag. Lagði hann því öðrusinni leið sína að því fundar-
húsí, sem tignast er í þessu landi og kvaddi dyra. Birtist fljót-
lega hengilmæna sú, er hann hafði hitt þar fyrr um daginn.
Ekki vænti ég að þíngmenn séu í standi til þess áð tala við
gesti? spurði Jón.
Hengilmænan mátti ekki vera að því að svara, því svo mikið
iá við að loka dyrum aftur hið skjótasta. Sagði þó að um dyr
þessar geingju aðeins útvaldir, e.n óboðnum og óþvegnum væri
heimilt að gánga um bakdyr. Jón lét sér þetta vel líka, þótt
hann skildi ekki hverju slíkur dyramunur sætti. Hitti hann
fljótlega á hinar tilvísuðu bakdyr. Þar fyrir innan var hurð
og féll ekki að stöfum, en ángandi kleinulykt barst útum
gættina. Gat Jón ekki stillt sig um að kíkja varlega í rifuna
en í sömu svifum, var hurðinni skellt svo harkalega í lás að
leingstu skegghár bóndans festust á milli stafs og hurðar og
reyndist ekki sársaukalaust að losna úr gildru þessarri. Jóni
þótti ekki fýsilegt að fást frekar við dyr þessar, svo hann sneri
•sér að stigum, sem lágu upp til efri bústaða hússins. Lauk
þeirri gaungu uppi undir þaki þarsem lágt var til lofts. Fáein
gamalmenni hímdu þar á lélegum setgögnum og teygðu fram
Loldlausar álkurnar. Jón skákaði sér inná einn bekktnn og tók
nð blína í sömu átt og þeir er fyrir voru. Sá hann þá oní sal
einn viðan og skrautlegan. Hafðist þar við strjálíngur manna og
var samkunda sú með litlum glæsibrag. Einn maður stóð þar
iipþréttur og suðaði eitthvað framum nefið en einginn hlustaði
á mál hans. I öndvegi sat sléttleitur öldúngur og dró ýsur og
þurfti ekki að tvíla aflabrögðin eftir útliti mannsins að dæma.
thfrá honum hafði einn lekið framá borðið og skar hrúta af
mikilli elju. Innum dyr á hliðarvegg sá Jón inní afhýsi hvar
mannsfætur hölluðu undir flatt uppi á borði og samkvæmt
eðiilegri afstöðu þeirra mundi hinn endi líkamans eigi lángt frá
SÓ,fí- X
Jón hnippti í sessunaut sinn.
Getur sambandsráðsfundur svipt ISÍ tekjustofnum, sem
það hefur áður tileinkað sér, og fórnað þeim fyrir íinynd-
aðan ágóða af getraunum?
Eitt af þeim málum, sem t:l
umræðu var á síðasta sam-
bandsráðsfundi ÍSl, voru fjár-
mál sambandsins. Er það ekki
nema eðlilegt því án fjármagns
er ómögulegt að starfrækja
sambandið. Það hefur líka verið
rauður þráður gegnum a.m.k.
tvo tugi ára í umræðum allra
stærri funda íþróttasambands-
:ns (ársþinga og sambandsráðs-
funda). Á tímabilinu hafa verið
kosnar margar nefndir til að'
géra tillögur til úrbóta, og
fjöldi tillagna um fjáraflanir
verið gerðar. Þrátt fyrir allar
þessar nefndir og tillögur, var
fjárhagur íþróttasambands Is-
lands þannig að það hefur orð-
ið að fá lán úr sjóðum sam-
bandsins til að standast kostnað
við daglegan rekstur, Er sam-
bandið þar af leiðandi kom ð í
skuldir.
Enn er gripið til sama ráðs-
ins og áður að skipa nefnd til
að gera thlögur til úrbóta. Við
skulum vona að þessari nefnd
takist betur en fyrirrennurun-
um, en á pappírnum líta þessi
nöfn hvorki betur né ver út en
önnur sem skráð hafa verið í
sama tilgangi.
Furðuleg tillaga.
Það undarlega skeður í lok
fundarins að e:nn úr fjárhags-
nefndinni ber fram tillögu sem
samþykkt er nær samhljóða, og
gæti orðið ærið afdrifarík ef
hún á að takast alvarlega. Þar
er sem sagt lagt bann við fjár-
öflunum til handa ÍSÍ, „sem
byggjast á framtaki íþróttafé-
laga og héraðssambands", ef
samkomulag næst um hundraðs-
tölu (%) þá er ISl fengi af
nettó ágóða af getraunastarf-
seminni. Virðist sem héi- sé um
að ræða fyrstu aðgerð e:ns
néfndarmanna í fjáröfluaum
fyrir ÍSÍ, og tillagan fellur í
góðan jarðveg. Sjálf stjórn
sambandsins, að einum undan-
teknum, samþykkir. Varla munu
menn, sem svo einróma fylgja
þessu máli draga í efa að ekki
takist samningar um hundraðs
hluta ágóðans af getraununum.
Þar með hafa þeir líka varpað
frá sér þeim möguleika að afla
sér tekna til að losna úr skuld-
um, hafa fyrir daglegum rekst-
urskostnaði, eða afla fjár til
annarra málefna samb., t.d. hús
byggingar, eftir þeim leiðum,
sem venja hefur verið og venja
er hjá hliðstæðum samtökum.
Því miður blæs ekki byrlega
fyrir getraununum og ekki tíma
bært að reikna með ágóða úr
þeirri átt. Það verður því ekki
annað séð en með tillögu þess-
ari sé verið að svipta ISl þeim
tekjuöflunarleiðum, sem farnar
hafa verið.
Sambandsráð bannar að far.’ð
sé í fjáraflanir „sem byggjast
á framtaki íþróttafélaga eða
héraðssambanda“. Þetta sér-
kennilega orðalag má skilja svo
að ekki megi fara inná þær leið-
Samþykktin
Sambandsráðsfundur ÍSÍ
haldinn 24. og 25. okt.
1953 samþykkir að mæla
með framkominni tillögu
um sölu útfylltra getrauna
seðla (happdrættisform)
og mun hvetja alla sam-
bandsaðila sína að veita
forráðamönnum íslenzkra
getrauna alla þá aðstcð
við framkvæmd hennar
sem lienni. er unnt að
veita og heitir á alla aðila
ISÍ að leggja þeim alla þá
aðstoð sem á þeirra valdi
stendur.
Þá samþykldr fundurinn
einnig að óska þess að áð-
ur en til framkvæinda
kemur, verði gengð frá
þeirri hundraðstölu (%)
sem ÍSL myndi h’jóta af
nettóágóða, enda gangist
ÍSÍ ekki fyrir happdrætfi
eða öðrum fjáröflunum
seni byggjast á framtaki
íþróttafélaga og héracs-
sambanda (íþróítabanda-
laga).
ir sem félög'n hafa farið til
fjáröflunar eða framtak fé-
lagsmanna megi ekki 'nota til
þess að afla Iþróttasambandi
Isl. fé til reksturs síns. Þetta
er í eðli sínu fráleit kenning
og furðulegt að hún skuli koma
frá stjóm samtakanna. Það er
eins og þessir menn viti ekki
að Iþróttasambandið er til orð-
ið fyr’r atbeina félaganna, það
eru þau sem mynda sambandið,
það er þeirra eigið óskabarn.
Það eru félögin eða þing
þeirra sem verða að gera sér
ljóst hverja þjónustu þau vilja
fá hjá samband:nu, og leggja
því til það fó sem til þess þarf.
Því miður verðum við að horf-
ast í augu við þá staðreynd að
ekkert ársþing hefur veitt for-
svaranlegt fé til daglegs rekst-
urs sambandsins m'ðað við þá
kröfu sem gerð er til þjónust-
unnar. Þau verða að gera upp
við sig hvort þau vilja mikla
þjónustu og leggja þá mikið fé
til starfs sambands'as, en vilji
Fyrirspurn
Sigurbergur Elísson hefur beð-
ið Íþróttasíðuna að koma á fram-
færi við rétta a'ðila fyrirspurn
um það hvort heimilt sé að
framlengja í sama móti einn leik
um 2x5 m:n. en annan um 2x15
mín.
SVAR:
Íþróttasíðan sneri sér til Ólafs
Jónssonar formanns K. R. R. með
framanskráða fyrirspurn og gaf
Ólafur eftirfarandi uppiýsingar:
Varðandi mót það er nú stend-
ur yfir hefur K. R. R. samþykkt
að framlengja skuli leikjum, éf
með þarf í 2x5 mín.
þeir hinsvegar leggja lítið til
verður auðvitað að draga sam-
an þjónustuna.
Andinn sem ríkt hefur.
Andi þessarar tillögu er ná-
kvæmlega sá sami og ríkt hef-
ur gagnvart ISÍ í fjármálun-
um um fjölda ára. Á hverju
ársþkigi eru samþykkt fjár-
hagsáætlun sem ekki getur
staðizt, og það sem á vantar
verða þessir 5 menn sem í
stjórn sitja að afla með illu
eða góðu, og þá hefur oftast
verið rekizt á sama múrinn og
í tillögunni kemur fram: fé-
lögin hafa nóg með sig, okkur
kemur ykkar fjárhagur ekkert
við. Svona berlega hefur skref-
ið þó aldrei verið stigið fyrr
og að það skuli gert af sjálfri
stjórn sambandsins er næsta
furðulegt. /
Hefur sambandsstjórn heimild
til að afsala sér tekjustöfnum ?
Ef taka á tillögu þessa al- ‘
varlega getur Iþróttasamband
Islands ekki farið út í happ-
drætti, merlcjasölu, skemmtan-
ir ekki beðið.. velunnara íþrótt-
anna a'ð styrkja sambandið
með. gjöfum eins og gert var á
tímabili til að bjarga fjárhagn-
um það og það árið, því fjár-
Framh. á 11. síðu
Enska
deildakeppnin
Úrsiit s. 1. laugardag:
I. deild:
Arsenal 4 — Sheffield Wed. 1
Aston Villa 2 —- Boiton 2
Biaekpool 4 — W. B. A. 1
Cardiff 5 — Charlton 0
Chelsea 5 — Liverpool 2
Huddersfield 0 — Manch. Utd 0
Manch. City 3 —- Bumley 2
Portsmouth 0 —• Middlesbro 2
Sheffield Utd 3 — Newcastle 1
Sunderland 4 — Tottenham 3
Wolves 1 -—Preston 0'
W.B.A. 16 12 2 2 45-21 26
Wolves 16 10 4 2 41-23 24
Huddersfield 16 10 3 3 32-17 23
Burnley 16 10 0 6 36-29 20
Bolton 15' 7 5 3 26-21 19
Cardiff 16 7 5 4 20-18 19
Chariton 16 9 0 7 39-33 18
Blackpool 15 7 3 5 '30-24 17
Framhald á 11. síðu
Getrausraspá
Portsmouth 1 x
1
Bolton
Charlton — Huddersfield
Liverpool — Manch. City
Manch. Utd. Arsenal
Middlesbro — Wolves
Newcastle — Cardiff 1
Preston —• Blackpool 1
Sheffield — Wed.-Aston V.
Leeds Doncaster 1
Nottingham — Derby 1
Plymouth-Bristol Rov 1
Stoke — Everton
Kerfi 32 raðir.
Mts5 ' • M M M M X