Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 4
%.) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. nóvember 1953 SKAK Ritstj.: Guðmundur Amlaugsson V.------------ ------------—' ÞATTtJlt MÆSEWDANWA Þegar skákdálkurinn efndi til samkeppni um ráðningar skák- dæma og þrauta, kom í ljós áð í lesendahópnum leyndist margt ágætra skákmanna, og fleiri en mig hafði órað fyrir. Síðan hefur mér oftsinnis flogið í hug, að gaman værí að njóta lesendanna meira en verið hefur, fá skákir eða tafllok ffá þeim til birtingar við og við, koma þeim til að spreyta sig við samning taflloka eða skákdæma. Skákdálkurinn vill gjaman vera vettvangur slíkra frumsmíða. Þótt ýmsu kunni að verða ábótasamt fyrst í stað, er þó meira vert um hitt, að menn spreyti sig á nýjum viðfangsefnum. Er því hér með heitið á lesendur dálksins: Minnist dálksins, þegar þið tefl- ið skemmtilegar skákir eða ef upp koma kyndugar taflstöð- ur; sendið honum skákir eða tafllok, með skýringum eða án, frumsamin skákdaemi eða tafl- 3ok. Þetta þurfa ekki að vera nema svipmyndir: óvænt björg- un, kænlega snúið á andstæð- inginn (eða sjálfan mann!), krók- ur á móti bragði o. s. frv. o. s. frv. Af stað nú, góðir skákmenn! Dálkurinn mun reyna að verð- launa það bezta, sem honum foerst, með skákbókum :líkt. og í samkeppninni forðum. Hér kemur í dag — sem eins konar upphaf á þessum þáttum — skák er einn af lesendum .tefldi við Alatorzeff í fyrstu fjöiskákum hans, tafllok er sami lesandi sendi dálknum fyrir alllöngu, og skákdæmi, er dálkn- um var sent til birtingar fyrir fáum dögum: Aiatorzeff og Friðbj. Benónýss. * 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 d7—d6 3. Rgl—f3 g7—g6 4. g2—g3 Bf8—g7 5. Bfl—g2 0 0 6. o—o e7—e6 7. Rbl—c3 Rb8—c6 8. e2—e4 e6—e5 9. d4—d5 Rc6—e7 10. Rf3—el Rf6—d7 11. Rel—d3 f7—f5 Svartur stendur hreint ekki illa áð vigi þótt e-peðið hafi kostað hann tvo leiki, Hvítur setur nú hart á móti hörðu á miðborðinu en þó hallar heldur. ;á hann. 12. f2—f4 f5xe4 13. Rc3xe4 Re7—f5 14. Í4xe5 Rd7xf5 15. Bcl—g5 Dd8—e8 16. Ddl—c2 Re5—g4! Stefnir á e3.' Léttamenn svarts komast nokkuð inn ingarnar hjá hvít. fyrir víggirð- 17. Hal—el Bg7—d4t 18. Kgl—hl Rf5—e3 19. Hflxf8t De8xf8 20, Dc2—e2 h7—h6 21. Bg5—f4 g6—g5 22. Bf4xe3 23. Bg2—f3 Rg4xe3 Svartur hótaði Bg4. Til greina ikom að knýja fram drotlninga- kaup með 23. Df3, en staðan er þó erfið. Sem dæmi má nefna 23. Df3 Bg4 24. Dxf8f Hxf8 25. fo3 Rxg2 26. Kxg2 Bf3f 27. Kh3 g4f 28,. Kh4 He8 og vinnur. Sennilega var Rdf2 bezti leikur- inn.. 23...... . Bc8—d7 24. b2—b3 Ha8—e8 25. Rd3—f2 He8—e7 26. h2—h3? Nú tapar hvítur í fáum leikjum. Betra var að leika Bg2. 26. ... . Re3—f5! Hótar drottningarvinning. 27. Klil—h2 Bd4—e5 28. Rf2—hl Rf5—d4 og hvítur gafst upp. Svartur hefur teflt skákina vel og örugglega. Fyrir alllöngu sendi Friðbjöm skákdálknum tafllok, sem reynd- ar voru aldrei tefld, vegna þess að teflendurnir voru tveir, og sá réði, sem vildi fara aðra leið. Tafistaðan er þessi: ABCDEFGH og'leikurinn sem ekki var leik- inn, er Hg5—f5 og er spurningin þá sú, hvort hvítur geti unnið. Nú geta menn litið á taflstöðuna og borið sínar tillögur saman við þá vinningsleið, er Friðbjöm sendi, en hún er svo: 1. Hf3xf5 g6xf5 2. He7xa7 Rf8—e6 3. Ha7—a8t! Kg8—g7 4. Ha8—c8! Re6—c5 5. Hc8xc5! b6xc5 6. a4—a5 c5—c4 7. a5—a6 c4—c3 8. Kf2—el! f5—f4 9. a6—a7 f4—f3 og hvítur vinnur. Ekki munar þó nema einúm leik. Freistandi væri því 4 Í5—f4 5. Hc8—c6? Re6—v5 Hvað annað? 6. Hc8xc5 b6xc5 7. Kf3xf4 og nær hinu peðinu. Rangt væri. 4 f5—f4 5. Hc8—c6! Re6—c5 Nú' má ekki drepa R. 6. a4—a5 Rc5—e4t 7. Kf2—f3 Re4—d2t 8. Kf3—e2 Rd2—b3 og hótar nú bæði að drepa á a4 og Rc4f. Svo langt ná tillögur Friðbjörns og er þar litlu við að bæta. í öðru afbrigðinu þarf hvítur að gæta sín dálítið til að ráða við peðin eftir 7. leik, ef f-peðið fer af stað líka, en það tekst eins og mgnn geta séð. En í 5. leik þess afbrigðis getur svaríur reynt að leika f7—-f5. Sá leikur hindrar kónginn i að komast á- fram, og hvítur má enn ekki leika Hc3. Spurningunni, hvort hvítur geti unnið og þá hvernig, er bezt að skjóta til lesendanna. Sendið svör beint til mín eða til afgreiðslu blaðsins. Borgarlæknir svarar „Föður" og „Vigíúsi" —Skóla- læknisskoðun og óslægður íiskur — Skýringar frá Þjóðleikhússtjóra BLADINU hefur borizt bréf frá borgarlækni í tilefni .af skrif- um hér í Bæjarpóstinum. Fer bréf hans hér á eftir: Reykjavík 18. nóv. 1953 Herra ritstjóri! I blaði yðar hinn 10. þ.m. er fyi'irspurn til min, sem mér hefur því sést yfir þar til nú. Spurt er að því, hvers vegna læknisskoðun á gagnfræðaskóla- og framhaldsskólanemendum sé ekki framkvæmd strax, er skól- •arnir tak^ til starfa á haustin. Hingað til hefur læknisskoð- un ekki farið fram í gagn- fræðaskólum og 'öðrum fram- haldsskólum að öðru leyti en Á. S. 1952. Skákdæmlð: Hvítur á að máta í 2. leik. ABCDEFGH Lausn á 2. síðu. því, að iallir berklapróf- já- kvæðir nemendur eru röntgen- skoðaðir í berklavamarstöð- inni, sem sér um að það verði gert eins snemma á haustin og við verður komið. Auðsætt er, að brýn þörf er á fullkomnu heilbr.'gðiseftirliti í gagnfræðaskólum ekki síður en í bamaskólum, þar eð nem- endur gagnfræðastigsins eru á viðsjárverðasta þroskaskeiði námsáranna. Undanfarið hefur þess vegna verið þnnið að. þyí að.tryggja börnum-á gagrtfræðastigi her i Reykjavík samskonar læknis- eftirlit og verið hefur í barna- skólunum. Bæjarstjórn og menntamála- ráðuneytið hafa nú gefið sam- þykki sitt til að svo megi verða, og fékk málið endanlega af- greiðslu fyi-ir rúmum tveim vikum síðan. Var heilsuverndarstöðinni fal- ið að annast heilbrigðiseftir- litið í gagnfræðaskólum bæjar- ins, og er mér kunnugt um, að hrálið er í undirbúningi. — —o— Þá liefur „Vigfús“ veitzt að mér í blaði yðar í dag fyrir, að fisksalar hafa haft á boðstólum óslægðan fisk, en það er brot á heilbrigðissamþykktinni. Strax, er heilbrigðiseftirlitið varð vart við f ramangreint brot, voru fisksalar þeir, sem þar áttu hlut að máli, áminntir um að fara eftir ákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar í þessu efni sem öðrum. Því mið- ur tóku ekki allir fisksalar þessa áminningu til greina,, og hefur því þeim, sem það ekki igerðu, verið tilkynnt, að þeir yrðu kærðir, án frekari aðvör- unar, ef um endurtekningu yrði að ræða. Jón Sigurðsson ÚT AF SKRIFUM „Óánægðrar“ um Þjóðleikhúsið hér í dálk- unum fyrir skemmstu, hringdi Þjóðleikhússtjóri til. okkar og bað fyrir eftirfarandi skýringar í sambandi vð umrædda sýn- ingu á Sumri hallar. Fjársöfn- unarnefnd fyrir' sundhöll Vest- urbæjar hafði fengið keypta miða handa þeim sem unnu að fjárgöfnu.ninni og.fékk húiímið- .aná keyþta á vénjulegu-skóla- sýningarverði. Þarna var um að ræða stúlkur úr Kvenna- skólanum. Þær fengu að ráða hvort þær vildu sjá Sumri hallar eða Valtý á grænni treyju, og kusu heldur ,að horfa á Sumri hallar. Sýningar á því leikriti eru að vísu bann- aðar börnum, en þá er rniðað við fjórtán ár.a aldur, og stúlkur í Kvennaskólanum eru sennilega undantekningarlítið komnar yfir þann aldur, en leik- húsið h’efur ekki séð ástæðu til ,að að fylgjast með aldri gesta sinna við innganginn. Nokkuð bar á ókyrrð meðal ung’ing- anna fyrri hluta sýnmgar, en eftir hlé kveðst Þjóðleikhús-, stjóri hafa farið upp til þeirra og eftir það hafi framkoma þeirra verið óaðfinnanleg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.