Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22! nóvember 1953 &UFUR UTANGARÐS 45. .DAGUR Bóndinn í Bráðagerði ÍÞRÓTTIR RlTSTJÚRl F-KlMANN HELGASON samkomugestir orðnir óeirnir eftir léttari skemmtiatriðum. Jón lét sér þenna úrskurð lynda, enda mál fyrir hann að slökkva þorstann. Komst hanu á snoðir um það, hvert bæri að snúa sér 1 þeim efnum hjá fáeinum gelgjulegum únglíngspiltum er áttu samleið með honum. Var'ð Jón harla feginn, er hann komst í rennandi vatn og sloksði stórum. Það er naumast að þú ert þorstlátur, kallinn! sögðu piltarnir. Það gerir ekki að gamni sínu að éta saltfisk, sem hefir gleymst að útvatna, sagði Jón. Og þegar ekki er um annan bragðsterkari svaladrykk að ræða, verður maður að gera sér vatnssopann að góðu. En' nú hefði komið sér vel að hafa eitt pottmál eða svo, af ósvikinni sýrublöndu. Piltarnir sögðu að eítilvill gætu þeir gefið honum blöndusopa, þótt ekki yrði mældur í pottmálum. Þessu fyrirheiti til stað- festíngar dróu þeir upp pyttlu axlafulla og buðu Jóni að súpa á, hvað hann gerði csleitilega. Ekki jafnast þessi ávið blessaða sýrublönduna, sagði hann þegar hann tók stút'im frá munninum. En hafið þið samt guðsást fyrir dropanu, dreingir mínir! Eftirað hafa slökkt þorstann ætlaði Jón'að vita hvað skemmt- unínni liði, en piltarnir sögðu að ekkert lægi á, öttu að hon- um pyttlunni og átti Jón ekki hægt með að forsmá slíka greiða- semi. Hvað sem Öllu öðru líður, þarf ég að hafa tal af vissri manneskju áðuren lýkur, sagði hann. Strákarnir hugguðu hann með því, að einginn mundi hugsa til burtferðar þarsem fagnaður væri í þann veginn að hef jast. Það er líka sannarkga tími til kominn, sagði Jón, að hrista af sér allan barlóminn, sem maður hefir verið trakteraður á í kvöld. Ég hefi aldrei á minni lífsfæddri ævi heyrt annan eins þvættíng einsog hjá þessum mannbjálfa, sem talaði á eftir þíng- konunni. En líklega hefir skynsemin ekki hrokkið fyrir meiru. Piltarnir tóku upp þykkjuna fyrir hönd ræðumanns og sögðu, að hann væri gáfaðasti maðurinn í Flokknum. Sé hann það, þá hefir ekki orðið mikið afgángs handa þeim minnst gáfuðu, ansaði Jón. Piltarnir sögðu meö nokkurri drýldni, að það væri auðheyrt, að hann væri sveitamaður. Skilníngur búandkarla væri af eðli- legum orsökum í sétt vrð sauðarþöfuð og nautshausa. Bóadinn -svaraði þvi til, að mörg mannkindin mætti þakka fyrir að hafa, þó ekki væri nema meðal skepnuvit, en hans eig- in reynsla hina síðustu. daga hefði fært sér heim sanninn um, að í þeim efnum ættu margir lángt í land. Skítt með vitið, sögðu strákarnir, ef maður bara er í Flokkn- um. Nú ríður á því að bjarga þjóðinni, og ef Flokkurinn getur það ekki, þá getur það einginn. Ég hefi aldrei vitað vesalmennskuna bjarga einu eða neinú, sagði Jón. — En meðal annarra orða, dreingir minir! Væruð þið ekki til með að ráða ykkur til snúnínga norðurí Vegleysu- sveit. Hver veit, nema þið getið unnið fyrir mat ykkar og lið- lega það, þegar framí sækir. Ertu vitlaus, gamli rögðu strákarnir. Dettur þér í hug að við förum að ráða okkur í sveit? Við ætlum að bjarga þjóðinni, en það bjargar einginn þjóðinni með því að vera í sveit og púla upplá kúgras. Til þess cð bjarga þjóðinni verður maður að kom- ast á kontór. Það er einmitt það sem gildir, kall mirin ! Endaþótt kontórhugsjónir þessarrá úngmenna væru ærið framandi lífsviðhorfi bóndans, var hann ekki í skapi til þess að eiga í orðaskaki við piltúnga, sem ennþá var ekki sprottin grön fyrir æsku sakir, og höfðu auk þess sýnt honum örlæti. Var líka spilamennska í þann veginn að hefjast. Tókst Jóni með nokkurri bragðvísi að sjá svo til, að hann sæti á móti þíng- konunni. Hafði hann laungum haft skemmtun að því að grípa i spil, og stóðu honurri fáir á sporði í hjónasæng, gömlujómfrú, kasínu, marías, að ógleymdu púkkinu, sem ekki var til siðs að spila nema í jólunum En hér ikom á daginn, að spilareglur voru aðrar en hann hafði vanist, en Jón var fljótur að tileinka sér nýjúngar í þeim efnum. Vann hann fyrsta spilið glæsilega ásamt þíngkonunni, en mitt í sigurgleðinni hnykkti honum ónotalega við, er hann að loknv, spili hlaut að færa sig um set að öðru borði, sem hafði ekki uppá þíngkonu að bjóða. Kom fyrir ekki, þótt hann mótmælti slíku ofbeldi harðlega. En þrátt fyrir endurtekna flutnínga frá einu borði til annars meðan spila- mennskan stóð yfir, græddi hann á tá og fíngri og var láng- hæStur að slagafjölda um það er lauk, og skipti ekki máli hver mótspilarinn var. Hlaut hann að verðlaunum fyrir frammi- stöðuna, böggul sýndarmikinn. Var torsótt innúr umbúðunum, kom þó í Ijós um síðir fígúra ein lítil í mannsmynd, Sem pataði Frá fundi iIKRR 13. nóv. s.I. Handknatlleiksmenn viíja landskeppni við Hozðmenn og Finna í voz, betsi kennara írá Laugarvatni og ábyrga dómara Aðalfundur Handknattleiks- ráðs Reykjavíkur var haldinn 13. nóvember sl. í félags- heimi'í Va'ls. Gaf fráfarandi stjórn skýrslu um störf rá&sins á liðnu ári. Á fundinum var kosin nýr formaður, Karl Benediktsson, ungur og áhugasamur maður úr Knattspymufélaginu Fram, Með honum voru kjörnir í ráð- ið úr hinum félögunum þessir menn: Þór Steingrímsson frá Ármanni, Böðvar Guðmundsson frá Þrótti, Ásgeir Magnússon frá Víking, Pétur Bjarnason frá Val,. Þorbjörn Friðriksson frá KR og Gunnar Bjarnason frá ÍR. Flestir munu menn þess- ir vera nýir í ráðinu og allt eru þetta ungir menn og áhuga samir. Er vona.ndi að hinir eldri standi við hlið þeirra með- an þeir eru að fá nauðsynlega reynslu sem „utanríkisráðherr- ar“ félaga sinna í þessari sér- grein. Þeir sem til þekkja vita að þeirra bíður mikið starf og að í mörg horn verður að líta, en til þess að sigrast á þeim verkefnum sem fram und- a.n eru er eitt riauðsýnlegt og það er: að hver maður geri skyldu sína. Á fundinum voru samþykkt- ar nokkrar tillögur og verður þriggja þeirra getið hér. Félögin ábyrgist dómara. Samþykkt var ekiróma að setja sem gkilyrði fyrir þátt- töku flokka í mótum innan HKRR, að félagið verði að tilnefna jafnmarga dómara til að dæma í mótinu og það sendi marga flokka til keppni. Tillaga þessi, sem var raun- ar rædd á fundi handkn§ttleiks- manna s.l. vor, er fram komin vegna þess að ekki hefur tek- izt áð fá dómara til að starfa að þessu máli með þeirri skyldu tilfinningu, sem nauðsynleg er. Menn með dómaraprófi hafa neitað að dæma án þess að hafa frambærilegar afsakanir. Hefur oft horft til stórvand- ræða með dómara, en það hef- ur þó oft bjargað að fram- kvæmdanefndirnar hafa átt per- sónulega vini. Slíkt er ófært, því að hinn eini „persónulegi vinur“ er í þessu tilfelh í- þróttin og framgangur hennar. Handknattleiksmenn líta svo á að dómarastarfið sé ekki síð- ur þýðingarmikið fyrir vöxt og viðgang handknattleiksins sem keppnisíþróttar en t.d. kennar- ar. Þess vegna verða félögiu að leggja til áhugamenn til að tryggja þennan þátt íþróttar- innar. Þeir benda á að án dcm- ara geti leikur ekki farið fram og því sé eðlilegt að félögin tryggi það að leikur fari fram með starfsfúsum dómara, þeg- ar þau hafa lagt ærið fé til að búa leikmenn undir keppni. Að sjálfsögðu annast og undir- býr ráðið námskeið fyrir dóm- ara, og mun eitt slíkt vera í undirbúningi. Skorað á ISl að koma á lauds- keppni við Norðmenn og Finiui. Þá var samþykkt tillaga þess efnis að skora á framkvæmda- stjóm ISÍ að reyna að koma á landskeppni við Norðmenn og Finna pæsta vor og fari keppn- in fram í viðkomandi löndum. Á s.l. vori komu mjög til orða samskipti við þessi lönd en af ýmsum ástæðum þótti slíkt ekki hyggilegt. Þá var til þess ætlazt að málið yrði tekið upp í haust aftur.og því merkilegt að ekkert skuli hafa heyrzt frá framkvæmdast jórn ISÍ um þetta. Handknattleiksmönnum sem öðrum íþróttamönnum er það Z e n i t h í Noregi i Vann Sdrpsborg með aðeins 2:1 Sigur Zenith í fyrsta leik þeirra varð ekki eins mikill og búizt hafði verið við eða 2:1. í blöðum kemur þó f'ram að leik- urinn hefur verið ákaflega ó- jafn og að fyrri hálfleikur hafi farið - fram nærri eingöngu á vallarhelmingi Norðmanna. Blöð- in segja að í listum, leikni og samleik hafi þeir verið mjög góðir en skotin hafi ekki verið nógu ratvís í markið. í markinu var líka Asbiörn Andersen lands- liðsmarkmaður Norðmanna og varði hann frábærlega vel og var bezti maður vallarins. Vann í Oslo 6:0 í Osló virðist Zenith hafa tek- izt betur upp og verið heppnara með skotin, þar sem liðið vann 6:0 (2:0). Segia blöð að þeir hafi leikið sér að norska liðinu sem hafi verið veikt. Segir að Zen- ith hafi -ákveðið að leika gegn Skeid-Spartacus jákvæðari leik en í Sarpsborg. nauðsynleg hvatning að eiga keppni við samherja frá öðr- um löndum. Allur slíkur undir, búningur tekur langan tíma, ekki sízt þegar fé er lítið til fararinnar og safna verður miklum peningum, ef farið yrði. Betri menntun haridknattlelks- kennara á íþróttakennara- skólanum. Þá skoraði fundurinn á í- þróttafulltrúa ríkisins og skóla- nefnd Iþróttaskólans á Lauga- vatni að leggja meiri áherzlu á fræðslu kennaraefna og þá sérstaklega að því er snerti handknattleik. Virðist ríkjandi mikil óánægja með hæfni þeirra kennara, sem útskrifast frá Laugarvatni til að kenna hand- knattleik. Var því jafnvel haldið fram á fundinum að handknattleikur væri illa séð- ur í Iþróttakennaraskólanum og hefði orðið að láta í minni pokann þar fyrir körfuknatt- leiknum. Þetta eru alvarlegar ásalcanir og kemur spænskt fyrir að heyra að einhver í- þróttagrein sem stunduð er af jafnmörgum og t. d. handknatt- leikur sé „illa séð“ í Iþrótta- kennaraskóla Islands. Raunar $r þetta ekki í fyrsta skipti sem bornar eru fram á- skoranir sem fela í sér stór- kostlegar aðfinnslur er stund- um nálgast vantraust á I- þróttakennaraskólann. Vassili Kúsneisoff varð iuaþrautarmeisfari Sovéiríkjanna Fyrir nokkru varð Vassili Kúsnetsoff sovézkur meistari í tugþraut, fékk 6862 stig. Keppn;n fór fram í Akhabad í Turkestan. Fimmtarþraut kveana vann Alexandra Sjúd- ína með 4506 stigum. Handknaiileiksmeist- araméi Reykjavikur Á miðvikudagskvöld hófst handknattleiksmót Reykjavíkur í meistaraflokki karla og fóru leikar þannig: Valur—Fram 12:12, Þróttur—í. R. 7:6 og K.R. —Víkingur 14:12. Leikirnir á íöstudagskvöld fóru þannig: Fram—Þróttur 20:10, K.R.—í. R. 14:2 og Víking- ur—Ármann 9:3. í kvöld keppa svo þessi fé- lög K. R.—Ármann, Fram—í. R., og. Valur—Þróttur.Margir leikj- anna hafa verið jgfnir og óvissir og keppnin því oft nokkuð „spennandi". Kvikmyndir Framhald af 7. síðu. stendur: Bönnuð börnum innan 16 ára. Örn. Nýja bíó: VILLI STRÍÐSMAÐUR SNÝR HEUVI (Amerísk) Þótt amerískar gamanmynd- ir jafnist ekki á við evrópskar eru kostir þeirra margir. Einna helztir eru snjöll kvikmyndun og hraði í frásögn. Efni þessar- ar kvikmyndar er ekki beint frumlegt en það er tekið riýj- um tökum. Dan Dailey er allskemmtileg- ur í hlutverki Bills, hermanas- ins, sem heldur hann fái aldrei tækifæri til að verða hetja en verður það svo öllum að óvör- um. Annars er maðurinn lítt hetjulegur í framgöngu. Það er hressilegur blær yf- ir þessari kvikmynd og vel þess virði að sjá hana. En samanborið við The Lavender Hill Mob bliknar hún auðvitað. Næsta mynd er „Ringky“ sem erlendir gagnrýnendur hafa hrósað bæði oft og víða. — Örn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.