Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 6
<!) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 22. nóvember 1953.
þlÓÐVIUINN
Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundvr Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
10. — Simi 7500 (3 línur).
Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Bærinn og byggingamálin
Um fá mál sem snerta velferð og hagsmuni íbúa höfuðborgar-
irnar hefur frá upphafi verið jafn djúptæ-kur ágeiningur milli
höfuðflokka bæjarstjórnarinnar, íhaldsins og Sósialistaflokksins,
eins og um húsnæðismálin og þátttöku bæjarins í lausn þeirra.
Lengi vel var því haldið ákveöið fram af íhaldinu og fulltrúum
þess í bæjarstjórn að lausn húsnæðismálsins væri ekki í verka-
h'ring stjórnar bæjarins. Hver einstaklingur yrði að sjá sér og
sínum fyrir þessum þörfum, án nokkurra afskipta af hálfu bæj-
arfélagsins umfram undirbúning byggingalóða og annað sem
stendur í óhjákvæmilegu sambandi við hann.
Sósíglistaflokkurinn hefur jafnan haldið fram annarri og
i-,agnstæðri stefnu. Hann hefur ikrafizt þess og barizt fyrir því
í.ð bæjarfélagið hefði á hverjum tíma sem gleggst yfirlit um á-
standið í húsnæðismálunum, styddi af alefli byggingastarfsemi
Lyggingasamvinnufélaga, verkamannabústaða og einstaklinga
og hefði sem nánasta samvinnu við alla þessa aðilja um lausn
vandamálsins. En jafoframt hefur Sósíalistaflokkurinn lagt
sterka áherzlu á, að þegar athafnir einstaklinganna og félags-
ramtakanna hrykkju ekki til vrði bærinn sjálfur að byggja það
sém á skorti til þess að allir bæjarbúar ættu kost á mannsæm-
ándi húsnæði.
Það var fyrir þrotlausa baráttu Sósíalistaflokksins sem íhaldið
var hrakið á það undanhald frá stefnu sinni, sem birtist í bygg-
mgu bæjarhúsanna við Skúlagötu, Hringbraut, Lönguhlíð og í
Bústaðahverfi. Óttinn við það almenningsálit sem sósialistar
sköpuðu með starfi sínu og stefnu neyddi Ihaldið tíl þess und-
anhalds. Allar þessar byggingar voru spor i rétta átt þótt ráð-
stöfun flestra þeirra reyndist ekki í samræmi við fjárhagsgetu
þeirra sem brýnasta höfðu þörfina fyrir bættan húsakost.
En svo sjálfsögð og nauðsynleg sem þau afskipti bæjarins
. voru sem íhaldsmeirihlutinn var knúinn til með byggingu þessara
íbúða, hefur þörfin aldrei verið brýnni en einmitt nú á skipu-
lögðu og rösklegu át.aki af hálfu bæjarins í byggingamáliun.
Þúsundir Reykvíkinga eru herfang þess mikla húsnæðisskorts
sem skipulagður hefur verið yfir fólkið með byggingabanni und-
snfarinna ára. Þetta er á allra vitorði þótt fulltrúar Ihaldsins í
bæjarstjóra standi eins og veggur gegn öllum tillögum um ná-
i.'væma rannsókn á húsnæðisástandinu, sem þó er vissulega skil-
yrði fyrir þvi að þannig verði staðið að framkvæmdum í bygg-
ingamálum að tekið verði fyrir rætur þess mikla mannfélagsböls
sem húsnæðisneyðin er orðin.
Eigi að síður er vita.nlegt að ekki færri en 8000 Reykvík-
ir.gar búa við óhæfan og heilsuspillandi húsakost, og þar af búa
2400 manns i 12-14 ára gömlum hermannaskálum. Yfirgnæfandi
meirí hluti braggabúanna eða um 1800 manns, eru konur og
nörn. Engin von er til þess að þorri þessa fólks geti af eigin
rammleik komizt yfir anaað húsnæði. Það er því alveg augljóst
oð þótt svo færi að aðslaða einstaklinga og félagssamtaka til
byggingaframkvæmda batnaði stórlega frá því sem nú er verð-
jir bröggunum og öðru álíka húsnæði, sem fólk býr nú i, ekki út-
rýmt nema fyrir atbeina bæjarfélagsins. Og til þess þarf að gera
nikið átak með aoatoð ríkisvaldsins eða erlendri lántöku að
öðrum kosti.
Fyrir þessu hefur Sósíalistaflokkurinn beitt sér og barizt í
bæjarstjóia árum saman við harðvítuga andstöðu Ihaldsins sem
fellt hefur allar tillögur sem ganga í þessa átt. Úrræði íhaldsins
hefur verið það eitt að halda að sér höndum með þeim afleið-
ingum að íbúum óhæfs húsnæðis hefur fjölgað stórlega með ári
hverju. Og enn hefur Ihaldið ekkert lært og engu gleymt, það
sýndi afstaða þess í bæjarstjórn s.l. fimmtudag, þegar Sósíalista-
Uokkurinn lagði fram rökstudda tillögu um að bærinn hæfi þegar
undirbúning að byggingu 800 sambýlisíbúða, sem leigðar yrðu
barnafjölsky.Idum er búa í bröggum og öðru heilsuspillandi hús-
næði •— og bröggunum þannig útrýmt á næstu tveimur árum.
Tillagan var felld með 8 atkvæðum íhaldins gegn 7 atkvæðum
minnihlutaflokkanna.
Reynsla Reykvíkinga af afstöðu bæjarstjórnarmeirihlutans
til byggingamálanna sýmr svo ljóst að ekki verður um villzt að
þáu mál verða aldrei leyst á viðunandi hátt fyrir alþýðu bæj-
arins meðan Ihaldið fer með sjórn bæjarmálanna. Þess vegna
þarf reykvísk alþýða að sameinast í komandi bæjarstjórnarkosn-
ingum og svifta Ihaldið núverandi valdaaðstöðu.
Auðvelda leiðin
I átökum rejuiir á mann-
gildið. Það nægir ekki að
vinna vel, halda fram rétt-
um málstað, safaa óvefengj-
anlegustu rökum,. semja
snjallar ræður — menn
verða líka að geta staðizt
hverskyns árásir andstæð-
inganna. Að stríða fyrir rétt-
an málstað er ekki aðeins sú
göfuga íþrótt sem um getur
í riddarasögum; gegn henni
er stefnt hverskyns hroða,
rógburði, níði og margþætt-
ustu ofsóknum. Og þá reynir
á manngildið, að skríða ekki
í skjól, sveigja ekki undan.
Við þær aðstæður skal mann
inn reyna, sumir skírast við
hverja raun, aðrir bíða per-
sónulegan ósigur og hverfa
úr baráttunni.
'□
y S
Þetta er einkenni allra á-
taka og hefur sett sinn sér-
staka svip á stjóramálaþró-
unina hérlendis síðan stríði
lauk. Hér hefur verið háð
hörð barátta um sjálft fjör-
egg þjóðarinnar: eiga ís-
leadingar að lifa í landi sínu
.einir og frjálsir eða beyjgja
sig í dustið fyrir erlendu stór
veldi? Islenzkir sósíalistar
hafa frá upphafi haft for-
ustu í þessari baráttu, beitt
allri orku sinni til að vekja
þjóðina og hvetja hana til
dirfsku og manndáðar; þeir
hafa aldrei sveigt undan,
aldrei slakað á. En þeir hafa
einnig orðið að þola allt það
moldviðrí sem umboðsmenn
erlends valds hafa að þeim
stefnt. Blöð og útvarp her-
námsflokkanna hafa aðeins
átt eitt verkefni síðan 1946,
að níða íslenzka sósíalista, og
þeim hefur sérstaklega verið
falið að iklifa á því að sjálf-
stæðisbarátta Islendinga
væri unnin á þágu Rússa.
Þetta moldviðri hefur verið
dimmt, og hver einasti Is--
lendingur hefur orðið að sann
reyna manngildi sitt í því.
Sósíalistaflokkurinn er sjálf-
ur sönnunin um úrslit þeirr-
ar prófraunar, en hins er
ekki að dyljast að ýmsir
hafa bognað í átökuuum,
skriðið í skjól. Það var auð-
velt að vera sósíalisti á ný-
sköpunarárunum; en það er
fánýt von að barátta fyrir
rettum málstað geti verið
„auðveld“.
□
Sósíalistaflokkurinn hefur
staðizt hverja raun. Með
þrautseigu, fórnfúsu starfi
hélt hann áfram að segja
þjóðinni sannleikann, vlsa
henni réttar brautir. Og bar-
áttan færði árangur, mánuð
eftir mánuð og ár eftir ár
óx andstaðan gegn hinu er-
lenda valdi innan allra
flokka og á síðasta ári var
ljóst að flótti var að bresta
í lið hernámsflokkanna. Þeg-
ar svo var komið futidu þeir
sem í skjól höfðu skriðið að
veður var að skipast í lofti;
ef til vill værí óhætt að
voga sér ut á bersvæði. Og
þeir réðu ráðum sínum:
Voru ekki einmitt nú tök á
að heyja „auðvelda“ baráttu
með því að hagnýta sér allar
vinsældiniar af starfi sósíal-'
ista en flýja árásir þær sem
þeir höfðu orðið fyrir? Og
þeir stofnuðu stjóramála-
flokk, birtu í blaði sínu grein
ar úr Þjóðviljanum og bættu
við versta hroðanum úr
Morgunblaðinu, fluttu ræður
sósíalista og bættu við lág-
kúrulegasta níðinu úr mál-
flutnitagi Bjarna Benedikts-
sonar.
□ "
Og var ekki einmitt fundin
þarna sú auðvelda leið sem
fljótgengnust var að réttu
marki? Voru þarna ekki
slegin vopnin úr höndum
hemámsmanna ? Á það
reyndi þegar i uppliafi
þings. Þá átti að kjósa
menn í nefndir þingsins og
það var um tvennt að tefla,
að afhenda hernámsmönnum
alræðisvald í nefndunum eða
trvggja andstæðingum her-
‘tiámsins einn mann í hverri.
Forsprakkarnir sem fundið
höfðu nýjan veðurdyn voru
um það spúrðir hvort þeir
vildu menn á borð við Bjarna
Benediktsson, Eystein Jóns-
son og Guðmund I. Guð-
mundsson eða Einar Olgeirs-
son, Finnboga Rút Valdimars
son og sjálfan Gils Guð-
mundsson. Allt í einu stóðu
þeir á bersvæði, fjarri skjóli,
það var um tvennt að velja
og engin ,,auðveld“ leið til.
Annars vegar höfðu þeir
loforð sín við kjósendur um
afdráttarlausa baráttu gegn
hernáminu, hins vegar full-
vissuna um moldviðri það
sem á þeim myndi dynja ef
þeir stæðu við fyrirheit sín.
Þeir voru komnir í þá að-
stöðu sem þeir vildu umfrám
allt forðast; það reyndi á
manngildið. Og' 'það fór
sem vænta mátti, þeir
skriðu í skjól enn sem
fyrr, heyktust á lofor'ðum
sínum; óttinn við andblást
urinn var sterkari en mál-
staður sá sem þeir töldu sig
fY'gja- Atkvæði þau sem
Þjóðvamarflokknum höfðu
verið greidd voru hagnýtt til
að styrkja aðstöðu Bjarna
Benediktssonar, Eystein Jóns
sonar og Guðmundar I. Guð-
mundssonar. Þarna voru
fundnir þeir „æskilegu and-
stæðingar" sem um getur í
Frjálsri þjóð.
□ '
Það er ekki til nein „auð-
veld“ leið. Þeir sem vilja
koma fram einhverju góðu
máli verða að hafa þrek til
að standast aðsókn andstæð-
inga sinna, að öðrum kosti
eiga þeir bezt heima í skjóli
sínu. Sá sem lætur óttann
við erfiðleikana ráða gerðum
sínum hefur beðið það tjón
á sálu sinni sem ekki verð-
ur bætt. Þetta hafa stuðn-
ingsmenn Þjóðvarnarflokks-
ins einnig sannað í raua.
Á þeim hefur dunð ná
kvæmlega sami munnsöfn-
uðurinn og sósíalistar þekkja
bezt, þeir hafa verið bornir
sömu getsökum, þeir hafa
fengið að kynnast atvinnu-
ofsóknum. Þeir vita að þessi
hríð verður þeim mun harð-
ari sem þeir vinna betur að
hugsjónum sínum, hún verð-
ur aðeins umflúin með því
að bregðast málstaðnum.
Þessir tveir kostir einir eru
fyrir hendi og engin „auð-
veld“ leið. Forsprakkar
flokksins hafa valið þa.nn
kost að beygja af fyrir ygli-
rvip Bjarna Benediktssonar,
en var ekki til annars ætl-
azt af þeim kjóseadum sem
veittu þeim brautargengi í
sumar ?
□
Það verkefni er nú brýn-
ast í islenzkum þjóðmálum
að sameina alla a.ndstæðinga
hernámsins í eína fylkingu.
En sú sameining getur aldrei
orðið um heigulsskap og
manndómsleysi, um að flýja
erfiðleikana og guggna fyrir
fáryrðum. Hún hlýtur að
hafa að markmiði sameigin-
lega baráttu, þar sem rcy.nir
á manngildið. Þar eiga heima
hlið við hlið sósíalistar, Sjálf
stæðismenn. Alþýðuflokks-
mena, Framsóknarmenn,
Þjóðvarnarmen.n, áðeins ef
þeir vilja vera Islendingar
og þora að vera það. Menn
geta haft mismunandi skoð-
anir á sósíalisma og kapítal-
isma, á stjórnarfari í Sovét-
ríkjunum og Bandaríkjunum,
Kína og Argentínu, en það
má aldrei sundra þeirri bar-
áttu sem þjóðarsómi býður.
Slík sameining tókst í síð-
ustu styrjöld í löadum þeim
sem nazistar hernámu þótt
aðstæðurnar .þar væru marg-
falt örðugri en þær sem
við þekkjum, og sigrarnir
urðu miklir og minnisstæðir.
Víst voru þá til menn sem
héldu því fram að sú bar-
átta væri háð í þágu Rússa,
eins og Bjarni Benediktsson
og Gils Guðmundsson pré-
dikaði nú sameiginlega, en
þeir hlutu sinn dóm sem
hlaupagikkir erlends valds.
Eins mun fara hér. Þessi
leið er áð vísu engan veg-
i.nn auðveld henni fv^gja
erfiðleikar, átök og fórnir
sem vísa i skjól þeim mönn-
um sem þar eru bezt geymd-
ir. En þetta er eiaa leiðin
sem er fær ef
Island á að
standast.
A
'TZýUó
»#######################################»»######^ ################################################»