Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.11.1953, Blaðsíða 10
ÍÖ) — ÞJÓÐVILJINN — Sunuudagur 22. nóvember 1953 einaflisþáti nr i* Skrauilegir smáSfiiuÉii* Ef manni finnst dauflegt í stof- •unum ag maður hefur ekki efni á að kaupa stóra hluti, getur það toætt mikið úr skák að korna sér upp fjörlegum smáhlutum.. Sam- stæður öskubakki og sígarettu- krukka getur lífgað upp á lítið toorð og orðið til þess að maður 'te-kur ekki eins eftir rispunum í borðplötunni og slitnu áklæð- inu á hægindastólnum. Þeir sem gefa húsráðendum svona smá- toluti, þurfa að gæta þess, að þeir fari vel á viðkomandi heim- áli og mega ekki móðgast, ef sá sem fær gjöfina skiptir henni fyrir eitthvað annað, sem ef til vill fer betur. Oft er erfitt að finna muni sem fara vel á heim- ilum annarra, og ef maður veit ekki nákvæmlega, hvers fólkið óskar sér, getur oft farið svo að munirnir henti ekki sem bezt. Er það heotngt? Nokkur ár eru liðin, síðan úeirgerðarmenn bjuggu til sam- i'asta undirskál og kökudisk. Nú eru hvítar postulínssamstæður af þessu tagi komnar á markaðinn 4 Danmörk og framleiddar í ijö’daframleiðslu. Myndin er úr dönsku listiðnaðarblaði, þar sem a.aiað er um þennan áðurnefnda disk og auglýst er eftir umsögn- íum neytenda. Fljótt á lit ð skyjdi snaður ætla að - svona diskur neíði marga kosti. Það er hæg- -ara að ganga um með svona sam- samstæðu þegar drukkið er standandi auk þess sem það íilýtur að auðvelda uppþvott'nn. JSn það er ekki eins skraut’eg' þegar lagt er á borð'og margar -íúsmæður hafa ugg’.aust þa «ögu að segja, að iausir köku- diskar séu til márgra liluta nyt- áamlegir. Ol't og iðulega eru mat- arleifar settar inn í matarskáp- rnn á kökudiski, sömuleið's er ýmislegt borið á þeim inn á mat- toorðið, svo sem gúrkur, tómat- ar o. þvl. Venju^egi - kökudisk- -jrinn er miög gagnlegur og kost- :r hans fara í súginn um leið og hann er orðinn áfastur við fundirskál. Arítaki skokkpiisins Ermalausi kjóllinn virðist ætla að taka við af venjulega skokkpilsinu. Enda er það tízka sem er kærkomin öllum þeim, sem eiga gamlan kjól, sém er slitinn. undir höndunum. Þá er ekki annað en klippa ermarnar af, fara í blússu undir hann og um leið ertu klædd sam- kvæmt nýjustu tízku. Flestir crmalausu kjplax'nir eru flggn- ir í hálsinn, stundum eru þeir með djúp V-hálsmál eins og kjóllinn á myndinni, en einnig eru oft á þeim ferhyrnd eða bogmynduð hálsmál. Einnig sjást oft ermalausir kjólar sem eru háir í hálsinn eða með kraga. HeiIiæSi til lornegypta 1 handriti, sem ritað var 3000 árum fyrir tímatal okk- ar, eru egypzka eiginmannin- um gefin eftirfarandi heilræði: „Ef þú ert vitur, annast þú heimili þitt, elskar og vir'ðir maka þinn, fæíir hana, klæðir og gefur henni skartgripi. Veittu henni ilma.n og ánægju meðaa þú lifir, því að hún er f jársjóður, sem þú þirft að ! gera þig verðan. Vertu ekki j har'ðstjóri; alúð fær áorkað 1 meiru en harka. } Léttur er þá andardráttur ; hennar og glaðleg augun sem horfa í spegilinn. Með ánægju dvelur hún þá á heimili þínu og sinnir störfum sínum með ást og ánægju." RmeirískKs: ksaSi Húsmóðir ein í Chicágo-hjá- borginni North’eik telur sig eiga heimsmet í hraða í barn- eignum. Frú Corinne Mock, sem er að- eins 24ra ára, hefur eignazt sjö sy.ni á 5 árum, 10 mánuðum og 8 dögum — eða með öðrum orö um hefur hún eignazt barn tíunda hvern mánuð síðan 1947 þegar hún var 18 ára. Þrír syn- ir hafa fæðzt á 21 mánaðar tímabili — þ.e.a.s. með sjö mánaða millibili að méðaltali. Ekkert barnan.na eru tví- eða þríburar. Elzta barnið er sex ára, hið yngsta sex vikna. 16. er y 'i SAKAMÁLASAGA eftir HORACE MCCOY y Allir þutu samtímis í áttina til hans. Allt komst á ringulreið. Við James vorum fyrstir á vettvang; \dð þrifum í hann og slitum Lillian af honum. Hún sat á gólfinu eins og stirðnuð, studdi handleggj- 'unum í gólfið, hallaði höfðinu aftur með galop- inn munn — eins og sjúklingur hjá tannlækni. Pedro tautaði eitthvað fyrir munni sér og hann virtist ekki þekkja neitt okkar. James stjakaði við honum og liann hörfaði aftur á bak. Eg tók undir liandleggina á Lillian og hjálpaði henni á fætur. Hún hristist eins og vöðvadansmær. Socks og Rocky komu þjótandi og tóku hvor í sinn handlegg á Pedro. „Hvað gengur eiginlega á fyrir þér?“ þrum- aði Socks. Pedro leit á Socks, hærði varirnar en sagði ekkert. Svo kom hann auga á Rocky og svipur hans breyttist, varð tryllingslegur. Hann sleit sig lausan, gekk nokkur skref aftur á bak og þrei.faði í vasa sinn. „Vahaðu þig —“ kallaði einhver. Pedro æddi áfram með hníf í hendinni. Rocky reyndi að víkja til hliðar, en þetta gerðist allt svo íljótt, að honum tókst það ekki. Hnifurinn kom í vinstui liandlegg hans, rétt fyrir neðan öxlina. Hann rak upp hljóð og tók á rás. Pedro ætlaði að elta' hann, en áður en hann komst af stað. var Socks búinn að slá hann í hnakkann með leðurkylfu. Dynkurinn yfirgnæfði músikk- ina í útvarpinu. Pedro stóð þama með heimsku- legt glott á andlitinu og Soks barði hann aftur með kylfunni. Handleggir Pedros féllu niður með hliðunum og hnífurinn datt í gólfið. Fæturnir kiktiuðu undir honum og svo hneig hann niður. . „Út með hann“, sagði Socks og tók hnífinn upp. James Batcs, Mack Aston og Vee Lovell lj-ftu Pedro upp og báru hamn inn í búningsherbergið. „Sitjið kyxr, herrar mínir og frúr —“ sagði Soks við áhorfendur. „Gerið svo vél og sitja ikyrr —“ Ég studdi við bakið á Lillian. Hún skalf ennþá eins og hrísla. „Hvað kom fyrir?“ spurði Socks. „Hann bar upp á mig svik —“ sagði hún. „Svo sló hann mig og ætlaði að kjorkja mig —“ „Haldið áfram, krakkar“, sagði Socks. „Lát- ið eins og ekkert sé, Hæ, hjúkrunarkona — hjálpaðu stúlkunni ina í búningsherhergið —“ Socks gaf Rollo sem stóð uppi á pallinum merki, og flautan blés og tilkynnti hlé. Það var nokkrum mínútum of fljótt. Hjúkrunarkonan tók við Lillian og stelpurnar hópuðust kring- nm þær og gengu inn í búoingsherbergin. Um leið og ég gekk út hejTði ég að Rollo var að segja eitthvað gáfulegt í hljóðnemann. hrossum ekki lógað? Rocky stóð við þvottafatið, liann var kominn úr jakkanum og skyrtunni og þerraði á sér- jxlina með handfylli af bréfhandklæðum. Blóð- ið streymdi niður handlegg hans og litaði fingur hans. ,,Þú ættir að láta lækninn búa um þetta“, sagði Socks. „Hvar í fjandanum er læknirinn?“ öskraði hann. „Hér —“ sagði læknirinn itm leið og hann licm út af klósettinu. „1 eina skiptið sem við þurfimi á þér að halda liturðu á kamrinum", sagði Socks. „Líttu á liandlegginn á Rocky“. Pedro lá á gólfinu; Mack Aston stóð yfir iionum, neri á honum magann eins og björg- inarmaður yfir manni sem hefur naumlega Joppið við drukknun. „Frá —“ sagði Vee Lovell, sem kom með 'ulla vatnsfötu. Mack hörfaði undan og Vee hellti vatninu framaní Pedro. Það hafði engin áhrif á hann. Hann lá þama eins og trédrumb- ur. James Bates sótti aðra fötu af vatni og hellti innihaldinu yfir hann. Nú fór Pedro að sýna lífsmark. Hann hreyfði sig aðeins, opn- aði augun. „Hann er að jafna sig“, sagði Vee Lovell. „Ég verð að aka Rocky á sjúkrahúsið í bíln- um mímmi“, sagði læknirinn um leið og hann fór úr slopptmm. „Það er djúpur skurður á handleggnum á honum — næstum inn í bein. Það verður að sauma hann saman. Hver gerði það?“ „Þessi mannfýla —“ sagði Socks og benti á Pedro með fætinum. „Hann hlýtur að hafa notað rakhníf", sagði læknirinn. „Sjáðu —“ sagði Socks og rétti honum hníf- inn. Socks hélt enn á leðurkylfunni í hinni hendinni. „Það var og“, sagði læknirinn og rétti hon- um hnífmn aftur. Pedro settist upp, neri á sér kjálkann og leit ringlaður í kringum sig. „Það er ekki kjálkinn á þér“, sagði ég við hann í huganum,,, það var hnakkinn‘“. „Komum nú í hamingju bænum'j sagði Rocky við læknkm. „Mér blæðir út með þessu áfram- haldi. Og þú, þinn andskoti —sagði hann við Pedro. ,Ég fer í mál við þig —“ Pedro horfði illskulega á hann en sagði ekki neitt. „Það verður ekki farið í neitt mál“, sagði Socks. „Ég á fullt í fangi með að halda opnu eins og er. Farðu varlega næst þegar þú stingur undan —“ „Ég var ekki að stinga undan neinum“, sagði Rocky. „—“ sagði Socks. „Farðu með hann út um bakdyrnar, læknir“. „Jæja, Rocky“, sagðidæknirinn. Rocky lagði af stað. Bráðabirgðabindið um handlegg hans var þegar orðið gegnsósa. Læknirkm. lagði frhkka yfir axlir hans óg þeir fóru út. „Ætlarðu að eyðileggja fyrir okkur keppn- ina?“ spurði Socks og sneri sér að Pedro. „Hvers vegna gaztu ekki beðið með að þjarma að honum, þangað til keppnin Var um garð gengiii?" „Ég reyndi að skera hann á háls“, sagði Pedro rólega á vandaðri ensku. „Hann tældi kærustuna mína —“ „Ef hann liefur tælt kærustuna þína hér inni, CjLUIkf OC CAMPW m Stúlkan (eftir botnlangauppskurðinn): Haldið þér, lælsnir, að það muni sjást ör? Læknirinn: Það er algerlega undlr yður sjálfri komið. Vitið þér að hundurinn yðar beit tengdamóður mina í gærdag? Getur þetta verlð! Hvað á ég að borga? Ja, mig langaði til að vlta hvað þér vilduð hafa fyrir Jiundiiui. Hann: Áður en við giftumst hélt ég að þú værir engill. Hún. Það er augljóst mál: þú ímyndar þér að ég komist af án fata. * Er konan yðar sparsöm? Stundum. Hún varð fertug fyrir nokkrum dög- um, en hafði ekki nema 26 kerti á afmælis- tertunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.