Þjóðviljinn - 27.11.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.11.1953, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. nóvember 1953 - J ' !; IlLFUB UTANGARÐS 49. DAGUR í| Bondinn í Bráðagerði srgeði Jóns voru takmörk sett ákvað hann að kæra sig kollóttar. um útlit sitt, og ef slys hlytust af yrðu þau að skrifast á annarra reikníng en hans. Lagði hann leið sína á fund Hans Herradóms, og með þeirri einurð, sem honum var í brjóst lagin leið ekki á laungu þartil hann drap þar á dyr. Stúlka ein, ekki óásjáleg lauk upp fyrir honum. Sæl vertu, Ijúfaa! sagði Jón. Mig lángar til þess að segja fáéin orð við Hans Herradóm, ef hann er heima. Stúlkan varð dálítið undarleg í framan við það að líta 1 and- lit gestsins. Hans •—• Herra — Herradómur! stamaði hún. Með leyfi að spyrja hvern eigið þér við? Ég veit ekki nema um einn Hans Herradóm á íslandi, sagði Jón. Eigið þér við, að þér eigið við Herra Biskupinn? spurði stúlk- an. Endaþótt ekki væri gáfulega spurt, hafði hún þó vit á því að opna dyrnar ekkimeir en svo, að hún gæti fyrirvaralaust skellt í lás ef eitthvað bæri útaf. . Rétt til getið, ljúfan! sagði Jón. Og farðu nú ekki að segja, að hann sé ekki heima, því nógu margar erindisleysur er ég búinn að fara þessa síðustu daga, að ég vil ógjarna fara fleiri. Stúlkan neitaði þvi ekki, að Herra Biskupinn væri héima, en taldi afturámóti öll tormerki á því, að hann tæki á móti gestum svo snemma dags. Heima í Vegleysusveit bjóðum við gestum til baðstofu jafnt á nótt sem degi, ef svo stendur á, sagði bóndinn. Stúlkan sagði að á þessum tíma dags væri Herra ÍRiskupinn venjulega niðursokkinn í morgunbænir, og væri nánast helgi- spjöll að trufla hann í þeirri iðju. Ólíklegt þykir mér, að sáluhjálp svo heilags manns sé hætta búiii, þótt hann hespi þær af í fyrra lagið í þetta skipti, ansaði Jón. Skilaðu til hans, Ijúfan, að liér sé imaður lángtað kominn þeirra erinda, sem einga bið þola. Stúlkan lét um síðir tilleiðast að verða við bón gestsins. Kom aftur innan tíðar og vísaði Jóni til stofu og sagði að skilnaði, að Herra Biskupinn mundi væntanlegur. Þá stund er Jón var einn, notaði hann til þess að skima í kringum sig. Var auðséð, að stofa þessi var ekki bústaður veraldlegs embættismanns. Á veggjum héngu myndir heilagra ásamt ritníngarorðum, en í hillum voru bækur í laungum röðum, og hafði Jón ekki fyrr séð slík firn. af guðsorði á einum stað, því ólíklega væri þarna um veraldlega lesníngu að ræða. Bíblía, heljarþykk, lá þar ,á borði ásamt öðrum bókum minni í sniðum. Gat Jón ekki stillt sig um að kíkja lítillega í eina og kannaðist þar við Valdimar múnk, en þá bók hafði hann lesið fyrir laungu, og hafði ekki öðru sinni komizt í sv.o skemmtilega l.esníngu. Aðrar bókmenntir, sem þarna lágu á lausu gþfst honum ekki tóm til þess að athuga, því dyr lukust upp og Herra Biskupinn gekk inná gólf. • Eftilvill svaraði 'útiit þessa mannS; sem er æðstur allra geistlegra með íslenzkri þjóð, ekki fyllilega til þeirra hugmynda, sem Jón hafði gert sér um persónu hans. En aíltum það leyndi ysér ekki, að hér var um tignarmann að ræða í andlegum skiln- íngi. Komið þér sælir, séra minn! sagði Jón og tólí...ofan hattinn, því svo lánlega vildi til, að hann hafði gleymt að losa sig við höfuðgagn sitt. Eg vona, að þér misvirðið ekki, þótt ég vaði inná yður og trufli yður í andaktinni. • Þessi ópersónulegi ávarpsháttur, sem Jón brá fyrir sig að þessu sinni var einganveginn sprottian af fordild heldur einfald- lega. af rótgróinni hefð og vana. 1 Vegleysusveit voru það ó- skráð lög, að söfnuðurinn þéraði sálusorgara sinn, þótt eingum . dytti í hug að taka sér slíkt ávarp á túngu þegar um verald- legrar stéttar menn var að ræða, jaínvel þótt mikið ættu undir sér. Hans Herradómur tók kveðju bóndans einkar ljúfmannlega, og er Jón hafði nefnt nafn sitt ásamt föðurnafni og sveit, kvað hann sér þao óblandna ánægju að fá heimsókn af sóknarbarni sínu'svo lángtað komnu, og sérílagi sökum þess, að kirkjuleg málefni Vegleysusveitar lágu honum þúngt á hjarta. Frómt frá sagt liggur okkur ýmislegt annað þýngra á hjarta heima í Vegleysusveit, sagði Jón. En afþví ég átti ferðina suður álitum við eingu spillt, þótt ég bærí víurnar í einhvern hempu- klæddan. Þetta er allt úr kellíngunum okkar, þær þola ekki við prestslausar stundinni leingur. Hans Herradómur sagði, að kvenþjóðin hefði líka verið frá öndverðu styrkasta stoð kirkju og kristindóms, og ef sú stoð brysti mundi mannkyn fljótlega eada í heiðíngdómi. En svo hann A RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Frá aðalfundi KRR Skýrsla stjórnar KRR bar með sér að störf KRR eru margþætt og að mörgu þarf að hyggja til þess að halda öllu í horfi, enda hefur stjómin haldið 57 fundi á ■síðasta starfsári. Öll landsmótin fóru fram í Reykjavík á þessu árl og á veg- um ráðsins, en sérstakar nefnd- ir sjá um öll mót, sem fara fram í héraðinu. Alls voru Þau 20 talsins með samtals 165 leikjum. Auk þess hafa Reykja- víkurfélögin leikið 51 leik. Sam- anlagður leikjafjöldi Reykjavík- urfélaganna hefur því verið 216 á þessu starfsári. Skýrsla um leiki og mótin fylgdi skýrslu ráðsins. Fer hér á eftir skrá yfir þá, sem hafa orðið sigurvegarar í mótunum í Reykjavík á s. 1. sumri. Reykjavíkurmeistarar í knattspymu 1953: Meistaraflokkur: Valur, I. f 1.: Fram, II. fl.: Fram, III. fl. A: Fram, III. fl. B: Valur, IV. fl. A: Valur, IV. fl. B: KR. íslandsmeistarar 1953: iMeistarafl.: íþróttabandalag Akraness, I. fl.: Valur, II. fl.: íþróttabandalag Suðurnesja, III. fl.: Fram, IV. fl.: Valur. (Mið- sumarsmótið). Haustmeistarar 1953: Meistarafl.: KR, I. 11.: Fram, II. fl.: Valur, III. fl. A: Fram, III. fl. B: KR, IV. fl. A: Valur. Innanhússmeistarar 1953: Meistaraflokkur: KR. ,Five a Side“-meistarar 1953: Meistaraflokkur: Valur. Með skýrslunni fylgdi og skýrsla frá Knattspyrnudómára- félagi Reykjavíkur KDR um störf félagsins í suman. Alls hafa 32 menn dæmt leiki í sumar. Virðist því ekki þurfa að koma til vandræða af þess- um sökum, ef hópur þessi er áhugasamur, en þegar betur er að gætt kemur í Ijós,. að leikja- talan er mismunandi. ’ 15 menn eru með 3 leiki og færri, én sá Pirie heiéraður Hinn frægi brezki hlaupari Gordon Pirie fékk fyrir nokkru afhenta tvo af mestu viður- kenningargripum, sem brezk'r íþróttamenn geta fengið fyrir afrek í frjálsum íþróttum. Brezka áhugamannasambandið afhenti hcnum minningarbikar C.N. Jackson fyrir hin mörgu ágætu afrek sín á ár'nu, þ.á.m. heimsmet í 6 mílna hlaupi og beztá árangur ársins á 2 og 3 mílum. Ennfremur fékk Pirie Harvey-minningarbikar- inn fyrir bezta afrek á brezka meistaramótmu. Brezki hlauparinn Wooder- son fékk báða þessa viður- kenningargripi árið 1946. sem héfur dæmt flesta leiki er með 24 yfir sumarið. Er hér hvoru tveggja um að kenna á- hugaieysi og ábyrgðarleysi dóm- ara og íélaga þeirra, sem að þeim standa, um dómarastarfið sem nauðsyniegan þátt í upp- byggingu knattspyrnunnar. Dómarar frá KR hafa dæmt 72 leiki, frá Fram 25, Val 18(4, Vikingi 17 og Þrótti 13(4. KR- ingar hafa sem sagt dærnt um hélming leikjanna. Stjórnarkjör Fulltrúar félaganna sem til- kynntir voru á fundinum verða: Fram: Sigurður Magnússon. KR: Haraldur Gíslason. Valur: Sveinn Zöega. Víkingur: Gunniaugur Lárusson. Þróttur: Kristvin Kristinsson. Úr þessum hópi bar að kjósa formann og hlaut Sig- urður Magnússcn nærri einróma kosningu. Virðist sem ekki muni um auðugan garð að gresja hvað snertir forystumenn knattspyrn- unnar, þegar velja vei'ður sem formann í þessu sérfræðingaráði manr. sem ekkert hefur nærri knattspyrnu komið. Margar tillögur komu fram á fundinum, en flestar bíða þær afgreiðslu síðari. fundarins, sem haldinn verður 5. des. n. k. Þessi mynd er af pólslsa piltinum Janis Sidio, sem vann þaö á- gæta afrek á sl. liaustl að kasta spjóti 80.15 m. Bandaríkjamaðurinn Bud Held á líéimsmetiö 80.41 m Mönriumer enn í fersku minni, er deilt var um.það hvort knötturinn hefð-i farið í gegnum netið eða undir þverslána í mark í úrsiitaleik íslandsmóts- ins milli Akraness og Vals í haust. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um þetta mál, og sem betur fer hefur það ekki haft neín eftirköst í för með sér. En svo auðveldlega gekk mál- ið nú ekki, þegar sama atvik kom fyrir í Englandi í leik milli knattspymufélaganna Runcorn og Wilton. í þeim leik fór knötturinn að því er talið er greinilega í gegnum netið inn í mark en dómarinn dæmdi S-Ameríka gsgn öðrum iöndumí knattspyrnu næsta ár Á fundi er stjóm FIFA hélt fyrir stuttu í París, samþykkti hún að undirbúa knattspyrnu- kappleik milli liðs frá Suður- Ameríku og liðs frá öðrum löndum heims. Á leikur sá að fara fram í Madrid 4. júní 1954. Var skipuð sérstök nefnd til að frariikvæma þetta. Aðeins 16 lið til Meí- bourne 1956 Þá var samþykkt sú tillaga sem áður hafði komið fram og rædd að ekki skyldi leyfa fleiri knattspymuliðum þátttöku í OL í Melboume 1956. FIFA verður 50 ára á næsta ári og verður afmælið hátíðlegt haldið með ýmsu móti. Dynamo vann 6-0 m í’íT - , £. >r' £ s ) Sovézka khatfspymuliðið Dynamo frá Moskva lék í gær við úrvalslið í Odense í I5an- mörku. Dynamo vann með sex mörkum gegn engu. Þetta var þriðji leikur liðsins í Danmörku. í Kaupmannahöfn vann það úr- ,valslið:ð með 2 mörkum gegn 1 og í Árósum 3:0. Norræna lisfhlaupið á shautum 1954 fer ekki íram á Grænlandi Eins og greint var frá í blöð- um hér á s.l. vetri var í ráði að meistarakeppni Norðurlanda í listhlaupi á skautum færi fram á-Grænlandi. Var hugsað ef til- tök væri að hér vrðu haldnar sýningar í sambandi við ferð skautafólksins til Grænlanda og höfðu bréf farið á milli I.S.l. og danska skautasambandsins. Nú hefur verið ákveðið að hætta við mótið af fjárhags- ástæðum. ' Hætt er líka við að hinn græa- lenzki vetur hefði tekið fuli hart á listhlaupafólkinu. Það hefði heldur ekki verið öruggt að ís he.fði verið í Reykjavík. mark. Þá neituðu Runcornmenn að halda leiknum áfram nema dómarinn ógilti markið, þar, eð knötturinn hefði greinilega farið gegnum netið. Dómarinn gerði sér þá lítið fyrir og vísaði Jið- inu af leikvelli. Mál þetta hefur gert margan brezkan sérfræðinginn gráhærð- an eins og það er orðað í frétt- um. Nýlega var málið tek- ið fyrir í stjórn brezka knatt- spyrnusambandsins en ekki hef- ur frétzt hverjar urðu lyktir þess þar. Leikurinn sem um ræð- ir var í undirbúningskeppni bik- arkeppninnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.