Þjóðviljinn - 27.11.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.11.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVHJINN — Fðstudagur 27. nóvember 1953 elmiisþáttur K*m»<íÞ<k#«#**#>#^###»»^#>#«#«'' >#<<>g*r###>#######»& Skemmtilegur hversdagskjóll • 'Hér kemur mynd af dálítiö nýstárlegum hversdagskjól. — Hann er hentugur og látlaus í Nýjar töskur Nýju töskumar eru ekkert nýlegar í laginu. lEngar stór- breytingar hafa verið geríar á Jieixn og vetrartöskurnar sem sýndar eru í París eru bæði sk>xisamlegar og hentugar. — sniöinu, en ástæðan til þess að hann virðist svo frumlegur, er stóri vasinn sem hafður er á næsta óvenjulegum stað. Hann er nokkru fyrir neðan mjöðm- Það lítur ágætlega út, og hvers vegna þurfa vasar endilega að vera alltaf á sama stað? Að öðru leyti er kjóllinn mjög lát- laus, ermamar hálfsíðar og sléttar, hár kragi úr kjólef«inu og kjóllinn hnepptur niður að framan. Á pilsinu er djúp mið- felling að framan, en áð aft- an er það alveg slétt. Mikið ber á hliðartöskunni og Sf til vill er hún vinsælust f)essa stundina. Hér er mynd af glíkri tösku úr ljósu svínaleðri Enn um sfutt hár í nýju hárgreiðslunum ber einkum mikið á léttum, stutt- um lokkum. Oft liggja liðir eða lausir lokkar fram á énn- ið og við eyrun eru liðir. Hár- greiðslan á myndinni hentar jÞað er fallegt en dýrt. En jgvona töskur er einnig hægt að Jfá úr ódýru plasti, einkum cru bær fallegar úr möttu svörtu fcða-dökkbláu plasti. Framhald á 11. siðu. vel Ijóshærðum konum, en það er yfirleitt ekki hægt að segja um hárgreiðslumar sem eiga uppruna sinn í Frakklandi og Italíu og eink- um henta dökkhærðum kon- um. 20. SAKAMÁLASAGA eftlr HORACE MCCOY fremur er hneykslanlegt að horfa upp á hana hálfklædda í þessu ásigkomulagi. Hún ætti þó að sjá sóma sinn í að vera í jakka —“ „Það var nú það“, sagði Socks. „Ég hef áldrei athugað málið frá þessari hlið fyrr. Ruby hefur alltaf verið svo einbeitt og»ákveð- in — og ég hef aldrei tekið eftir maganum á henni. En ég skil hvað þið eigið við. Viljið þið að ég láti dæma. hana úr leik ?“ „Það er nú líkast til“, sagði frú Higby. Frú Witcher kinkaði kolli. „Jæja frúr“, sagði Socks. „Eins og þið vilj- ið. Það er ekki erfitt að semja við mig. Ég skal meira að segja greiða sjúkraliúsreikning- inn hennar. Ég þakka ykkur fyrir að þið bent- uð mér á þetta. Ég skal kippa þessu í lag undir eins —“ „En það er meira en þetta“, sagði frú Hig- by. „Hafið þér í hyggju að hafa opinbera hjónavígslu hér í næstu viku; eða er það að- eins blekking tll að draga áheyrendur að?“ ,Ég héf ekki lagt það í vana minn að blekkja fólk“, sagði Socks. „Þetta er raunveruleg hjónavigsla. Mér dytti aldrei í hug að svíkja viðskiptamenn míria. Þið getið spurt hvem sem er um mína hagi —“ „Við vitum ýmislegt um yður“, sagði frú Higby. „En samt sem áður á ég bágt með að trúa því að þér ætlið að halda vemdarhendi yfir svcna helgispjöllum —“ „Krakkarnir sem ætla að giftast em afar ástfangin“, sagði Rocky. „Við látum svona skrípaleik ekki viðgang- ast“, sagði frú Higby. „Við heimtiun að þess- um stað sé lokað þegar í stað“. „Hvað verður um þetta fólk ef það verður gert?“ spurði Gloría. „Þess bíður ekki annað en gatan —“ „Verið ekki að reyna að réttlæta ósómann, stúlka mín“, sagði frú Higby. „Þessi dans- keppni er ósæmandi. Hún er gróðrarstía spill- ingarinnar. Einn þátttakandinn var dæmdur morðingi — Italinn frá Chicago —“ „Góðu frúr, ekki getið þið kennt mér um það“, sagði Socks. „Jú, það gerum við. Við erum hingað komn- ar vegna þess, að það er skylda okkar að halda borg okkar hreinni og ósnortinni af slíkum spillingaráhrifum —“ „Er ykkur sama, þótt við bregðum okkur frá sem snöggvast ti þess að ræða þetta?“ spurði Socks. „Ef til vill getum við komizt að sam- komulagi —“ „... . Gott og veí“, sagði frú Higby. Socks gaf Rocky bendingu og þeir fóru út fyrir. „Eigið þið böm sjálfar?" spurði Gloría þeg- ar dyrnar höfðu lokazt á eftir þeim. „Við eigum báðar uppkomnar dætur“, sagði frú Higby. „Vitið þið hvar þær eru í kvöld og hvað þær eru að gera?“ Hvomg konan svaraði. „Ég get ef til vill gefið ykkur einhverja hug- mynd um það“, sagði Gloria. „Meðan þið, tvær göfugar sómakonur. emð hér að gora skyldu ykkar við fólk sem þið þekkið ekki neitt, em dætur j’kkar sjálfsagt i ibúð einhvers karl- manns, fáklæddar og á góðri leið með að verða drukknar“. Frú Higby og frú Witcher tóku aadköf sam- tímis. „Þannig fer venjulega fyrir dætriun umbóta- kvenna“, sagði Gloría. „Fyrr eða síðar lenda þær uppí hjá einhverjum og flestar eru þær svo grænar að þær komast í klípu. Þið fælið þær frá heimilunum með fyrirlestrum ykkar um hreinleika og siðsemi og þið eruð of upp- teknar af því að skipta ykkur af málefnum hrossum ekkl lógað? annarra til að leggja þeim notandi lífsregl- ur —“ „Hvað —“ sagði frú Higby og var orðin rauð í framan. „Ég -—“ sagði frú Witcher. „Gloría —“ sagði ég. „Það er kominn tími til að kvenfólki eins og ykkur sé sagt sitt af hverju“, sagði Gloria, gekk yfir herbergið og lagðist upp að hurð- inni, eins og hún ætlaði að koma í veg fyrir að þær fæm út. „Og ég er einmitt rétta mann- eskjan til þess. Það em kvensniftir eins og < þið, sem laumast inn á kamrana til að lesa klámbækur og segja tvíræðar sögur og fara síðan út til að reyna að eyðileggjá gamanið fyrir öðram —“ „Farðu burt frá hurðinni, stúlka mín, og hleyptu okkur út", hrópaði frú Higby. „Ég hlusta ekki á svona svivirðingar. Ég er virð- ingarverð kona. Ég er kennari í sunnudags- skóla —“ „Ég fer ekki — fet fyrr en ég er búin að tala út“, sagði Gloría. „Gloría —“ „Siðgæðisbandalögin og bannsettir kveima- klúbbamir“, sagði liún og lét sem hún sæi mig ekki, — “fullir af afskiptasömum kerlingum, sem hafa ekki fengið — í tuttugu ár. Hvers vegna farið þið ekki út og kaupið ykkur — endrum og eins ? Það er það sem ykkur vant- ar .... ^ f Frú Higby æddi að Gloríu með krepptan hnefann á lofti eins og hún ætlaði að lemja hana. „Allt í lagi — lemdu mig bara“, sagði Gloría og hreyfði sig ekki. „Sláðu mig! — Snertu mig ef þú þorír og ég skal mala á þér — hausinn'". „Bölvuð — mellan — þín“, sagði frú Higby frávita af reiði. Dymar opnuðust og Gloría hröklaðist burt. Socks og Rocky komu inn. „Þessi — þessi —“ sagði frú Higby og benti titrandi fingri á Gloríu. „Það er óþarfi að hixta á þessu“, sagði Gloría", — segðu það bara. Þú kannt að segja það. Mella. M—e—1 —“ „Stilltu þig“, sagði Socks. „Kæm frúr, við höfum ákveðið að taka þeim tillögum, sem þið hafið fram að bera —“ „Tillaga okkar er sú, að þessum stað verði lokað strax á stundinni“, sagði frú Higby. „Annars förum við á fund borgarstjómarinnar í fyrramálið —“ Hún lagði af stað út og frú Witcher elti hana. „Stúlka min“, sagði fríi Higby við Gloríu. ,.Þér ættuð að vera á uppeídisstofnun". I (M.ÍHS OC CAMW* I,ögfræðinguiinn: Nú þegar við höfum unnið málið, viltu þá ekki sepja mér í lireinskilni hvort þú stalst peningunum eða eltki? Skjólstæðingurinn: Eftir íieðu þína í gær, er ég mjög efins í að ég hafi gert það. ^ Hann: Ó, vina, ég veit að ég tek ekki á heilum mér meðan ég verð í burtu frá þér. Hún: Ef ég gæti bara ver’ð alveg viss um það, þá mundi ég verða svo glöð. Ákærður: I»að virðist vera nokkrum örðugieik- um bundið að ásaka mig fyrir skjalafals, ég sem get eklci einu sinni sikrifað nafnið mitt. Dómari: ’Þér eruð ekki ákærður fyrir að hafa skrifað yðar elgið nafn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.