Þjóðviljinn - 06.12.1953, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. desember 1953
þlÓÐVBUINN
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýCu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg.
10. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Kreppurnar
Þegar sósíalistar sögðu fyrir heimskreppuna miklu og
vörúðu við því í blöðum sínum sumarið 1930 að hún væri
að skella á ísland, áttu blöð og stjórnmálamenn Sjálf-
stæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins varla
orð að lýsa fyrirlitningu sinni á þeim spádómi, meira aö
segja leiðtogar Alþýðuflokksins, sem átt hefði að vita eitt-
hvað um kreppur í auðvaldsskipulagi, lýsti afstöðu sinni
með því spakmæli, að kreppan væri hvergi nema í kolli
kommúnista! Hitt var síður undrunarefni þótt einn af
leiðtogum Framsóknarflokksins léti sér um munn fara í
alvöru hin fleygu orð, aö kreppan væri eins Pg vindurinn,
enginn vissi hvaöan hún kæmi eöa hvert hún færi. Þeim
leiðtoga hafði sézt yfir, að nokkrar framfarir höfðu orðið í
veðurfræði frá ritunardögum bíblíunnar, og líka hitt, aö
til voru þjóðfélagsvísindi, sem gefið gátu glöggar veður-
spár um hinar miklu lægðir í efnahagslífi auðvaldsþjóð-
félaga, kreppunnar, — enda taldist hann sjálfkjörinn til
forystu í Alþýðuflokknum áður en langur tími leið.
Svo er nú komið, að fáir stjórnmálamenn og hagfræö-
ingar auðvaldslanda neita því að kreppurnar eins og
þær eru skilgreindar af hagfræðivísindum sósíalismans,
séu veruleiki í lífi hvers auðvaldsþjóðfélags. Þess gætir
meira að segja í vaxandi mæli, að ríkisstjórnir auðvalds-
landa hagnýti sér þá vitneskju sem sósíalisminn veitir um
fyrirbæri auðvaldsþjóðfélagsins. Þannig hefur jafnt í-
haldsstjórn Churchills og sósíaldemókratastjórnin sænska
opinberlega lýst yfir, að þær hafi gert og séu að gera,
ráðstafanir til varnar efnahagslífi landa sinna gegn þeirri
kreppu, sem nú er aö hefjast í Bandaríkjunum og hætta
er á að breiðist um allan auðvaldsheiminn.
Einar Olgeirsson leggur áherzlu á þessar staðreyndir
i greinargerð þingsályktunartillögu sinnar um skipun
nefndar til athugunar á ráðstöfunum til varnar utanaö-
komandi efnahagskreppu, sjö manna nefndar meö einum
fulltrúa frá hverjum þingflokki og tveimur er ríkisstjórnin
tilnefni. Leggur Einar til að nefnd þessi hafi lokið störfum
og skilaö tillögum til ríkisstjórnarinnar fyrir 1. marz n.k.
Verkefni sem nefndinni eru falin, verði þessi:
Að rannsaka nú pegar pá fyrirboöa, sem vart er orðið í
efnahagslífi Bandaríkja Norönr-Ameríku og fleiri auð-
valdslanda um að ný stórfelld kreppa sé að hefjast par
og breiðast út til annarra landa er svipað hagkerfi hafa.
Ennfremur að rannsaka hvaða ráðstafanir ríkisstjórnir
annarra landa, svo sem Englands, Svípjóðar og fleiri, hafa
gert til varnar kreppunni.
Að gera tillögur til ríkisstjórnar og Alpingis um, hvaöa
ráðstafanir skuli geröar í efnahagsmálum íslands, til pess
að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar kreppunnar fyrir
efnahagslíf pjóðarinnar.
Nýtt atriði, sem gerir fært að bregðast öðruvísi við þess-
ari kreppu en hinum fyrri, er tilvist hins mikla heims
sósíalismans, sem nær nú auk Sovétríkjanna yfir Kína
og önnur alþýðuríki í Evrópu og Asíu. Þjóðir sem telja
um 800 milljonir manna búa nú þegar við kreppulausan,
samvirkan áætlunarbúskap, hafa fært sér í nyt þjóöfélags-
vísindi sósíalismans og útilokað með því bölvun kreppunn-
ar. Einmitt sú staðreynd, gefur ríkjum með auðvalds-
skipulagi fært á að bjai'ga sér undan verstu afleiðingum
kreppunnar, með því að gera efnahagslíf sitt sem óháð-
ast því stórveldi sem kreppurhar hljóta að dynja harð-
ast á, Bandaríkjunum, og tengja traust viðskiptasam-
þönd við lönd hins kreppulausa, samvirka áætlunarbú-
skapar.
Þess er að vænta að íslenzkir stjórnmálamenn snúist
við ógnun nýrrar kreppu af meira raunsæi en haustið
1930. Afgreiðsla þessarar þingsályktunartillögu Einars er
prófsteinn á hvort þeir hafa ekki eitthvaö lært.
mi>»« «
PENINGANA
Gerið jóíakaupin í
KRON
Vér erum vel byrgir af öllum vörum, sem fólkið þarfnast fyrir jólin
I matvörubúðunum:
Allt í jólabaksturinn — Jólasælgætið —
Jólaölið — Jólagosdrykkir — Kerti —
Spil
Þurrkaðir ávextir — Niðursoðnir ávext-
■
ir — Nýir ávextir: Appelsínur — Vínber
Ný sending jólaávaxta væntanleg 10.
til 12. desemher
Rjötbúðunum: *j“pur- ~ DiIkakiöt — Sait-
J kjot — Þurrkao grænmeti, margar teg-
undir — Hvítkál, nýtt — Úrval af áleggi
— Kaupið jólahangikjötið tímanlega.
Bokabúðin Allar nýjar íslenzkar bækur — Mikið
. úrval erlendra bóka — Úrval jólakorta
Bankastræti 2: — Ritföng — Spii — jóiapappír —
Jólalöberar
Búsáhaldabúðin Rafmagnsbúáhöld — Jólatrésskraut
Bankastræti 2: °ng
Vefnaðarvorudeildin Bæjarins mesta úrval af metravöru og
c. , nærfatnaði fyrir konur, karla og börn —
Skolavorðustlg 12: Ilmvötn og snyrtivörur
jrSirt* Kvenskor, karlmannaskor, barnaskor —
InnisKor og gummiskoíatnaour fynr
börn og fullorðna
Kaupið jólagjafiraar hjá okkur
Lítið í gluggana uin helgina