Þjóðviljinn - 13.12.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. desember 1953 — ÞJÓÐVILJINN — <^7,, Þreyja má þorrann Irskar fornsögur Irskar þjóðsögur. Herraann Pálsson valdi og þýddi. 3. bóka- fiokkur Máls og menniugar. 6. bók. Reykjavílc 1953. Fróðir menn hafa talið ís- lenzka hámenningu í sagnarit- un runna beina leið frá írum og leiða sterk rök að því, þegar tekið er tillit til þess að skandi- navar eiga frá þeim tímum engar þessháttar bókmenntir j svo teljandi sé en írar miklar. Eftir papa fundust á íslandi bækr írskar, stendur í Land- i námu. Á írlandi hafa skáld verið mjög í hávegum höfð. Þá var þar skóli fyrir skáld í því fólginn að þau skvldu temja sér sagnaíþrótt af eldri I skáldum og skemmta með kon- ungum. Skyldi höfuðskáld ekki kunna miður en þrjú hundruð og fimmtiu sögur. Á írlandi hefur verið fært á bækur elzta söguefni í þjóðleg- um bókmenntum vestur-Ev- rópu. Hvort sem nú v.ar að írska þjóðin staðnaði ekki í friðsælli velsæld og göfugri menningu en varð að beriast fyrir lífi sínu og sjálfstæði íim margar aldir eða þá að spírur hafa legið lengi í mold, þá hafa eftirkomendur þeirra sem byrj- uðu að færa i letur 300 árum eftir Krist ekki verið verrfeðr- ungar, og ekki lát'ð sér nægja að standa á gömlum merg, þannig að bókmennt'r þeirra bera enn hæst í heiminum. 'Getum við aldrei hætt að furða okkur á því að mestu skáld breta á vorri öld hafi einmitt verið írsk að uppruna og minnumst þá Jamesar Joyce, sem vald ð hefur stra.umhvörf- um í bókmenntum og Bernharðs Shaw sem mestur hefur leik- ritahöfundur verið á síðari öldum. Ekki sakar að minna á nöfn Jónatans Swift, Oscars Wilde og Yeats. Fleiri mætti telja. Og þá er fróðlegt að vita hvernig menningararfur þeirra er, hvaða fólk komi þar við sögur, hvaða trú ' það hafi,1 hvernig málbragð . þess sé, i hverju snúli og Íanglifi sagn- anna sé íólgið. í Landnámu eru margar sögur af írskum mönnum og nokkrar í heilagra- mannasögum. En hinn írska blæ vantar þar. Orð höfum við mörg úr írsku. Orðin Kormlöð, Kjarval, Brján, Kormákur, Kerþjálfað- ur, Dungaður, Margaður, Taðk- ur, láta vel á tungu og. eru mönnum kunn... úr sögum svo og orð eins pg skjaðak, min- þak og kraðák. Eh ‘þé^ar ný orð bætast í hópinn þuri'úm vi'ð nokkurn tíma til að venjast þeim, svo er um orðin Öngus. Díarmið, Granja, Konufögur en þau eru þjál og viðkunnan- leg, ekki laus við kimni. Frá því sem íslenzkar heim- ildir segja af íi'um hinum fornu verða þeir í ímyndun okkar hámenntuð, friðsæl þjóð. En þetta fólk sem frá segir í „írskum fornsögum" er alls ekki friðsælir munkar eða menningarfrömuðir heldur ribb- aldar og' höfðingjar ekki ólíkir því sem við eigum að venjast ÍRSKAR FORNSÖGUR i&LEN/.K ÞÝBING OG IMNGAN’OUft HFRMANN PÁLSSON i :f:J I'i I! h I í! II fl | I •mp.\k.tATlk HEIMSKRÍNCLA r*!NT»*Ut>jAK »i.» UCUtlll úr íslendingasögunum. Frásög- ur af hernaði og ránsförum eru tíðar en hugrekki og æðruleysi við dauðann jafn frábært hér sem í Eddukvæðunum, þar sem góður orðstír deyr aldrei. Hvergi sjáum við þá við rit- störf eða mannúðarstörf, hins- vegar er örlæti og gestrisni mikils metin. Þeir fara gjarnan í mannjöfnuð. í íornbókmenntum er allt sem menn þurfa af morð- historíum og grimmd, þó er ekki drep ð af morðfýsn einni saman, he’-dur af því að lögin bjóða svo eða ættardramb, ég hef alltaf fengið nægju mina ef ekki meira af mprði t. d. i Sturlungu, FóstbræðraSögu eða Egils sögu en með því skilyrði að fá eitthvað annað líka, tært mál, snjöil tíisvör, góðar mann- lýsingar. Þessar gömlu írsku sögur sem nú eru komnar fyrir al- menningssjónir án þess menn þurfi að sækja í erlendar bæk- ur til að svala forvitni sinni hafa gefið þýðanda fullt tæki- færi til að nota það góða mái sem hann þekkir bez’t úr forn- sögum okkar en þó svo lipurt, að það má lesa sem nútíma réyfara. Þó fer þessum sögum sem öðrum fornum sögum að bezt lætur þeim að lesast upp- hátt. Hver sagan er annarr' betri, sumpai't Ijóðræn cða grot'esk, eins og sögurnar „draumur Öngusar“ og „sagan af svíni Tvíþöglasonar“ eða ástarhetjusaga sem er sagan af Díarm'ði cg Grönju, líkleg- ast frægust þeirra, enda ó- gieymanleg og heillandi saga. Framhald á 11. siðu Iíristján frá Djúpalæk: Þreyja má þorrann. Kvæði. Bólcaút- gáfan Sindur Akureyri 1953. Það eru allmörg ár síðan j Kristján frá Djúpalæk hlaut j þann dóm að hann væri „eitt af efnilegustu yngri skáldum" j okkar. Eftir næstsiðustu bók hans:, Lífið kahar, var óþarfi að tala um efnileik í sambandi við þetta skáld. Hann var þá orðinn einn bezti ljóðhöfundur okkar af yngri mönnum. Sú skoðun hefur hlotið viðurkenn- ingu að hann væri meðal góð- skálda Islendinga nú um stund- ir. Nýjasta Ijóðabókin hans: Þreyja má þorrann, staðfestir enn: þá skoðun — þótt hún auki raunar ekki við hæð höf- undar s'ns. Hann' kveður á- þekkt og fyrr, flestir hlutir milli himins og jarðar verða honum yrkisefni, hagmælskan er hin sama og áður, geðblær- inn svipaður; en beztu kvæði hans í þessari bók taka ekki fram h’num snjöllus’tu í fyrri bókum. Flest kvæði Kristjáns frá Djúpalæk eru stutt, og ljós að sama skapi. Sniðu^ hugdetta verður honum iðuglega tllefni kvæðis. Einstöku sinnum er hún þó ekki nógu sniðug, það kemur líka .fyrir að hún ér slitln. Þótt til dæmis kvæðlð Hófsóley sé vel gert og snoturt yfirlits er hugmyndin sem frám. . kemur í lokalínunum of marg- þvæld tll þess að gott skáld ætti að eyða púðri sínu á hana. Hinsvegar bendir lokakvaeði bókarinnar: Söngur verka- Kristján frá Djúpalæk manna, fil þess að höfundi láti ekki miður að yrkja stór og breið kvæði — og til hins ’sarna benda raunar tvö önnur kvæði sem ekki eru í bókinni: minningarkvæðið um S gfús Sigurhjartarson og Hugsað til Jakobínu. Eg held aðal og einkunn þessa skálds sé hreinle kur hjartans. Honum lætur ekki annað en koma til dyranna eins og hann er klæddur hverju sinni. Og ég held höfuðáhugamál hans sé að tala opinskátt og þó í bróð- emi vlð sitt fólk. Elnna ljósast verður þetta vitaskuld í sum- v,m ættjarðarkvæðum bókar- innar, ekki sízt h'nu gu'.lfarega Ijóði: T.sland, er bók'n hefst á —• eða næsta kvæðinu: Huggun, 5eða Rödd frá Kotströnd og Þveræ ngur. Þetta bcr mjög að virða . á þessum t’ma er svo mörg skáid vei’ja svo mikilli orku — og hugkvæmni — til Framhald á 11. aíðu Hér verður sagt frá fjórunt leik- rltum. Eitt þeirra verður aldrei leikið, annað fyrst eftir aldar- fjórðung:, þrlðja var leikið ný- lega, eftir að hafa leglð öllum gleymt í nær fjóra áratugi, og við það fjórða hefur höfundur- inn lokið nýlega, en ókunnugt er um hvað það fjaUar. Asíðustu árurn sínum skrifaði G. B. Shaw leikrit, sem hann kallaði Why She Would Not (Hvers vegna hún vildi ekki). Þótt Shaw virtist haida fuilum sá'arkröftum all^ til andlátsins, mun þetta leikrit hans standa mjög að baki fyrri verkum hans. A. m. k. hefur nú verið ákveðið, að það verði aidrei sýnt. Vélritað handrit af því, sem Shaw lét eftir sig, hefur hinsvegar ver- ið afhent Brit- ish Museum til varðveizlu. — Þetta var á- kveðið, eftir að leikritiö hafði verið lagt und- ir dóm leikdómara, rithöíunda og bókmenntafræðinga, og lögðu þeir til, að það yrði lag’t á hill- una, „engin ástæða væri til að gefa út eða setja á svið þetta örstutta og ók'áraða leikrit". * Um BÆKUR og annaS * *~+~+++~Leikrit eftir Shaw, O'Neill, Saltikoff-Stsédrin og Abell. — Einar Kristjánsson í Stcerekassen | m Shaw Jandaríska leikskáldið Eugene lO’Neill; lézt um daginn. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að ■str'ða og Htið liggur eftir hann frá síðustu æviárum hans. Á unga aldri dvaldist O’Neill urn skeið á berk'ahæli, síðustu árin þjáðist hann af illkynjaðri höf- uðveiki og taugar hans voru bil- aðar. Hann gat ekki va'dið penna og enn síður skrifað á ritvél. Hann reyndi um skeið að lesa véli-itunai-stúlku fyrir, en Eugene O’Neill gafst fijótlega upp við það. Var talið að hann hefði þá hætt við öll ritstörf. En þegar hann lézþ, var tilkynnt, að ha.nn hefði síð- asta æviár sitt skrifað leikrit, en um leið látið þess getið í erfðaskrá sinni, að ekki rnætti sýna það fyrr en að 25 árum liðnum. Inóvembei'hefti timaritsins Sov- ézkar bókmenntir er sagt frá leikriti eftir hið mikla rússneska ádeiluská'd nítjándu aldar, Sal- tikoff-Stsédrín. Leikritið, Skugg- ar, var sýnt í haust í Novy leik- húsi í Leníngrad og Púsjkin leikhúsi í Moskvu og fékk fá- dæma viðtökui'. Það hafði að- eins verið sýnt einu sinni áður, 26. apríl 1914. Þegar'-eftir frum- sýningu voru sýningar á því bannaðar a.f ritskoðun keisarans og síðan hefur það legið í gleymslcu þar til í ár. Eins og svo mörg önnur verk rús.sneskra leikskálda nítjándu aldar, er þetta leikrit ádeila á skriffinnsku og spillingu keisarastjórnai'innar og embættismannanna. Höfuð- persónan er háttsettur embætt- ismaður, sem lætur sig ekki muna um að beita fjárkúgun eða fífla konur yfirboðara sinna til að komast yfir völd og auð. Eftir þessu að dæma ætti ádeil- an enn að vei'a í fullu gildi. B Sagt hefur verið, að Danir ættu nú hálft annað leikskáld. Það hálfa á víst að vera Soya, sem nýlega var sagt frá hér, en það heiia er áreiðan’ega Kjeld Abell. Hann er bæði mikilvirkasta og vandvirkasta leikskáld Dana á þessari öld. Hann hefur j- tekið Kjeld Abell sér hvíld frá leikritun síðustu árin, ferðast um Austurlönd, fór fyrst til Indlands óg skrifaði bók um ferð sína, en síðar. til Kína, en nú hefur verið tilkynnt að á næstunni muni nýtt leik- rit eftir hann vei'ða sýnt á Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn Það heitir Den blaa Pekingeser, en annað er ekki vitað um það N°gens Wie'.h, sem að undanföru hefur leikið i Brúðuheimili Ibsens, fyrst í London en síðar með sama leik- flokki í Kaupmannahöfn, hefur verið boðið aðaíh’utverkið í þessu nýja leikriti Abells og hefur þegið boðið. □ Fyrst minnzt var á Konung'egá leikhúsið má geta þess hér í lokin, að Eínar Kristjánsson hefur hlotið mjög lofsamlega dóma fyrir leik sinn (og söng) í óperu Brittens Aibert Herring, sem nýlega var farið að sýna á viðbótarsviði leikhússins, Stærekassen. — j Hingað til lxef- ■ ur Einar jafn-i an fengið að heyra, að -leik ’hans í söng- I leikjum væri á- bótavant, en í þetta sinn er annar tónn í gagnrýnendum blaðanna. Hann Benjamin Britten leikur titilhlut- verkið, dyggðaljósið Aibert Herr- ing, sem að ’okum gerir upp- '• reisn og drekkur sig b’indfullan.. : Ole Willumsen segir í Land og Foik og undirritaður treystir séi' ekki til að þýða það svo Vtff‘ fari: „Det var charmei’.ende, gt:. ple’skud a.f bevidst. ufr.ivilljggf kornik, stoi-artet behersket, og' ’ den dramatiske ubehjælpsomhíjdJ' der ellers kan hæmme han, kom : , her overraskende og vittigt til sin ret“. — ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.