Þjóðviljinn - 13.12.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1953, Blaðsíða 10
10) —• ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 13. desember 1953 Selma Lagerlöf: m m Orlagahringurinn 5 Um leið og hann kom inn í kirkjuna sá hann að presturinn var kominn upp í stólinn og til þess að trufla hann ekki stóö hann kyrr þar sem hann var kominn. Hann leitaði sér ekki einu sinni að sæti, held- ur hallaði sér upp að dyrastafnum og hlustaði. En þótt hann hefði komið hljóðlaust inn og stæði hreyfingarlaus í skugganum, voru nokkrir á aftasta bekknum sem þekktu hann. Ef til vill var það gamall hermaður sem misst hafði handlegg eða fót og verið sendur heim fyrir orustuna við Poltava, sem hélt að maðurinn með afturkemda hárið og arnarnefið hlyti að vera konungurinn. Og um leið og hann þekkti hann aftur, reis hann á fætur. Sjálfsagt hafa sessunautar hans undrazt, hvers vegna hann reis á fætur, og þá hefur hann hvíslað að þeim, að konungurinn væri í kirkjunni. Og ósjálfrátt risu allir á fætur í bekknum, eins og gert var þegar orð Guös voru lesin upp frá altari eða prédikunarstól. Um leiö bárust tíðindin um alla kirkjuna, og hver einasti maður, ungur sem gamall, ríkur sem snauður, ki-ankur sem heilbrigður, reis á fætur. Eins og áður var sagt var þetta eitt síðasta æviár Karls konungs, þegar áhyggjur og andstreymi voru far- in að segja til sín í ríkum mæli, og ef til vill var enginn sá maður í kirkjunni, sem Jiafði ekki misst ættingja og f jármuni af völdum konungs. Og þótt einhver hefði ekki orðið fyrir búsifjum sjálfur, þurfti hann ekki annað en hugsa um neyðarástandið sem ríkti í landinu, um allar orusturnar sem höfðu tapazt, um þann sæg óvina sem sat um landið. En samt sem áður, samt sem áður. Ekki þurfti annað en hvíslingar um, að maðurinn sem svo margir höfðu bölvað og formælt, stæði inni í guðs húsi, til þess að allir risu á fætur. Og menn stóðu lengi. Engum datt í hug að setjast. Það var óhugsandi. Konungurinn stóð við kirkjudyrnar og meðan hann stóö urðu allir aö standa. Ef einhver hefði setzt hefði hann sýnt konunginum óvirðingu. Ef til vill yrði stólræðan löng, en þaö skipti ekki máli. Menn vildu ekki svíkja þann, sem stóð frammi við kirkjudyrnar. Annars var hann hermannakonungur og vanur því að hermenn hans gengju í dauðann fyrir hann. En í kirkjunni var hann innan um óbreytta bændur og hand- verksmenn, venjulegt sænskt alþýðufólk, sem aldrei hafði þurft að hlýða skipunum í hernaði. En hann þurfti aðeins að sýna sig meðal þess og um leið var það á valdi hans. Þaö hefði fylgt honum hvert sem liannóskaði, þaö hefði gefið honum allt sem hann heimt- iaöi, það trúði á hann, það tilbað hann. í allri kirkjunni þakkaði fólkið guði fyrir þennan undursamlega mann sem var konungur Svíþjóöar. Ég rifja þetta upp til þess aö reyna að skilja, að ástin til Karls konungs gat fyllt mannssálina svo mjög, gat fest svo djúpar rætur í gömlu, steinrunnu hjarta að allir gerðu ráð fyrir aö dauðinn gæti ekki upprætt hana------- Og eftir að upp komst um það, að hring hershöfðingj- ans hefði verið stolið, undraðist fólkið í Brúarsókn þaö mest að nokkur skyldi hafa haft hugrekki til að fremja ódæðið. Menn litu svo á, aö þjófar gætu óhræddir rænt koiiur, sem grafnar höfðu verið með giftingarhringinn á fingrinum. Og þótt móðir hefði í dauðadáinu haft lokk úr hári barns síns milli fingranna, heföu þeir óhræddir getað hrifsaö hann af henni, og þótt prestur hefði veriö lagður í kistu með bíblíuna undir höfðinu, hefði verið hættulaust að ræna henni. En að ræna hring Karls tólfta af fingri hins látna hershöfðingja á Heiðar- bæ, það var verknaður sem enginn gat skilið að. nokkur hefði hugrekki til að framkvæma. Auðvitað voru gerðar rannsóknir, en þær komu ekki upp um sökudólginn. Þjófurinn hafði verið á ferðinni í næturmyrkrinu án þess að skilja eftir nein spor sem leitt gátu til handtöku hans. Og enn fylltust menn undrun. Fólk hafði heyrt talað um menn sem gengið höfðu aftur nótt eftir nótt til að Befra að hllfa sér Er í rauninni ekki óþarfi að gera alla skapaða hluti fyrir jól- in? 'Sumir gætu áreiðanlega hlíft sér við að gera stórhreingerningu á dimmasta tima ársins, komizt hjá þreytu og óþægindum sem því eru samfara. Það. er vissulega betra að hlifa kröftunum lítið eitt, svo að maður geti notið jólanna þegar þau koma og áreiðanlega verður fjölskyidan fegin þvi að húsmóðirin er glöð og góð, en ekki örþreytt og útslitin eftir alla fyrirhöfnina. Auðvitað á ég ekki við það að iáta allt reka á reiðanum og hirða ekki um neinn undirbúning. Því fer fjarri. Ég á við það að maður á ekki að færast of mikið í fang, heldur nota ímyndunaraflið og kraftana við smámuijina, sem stuðla mest að hátíðablæ jólanna. 1 stað þess að baka 12 tegundir af kökum eins og margir gera, er hægt að láta sér nægja heiming- inn eða ennþá minna og búa í staðinn örlítið jólasælgæti. Það kunna börnin að minnsta kosti að meta, og eru jólin ekki einmitt kölluð hátíð barnanna? Að skreyta stofurnar með greni- greinum og „snjó“, búa til skíða- brekkur með jólasveinum og grenitrjám er einnig mjög vinsælt, og bæði börn og fullorðnir hafa mikla ánægju af þesskonar skreyt- ingu. Og svo dreifum við auðvit- að jólabjöllum og kertum út um allt. Og þá verða hátíðieg jól, jafn- vel þótt eitthvað af skápunum hafi ekki verið gert hreint, og ef til vill komumst við að raun um að heimurinn ferst ekki þótt eitthvað af erfiðinu sé lagt á hill- una. Jólabaksturinn Ódýr, hnoðuð teVta % kg hveiti, 300 g smjörl ki, 200 g sykur, 2 tsk'. lyftiduft, 1-2 egg, 2% dl mjólk; rabar- baramauk. Hveiti, lyftidufþ og sykri bland að saman á borði, smjörlíkið mulið samanvið, vætt í með mjólkinni og eggjunum og deig- ið hnoðað þar til það er jafnt. Skipt í fjóra hluta, sem flatt- ir eru út í kökur, sem skorn- ar eru til eftir stórum diski. Settar á smurða plötu og bak- aðar ljósbrúnar, liafðar neðar- lega í ofni. Kökurnar smyrj- ist heitar með volgu mauki og leggist saman. Síðast er tertan með maukinu sett ofurlitla stund inn í volgan bakaraofn, þar sígur maukið betur gegn- •um hana og hún verður mýkri og bragðbetri. Vafin í smjör- pappír og geymd á köldum stað. Hún batnar við gej-msl- una og er bezt eftir 1-2 vikur. ★ Brúnar kökur frá Jótlandi 125 b síróp, 125 g sykur og 185 g smjörlíki er brætt saman og hit- að allt að suðu. Potturinn tekinn af eldinum, 1 tsk negul, % tsk ka- niil, % tsk engifer, 100 g hakkaðar möndlur og 1 tsk uppleyst pott- aska hrært út í. Siðan er um það bil 400 g hveiti hnoðað i og deig- inu er skipt í nokkrar bústnar pylsur, sem geymdar eru á köld- um stað i .nokkra klukkutíma áð- ur en þær eru skornar í mjög þunnar sneiðar og bakaðar við fremur vægan hita. Kúrennukökur 75 g smjörliki og 250 g sykur hrært vel saman, b^ett í 4 eggjum, einu í senn, og 250 g hveiti. Deig- inu smurt þunnt á vel smurðar plötur, kúrenum stráð jafnt yfir það, sykri og hökkuðum möndlum FulHrúasáð mkalýðsfélagaima í Heykjavík Fullírúaráðsl tiedur Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna 1 Reykjavík heldur fund miövikudaginn 16. desember, kl. 8.30 e.h. í Edduhúsinu við Lindargötu. Fundarefni: 1. Reikningar 1. mai 2. Atvinnumál. 3. Önnur mál. Stjórnin. ef vill, bakað ljósbrúnt og skornar volgar í litlar ferhyrndar kökur. * Kleinur 2 egg þeytt saman við 125 g syk- ur, 1 tsk kardemommur, 1 tsk hjartarsalt og 2% dl rjóma. Síðan er hveiti hrært og hnoðað upp í svo að þægt sé að fletja deigið út. Það er flatt út hæfilega þykkt, skorið í bita ca. 10x3 cm, gat skorið á miðjuna á þeim og þeim snúið þar í gegn. Síðan eru klein- urnar soðnar ljósbrúnar í heitri plöntufeiti eða o'.íu og síðan settar á gijúpan pappir. Sykurbrauð 250 g smjörlíki og 250 g sykur hrært vel saman, 1 eggi, 375 g hveiti, 250 g kókósmjöli og % tsk hjartarsalti hrært út í og hnoðað saman. Deigið flatt út, lagt heilt á plötuna og skorið í ferhyrnd- ar kökur, sem bakaðar eru ljós- brúnar. Eftir baksturinn er flór- sykurglassúr smurt yfir þær. Kransar 200 g smjörliki og 75 g sykur hrært saman, % egg og 325 g hveiti hnoðað í. Deigið rúllað í lit.afingursþykkar iengjur, sem skornar eru sundur og myndaðir úr iitlir hringir. Þeim er velt upp úr % þeyttu eggi og blöndu úr 25 g söxuðum möndlum og 3 msk grófum sykri. Bakaðir ljósbrúnir við jafnan hita. Sænsk brauð 200 g smjörl ki mulið saman við 400 g hveiti, hnoðað saman við 200 g sykur, 100 g kartöflumjöl, 1 tsk iyftiduft, 1 msk kókó og 2 egg. Deigið flatt þunnt út, mynstrað með rifjárni og stungið út i litlar kringlóttar kökur. 'k Ekta piparhnetur 250 g hveiti, 100 g smjörlíki, 75 g flórsykur, % tsk hjartarsait, 1 tsk engifer, % tsk hvítur pipar og 1 lítið egg hnoðað saman. Deig- ið elt upp i mjóar iengjur, sem skornar eru í litla bita. Bakaðir ljósbrúnir. Jólasniglar Deig úr brúnum kökum og gyð- ingakökudeig fiatt þunnt út, síðan eru deigfletirnir tveir lagðir hvor ofan á annan og rúilað saman -1 pylsu. Daginn eftir er pylsan skor- in niður í þunnar sneiðar, sem bakaðar eru ljósbrúnar. Þjóðviljann vantar ungling til að bera út blaðið í SMÁÍBÚÐiiHVERFINU í Sogaraýri ÞJÓÐVILJINN, sími 7500 GttMX OC CAMMl Mjög feitur maður mættl mjög mjóum manni. Feiti maðurinn sagði: Þú lítur þannig út að maður gíeti haldið að það hefði verið hung- ursneyð. Mjói maðurinn svaraði: Og þú lítur þannig út að maður gæti haldið að þú hefðir valdið lvenni. * * * Hótelgestur: Og kemur vatnið æv- inlega svona beint niður um þak- | ið? Hótelþjónn: Nei, aðeins þegar rignir. * -x- x Hvað gerlr þú gegn svefnieysinu? Fæ mér staup af víni við og við. Og bætir það úr skák? Já, það sættir mig við að vaka. Fyrsta kona: Ski’aði ég yður aftur hakkavél- inni: Önnur kona: Nei, það gerðuð þér ekki. Fyrsta kona: Hvað á ég nú að gera — ég sem ætlaði að fá hana lánaða aftur. Er þetta ósvikinn demantur? j Já, það er að ségja: hérumbil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.