Þjóðviljinn - 29.12.1953, Page 4

Þjóðviljinn - 29.12.1953, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagtir 29. desember 1953 í jólavikunni ber mest á guðsorðinu og lándaktiríni. Það eru sjaldnast svik í hljómlist kirkjunnar, og svo var heldur ékki að þessu sinni. Öðru máli v.ar að gegna um hið talaða guðsorð. Þ.að voru meiri ósköp- ■in, hve ræður prestanna, ‘er íram komu í Útvarpinu um þessi jól, voru lélegar. Eg vil ekki gera ósanngjarnar kröfur til Reykjavikurprestanna, sem ár út og ár inn þurfa að halda ræður, og ég skal síðastur manna hneykslast á þvi, þótt ekki liggi andríkið í haugum i ræðum þeirra um hverja helgi. En þegar maður fær 6 presta hvern af öðrum á tæp- urp tveim sólarhringum og ekki heyrist ein einasta spakleg eða Ihátíðleg setning, þá þykir mér (úr öllu hófi aka. En svo var það að þessu sinni. Og ég gat ekkf vafizt því að leita skýr- inga á þessu fyrirbæri. Og ég géfékki tekið þá skýringu gildá,- að um sé að ræða sér- staktuísamband heimskra og andiausra manna, og því síður deljtur mér það í hug, að per- sónuleg þekking mín mælir þar í mót. Eg hika ekki við að sækja skýringuna til mann- dómsskorts, sem alþjóðlegt ástand þessara tíma gefur sér- stakt tilefni til afhjúpunar. Friðarmáiin eru þau mála, er hæst ber í vitund heimsins nú um mundir. Maður skyldi því ætl'a, að boðberar sjálfs friðar- höfðingj.ans þyrftu ekki að standa orðlausir og andlausir þegar hina árlegu friðarhátíð kristinna manna ber að garði. Hvenær, ef ekki á jólunum 1953, ættu flóðgáttir andans. að opnast frammi fyrir textanum um frið á jörðu og velþóknun guðs yfir mönnunum. Eg held að andleysi þessara jólaprédik- an-a hafi að ve.rulegu leyti leg- ið. í því, að orkan fer á flótta frá viðfangsefnunum, sem leita á. hugann, af ótta við að kunna að móðga ófriðaröfhn. Vissu- lega má halda hátíðlega ræðu undlr skini alls þess marg- þreytilega ijóma, sem leikur um himin jótanna í vitund þjóð- aijiijjPá.r, hinna trúuðu sem van- trúuðu,, þótt lagt væri út :af öðtum . t.exta en friðartilkynn- ir^y, jól'aenglanna. En hitt er næsta skiljanlegt, að sá, sem flýr frá því er hæst ber, verði ekki .ásóttur af öðrum hugðar- málum andans. Útkoman verð- ur að minnsta kosti sú, að inn- ian um hátíðleika jólasálmanna og jólahljómanna er stráð ger- samlega andlausu orði, engin hugsun, sem slær neista í sál manns, engin snjöll setriing sem manni verður minnisstæð, ekkert samhengi, enginn hátíð- leiki'. Ræða séra Bjarna átti sérstöðu að því, að yfir henni hvíldi andakt. Það er óneitan- lega allt of fátækt af hendi prestastéttarinnar um þessi' jól, að þeir skuli ekki gerast hálf- drættingar um boðskap friðar og bræðralags á við brezka fréttaþjónustu í gegnum Útvarp Reykjavík. — Helgisögnin eftir Balzac, sem Lárus Pálsson flutti á jóladagskvöldið, var mikil uppbót fyrir andleysi hins talaða orðs þessa hátíðis- daga. 7. presturirin sem kom fram á sjónarsviðið þessa viku, SigU’rbjöm Einarsson prófessor, en þó fyrir utan jóladagskrána, v.ar uppbót að því leyti að list- rænn ljómi leikur um framsetn- ingu hans og framsögn, og það er hátíðleiki um hans trúarlegu tjáningu. En ósköp finnst mér vísindunum misboðið, þegar hugsanasamsctningur, eins og sá, er hann fór með, er í og með látinn sigla undir þeirra flaggi. Það kom ósköp mikið af köflum úr nýjum, bókmenntum, og mun sá flutningur ekki sízt miðaður við auglýsingagildi, skal ekki nánar út í það farið. — Náttúrlegir hlutir voru góð- ir hjá Áma Friðrikssyni' að þessu sinni, skýrir og hressi- legir. — Þá komu tveir frétta- aukar, sem vert var að veita athygli. Anuan kom Kristján Albertson með af starfssviði Sameinuðu þjóðanná og gefur fyri.rheit um meira seinna. Frá- sögn hans var hófsamari og kurteisari en búast mátti við, enda tók hann það fram í upp- hafi má'Is sírís, að hann vildi skýra hlutlaust frá. — Frétta- aukj Kristins Guðmundssonar utanríkisráðherra, þegar hann kom af ráðherrafundi Atlanz- hafsrikjanna, v.ar miklu átak- anlegri. Harm var enn ein- end- urtekning þess, hvernig íslenzk- ir fr.ammámenn giata gersam- lega öllum þjóðlegum sjónar- miðum og sjálfstæðum persónu- leika,' þcgar þeir eru innleidd- ir í dýrð aiþjóðlegra kjafta- klúbba undir andlegu forsæti bandarískr.a kreppuráðstafana og stríðssjónarmiða. Engar nauður virðast hafa rekið dr. Krlstin til að henda sér inn í íslenzka stjórnmálabaráttu til að japla á því, að frið í dag • eigum við að þakka hernaðar- undirbúningi Bandaríkjanna og stríðsöskri. Mann tekur í hjart- að í hvert sinn er ný persóna af íslenzku ber.gi brotin hendir sér út í ósóma þess að rétt- læt-a hervæðingu íslands til nýrrar heimsstyrjaldar. Það er því átakanlegra því ljósara sem það verður með degi hverj- um að öll slík réttlæting hlýt- ur að standa sem viðurstyggð frammi fyrir ásjónu sögunnar um alla framtíð. Um leið og ég að lokum ítreka þakklæti fyrir mikinn og dýrðiegan iólasöng, bæði úr Útvarpssal og frá Dómkirkj- unni. bæði í barnatíma og hlnni almennu dagskrá, þá vil ég sérstaklega færa þakkir fyrir hátíðleika laugardags- kvöldsins með flutn'lngi Brands, sem var í alla staði hinn áaæt- asti. Með því að fella í .síðasta þátt, fær leiI~”':-‘‘- iraunverulega nýja þungamlðju brennipunktur hans færist aí Brandi. yfir á Agnesi, ■ verður þýðari og mennskari, en um leið harmfyllri og harmdýpri. En þetta er of stórt efni til að taka í framhiáhlaupi í almennu rabbi um Útvarp vikunnar. Guð gefi Útvarpinu gott og farsælt ár og hlnum nýja for- Vnanni Útvarpsráðs náð til að leysa hlutverk sitt af hendi með meiri glæsibrag en raun varð á i Útvarpssal á aðfanga- dagskvöld. G. Ben. Fjsndur Sífsins cg dénar danðans Fyrst ekki tókst að koma á heirrisstríði í hasti, hlutu lýð- ræðislattarnir og landráðaung- ar þeirra, að hefja kast á and- legum atómbombum og ekki má gleyma garminum honum Katli. íslenzka stjórnin tilkynnti hátíðlega í útvarpi og blöðum, að milljónatug hefði nú verlð varið til að koma hér upp vörn- um gegn atómbombum. Höfuðið á þessari hjálpai’- starfsemi er auðvitað læri- sveinn Hitlers heitins, gasbýt- irinn frá 30. marz. Þjónusta dauðans skal oss þó veitt. Það er "auðséð að nú skal óttl# ryðja leiðlna, sem er að lokast. Þjóðln er á krossgötum og blekkingavefur striðsæsinga- mannanna er að greiðast sund- ur. Fólklð er að þoka sér sam- an til að reyna að smeygja hels- inu af hálsi sér. Því koma sölumennirnir með flotskjöld feigðarinnar og reyna að fá fólkið til að bíta í, svo ærslin geti hafizt á ný. Óttinn við þjáningu og dauða skal á ný byrgja hvern sálarglugga. Nú var hægt að eyða mill- jóna tug í sjúkrarúm og hjálp- arlyf og fláutumar þeirra skulu skrækja og skafia skyn- semina úr hlustum vorum. Auðvitáð er Þetta -bara byrj- ó'unin. Það verður annar mi.Hj- cnatugur tekinn til að reisa sprengjuhelda’ kumbaida fyrir sjúknárúmin og þar niður í gólfviði úcrðn lyfin 'grafin. Þá eru til nóglr peningar. Þetta er samstofna við það, að á me'sfu neyðartímum teygja kirkjuturnarnir sig hæst, en þó er aldrei lengra en þá í þann himin sem fóikið þarf og þráir. Hvað gerir til þó þúsundir manna b-ði dauðans hjúkrim- arvana í skúmaskotum, á skít- ugum fletum, fyrst við eigum þessi rúm og lyf svona vel geymd. Þjónustan við lífið má bíða, dónar dauðans skulu standa vaktina. En hvað allt ér samxæmt í þessum stóra heimi. Fyrir nokkrum dögum var það rætt hjá svoncfndri mat- vælaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, að gallinn væri sá, að njaturinn kæmist ekki til þeirra sem v-antaði hann, gróða- möguleikamir réðu. Mjög svo merkilegt mál, að svona sjónarmið skulu -slæðast upp á þessum stað. Þaroa var á það bent, að nú hrúguðust matarbirgðir upp -í 'Bandaríkj- unum, sem sjálfsagt verða sprautaðar og gerðar óvirkar mönnum. Þrátt fyrir þetta var fulltrúí Bandaríkjanna fráhverfur því ■að koma hinum sveltandi millj- ónum til hjálpar. Þá veit mað- ur .það. Hvað getum við gert hérna heiina? Væri ekki ráð að snúa dæminu við, taka ráðín af dónum dauðans og leggja þær milljónir í þjónustu lífsins sem nu er verið að sóa á sví- virðilegan hátt. Það mun sannast, að við atomstríði eru engar varnir og þeir mjinu sælastir, sem fljót- ast geispa golunni ef í það fer. Hörmungarnar bíða þeirra sem reynt verður að tj.asla í og ganga í arf til komandi kyn- slóða. Hvernig væri að taka þessar milljónir sem ennþá stendur til að eyða og byggja fyrir þær sjúkrahús, flytja rúmin og lyf- in þangað ásamt því fólki sem nú bíður þess að hefja sína síðustu innistæðu, Hkklæðin og kistuna. Mundi það ekki verða okkur minnisvarði að sjá bros barn- anna, sem búa með rottunum, þegar þau kæmu í mariinabú- staði, bera þau út, ekki út á götuna, heldur út í sólina,'svo fagnaðaróður lífsins nái eyrum þeirra. Til hvers erum við hér, ef við eigum að standa í þjónustu dauðans, en ekki lífsins. Valið ætti ekki að vera erfitt. Notum . hverja einustu kosningu til að hrinda þjónum og dónum. dauðans úr sessi og setja þang- að menn sem .yilja istarfa í þjónustu lífsins, 'þfónustu okk-" ar sjálfra. Látum hina bera flotskjöld feigðarinnar fyrir s'g sjál-fa. Það skal vera vor hinzta kveðja til þeirra. Halldór Pétursson. Allt tekur enda— Baslið við þrautir og myndagátur — Mánudagur mánudaganna — Lítið ljóð ALLT ‘TEKUR ENDA, lík,a stóru Brandajól. Þegar horft'er fram á hálfan fjórða helgidag finnst niárírii felkilegur' lúxust'mi fara h hönd. Og maður ætlar að koma einhverjum ósköpum í verk, les,a jólagjafabækur sín- ar og annarra, ráða allar verð- iaunakrossgátur og myndagátur ' í þeim blöðum sem maður ikemst höndum undir, sofa til hád-egis á hverjum degi, borða kjöt í allar máltíðir, spila púkk, fara í , jólaheimsóknir, drekka kaffi og súkkulaði og borða tuttugu tegundir af kökum. Og allt þetta gerði ég, en helgi- dagarnir entust mér ekki; mér tókst ®ð komast örlítið niður í myndagátu Þjóðviljans — las út úr henni eitthvað um er- lendan her, halaklepp og bandarískan kapítalisma, en ég vár -ekki búin að koma þessu í samhengi þegar helgidagam- ir voru liðnir hjá. Eg fann líka paradísarmissi' út úr myndagátu Moggans, en það var allt og sumt, enda er mér margt annað ,'betur gefið en ráða myndagátur, þótt ég sé .að rembast við þetta um hver jól. Og ég var búin að viða að mér krossgátum úr öllum áttum og mér gekk betur með þær, en aðeins örfáar .þeirra buðu upp á verðlaun. En, ef ég fæ fyrstu verðlaun fyr'r allar myndagát- nrnar og krosgáturnar sem ég hef gutlað- við, reiknast mér svo til, að ég hafi unnið mér fvrir ellefu hundruð krónum þessa dagana og má það telj- ast gott. Og svo vaknar maður einn morgun í myrkri' og eitthvert hugboð segir manni að dýrðin sé á enda. Og viti menn, það er kominn mánudagur, grár og hversdagslegur mánudagur, að vlsu enginn venjulegur mánu- dagur, því að mánudagur sem kemur á eftir hálfum fjórða helgidcgi hlýtur að mega telj- ast mesti mánudagur ársins og um leið er hann síðasti mánu- dagur ársins. Og þessi' mikli mánudagur hefur öll einkenni venjulegs fnánudags, morgun- leti, e. t. v. höfuðverk, þreytu, slen, tros á borðum (eða leifar frá undanförnum kjötmáltíð- um), og eins og allir vita er því nær óhugsandi að vera andríkur á venjulegum mánu- degi, hvað þá á þessum mánu- degi mánudáganna, svo að ég held ég geflst upp á því. Eg luma líka einhvers staðar á Ijóðabréfí, sem' barst Bæjar- póstinum rétt íyxir jólin, átti að birtast á Þorláksmessu en varð útrekið fyrir auglýsinga sakir. og nú er bezt við endum póstinn á því í dag. ★ MORGUNSTJARNAN (Framtíðarspá) Þú milda morgunstjarna, sem maenir yfir fjöll, þú sérð hann Bingó-Bjarna í brjósti landsins „varna" um Keflavíkurvöll. Þú milda morgunstjarna, sem mænir yfir torg, þú brosir hlýtt til barna, nei, börn eru engin þarna, en eydd ög brunnin borg. Þú miida morgunstjarna, sem mætir sólarglans, nú alger auðn er þarna. Það eru 'verk hans Bjarna og hernámsliðsins hans. Hinn fagri frelsisandi hér fer um norðurpól. Nú hrekjum her úr landi, þvi her er okkar fjandi — en eigum islenzk jól. Sv. Sv. SKIPflUTCfRÐ ._Bf KISINS , vestur um land til Akureyrar hinn 4. jan. n.k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.