Þjóðviljinn - 29.12.1953, Side 10
ÍO) — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagui’ 29. desemeber 1953
Selma Lagerlöf:
• m
Orlctgahringurinn
14. dagur
glensaðist ög gerði að gamni sínu við fólkið í stofunni
allt kvöldið. Það brast og gnast í honum eins og hann
væri að hlæja að þvi Hann spýtti og urraði, og þá
var eins og hann væri aö herma eftir einhverjum sem
var reiður og gramur Stundum vissi hann engin ráð
til þess að koma kvistóttum trjákubbum fyrir kattarnef.
Þá fyllti hann alla stofung af reyk og svælu, eins og
hann vildi koma fólkinu í skilning um, að hann hefði
fengið lélega fæðu að lifa af. Stundum var hann að-
gætirih og varð aö glóðarhrúgu, meðan fólkið var enn
að keppast við að vinna og þá varð fólkið að leggja frá
sér vinnuna og skellihlæja þangað til aftur lifnaði í
honum. Giettnastur var hann, þegar matmóðirin kom
inn með þrífætta pottinn og ætlaðist til að hann syði
matinn. Stundum var hann viljugur og greiðvikinn,
vann verk sitt fljótt og vel, en oftast dansaði hann
glettinn og gáskafullur kringum grautinn án þess aö
koma suðunni upp í honum.
En hvað augu húsbóndans ljómuðu, þegar hann kom
inn blautur og kaldur úr rigningu og slyddu og eldur-
inn tók hlýlega og innilega á móti honum! En hvað
notalegt var að hugsa til birtunnar sem barst út í
dimma vetramóttina og leiðbeindi fátækum ferðamönn-
um og ógnaði gaupum og úlfum.
En eldurinn magnaði meira en ylja, lýsa og elda mat;
hann kunni fleira fyrir sér en neista, snarka, spýta og
framleiða reyk. Hann gat vakið löngun til leiks í manns-
sálunum.
Því að hvað er mannssálin annað en leikandi elds-
logi? Hún logar og leikur um manninn, alveg á sama
hátt og eldsloginn leikur um viðinn. Þegar þeir sem
sátu kringum eldinn á vetrarkvöldi höfðu setið kyrrir
um stund og horft inn í hann, fór eldurinn að ræða við
hvern og einn á sínu eigin máli. „Systir mín sál“, sagði
eldsloginn. ,,Ertu ekki logi eins og ég? Hvers vegna ertu
svona döpur og þungbúin?“ — „Logi, bróðir minn“,
svaraöi mannssálin. „Ég hef höggvið við og sinnt skepn-
um allan daginn. Ég er of þreytt til annars en sitja
kyrr og horfa á þig“. — „Veit ég það“, sagði eldslog-
inn. „Nú er komið kvöld. Gerðu eins og ég. Logaðu og
lýstu. Leiktu þér og vermdu“.
Og sálirnar hlýddu loganum og fóru að leika. Þær
sögðu sögur, fóru með gátur, þöndu fiðiustrengi, ristu
flúr og rósir á verkfæri og aktygi. Þær léku leiki, sungu
vísur, fóru í pantleiki og rifjuðu upp fom spakmæli. Og
á meðan þiðnaði kuldinn úr limunum, gremjan úr hug-
,anum. Allir voru glaðir og reifir. Eldurinn og leikur-
inn vakti aftur með þeim löngun til að lifa hinu snauða
og erfiða lífL
En það sem umfram allt átti heima við eldinn voru
frásagnir af alls konar atburðum og ævintýrum. Ungir
jafnt sem gamlir höfðu ánægju af þeim og það tók
aldrei enda. Því að atburðir og ævintýri hafa alltaf
verið til í ríkum mæli í þessum heimi, guði sé lof.
En aldrei háfa sögurnar verið eins fjölbreyttar og á
tímum Karls konungs Hann var garpur í garpahópi
og um hann og menn hans voru óteljandi sögur til
Þær hurfu ekki um leiö og hann hvarf úr þessum heimi,
heldur lifðu þær og blómguðust eftir hans dag; þær
voru hið bezta sem hann lét eftir sig.
Mesta ánægju höfðu menri af því að tala um kon-
unginn sjálfan, en næstur honum gekk hershöfðing-
inn á Heiðarbæ, sem menn höfðu séð og talað við og
gátu lýst frá hvirfli tii ilja.
Hershöfðinginn hafði verið svo sterkur, að hann gat
beygt járn á sama hátt og aðrir beygðu hefilspæni.
Hann hafði fengið að vita, að í Smiðjubæ viö Svarta-
vatn byggi smiður, sem smíðaði beztu skeifurnar í sveit-
inni. Hershöfðinginn reið þangað og bað Mikjál í
Smiðjubæ að smíða undir hestinn sinn. Þegar smiðurinn
kom úr úr smiðjunni með tilbúna skeifu, vildi hers-
höfðinginn fá að líta á hana. Skeifan var bæði sterk
og vel smíðuð, en hershöfðinginn fór að hlæja þegar
hann sá hana.
— Á þetta að heita járn? sagði hann og um leið
beygði hann upp skeifuna og braut hana sundur.
Smiðurinn varð skelkaður og hélt að hann hefði unnið
verk sitt illa.
— Þaö hlýtur að hafa verið brestur í járninu, sagði
hann og flýttí sér inn að sækja aðra skeifu. En það-
fór á sömu leið, nema þessi var klemmd saman eins og' ■
skæri, þangað til hún fór einnig í sundur. En þá fór'
Mikjál að gruna margt
— Annað hvort ert þú Karl konungur sjálfur eða,
Sterki-Bengt frá Heiðarbæ, sagði hann við hershöfð-,
ingjann.
— Þetta var ekki iila til getið, Mikjáll, sagöi hers-'
höfðinginn, og svo greiddi hann Mikjáli fulla borgun'
fyrir fjórar nýjar skeifur og fyrir þær báðar, sem hann'
hafði brotið.
Margar fleiri frásagnir voru til um hershöfðingjann
og þær voru sagðar upp aftur og aftur og enginn var
til í allri sveitinni, sem vissi ekki allt um hann og hafði
ekki virðingu og aðdáun á honum. Menn vissu líka um
hringinn hans og vissu, að hann hafði farið með hon-
um í gröfina, en ágirnd mannanna haföi verið svo mik-
il, að hann hafði verið rændur honum.
Og það er því skiljanlegt, að ef nokkuð gat vakiö á-
huga, forvitni og uppnám meðal fólks, þá var það þetta:
aö hringurinn hefði fundizt aftur og glatazt á ný, að
Engilbert hefði fundizt dauöur í skóginum og Ólafs-
bæjarbændur væru grunaðir um að hafa tekið hring-
inn og sætu nú í. varðhaldi. Þegar kirkjufólkiö kom heim
frá messu á sunnudaginn, var því varla leyft að fai*a
úr fötum og matast áður en það var spurt spjörunum
úr um allt sem hafði frétzt, hvaö hefði verið játað og
hvaða refsingu talið væri, að hinir ákærðu myndu fá.
Það var ekki talað um annað. Á hverju kvöldi var
haldið þing við eldinn í stómm og smáum stofum, bæði
hjá velstandsbændum og þurrabúðarmönnum.
Þetta var óhugnanlegt og undarlegt mál og erfitt að
átta sig á því. Það var erfitt að dæma, þvi að það var
næstum óhugsandi að ívarssynir og fóstursonur þeirra
hefðu drepið mann til að komast yfir hring, hversu
dýrmætur sem hann var.
OC CAMÞN
Er hann vlrkilpga eins g63in'
spretthlaupari og aí er látið ?
Hvort hann er — hann er svo
góður að þelr sem keppa vlð hann
verða að hlaupa helmlngl hraðar
en hann til að hafa viö honum.
* * *
Leiðsögumaður í Gulsteinagarði
var eitt sinn spurður að því hvers-
vegna hann vantaði annan vísi-
fingurinn.
Hann svaraði: Eg hef nú verið
leiðsögumaður hér í garðinum í
25 ár, og fingurinn slitnaði svona
smám saman af því benda fólki
á hina og aðra markverða hluti
í garðinum. Hann veðraðist með
öðrum orðum.
* * »
Skoti nokkur hafði verið á ferða-
lagi um Svlssland, og er hann
kom heim var hann spurður hvað
honurn hafði fundizt um Alpana.
Já, ég man það núna þegar þið
minnizt á það að ’ það voru ein-
hverjar smáhœðir þarna á einurn
stað.
* * *
Svo er héma gamalrejTid skrýtla
uni kulda.
I»elr höfðu báðir verið í heim-
• skautalöndum, og annar sagði að
. frostlð hefði verrifi með þvilíkuiu
, elndaemum að ijóslfi hefði frosið
á kertunum hjá þetm.
Hlnum þóttl það ekki mikið. Hjá-
þelm hefði kuldlnn verið svo gíf-
'urlegur að orðin hefðu komlð út
’úr þelm í ísmoium, og hefðu þeir
■ orðlð að bneða þá tll aö vita tim
. hvað þeir voru að tala.
eimilisþðttwr
Þeqar börn vilja ekki borða
Getið þið ekki fengíð bamið
til að borða? Þá er bamið ef
til vill með hypoproteinajmi,
sem þýðir, að það fái ekki nóg
af eggjahvítuefnum í fæðunni.
Þáð er þó miklu fremur slæm-
BClMIN eru of lítil.
Rúmin okkar eru orðin of
lítil. Þau eru þó ekkert minni
en þau voru fyrir fimmtíu ár-
um, en við höfum stækkað.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
undanfarnar kjmslóðir hafa sí-
fellt verið að stækka, e.n rúma-
framleiðendur hafa ekki tekið
tillit til þessárar staðreyndar
— ennþá, stendur í dönskun.
bæklingi, sem neyteirdasamtök-
in þar hafa gefið út. Meðal-
stærð í Danmörk er nú 170
cm. Til þess að maður sofi vel,
þarf rúmið að vera 16—20 cm
lengra en hann sjálfur, en enn
eru mörg rúm framleidd 180
cm. á lengd og þau eru sjaldan
lengri en 190 cm. Meðallengd
rúma ætti fremur að vera 190
cm. og 200 cm. löng rúm ættu
áð vera fáanleg.
Breiddin á rúmum hefur ekki
fylgzt með tímanum heldur.
Svíar hafa rannsakað hvað
rúmin þurfa að vera breið, og
þeir hafa komizt að þeirri nið-
urstöðu, að þau eigi að vera
85—90 cm., jafnvel 1 meter
Lítil svefnherbergi og efnis-
spamáður hafa hins vegar gert
það að verkum, að rúm eru
sjaldnast höfð breiðari en
80 cm.
ur vani, etendur í dönsku
læknablaði-
Samkvæmt blaðinu, segir
bandarískur læknir, að þessi ó-
lystugu böm undir skólaskyldu-
aldri séu eitt mesta vandamál
bandarísku milli. og yfirstétt-
arinnar, og þau komi alltof oft
á læknavarðstofumar. Mæðurn-
ar segja oft í vandræðum sín-
um: „Baraið mitt vill ekki
borða“. Sannleikurinn er oftast
sá, að bamið vill ekki kjöt,
grænmeti, hafragraut eða á-
vexti. Það treður sig út á
brjóstsykri, smákökum, is,
lakkrís og mjólk.
Barnið er vælulegt, órólegt,
grátgjarnt, fölt og eirðarlaust.
Ávítur, hegningar og ógnanir
hafa engin óhrif á það og það
er tilgangslaust að rejTia að
koma matmim í það með lagni.
Þótt mjól;t innihaldi mikið af
eggjahvítuefnum, segir enn-
fremur í greininni, er það ekki
nægilegt fyrir vöxt barnsins.
Kjöt, fiskur eða ostur verður
að vera á borðum ásamt mjólk-
inni. Ef barnið vill ekki mat-
inn á ekki að neyða það til oð
borða- Það á að fá leyfi til að
svelta og má ekki fá neitt
milli mála. Barnið kemsi þá
fljótlega að raun um, að það
verður að borða við borðið, ef
þáð á að fá nokkuð í sig. Og
flest böm eru skvnsamari en.
margir foreldrar vinðast álita;
mörg tileinka þau sér þessa
leiðu vana til að vekja á sér
athygli.
Svona eiga þeir að líta úf
Ef þið eruð í vafa um, hvem-
ig þeytari á að líta út, sjást
hér á myndinni þrjá ágætar
gcrðir. Fyrst er gormþeytar-
inn, sem hefur lausan gorm,
sem hægt er að taka af, og
það er mjög auðvelt að halda
honum hreinum. Síðan kemur
flati þeytarinn, sem einkum er
notaður til að hræra í pönn-
um, og loks þeytarinn, sem
notaður er rið rjóma og eggja-
hvitu. — Takið eftir að hand-
föngin eru öll eins. Þau fara
vel í hendi og eru úr efni scm
heldur sér \’el.