Þjóðviljinn - 29.12.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1953, Blaðsíða 8
5)) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. desember 1953 tMédd Indlands" ' Rit um indverska heimspeki eítir Gunnar Dal Það er eiginlega að „bera í bakkafullan lækinn“ að skrifa um ofannefnda bók, því að svo margir hafa þegar gert það, og sumir þeirra .tekið fram sitt af hverju, er ég vildi sagt hafa. En þó vil ég láta rödd mína heyrast í talkór þessum, því að ég hef -lítillega kynnt mér þau fræði, er liér um ræðir. Tel ég í stuttu máli, að mikill fengur. sé í þessari bók um indverska heimspeki og lífsviðhorf. Ég fagna hcnni. Hefur liöfimdinum tekizt að fjalla svo um þetta efni, að skiljaniegt hljdur að vera hverjum ' meðalg.reindum manni, og yfirleiít hcld cg, að alís réttlætis sá gætt gagn- vart hinum indversku fræðum: Þó tel ég fvrir mitt leyti túlk- un höfu'ndar á Maya-kenning> unni dálítið vafasama i eki- stökum atriðuin og þarfnast þar sumt nánari skýringa. Samkvæmt hinum forna frum- spekilega hugsunarhætti Ind- verja mun „Maya“ tákna meiri eða minni „blekkingu", enda eru jafnvel vísindi nú- tímans farin að leiða það all- rækiléga í ljós, hve skynheim- ur vor er iniklum hlekkingum hatur. Þar er vissulega ekki „allt, sem sýnist“, þó að vér verðum að haga oss, eins og lun veruleika væri að ræða, meðan vér erum háðir lögmál- um skynfæra vorra. Aðalatrið- ið í þessu sambandi mun vcra, að skynheimur vor er túlkun ■— túlkún takmarkaðrar vit- undar, og hlýtur sú túlkun því að vera takmörkúð sjálf Og þar af leiðandi að ein- hvérjii léyti villandi. -— En út í þessar háríínu háspekilegu skilgfeiningar er ekiki unnt að fara lengra í stuttri blaða- grekr,' Og hváð serri þéssu líð- ur' er margt í kaflanum um ,,Maýa“ alveg rétt og vel at- hugað og sagt, og væri ef til viil næst sanni að sogja um „Maya“-kenningúna, að hún fæli það i sér, að hinn ytri heimur væii bæði blekliing og veruleiki, éftir því frá hvaða sjónarmiði væri á hann litið. — Kaflann um ,,Nirvana“ tel ég hafa mjög þörfu hlutverki að gegna, því að þar er hrund- ið misskilningi eðafávizku, sem of oft lætur á sér bæra — ekki sízt meðal sumra vestrænna ■trúmanna, sem virðast stund- um þurfa á því að halda að gera hlut annarra trúarbragða en sinna eigin sem verstan. — 1 kaflanum um „Ljós Asíu“ Iiefði ég óskað að fá fræðslu eða a.m. k. stutt yfirlit yfir liina „göfugu áttföldu leið“, sem Buddha taldi leiðina til lausnar, um „þjáninguna", og- sök hennar og útrýmingu, og e. t. v. fleira, en líMega erú nú állar kröfur til rithöfunda, sérstaklc-ga þegar um heim- spekleg og andleg efni er að ræða, dálítið óbilgjarnar, því að hver ritliöfundur á að hafa Ieyfi til að flytja mál sitt og réifa það á sinn hátt, svo framarlega sem ekkert er rangfc í málflutningnum. Og jafmvel þó að menn séu sam- mála um höfuðatriði, getur af- staða þeirra alltaf verið dálít- ið ólík til viðfangsefnanna. Einn getur kosið að nálgast verkefnið á einhvém ákveðinn hátt, arnar öðnivísi. Englend- ingar kalla þetta „different approach“. Um það tjáir ekki að deila.— Allir erú kaflar bókarinnar góðir og athyglisverðir, en ekki þykir mér inngangur höfundar síztur. Þar er vel sagt til vegar og skynsam- lega tekið á vandamálum Austur. og Vesturlanda. Mál-; ið á bókinni er yfirleitt gott, sumstaðar skáldlegt og safa- mikið, — og yfir stíl höfundar er einhver ferskur blær, sem er hressandi en um leið eink- ar viðfeldinn, því að höfundur temur sér göfugt hófdæmi, svo að enginn þarf að særast. Á íslandi, eins og víða ann- ars staöar, hefur árum saman starfað félagsskapur, sem allt- af hefur talið það hlutverk sitt að vera eins konar biú milli Austur. og Vesturlanda, kynna hin austrænu andlegu fræði, þ.e.a.s. hið bezta í þeim, v og yfirleitt að vinna á móti allri andlegri einangrun og þvergirðingsskap. Á ég hér við Guðspekifélagið. Ekki er þetta sagt til þess að draga hið minnsta úr nýstárleika og gildi l>ess fyrirbrigðis, að gáf- aður fslenzkur menntamaður tekur sig upp og fer alla leið til Indlands, til þess að nema- þar hina „forjiu vizku“ við háskóla, nýtm' til þess styrks frá liinu íslenzka ríki og dvelst þar í tvö ár. En á þetta er minnst til þess að þeir menn, er óska kynnu á- framhaldandi fræðslu um þau viðfangsefni, er Gunnar Dal tekur til nieðferðar í bók sinni, viti, hvar hennar er helzt að leita, þó að um of mikil vanefni sé þar enn áð ræða. Þori ég og að fullyrða, að allir þeir, er að Guðspeki hneigjast, muni fagna út- komu bókar þeirrar, er hér hefur vcrið sagt frá, og óski þess að sem flestum mennta- mönnum gæfist kostur á því að kynnast hinu andlega Hfi Austurlanda af eigin raun, ekki sízt ef tryggt væri, að þeir skiluðu jafn góðum á- rangri af námi sínu og athug- unum og Gunnar Dal hefur gert. Gretar Fells. 1174 krónur fyrir, 10 rétta Úrslit leikjanna á 2. í jólum urðu mörg nokkúð óvænt og varð þ\'í ekki mikið um réttar ágizkanir, bezti árangur reynd- ist 10 réttir leikir, sem gefa 1174 kr. Vinnigar skiptust þannig: 1. vinningur 796 kr. fyrir 10 rétta (1). 2. vinningur 63 kr. fyrir 9 rétta (25). Fyrsti seðiil næsta árs verð- ur með léikjuni, sem fram fara 9. jamíar, en þá fer fram 3. umferö bikarkeppninnar ensku. Seðilinn verður á næsfunni hægt að fá hjá umboðsmönn- Um. RlTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Um langan tímá befur hand- knattleikur átt erfitt uppdrattar i Noregi og landslið þcirra eklci veríð sigursælt í viðureignum sinum við önnur lönd. Af þeim ástæðum hafa minni samskiþti verið við önnur lönd en æski- ’legUér. ' Það vakti Því ekki lifla at- , > hvgli er norskar stulkur imnu þýzkar í 7 manna handknattleik með 5:3 eftir að hafa haft víir- burði í leik, þó að márkatæki-j færi Þjóðverja hafi verið fleiri. j Norsku piltarnir höfðu yfir í mörkum þar til siðast i síðari hálfleik að Þjóðverjum tókst að ná yfirhöndinni og gera 5 mörk á síðustu 5 mín. en þá vantaði Norðmenn úthald. í byrjun leiks, höfðu Norðmenn gert 4 mörk' áður en Þjóðverjar höfðu gert mark'. f sambandi við leik þennan isegja norsk blöð m.a.: „Það sýnir sig að samstarf við önnur lönd er það rétta. Einangrun ieiðir til stöðnunar. Fleiri landsieikir gefa' . -leikmönnum reynslu í hörðum leikjum. Og á næstu krossgötum verður ósígrum snú- ið í sigra. Oft hafa ferðir til út- landa vérið varðar með því að ,,við höfum enga möguleika, en við förum til að læra“. Þetta hefur verið vi'ðlag allra lands- liða í öll þessi ár, og sumir hai'a verið óþolinmóðir og lýst eftir árangrinum og lærdómnum. 10 rússneskar skxða- stúlkur til Sviss í bvrjun janúar sendir skíða- samband Sovétríkjanna 10 stúlkur til skíðakeppni í Grind- elwald í Sviss til keppni þar í alþjóðlegu móti. Taka þær að- eins þátt í keppni í göngu. Svig og brun eru tiltölulega nýjar greinar í Sovétríkjunum og senda þau því engan keppanda í ’jjeim greinum. Bailey atvinnumaður í rugbyleik Frá því hefur áður verið sagt hér að Mc Donald Bailey sprett hlauparinn enski ætlaði að ger- ast atvinnumaður í rugbyleik. Nú rétt fyrir jólin lék hann i fyrsta sinn sem atvinnumað- ur. Var honum ákaft fagnað af áhorfendum er hann kom fram í Leigh-liðinu. Þó Bailey eigi margt ólært í þessari í- þróttagrein vann þó li'ð hans með 11:3- Sovétmet í sleggjukasti Tass fréttastofán hefur skýrt frá því að S. Nenaséff frá Baku hafi fyrir stuttu sett nýtt Sovétmet í sleggjukasti. Var ár- angurinn 60.70 m. Gamla metið átti Krivönosoff. Leikir sunnudagsins sýna að kunnáttan er að aukast“. Skyldu forsvarsmenn hand- knattleiksfns hér á . landi hafa sömu skoðun? I gær lauU landskeppni í skauta- hlaupi miili Noregs og Sovctrikj- unna. Keppt var á Djnamo-lelk- vanginúnt í Jloskvft. iMeðal norsku keppendanna var líjaimar „Hjall- is“ Andersen, sem myndin er af. Hann sigraði í 10 km hlaupi á 16;55.4 mín. — Nánari fregnli' af keppninni síðar. Frá því er skýrt í sænskum blöðum, að ákveðið sé að fram fari samnorræn sundkeppni næsta sumar. Fulltrúar sundsambandanna frá Svíþjóð, Danmörku, Fimi- landi og Noregi héldu fund í Stokkhólmi um miðjan desem- ber og ákváðu að endurtekin skyldi keppnin frá 1951. ís- land hafði áður tilkynnt að það myndi verða með í keppniuni. A'ð þessu sinni verður grunn- talan miðúð við þátttakenda- fjöldann 1951. Það land sigr- ar sem hefur bezta %-tölu mið- að við úrslitin 1951. Þá var jöfnúnartalan byggð að miklu leyti á íbúafjölda. Keppnin fer fram á tímabilinu 15. maí tii 15. september en hvert land hefur rétt til að stjdta tímann og taka til keppninnar heppi- legasta tímabilið- Keppt verður í 200 m sundi eins og 1951. Á þessa leið Jiljóða fréttirn- ar um þcssa fyrirhuguðu keppni: Það yerður að teljast Ungveíjarni? heiéraðir Eftir helmkomu Ungvef janna og sigúr þeirra á 'Wdtnbley 25. nóv. s.l. bauð ungvcrska stjórn- in til veizlu þeim til heiöurs. Við það tækifæri sæmdi forset- inn þá heiðursmerki í tilefni af hiiini frábtferu frammistöðu þeirfa. í ræðu sem forsetinn hélt minnti hann leikmenn á þau verkefni sem þeirra biðu og drap m.a. á heimsmeistarakeppn ina í knáttspyrnu, sem lýkur næsta ár. Urslitaleikirnir í heimsmcist- arakeppninni í handknaltleik, sem allir fara fram í Svíþjóð, hafa nú veri5 ákveðnir. For- keppnin, sem 11 lönd tóku þátt í, fór fram liér og þar um Evrópu, en til úrslita keppa þessi lönd: Danmörk, Tékkó- slóvakía, Þýzkaland, Frakk- land. Sviss og Sviþjóð. I A-floklci leika þessi löeid: Það hefur vakið nokkra at- hygli að cnginn. úrslitaleikj- anna hefur verið ákveðinn í Stokkhólmi en ástæðan er sú, að áhugi er minni þar fyrir handknattleik en í öðrum borgum Svíþjóðar. Svíþjóð — Danmörk í Gauta- borg 13. 1. Danmörk •— Tékkóslövakía í Jönköping 141. Svíþjóð — Tékkóslóvakía í Örebro 15.1. í B-flokki leika: Þýzkaland — Frakkland i Kristianstad 13.1. Frakkland — Sviss i Malmö 14.1. Þýzkaland — Sviss í Lundi, tírslitakeppnin fer fram I Gautaborg 17.1- bjartsýni, ef sundsambandið hér hefur orðálaust fallizt á að leggja úrslitin 1951 til gruncD vallar. Fljótt á litið virðist ekki miklar líkur til að vi<5 hér getúm hækkað tölu þeirra, sem sjmda 200 m. neitt voru- lega en hin löndin ættu að geta auðveldlega hækkað sina tölu um helming eða meira, Annars er ekki ósennilegt að bráðlega fari að koma nánari fréttir af þessu hér þar sem norræn blöð hafa sagt frá því fyrir hálfum mánuði. Heiðnrsverðlaun Helms 1953 Hin svoköiluðú Helms hoiðurs-1 vérðlami, sem velít 'eru í Banda- rikjunum aðeins cinum íþrótta-* manni úr hverri heimsálfu, hafa nýleg'a verið tilkvniit. Árið 1953 haía þessir verið tiinéfndir sem beztu íþrótta- m'enn 'hinna 6 heims’álfa: Asía: Keizc Yamada, Japan, sem vtmn h'ð árlega Boston- maraþonhlaup á mettima á vega- lengdinni 2 kls't. 18.51 min. Ástrai a: John Micliael Lar.dy, sem 1952 hijóp enska mílu á 4.02.1 mín. Afríka: Johii Cheetham, c'ric:k-> etleikari frá Suður-Afríku. Suður-Ameríka: Pedro Ga'.t ao, sundmaður frá Argcntinu. Norður-Ameríka: Melvin ÍWliiG field írá Bandaríkjunum. Evrópa: Douglas Alastair Gorj don Pirie frá Englandi. Samnorræn sundkeppni 1954

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.