Þjóðviljinn - 11.02.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.02.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. febrúar 1054 IMÓ49VIUINN ,j ötgftfandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. t Ritstjórax: Magnús Kjartansson (áb.), SigurCur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmunflur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Gu5- znundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólaísson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. ' Rltðtjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 18. — Siml 7500 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nógrennl; kr. 17 . annara etaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. j Hafnarfjörður ' Arið 1926 varð minnisstætt í sögu Hafnarfjarðar. Þá misstu atvinnurekendur og flokkur þeirra, íhaldsflokk- urinn, meirihluta sinn í bæjarstjórn en áður höfðu þeir ráðið þar lögum og lofum. íhaldið féll fyrir einingu al- þýðunnar, það var verkamannafélagið Hlíf sem fyrst bauð fram, og þau samtök þróuðust síðan yfir í Alþýðu- flokkinn. Og 1926 var langþráðu marki náð, Alþýðuflokk- urinn fékk þá sex fulltrúa í bæjarstjóm en íhaldið að- . ‘eins þrjá. Alþýða Hafnarfjarðar fagnaði þessum sigri mjög, nú skyldi brotið blað í sögu bæjarins, og atvinnurekenda- valdið skyldi aldrei framar fá tækifæri á að drottna yfir h&g bæjarbúa. Og víst tók nú við merkilegt framfara- skeið á ýmsum sviðum, og ber þá fyrst og fremst að geta bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sem jafnan mun veröa talín merkur vitnisburður um stórhug og framsýni á þessu tímabili. Hins er þó ekki að dyljast að éftir því sem leið á 28 ára valdaskeið Alþýðuflokksins í bænum téku mjög að fölskvast hinar upphaflegu hugsjónir, og atvinnurekendur þeir sem misst höfðu yfirráð sín á eftir- minnilegastan hátt tóku upp nýjar leiðir til þess að ná völdum og aðstöðu. Verður sú saga ekki rakin hér, enda ér hún öllum í fersku minni. ' En í skjóli þessarar þróunar hugðist íhaldið ná völd- um á nýjan leik í bænum með snöggu áhlaupi, þar sem ekkert skyldi til sparað. Það hóf sókn sína s.l sumar og tókst þá áð fá kosinn þingmann kjördæmisins með veru- legum atkvæöamun. En svo mikilvægur sem sá árangur varð íhaldinu átti hann þó aðeins að verða aðdragandi þess sem mestu máli skipti, meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Að því var allri kosningavél íhaldsins . beitt og ekkert til sparað, hvorki fémunir, loforð, hótanir né önnur þau ráð sem atvinnurekendaflokknum eru til- tækust. r En alþýða Hafnarfjarðar snerist einnig til gagnsókn- W; sú smán skyldi ekki spyrjast að stigið væri skref þrjá áratugx aftur í tímann. Og atvinnurekendaflokk- urinn beið enn einu sinni eftirminniíegan ósigur, fékk 325 atkvæöum færra en verklýðsflokkarnir báðir. En það var annað sem hafði breytzt: Alþýðuflokkurinn fór nú ekki einn með meirihluta í bænum, sú ábyrgö hvíldi á verklýðsflokkunum báðum sameiginlega. Alþýða Hafnarfjarðar var ekki í vafa um hverjar á- lyktanir bæri að draga af þessum úrslitum, og í sam- ræmi við það hafa Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn nú gert samkomulag um stjórn bæjarins næsta kjörtímabil og gengið frá mjög mikilvægum mólefna- s&mningi, sem boðar stórfelldar framkvæmdii’ í þágu Hafnfirðinga. Þetta er mikilvægur atburður í sögu Hafnarfjarðar og mun raunar hafa áhrif um land allt. Árið 1926 var það einhuga alþýða sem felldi íhaldið af sfóli, og árið 1954 þarf að verða jafn minnisstæður atburður í þróun bæjarins. Sú eining sern nú hefur tekizt milli verk- lýðsflokkanna þarf að verða öflug og einlæg, en ábyrgö- in á því hvílir ekki aöeins á forustumönnum flokkanna heldur fyi’st og fi’emst á allri alþýöu. Hún verður að standa vörð um einingu sína, hún verður aö veita bæjar- fulltrúum sínum virka aðstoð, aðhald og styrk í öllurn störfum, hún verður að ganga að verkefnunum meö . sáma eldmóði og 1926. Þá bíöur xnikilvægt framfara- skeiö Hafnfiröinga en vofa íhaldsins örmagnast á nýjan leik. Alþýða manna um land allt óskar Hafnfii’öingum gæfu og gengis í þeirri samvinnu sem nú hefur tekizt og væntir þess aö störf verklýðsflokkanna í Hafnarfii’ði yeröi hvarvetna hvöt til þeirrar einingar sem ein getur tryggt fcagsmuni í átökunum við auðmaxuiaflokkinn. Bandaiískir blaSamenn lýsa aðstöða Fvakka i stríðinu í Indó Eína: EI|a þess engan kosf al f Isina i samf ekki a< Iþrá þvi frÖMku braeðurnir Gœicourt lögðu saman við skáldsagnaritun fyrir hundrað árum mun. ekkert fjölskyldu- fyrirtæki hafa unnið sér jafn mikla frægð og fé með rit- störfum og bandarísku bræð- urnir Alsop. Munurinn er sá að þeir semja ekki fágaðar raunsæisskáldsögur heldur skrifa að staðaldri dálka um a’þjóðamál sem birtast í hundruðum blaða i Bandarikj unum t>g jafnvel víðar. Bræð- urnir Joseph og Stewart þeytast milli höfpði>org'aiina og hafa oft reyuzt furðu na^jc ir að þefa uppi Jiað , sem. r að gerast bak yið;.,Jtjöldin ,.í Washington, Londo>n og Baris. • f lok síðasta árs fór Joseph * Alsop í. fjögurra mánaða ferðalag um Suður. og Aust- ur-Asiu. iængst dvaldi hann í Indó Kína og þótti ástandið þar ískyggilegt frá sjótiarmiði dyggs málsvara bandarískrar utanríkisstefnu. Þó varð ha.nn fyrst verulega skelfdur eftlr að hafa komið við í París á heimleiðinni og rætt við stjómmálamenn þar. 1 fyrstu riku janúar fóru að birtast í dálkum þeirra bræðra niður- stöffur Josepbs úr ferðaláginu. Hansi skýrði þá frá þri, sem nú er komið á dagin.n, að Bandaríkjastjóm yrði brátt að taka afstöðu til franskrar beiðni um bandarískt herlið til Indó Kína. Herferð sjálf- stæðishers Viet Minh í Indó Kína um jólaleytið þvert yfir landið hafði vakið xneðr'l alls þorra Frakka „sterlca löngun til að losna úr hinu lang- dregna og því er vii’ðist von- lausa stríði í Indó Kina næst- lun því hvað sem það köstar.“ • <T*veir af áhrifamönnum frönsku ríkisstjórnarinnar, fyiTverandi forsætisráðherr- arnir Edgar Fauie og Paul Reynaud, kröfðust þess á ráðu neytisfundi, að sögn Joseph Alsop, að teknir yrðu upp samningar um vopnahlé í Indó Kína. Bidault utanríkis- ráðheiTa og aðrir þeir sem fyrir hvern mun vilja halda áfram að berjast svöruðu með þvi að lýsa yfir að nú væri tími til kominn að biðja Bandaríkjastjóm að leggja meira af mörkum til hemað- arins í Indó Kína en um millj- arð dollara virði af vopnum og vörum á ári. Marc Jaquet, ráðherra sá sem fer með mál- efni Indó Kína, komst svo að orði að franska þitigið myndi krefjaat „brottfarar franska hersins frá Indó Kina ef lið- veizla frá bandamönnum Frakka bærist ekki innan þriggja tíl sex mánaða." Og Alsop, sem hefur kynnzt að- stæðum sjálfur, bætir því við að „samíiingar í Indó Kína sem menn eins og Faure krefj ast þýða hreinlega það að tapa Indó Kína. Allt landið er nú þegar gegnsmogið af kommúnistískum hermömuun. Aður en vika væri liðin frá vopnahléi væ-ru sex nýjar ó- vinaherdeildir búnar að taka sér stöðu að baki franska hernum. Eftir það væru samn- ingar óþarfir.“ í Tm miðjan janúar var Joseph Alsop kominn heim til Bandaríkjanna og di'ó þá sam- an niðurstöður sinar úr Asíu- ferðinni í grein sem ber fyrir- sögnina: Biekldngar um Asíu og hefst á þessa leið: „Eftir þeim bjartsýnistónum að dæma sem fylla eýrun hér í Ameríku verður þetta minni- hiutaálit. Maðiu- gengur undir manns hönd — nú síðast for- setinn sjáifur—og segja þjóð- inni að „við höfum náð aftur frumkvæðinu“ í heimsbarátt- unni við heimsvaldastefnu kommúnismans. Það er ekki djúpt tekið í árinni að segja að ferðainaður erlendis verði sáralítið var við neitt sem staðfesti þessa skoðun. Vissu- lega sjást þess engin merki að við höfum náð aftur frum- kvseðinu í Asíu. Sá sem þetta ritar er nýkominn úr f jögurra mánaða ferðalagi um Asíu og þai' benda öll sólarmerki til hins gagnstæða". • Síðan rekur Joseph Alsop það hvernig sigið hafi á ógæfuhlið í Asíu fyrir Banda- ríkjunum og bandamönnum þeirra síðan vopnahlé var gert í Kóreu. Við það færðist þungamiðja átakanna í álf- unni til Indó Kina og atríðið þar varð um leið sýnu erfið- ara. Að vísu sér hann engar líkur til að her sjálfstæðis- hreyfingarinnar sigri fyrst um súin 185.000 manna elnvalalið atvinnuhermanna sem Frakk- ar hafa þar „en það er ekki heldur neinn möguleiki á að Frakkar sigri i Imió Kina., hvorki nú þegar ná*um fyrir- sjáanlega framtið“. 1 því tel- ur Alsop megin hættuna fólgna. — „Þegar Bandaríkja- stjóm samdi vopnahlé í Kóreu voru Frakkar búnir að berj- ast látlaust í sjö ár í Indó Kína. Bandaríska fordæmið hefur orðið til þess að fransk- ur aimenningur og franskir stjórnmálamenn gera æ há- værari kröfur um að endi sé bundinn á stríðið í Indó Iíína hvað sem það kostar", IT'ina leiðin til að tryggja það að Frakkar semji ekki frið í Indó Kína er að dómi Alsop að bandarískt lið verði sent þeim til fulltingis. Frakka vantar ekki vopn heldur menn. Þveröfugt er þvi varið með sjálfstæðisherinn, yfiihershöfð ingi hans, Vo Nguyea Giap, hefur ótæmandi mannafla af að ausa en skortir hergögn til að vopna alla þá sem vilja berjast til að reka Frakka úr landinu. Geti sjálfstæöisher- inn aflað sér þessara vopna frá KLna mirni reka að því að Frakkar bíði örlagaríka ósigra Framliald á 11. síðu. I L wmmmmm ' ' ■ 'xi i - Bræðurnir AJsop, Joseph (til vinstri) og Stewart.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.