Þjóðviljinn - 11.02.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 11.02.1954, Page 7
Fimmtudagur 11. febrúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (T Enginn staður, sem byggir alla afkomu á eigin framleiðslu, hefur veitt jafn almenna og vel launaða atvinnu og Neskaupstaður s.l. ár Árið 1&53 var í flestum höf- uðatriðum gott ár. Sumarveðr- átta var mjög góð og allur gróður meiri en flest ár önnur. Sjávarafli var í meðallagi, þó ■ að fiskveiði við Austurland vœri rýrari en oft áður. Eins og jafnan áður er það sjávarútvegurinn og; störf' Í þ4gu hans, sem ráðið hafa úrslitum um afkomu okkar Norðfirðinga á hinu liðna ári. Atvinnumálin Skal nú gerð stutt grein ^ fyrir því markverðasta, sem é árinu hefur gerzt í atvinnu- málum okkar og lítilsháttar samanburður gerður við aðra. Eins og áður hefur togara- útgerðin reynzt gildasti þátt- urinn í atvinnumálum bæjar- ins. Hún hefur fært mllljónir króna í atvinnutekjur í bæ- inn jöfnum höndum til þeirra sem á sjónum hafa unnið og til þeirra sem starfað hafa í þógu hennar vrið landvinnu. í>að er vissulega erfitt að sjá hvernig bæjarbúar hefðu komizt af án togaranna, svo gífurlega stóran þátt, sem þeir hafa á þessu ári átt í atvinnu- lífi Neskaupstaðar. í ársbyrjun 1953 hófust hér ■ byrjunarframkvæmdir að nýrri atvinnugrein á vegum •' togaraútgerðarinnar. Þá kom hingað allmikið af timbri i fiskhjalla og var strax hafizt handa um að reisa fisktrönur til herzlu á fiski. Skreiðarframleiðslan hefur skapað mikla atvinnu í bæn- um og síaukið möguleika tog- aranna til að sigla heim með aflann, jafnvel þó að veiði- svæðið væri allfjarri heima- höfn. Snemma á árinu var með öllu bannað að frysta þorsk úr togurunum og var það vegna sölutregðu á frosnum fiski og allmikilla skemmda sem gerðu Vart við sig hjá mörgum frysti- húsum. Bann þetta dró stórlega úr rekstri frystihúsanna í bæn- um, en bæði höfðu þau haft megnið af fiskafla sínum frá togurunum, Þrátt fyrir þetta minnkaði vinna ekki í landi við fisk- afla togaranna og má skreið- arverkuninni þakka það fyrst ' og fremst. Á árinu var ráðizt í um- fangsmeiri saltfiskverkun en áður hafði þekkzt. Bæði fisk- þurrkunarhúsin í bænum tóku saltfisk togaranna til verkun- ar, en auk þess tók fjöldi fólks fisk til þvottar og þurrkunar. Fiskverkunin hefur án efa orðið ein drýgsta tekjulind manna í bænum á árinu. Karfaveiði fyrir Austur- landi var léleg og þótti ekki fært að stunda þá veiði svo neinu nam. Kom það einnig niður á rekstri frystihúsanna, enda er hagur þeirra miklu iélegri á þessu ári en hinu næsta á undan. Rekstur togaraima hefur verið óslitinn allt árið eins og jafnan áður. Afkoma þeirra hefur verið betri en áður og hefur þar munað mestu hve mikill hluti aflans hefur verið verkaður. Útgerð bátaflotans hefur gengið heldur báglega á árinu, og engan teljandi afla hafa stærri bátamir lagt á land hér heima. Vetrarvertíðin gekk misjafnlega og þó illa á öll- um stærri bátunum. Síldveiðin tókst illa og lakar hjá bátum héðan en víða annarsstaðáf. Skipti þar mestu að bátar bkk- ar voru mjög óviðbúnir' snurpuveiði, en reknetaveiði reyndist lakari nú en árið: áður. a Haustúthald varð ekkert á stærri bátum, en ótíð hamlaði sjósókn smærri báta. Afli trillubáta var sæmilegur, en smærri línubátar öfluðu lítið. Síldarsöltun óx nokkuð og hefði þó orðið meiri ef afli hefði verið sæmilegur. Vinna Árstekjur verkamanna hafa verið ágætar og til 'muna hærri en árið áður. • Sjómenn á togurunum hafa haft svipað kaup og .áður. Bátasjómenn hafa búið við lélegust kjör og almennt haft lágt kaup. Verka- konur hafa haft sæmilegt kaup, en þó ekki eins gott og árið áður, aðallega vegna minnkandi frystihúsvinnu. Bílstjórar haf#| haft sæmi- Jega afkomu og iðnaðarmenn einnig, en þó hafa þeir helzt þurft að leita vinnu annars- 1 'staðar. L- Óháett inun að fullyrða, að • enginni’istaður annar, sem byggir alla sina afkomu á eigin framleiðslu, hefur vcitt jafn almenna og jafn vel laun- aða atvinnu og Neskaupstaður á árinu scm er að iíða. Þó að staðirnir við Faxaflóa hafi veitt eins miklar og jafn- vel meiri atvinnutekjur, þá byggist það ekki á framleiðslu- störfum, heldur fyrst og fremst á aðfenginni vinnu frá erlendu EKKERT bæjarfélag á lslandi verður fyrir öðr- um elns rógi og Ulmælgi og Neskaupstaður; öU hemámsblöðin eru í sam- keppni um þá lðju og Iáta slg ekki muna um að fara með vísvitandi ó- sannlndi. Einnig fyrir bæjarstjómarkosningam- ar nú hófst þessi sama iðja, en Norðfirðingar svömðu henni með því að fela sósialistum eim melrl hlutavöid í bænum með mun meira atkvæðamagni en 1946, þegar síðast var koslð eftir flokkslinum. ÞJÓÐVILJINN birtir í dag hluta af grein sem Lúðídk Jóepsson skrifaðl £ Austurland um síðustu áramót og rekur bann þar ástand og horfur í bænum* af síldarsöltun og síldarmót- töku hefur orðið mikil. Önnur atvinna en sú, sem af sjávarútvegi stafar, var ekki mikil. Nokkuð var byggt af íbuð- arhúsum en tiltölulega lítil á- hrif hefur það haft á afkornu bæjarbúa. Dráttarbrautin hafði mikil verkefni allt árið í þágu út- gerðarinnar, en þó tókst fyrir- tækinu ekki að koma af stað nýbyggingu á fiskibát eins og ráðgert hafði verið. Strandaði einvörðungu á samþykki lán- veitenda, en vonir standa til að úr rakni. Þegar saman eru dreg'in að- alatriði um atvinnu og afkomu bæjarbúa á hinu liðna ári má segja þetta: Næg atvinna liefur verið svo að segja allt árið og eins oft komið fyrir ,að menn hafi vantað til vinnu eins og hitt að atvinnulaust hafi verið. Allt árið hefur vantað sjómenn, bæði á bátana og togarana. herliði. Slík vinna hefur aldrei reynzt til heilla og mun enn reynast fallvölt þegar fram í sækir. Þannig hefur árið sem nú er að líða reynzt okkur sem at- vinnuár í nokkrum atriðum skoðað. Við erum þó ekki á- nægð og teljum að margt hefði mátt betur fara og enn sé fjarri því að vel gangi, einkum hvað atvinnuöryggi við kemur. Það er því rétt að svipast nokkuð um annarsstaðar á landinu. Hvernig hef ur gengið annarsstaðar ? Okkur verður þá fyrst fyrir að skoða bátaútveginn, sem lakast hefur komið út hjá okk- ur. Hvemig hefur hann geng- ið annarsstaðar? Hefur báta- útvegurinn almennt skilað sjó- mönnum góðu kaupi og hefur hann getað staðið við fjár- hagsskuldbindingar sínar?gNei, því fer víðsvegar fjarri. Nær ekkert af þátaflota landsins hefur greitt tilskildar afborg- anir af stofnláninu nú í haust og fjöldi báta um allt land hefur ekki getað greitt rekst- urslán sín. í Reykjavík og Hafnarfirði var vétrarvertíðin hin versta og er afkoma vél- bátaflotans á þeim stöðum báðum lakari en nokkru sinni síðan á árunum fyrir stríð. í Reykjavík hafa 'margir bátar verið seldir nauðungarsölu og fæklcar bátum þar stórlega. Frá Vestfjörðum er. sömu sögu að segja, þrátt fyrir allmikirin opinberan stuðning við bátaút- veginn þar. Hagur bátanna á þessum stöðum er sízt betri en hér, og kjör bátasjómanna hafa ekki verið betri þar. í Vestmannaeyjum gerðu all- margir bátar góða vertíð en þó er þess að minnast að þar var um % hluti. báta- flotans, eða um 30 bátar, með lægri afla en sem svarar kaup- tryggingu háseta. Hér annars- staðar £ Austurlandi hefur bátum gengið misjafnlega, nokkrum illa en tveimur bát- um allvel. Því miður er sú saga almenn að hlutur bátasjómanna er rýr og minni en kauphlutur ýmsra annarra atvinnustétta. Togur- um okkar hefur gengið heldur vel á árinu og er óhætt að full- yrða, að þeír eru í hópi betri skipa með afkomu. Með því er þó ekki sagt, að þeir hafi góðan hagnað, þvi árið er almennt talið óliag- stætt í rekstri togara. Verð- lækkun á saltfiski veldur þar mestu og stöðvun margra skipa í 2—3 mánuði í sumar af óvissu um sölu aflans. Grænlandsveiðar voru litlar og minnkuðu stórlega frá ár- inu áður. í júnímánuði lágu um 35 skip og biðu álcvörðunar um hvað gera skyldi. Okkar skip hættu aldrei veiðum nerna eins og venjulega meðan hreinsun og viðgerð fór fram. Á árinu misstu Vestmanna- eyingar vald á togarautgerð sinni og voru neyddir til að selja burt úr bænum annan togara sinn. Stjórnin var einnig tekin af Sig'.firðingum á sínum tögurum, og liún fengin í hendur stjórn Síldarverk- smiðja rikisins, sem að mestu er skipuð mönnum utan kaúp- staðarins. Rikissjóður Jagði með útgcrðinni í hendur hinn- ar nýju stjórnar á fimmtu mill.ión króna. Sérstök bráða- birgðalög voru sett til fjárstuðn ings við togaraútgerðina á Seyðisfirði, sem mjög stó; I höllum fæti. Nú liggja fyrir upplýsingar um, að almennt hefur hagur togaraútgerðarinn- ar versnað á árinu. Hagur okkar útgerðar hefur þó ekki versnað, heldur frem- ur batnað, en þrátt fyrir það er fjárhagur hennar m.jög þröngur og má finna það í ýmsum greinum. Hagur frystihúsanná hér hefur eðlilega þrengzt i ár, vegna mfnnkandi reksturs og mun hagur þeirra vera lélegri en frystihúsanna á Suðurlandi, sem yfirleitt hafa hagnazt vel. Tekjur verkafólks og fjár- hagsleg afkoma verður að telj- ast góð hér samanborið við staði úti á landi, en þó ekki eins góð og við Faxaflóa þar sem mest hefur gætt atvinnu af völdum hernámsins. Augljóst er hverjum, sem kynnir sér það, að tekjur flestra verkamanna hér í bæ hafa verið miklu meiri en verkamánna annarsstaðar á Austurlandi. Samanburður á atvinnu hér og annarsstaðar og afkomu at- vinnufyrirtækja er því okkur ekki í óhag, nema síður sé, þegar frá eru taldir staðirnir sem fljóta í hernaðarvinnu. Hvað er framundan? En hvað er framundan? Hvers er að vænta af nýja árinu, sem nú hefur göngu sína? Þvi er erfitt að svara, og vist er um það að enginn getur sagt þar neitt um með fullri vissu. Sá sem á alla afkomu sina undir bátaútvegi, togararekstri og vinnu við sjávaraíla, hann veit ekki fyrirfram hvort at- vinna verður mikil og afla- fengur góður, eða hvort ár- ferði verður óhagstætt. En sá sem á góðan bátaflota, góða togara, hraðfrystihús og önn- ur slík framleiðslutæki, hann hefur mikið í sínum höndum og mikla möguleika til þess að skapa sér næga og góða af- komu. Við Norðfirðingar eigum þessi tæki í ríkara mæli en flestir aðrir og við munum vissulega beita þeim til hins ýtrasta til atvinnuauka fyrir í- búana hér. Staða okkar í byrj- un hins nýja árs er góð. Við höfum fulla ástæðu til að vona hið bezta og búa okkur undir mikið. Verði árferði sæmilega hagstætt til fram- leiðslu og fiskveiða og sölu sjávarafurða, þá ættum við að bjarga okkur vel. Trú á framtíðir;a ' Nokkuð hefur borið á því að einn og einn úr hópi okkar Norðíirðinga sýni á sér upp- gjafarmerki og vilji haida snð- ur í dýrðina við Faxaflóa. Sérstaklega hefur Jress orðið vart þegar eitthvað hefur á Framhald á 11. siðu. )

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.