Þjóðviljinn - 14.03.1954, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Surmudagur 14. marz 1954
ss»
| Sélma Lagerlöf:
KARLOTTA
LÖWENSKÖLD
44.
í hana. Snöggt eins og ránfugl greip hún handfylli af
hinum vel greiddu lokkum, lyfti skærunum, sem hún
hélt á í hendinni og klippti þá af.
Þetta ver ekki undirbúið verk. Um leið og þetta var
búið og gert reis hún á fætur og var dálítið vandræða-
leg á svip yfir gerðum sínum. Hin konan rak upp ang-
■ istaróp af skelfingu og reiði. Þetta var hið versta sem
' hægt var aö gera henni. Lokkarnir vom hennar mesta
prýði. Þeir voru hið eina fallega sem hún átti til. Hún
gat ekki sýnt sig innanum fólk fyrr en þeir voru vaxn-
ir að nýju. Hún rak aftur upp reiði- og angistaróp.
í eldhúsinu, sem var næsta herbergi við, var svo mik-
ill hávaði og glamur í pottum og sleifum að enginn
heyrði neitt. Ofurstafrúin og sonur hennar sem sátu
úti í garðinum höfðu ekki heyrt neitt heldur. Enginn
kom til hjálpar.
— Já, hvað varstu að vilja hingað? sagði Karlotta.
Ég þegi vegna Karls-Artur, en þú heldur þó ekki að ég
: sé svo vitlaus, að ég skilji ekki að það ert þú sem átt
upptökin að þessu öllu.
Um leið gekk hún til dyra og opnaði þær upp á gátt.
— Farðu nú, sagði hún.
1 Um leið klippti hún með skærunum út í loftið og það
var nóg til þess að Thea Sundler þaut út.
Prófastsfrúin lokaði lúunni varlega aftur. Svo skellti
hún saman lófunum og skellihló.
— Hamingjan góða, sagði hún. Gott var að ég lá á
gægjum. Nú getur karlinn minn fengið eitthvað að
hlæja að.
En urn leiö varð hún alvarleg.
— Blessað bamið, tautaði hún. Þarna hefur hún
setið og látið okkur öll hugsa illa um hana. Nei, við
verðum að binda endi á þetta.
Andartaki síðar læddist prófastsfrúin upp stigann
upp á loftið. Eins og þjófur á nóttu læddist hún gegnum
herbergin og inn í herbergi Karlottu út við austur-
gaflinn.
Hún leit tæpast í kringum sig í herberginu, heldur
gekk rakleitt aö ofninum. Þar fann hún nokkrar rifnar
og samankuðlaðar pappírsarkir.
— Guð fyrirgefi mér, sagöi hún. Hann veit, að þetta
er í fyrsta skipti á ævinni sem ég les annarra bréf
í leyfisleysi. i
Hún tók bréfmiðana með sér inn í svefnherbergið
sitt, leitaði að gleraugunum sínum og las síðan bréfin.
— Já, ójá, sagði hún þegar lestrinum var lokið. Þetta
er rétta bréfiö. Þetta datt mér í hug.
Hún gekk niður stigann með bréfið í hendinni í þeim
tilgangi að sýna ofurstafrúnni það. En þegar hún kom
út fyrir dyrnar sá hún gest sinn sitja hjá syni sínum
á bekk fyrir utan útbygginguna. Hún haliaði sér svo
undurblíðlega að honum. Og hvílík umhyggja og inni-
leikur var í augnaráöi hennar þegar hún horföi á hann!
Prófastsfrúin nam staðar. „Hvernig í ósköpunum á
ég að lesa þetta fyrir hana?“ hugsaði hún.
Hún hætti við að fara út, gekk í staðinn inn til
Forsíusar.
— Hér færðu lesningu, karl minn sæll, sagði hún og
breiddi úr bréfinu fyrir framan hann. Ég fann þetta
í ofni Karlottu. Ætlunin hefur verið að brenna það til
ösku, en blessað barnið hefur gleymt aö kveikja í því.
Lestu það. Þú hefur gott af því.
Gamli maöurinn sá að konan leit öðru vísi og betur
út en undanfarna hryggðardaga. Hún gerði sjálfsagt
ráð fyrir að þetta bréf hefði góð áhrif á hana.
Einmitt það, sagöi hann, þegar hann hafði lokið
lestrinum. Þannig hefur þetta gengið til. En hvers
vegna hefur hún ekki sent þetta bréf?
— Ja, sá sem vissi það! sagði prófastsfrúin. En ég fór
með það niður til að sýna Beötu það, en hvað heldurðu,
— þegar ég kom út á tröppur og sá hvernig hún sat og
tilbað soninn með augunum, þá fannst mér réttara að
sýna þér það fyrst.
Prófasturinn reis áfætúr og leit út um gluggann á
ofurstafrúna.
— Já, þaö er nú svo, sagði harm og kinkaði kolli.
Sjáðu til, Gína mín. Karlotta gat ekki sent þessari móð-
ur svona bréf. Þess vegna fleygöi hún því í ofninn. Hún
gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Og við getmn ekki
gert neitt í þessu máli heldur.
Þau andvörpuðu vegna þess að þau sá enga leið til
þess að þvo Karlottu í augum heimsins, en í hjarta sínu
fundu þau til ólýsanlegs léttis. Þegar þau hittu gest
sinn við matborðið voru þau í sínu bezta skapi.
Þótt undarlegt megi virðast, hafði svipuð breyting átt
sér stað hjá ofurstafrúnni. Hún hafði ekki eins mikið
fyrir því að vera glöð og ræðin eins og mn morgunimr.
Það var eins og hún hefði öðlazt nýtt líf.
Prófastsfrúin var að brjóta heilann um hvort Thea
Sundler hefði valdið þessari breytingu. Og það var nokk-
uð til í því, þótt það væri ekki á þann veg sem hún hugði.
Ofurstafrúin hafði setið hjá Karli-Artur á bekknum
fyrir framan útbygginguna, þegar frú Sundler kom
hlaupandi út úr húsinu, flýði eins og dúfa sem hafði
komizt í kast við fálka.
— Hvaö gengur að Theu vinkonu þinni? sagði ofursta-
frúin. Sjáöu, hún hleypur og heldur hendimii um kinn-
ina. í öllum bænum, Karl-Artur, hlauptu til hennar og
reyndu að ná henni við hhðið. Það er kannski býflugna-
hópur á eftir henni. Aðgættu hvort þú getur ekki hjálp-
að henni.
Karl-Artur flýtti sér að uppfylla óskir móðurinnar og
endaþótt frú Sundler bandaði honmn fi'á sér í örvænt-
ingu, náði hann henni við hliðið.
Þegar hann kom aftur til móðurinnar var á honum
hneykslunarsvipur.
UXHS
I’yklr þér tóniatar KÓðir?
Nel, Bem betur fer, því ef mér
þættu þeir góðir þá niundl ég*
borða þá, og ég er á móti öliu
grænmeti.
Gestur: Þa5 er fluga í súpunni.
Þjónn: Nei, það er ekki fluga —
það er fiðrildi.
Gesturinn: Mér vlröist að
skammturinn héma hafl heldur
minnkað upp á síðkastið.
Þjómiinn: Þao er missýning. Þelr
sýnast bara minni af því það
er nýbúið að stækka húsakynnin
héma.
Fylla tíkina, sagði bílstjórinn
annarshugar við þjóninn, er hann
kom inn á veitinghúsið með unn-
ustu sinni.
Afsakið, en' ég gleymdi regnhlíf
héma í gner.
Hvemig regnhlíf var það?
Ó, það skiptir engu máli, ég er
ekki svo nákvæmur með slíkt.
Þjónn: Þetta eru beztu egg sem
við höfum haft 1 fjögur ár.
Gestur: Eigið þið þá engin nýrri?
Hœttulegir magasiúkdómar
at óregiuiegum móltíðum
Flestir vilja borða máltíðir sín-
ar reglulega. Ekki einungis
vegna þess að það er þægileg-
ast þæði fyrir þann sem borðar,
húsmóðurina sem framreiðir
matinn og manni líður bezt.
í dönsku heilbrigðisriti skrifar
dr. V. Sucksdorff frá Finnlandi
um þetta raál, og hann heldur
því fram að reglulegar máltíðir
Mynstraðir skór
Mikið ber á mynstruðum efn-
um í sumartískunni, ekki ein-
ungis í kjóla heldur einnig í
töskur og skó. Hér er mynd ’af
skó með austurlenzku mynstri.
Hann er úr leðri og ljómandi
fallegur en ekki sérlega hentug-
ur. Hvernig í ósköpunum á mað-
ur að halda hreinum hvítum léð-
urskóm með svörtum upphleypt-
um rákum? Svona skór eru lika
búnir til úr striga og þeir eru
hentugri, því að þá er hægt að
þvo. Líka mun vera von á rauð-
um strigaskóm með grænu,
svörtu eða bláu mynstri, en hæp-
ið er að þeir sigri einlitu striga-
skóna.
hafi miklu meiri þýðingu en
flestir halda og grein hans er
ekki sizt athyglisverð fyrir hina
fjölmörgu sem vinna vakta-
vinnu eða næturvinnu.
í upphafi bendir dr. Sucks-
dorff á að starfsemi sú sem
meltingin byggist á sé háð á-
kveðnum reglum, sem myndast
sumpart fyrir ytri áhrif, svo
sem myrkur og birtu en einnig
af matarvenjum, sem myndazt
hafa á löngum tíma.
Meltingin er örust um
miðjan daginn
Margir hafa rannsakað þessa
starfsemi líkamans og hafa kom-
izt að raun um að starfsemi
lifrarinnar er mjög reglubund-
in — gallframleiðslan er mest
um hádegi og minnst um mið-
nætti. Þessi reglubundna fram-
leiðsla meltingarvökvanna sýnir
að bezt er að neyta aðalmáltíð-
ar um miðjan daginn en ekki
seint á kvöldin, þegar gallfram-
leiðslan sem einkum er þýðing-
armikil fyrir meltingu á fitu, er
lítil. Þetta er skýringin á maga-
þrautum eftir þungar máltíðir
sem neytt er að kvöldi.
Framleiðsla magasýranna er
einnig mismunandi á hinum
ýmsu tímum dags, stendur í
greininni. Menn hafa gengið úr
skugga um að framleiðslan stend-
ur algerlega í stað á næturnar
hjá heilbrigðu fólki og hún er
örust á þeim tíma sem fólk lief-
ur gert að matartímum, enda
þótt fæðunnar sé ekki lengur
nejdt á þeim tímum.
Þegar maginn er tómur um
um miðjan dag.
Þetla hefur í för með sér al-
varlega hættu, einkum fyrir
fólk sem er veikt fyrir magasári
og með viðkvæma magaslímhúð,
því ao þegar engin fæða er j
maganum til að melta, vinnur
hið aukna magasýrumagn á
magaslímhúðinni og orsakar
smámsaman bólgu í henni eða
í versta tilfelli magasár. Þetta á
einkum við um sár á sjálfum
magasekknum. En algengari en
sár í sjálfum maganum eru sár
í efsta hluta þarmanna, þ.e.a.s.
skeifugörninni. Ef magasýra er
framleidd á næturnar t.d. vegm
óheppilegra matarvenju, rangr-
ar fæðu eða af öðrum orsökum.
ræðst sýran gjarnan á slímhúð-
ina i skeifugörninni og orsakar
sár, meðan gallframleiðslan er
hverfandi og gallið nær því ekki
að draga úr áhrifum sýrunnar.
Þetta sýnir að óreglulegar
máltíðir, sem ekki eru miðaðar
við reglur gallframleiðslunnar
geta orsakað alvarlega sjúkdóma
og sár í magaveggnum og skeifu
görninni. Til þess að komast hjá
magasjúkdómum er því nauð-
synlegt áð matast reglulega og
á ákveðnum tímum, svo að sam-
ræmið milli stárfsemi lifrar og
maga fari ekki út um þúfur.
Forðizt mat milli mála.
Skaðlegasta óreglan í sam-
bandi við matarvenjur er ef-
laust maturinn milli málá, kaffi.
kökur og sælgæti, því aTS hann
tefur fyrir tæmingu magans. Um
leið kemur ruglíngur á starfsemi
magans og það sem verra er —
á sykurummyndun lifrarinnar.
Hið fyrrnefnda orsakar auðvekl-
lega magabólgur og jafnvel
magasár, hið síðarnefnda getur
komið af stað sykursýki hjá þeim
sem næmir eru fyrir heni.
Magasár átta sinnum algengara
við næturvinnu.
Einkum er það fólk, sem vinn-
ur vaktavinnu og næturvinnu
Framhald á 11. siðu.
• •*<.. .s