Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 1
VILIINN Miðvikudagur 7. apríl 1954 — 19. árgangur — 81. tölublað æstiréltur dæmir Bemdaríkiamcmn og Islendinga fyrir morðio á Olafi Ottesen Smisloíf jafnir I gær vann Smisloff tiundu skákina í keppninni við Botvinnik um heims- meistaratignina í skák, Keppnin fer fram í Moskva, Fyrstu skákirnar vann núverandi heimsmeistari, Botvinnik, en eftir þennan sigur er Smisloff búinn að ná honum. hvor hefur fengið fimm vinninga. Þriggja ára fangelss látiS nœgja þóff lögin geri ráS fyrir allt aS 16 árum Hæstiréttur kvað s.l. mánudag upp dóin gegn Randaríkjamanni og tveimur íslendingum sem valdir voru að dauða Ólaís Ottesens s.l. vor. Var Banda- ríkjamaðurinn Robert Raymond Willits dæmdur í þriggja ára fangelsi, ís- lendingurinn Arnar Semingur Andersen — sem var 17 ára að aldri — í tveggja ára fangelsi og íslendingurinn Einar Gunnarsson í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Er refsing Arnar minnkuð um ár frá héraðsdómi en Einars þyngd um tvo mánuði. Bandaríkjamaðurinn og Arnar eiu dæmdir samkvæmt 218 grein refsilaga, en þar er gert ráð fyrir fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. Ekki verður séð hvað hæstiréttur telur afbrotamönnunum til málsbótar í mati sínu á dómnum. Ólafur Ottesen er fyrsti ís- lendingur sem hemámsliðið og áhangendur þess myrða eftir að landið var hernumið 1951, en á stríðsárunum kynntust menn einnig þessari hlið „verndarinn- ar“. Aðfaranótt sl. mánudag lét svo enn einn íslendingur lífið er Bandaríkjamaður ók bíl sínum yfir hann á ofsahraða á Kefla- víkurflugvelli. í hæstaréttardómnum eru rifjaðir upp málavextir og segir þar svo m. a.: ,,Við það féll Ólafur með- vitundarlaus til jarðar'' „Eftir því, sem fram er kom- ið í máli þessu, fór Ólafur Otte- sen, 61 árs að aldri, frá húsinu nr. 50 við Hafnargötu í Kefla- vík um kl. 3 að nóttu hinn 12. marz 1953 og var þá mjög drukkinn. Hann kom þá þegar á eftir að húsinu nr. 9A við Kirkjuveg og barði að dyrum. í húsinu voru þá staddir og á fótum allir hinir ákærðu, Will- its, 31 árs að aldri, Arnar, 17 ára, og Einar 20 ára. Voru þeir Willits og Arnar undir áhrifum áfengis. Hinir ákærðu gengu til dyra og vildu aftra Ólafi frá að komast inn í húsið. Kveður Willits sig þá hafa reiðst um- mælum, sem Arnar hafði eftir Ólafi og þýddi fyrir Willits. Gekk Willits að Ólafi og barði hann með krepptum hnefa hægri handar á hökuna. Ólafur féll við höggið, en reis eða var reist- ur á fætur aftur. Greiddi Will- its honum þá rétt á eftir annað höfuðhögg með hnefa hægri Framhald á 3 ^íðu Máð NATO víiir Juin Ráð NATO, samtaka A- bandalagsríkjanna, samþykkti í gær vítur á franska marskálk- inn Juin, yfirmann herafla baadal. í Mið-Evrópu. Álasar ráðið Juin fyrir að snúast gegn fyrirætlunum um stofnun Vest- ur-Evrópuhers með þýzkri þátt- töku. Fréttaritarar í París segja að ljóst sé að ráðið ætl- ist til þess að Juin segi af sér. Engar v-sprengjutilraunir krefst miðstjórn sænska sósíaldemó- krataflokksins Miðstjóm Sósíaldemókrataflokks Svíþjóð'ar gerði í gær ályktun þar sem lagt er til að öllum tilraunum með vetnissprengjur veröi hætt. í ályktuninni segir að atburð- sem vetnissprengjan sé. Tilveru Forseta&józún mnitu að ískmdum dvelja í DanmÖKku Iramyfii: páska Vegna þess að heimsókn forseta íslands og ko'nu hans til Noregs fellur niður mun dvöl þeirra í Danmörku verða lengri en ráð hafði verið fyrir gert. ir síðustu vikna hafi sýnt öllum heimi hver voði sé á ferðum þar siðmenningarinnar sé hætta bú- in. Algert bann Sænsku sósíaldemókratarnir segja að það hljóti að vera krafa allra að stórveldin geri nú alvar- lega tilraun til að koma sér sam- an um bann við kjarnorkuvopn- um og eftirlit með að því sé hlýtt. Meðan á samningum standi. væri það góð byrjun að öllum tilraunum með vetnis- sprengjur yrði hætt. Miðstjórnin segir að vonandi Framhald á 5. síðu. Upphaflega var gert ráð fyrir því í ferðaáætluninni að for- setahjónin lykju opinberu heim- sókninni í Noregi fyrir páska og yrðu þar i kyrrþey í fjalla- skála um hátíðina. í gærkvöld var hinsvegar talið að þau myndu dvelja í Danmörku þang- að til miðvikudaginn eftir páska og fara þá til Svíþjóðar. Sæmdur fílsorðunni í gærmorgun fóru forsetahjón- in til Hróarskeldu og lagði for- setinn sveiga á kistur Kristjáns X. og Alexandrínu drottningar í dómkirkjunni þar. Konungshjón- in fóru með þeim. Eftir hádegi hafði forseti mót- töku fyrir 500 íslendinga í Dan- mörku á d’Angleterre hótelinu. í gærkvöld sátu forsetahjónin boð konungshjónanna. Friðrik konungur sæmdi forsetann Fíls- orðunni, æðsta heiðursmerki Danmerkur, en Ásgeir forseti sæmdi konung keðju Fálkaorð- unnar og er það í fyrsta skipti sem hún er veitt. Hingað til hafa engir aðrir en forsetar íslands borið keðjuna. Rltstjórnargrein Land og Folk Þjóðviljinn gat í gær ritstjórn- argreinar danska kommúnista- blaðsins Land og Folk um for- setaheimsóknina. Þýðing á greininn allri fer hér á eftir: „Líta ber á opinbera heim- sókn forseta íslands til Dan- merkur sem þátt í þeirri við- leitni að tengja þjóðirnar nánar hvora annarri. Þannig mun líka dönsk alþýða lita á forsetaheim- sóknina. En það væru undanbrögð að draga dul á að bak við allt skraut og ljóma hinna opinberu hátíðahalda leynist gremja, sem ríkisstjórn Hcdtofts hefur með' vilja eða óviljandi orðið til að ala á með hinu kynlega tiltæki sínu í málinu um framtíð ís- lenzku handritanna. Þrátt fyrir allt lýðræðistalið eru til í Danmörku hópar manna, sem ekki hafa gleymt og munu ekki gleyma að ísland var einu sinni dönsk nýlenda, hópar sem hafa ekki gleymt og munu ekki gleyma að þegar dönsk stjórnarvöld sigldu í kjölfar Hitlers skar íslenzka þjóðin á síðasta, veika þráðinn sem tengdi landið við Danmörku og gerðist frjáls, sjálfstæð og jafnrétthá þjóð. En samt sem áður — íslenzka Framhald á 5. síðu. Richard Butler ötryggar horfiir í USA, segir Butler Richard Butler .fjármálaráð- herra Bretlands, flutti þinginu fjárlagaræðu sína í gær. Lét hann vel af afkomu brezka þjóðarbúsins á liðnu ári og kvaðst myndi halda áfram ó- breyttri stefnu. Þó kvað hann uppúr með það að minnka yrði hernaðarútgjöldin. Auðheyrt var á Betler að það það veldur honum þyngstum áhyggjum er þróunin í at- vinnulífi Bandarikjanna. Benti hann á að iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna heíur á nokkr- um mánuðumm minnkað eins mikið og í samdrættinum á árimum 1949 til 1950. Kvað ráðherrann ómögulegt að segja um hvort samdrátturinn í fram leiðslunni myndi halda áfram. Bein stríðsþátfaka USA í Indó Kína er á döfinni Frakkar taka dauflega boð/ um banda- riskan flugher, vilja helzt semja friS Ljóst er orðið að Bandaríkjastjórn er oröin óðfús að hefja beina þátttöku í stríðinu í Indó Kína en Frakkar taka boöi hennar um að skerast í leikinn fálega. Or- sökin er að frönsk stjórnarvöld eru farin aö hneygjast aö því að semja frið í hinni langvinnu nýlendustyrjöld en til þess mega ráðamenn Bandaríkjanna ekki hugsa. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær sagði Dulies ut- anríkisráðherra bandarískri þingnefnd í fyrradag að Kina veitti sjálfstæðishernum í Indó Kína svo mikla aðstoð að bú- ast megi við að Bandaríkja- stjórn verði að standa við orð sín að gripa til hefndaraðgerða. Risafyrirsagnir. Bandarísku blöðin birtu frá- sagnir af ummælum Dulles undir i-isafyrirsögnum. World Telegrain í New York segir: Bandavikin yfirvega aðgcrðir í Indó Kina, Anuað New York blað, Journal American segir: Hefndaraðgerðir í Indó Kína fyrir dyrum. Frönsku biöðin ræða einnig milíið um orð Duiles. COMBAT segir að ljóst sé að Bandaríkjastjórn sé að leita að átyliu til beinnar í- hlutunar í Indó Kina. Áróð- ursherferð sé hafin til s búa bandarískt ahnenning álifc undir slíkt skref. Tilboð rætt. Annað Parísar.blað, Pari Presse skýrir frá því að u helgina hafi frönsku stjómin borizt tilboo frá Bandaríkj: stjórn um beina þátttöl bandariska flughersins í strí inu í Indó Kína. Innsti hringurinn í frönsl ríkisstjórninni sat á fundi í g; og ræddi boð Bandaríkjamann Fréttaritarar í París segja í bæði ríkisstjórnin og herstjór in séu tregar til að samþykk, beina þátttöku Bandaríkj Framh. ó 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.