Þjóðviljinn - 27.04.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.04.1954, Qupperneq 10
• 10). —jÞJÓÐ.VILJfINN — Þriðjudagur ,27. apríl 1954 í Selma Lagerlðf: KARLOTTA . LÖWENSKÖLD 76. gerir það' að verkum að mér er svo létt um pennann. Það er komið langt fram á morgun. Ferðavagn minn hefur staðið til reiðu í margar klukkustundir, en ég verð þó að bæta nokkrum orðum við enn. Við mörg tækifæri hef ég átt þess kost að virða Ekenstedt unga fyrir mér og oft hef ég fundið hjá honum snilligáfu og göfugan anda, sem gefur fyrirheit um stórbrotna framtíð. En stundum hefur mér fundizt hann harður, næstum grimmur, trúgjarn og talhlýöinn og dómgreindarlaus. Ég vil benda yð'ur á það, göfuga Ungfrú, að ég er þeirrar skoöunar að ungi maðurinn sé undir skaðlegum áhrifum, sem spilla skapgerö hans. Þér, Ungfrú góð, hafið nú verið hreinsaðar af öllum grun í augum heitmanns yðar. Þegar þið hittist dag- lega, hlýtur óhjákvæmilega að fara svo að hann heillist á ný af töfrum Yðar. Og því er líklegt aö samband ykk- ar verði aftur upp tekið innan stundar. Það er innileg von hins auðmjúka þjóns Yðar, að sú hamingja sem eyöilögð var af mínum völdum, megi aftur vakna til lífsins. En leyfið manni sem elskar Yður og óskar Yð- ur alls hins bezta að vara Yður við binum illu áhrifumj sem ég minntist áður á og ráöleggja Yöur að reyna aö losa hann undan þeim. Leyfið Þér mér enn nokkur orð? Ég þarf ekki aö taka það fram, að bón ofurstans til Yðar er sömuleiöis mín bón. Mér er Ekenstedt ofursta- frú mjög svo hjartfólgin, og ef Þér teljið Yður þurfa á aðstoð minni að halda til aö veröa henni að liði, megið Þér treysta því að ég er fús til aö leggja mikið í solurn- ar hennar vegna. Yðar auðmjúkur þjónn t Gust. Henr. Schagerström." Karlotta las bréfið nokkrúm sinnum. Þegar hún yar búin að kynna sér innihald þess nákvæmlega sat hún hreyfingarlaus og velti því fyrir sér, hvað mennirnir tveir, ofurstinn ,og verksmiðjueigandinn, ætluðust til að hún gerði. Hvað bjó undir kveðju ofurstans og hvers vegna hafði Schagerström lagt á sig þá fyrirhöfn aö skrifa þetta langa bréf í flýti? Sem snöggvast datt henni í hug, að daginn eftir var síðasti lýsingardagurinn. Hélt Schagerström, að hún léti framkvæma þríðju lýsinguna, eftir að hún hefði fengið að vita þetta, og gæfi lýsingunni þar með laga- legan kraft? Nei, hún sýknaði hann þegar í stað af þessu. Hann hafði ekki verið að hugsa um sjálfan sig. Ef hann hefði gert þaö, heföi hann skrifað af meiri varfærni. Nú hafði hann talað mjög opinskátt um Karl-Artur. Hann hafði umhugsunariaust lagt sig í þá hættu að henni kæmi til hugar að bréfið væri skrifað til að skaða keppinaut hans. En hvað hélt hann ásamt ofurstanum aö hún gæti gert? Hún vissi til hvers þeir ætluöust. Þeir vildu að hún gæfi móðurinni son hennar aftur. En hvernig var það mögulegt? Létu þeir sér detta í hug, aö hún heföi eitthvert vald yfir Karli-Artur? Hún hafði þegar reynt fortöiur við hann, beitt allri þeirri mælsku sem hún hafði yfir að ráða, en árangurslaust. Hún lokaði augunum. Hún sá fyrir sér ofurstafrúna. þar sem hún lá með reifað höfuö og gulleitt, innfallið andlit. Hún sá reiði og fyrirlitningu skína úr svip hennar. Hún heyröi hana segja viö ókunnuga mann- inn, sem þekkti foxsmáða ást engu síður en hún: „Illt er að leggja ást við þann sem enga kann á móti“. Karlotta reis á fætur í skyndi, braut saman bréfið' og stakk því í vasa sinn eins og það ætti að vera henni hjálp og hlíf. Andai'taki síðan var hún lögð af stað inn í þoi'pið. Þegar hún kom að girðingunni kringum hús organ- leikarans nam hún staöar andartak og bað guð í hljóði. Tilgangur hennar var að reyna að fá Theu Sundler til að senda Karl-Artur aftur til' móður sinnar. Hún ein gat komið því til leiðar. Karlotta bað guð að gefa sér þoiinmæði og umburðarlyndi, svo að henni mætti takast að hafa áhrif á þessa konu, sem hataöi lian*. Hún var svo heppin aö frú Sundler var ein heima. Karlotta spuröi hvort Thea mætti vera aÖ því að tala við hana í xiokkrar mínútur, og skömmu síðar sátu þær hvor andspænis annarri í snyi'tilegri stofu frú Sundler. Karlottu fannst tilhlýðilegt að byrja samtalið með því að biðjast afsökunar á því að hún hefði klippt af henni hárið. — Ég var alveg örvilnuð þann dag, sagði hún, en auð- vitað var þetta ófyrirgefanlegt. Frú Sundler var mjög alúðieg. Hún sagðist skilja mætavel tilfinningar Karlottu. Sjálf hefði hún enn meiri ástæðu til að biöjast fyrirgefningar. Hún hefði trúað sekt Kaiiottu og hún gat ekki neitað því að hún hafði dæmt hana mjög hart. En upp frá þessurry degi myndi hún gera allt sem í hennar valdi stæði til, þess að Karlotta hlyti fulla sæmd að nýju. Kaiiotta svaraöi jafnalúöleg, að hún væri henni þakk-’ lát fyrir þetta loforð en þessa stundina væii annað er' henni lægi meira á hjarta en réttlæting hennar sjálfrar.' Síðan sagði hún Tneu Sundler frá slysi því sern, hent hafði ofurstaínina og bætti því viö að sennilega. væri Kaii-Ai'tur ekki kunnugt um hve mikiö hún hefði meiözt. Að öðrum kosti hefði hann ekki getaö farið' írá Kaiistað án þess að segja við hana vingjanilegt orð. En við þetta hafði Tliea orðið mjög varfærin í orðum.1 Hun sagði, að sér hefði virzt sem athöfnum Karls-' Arturs væri stjórnað af guðlegum irmblæstrí. Hvað eimillsþáíÉur Gáf nafar barna erf itt vandamál Ensk rannsókn á ákrifum umhverfisins I enska læknáblaðinu Lanccit ér skýrt frá bví að enskur læknir hafi gert ýtarle'ga rann sókn á gáfnafarí baima og komizt að hinum furðulegustu niðurstöðum. Hann hefur fylgzt með börnunum frá því að þau voru lítil og þangað til þau voru orðin fullorðin, og reynt að kynna sér hvort gáfnafarið stæði í nokkru sambandi við stöðu barnanna í þjóðfélaginu, umhverfi þeirra og aðstöðu i fjölskyldunni. Og samiivæmt. rannsóknum hans var mikill munur á gáfnafari bamsins í barnmörgu, fátæku fjölskyld- unni og einkabarns vel stæðra hjóna. Hann komst að þeirri niður- stöðu að staðan í þjóðféiaginu hafi mikil áhrif á það sem venjulega er átt við sem gáfna- far. Um leið vekur hann athygli á því að nær ógemingur sé að mæla gáfnafarið án þess að taka um leið tillit til hinnar áunnu þekkingar. Og að þessu leýti er það sem þjóðfélags- staðan orsakar hinn mikla muo í gáfnafari barnanna. ir Þegar barnið kemur með þekkingu að heiman Sem dæmi er nefnt einka- barnið sem elst upp hjá mennt- uðurn foreldrurn. Móðir barns-! ins heíur tíma til að svara! spurningum banisins frá þvíj að þaí er lítið, og barnið hef-j ur hlotið nokkra þekkingu þeg-. ar það kemur í skóla í fyrstaj skipti. Barnið virðist gáfað og stenzt gáfnapróf með prýði.j Það er á undan mörgurn hinna barnanna. Sem annað dæmi er tekið bam úr bammargri, fá-| tækri fju«.tk;,kdu. Þar hafa I foreldrarnir ekki eins mikinn tima til að sinna hverju ein- stöku barni. ef til vill hafa þeir ekki sjálfir notið mennt- unar og geta þrí stundum ekki leyst úr spumingum bamsins. Barn úr þessari fjölskyldu er kemur í skóla samtímis þroslc- aða einkabarninu, á erfitt með að leysa þau vaiidamál sem hitt barnið leysir fyrirhaf,narlaust. Á Draghítur öll æskuárin Með því að fylgjast með börnum allan skólatíman.n, kemst læknirinn að þeirri nií- urstöðu að einkabam menntuðu foreldranna sé á undan allan tímann, en bamið úr stóru fjölskyldunni haldi áfram að dragast aftur úr. Þessi munur haldist allan skólatJmann og læknirinn heldur þvi fram, að ómögulegt sé fyrir barnið úr stóru fjölskylduoni að ná einka barninu sem býr við góðar heimilisaðstæður. Á fjórtán ára aldrinum, þeg- ar mörg börn þurfa að velja sér lífsstarf eða að minnsta kosti ákveða hvort þau haldi áfram námi,- hefur engin breyting orð- ið á þessum mun. Einkabam menntuðu foreldranna er enn á undan og svo geriet hið rauna- lega, að það er álitið gáfaðra og er sett til mennta. Bamið úr fátæku fjölskyldunni hefur ejkki sýnt neina sérstaka hæfi- leika til þessa; það er tekið úr skóla og fær ef til vill ekki frekari menntun. — Stundum kemur svo í Ijós að einkabarn- ið hefur haft það sem læknir- inn kailar „raunveru’egar" gáf- ur, og þá gengur því vel, en i öðrum tilfelhim þegar gáfurn- ar eru ekki „raunverulegar“ Þú mátt ekki halda að ég sé alltaf að stærá mig\ Nei, ekki nema þeg'ar þú talar. Ása litla hafði tefcið nákvæm- lega eftir þvi hvernig mamma hennar bjó sig til sængur á kvöldin. Og svo var það eitt kvöldið, að, mamma hennar veitti þvi athygli, að Ása var eitthvað að baksa við stóru brúðuna sina. Hvað ertu að gera við brúðuna þína, góða mín? spurði mamma. Ég er bara að láta hana fara að sofa, svaraði Ása ósköp mömmuleg. Ég er búin að taka af henni hárið, en ég næ ekki úr henni tönnunum. Farþegi á strandferðaskipi fór í land, en gleymdi sér og var nærri orðinn strandaglópur. —- Hann kom fram á bryggjuna í sama bili og seinasti báturinn var að leggja frá. Farþeginn tók undir sig stökk og tókst með naumindum að hoppa yíir.-í bát- inn. en stakkst þar á höfuðið og lá þar andartak hálfringíað- ur. Þegar hann reis upp og leit til lands, var komið bi-eitt sund mil i báts og bryggju. Hann varð alveg steinhissa, og varð honurn að orði: Ja, ekki var nú stökkið hans Skarphéðins rnikið hjá þessu. heldur cru að niiklu leyti áunn- ar, getur barnið ekki fylgzt með í erfiðu námi. Og af þessu stafar það sem stimdum kemur fjTÍr, að unglingur gefst upp við nám, staðnar í þroskaxium 15-16 ára gamall. ir Þroski fátæka barnsins hefst — en of seint Hvað viðvíkur barninu úr fátæku fjölskyldunni kemur það stundum fyrir að það fer að þroskast 15-16 ára, ca —- og það vill enski læknirinn láta koma fram af rannsókn- um sínum — þá er það of seint. Búið er að flokka barnið í hóp hinna. treggáfuðu, og það á erfitt með að sannfæra þá sem það umgengst um hið gagn- stæða. Við þetta bætist að barn->- ið hefur þegar valið sér lífs- starf og i flestum tilfellum stundar það vinnu sem gefur hæfileikum þess alls ekki tæki- færi til að njóta sín. Á Aðeitis betri þjóðfélags- staða getur breytt þessu Enski læknirinn dregur sjálf- ur þá ályktun. að ekki megi bvggja um of á gáfnaprófum og val lífsstarfs eigi að fara fram nokkrum árum síðar en nú tíðkast almennt. Læknirinn telur það beztu bráðabirgða- iausnina á vandamálinu, en beg- ar til lengdar lætur hlýiur krafan að verða sú að fátæku börnunum sem búa við slæm skilyrði, verði veitt betri lífs- kjör, svo að gáfuðu börnin hurfi ekki að gjalda þess að þau hafa af tilviljun fæuzt í fátækri fjölskýldu. HRlSRJÓMI 100 g hrísgrjón soðin í litlu vatni og kæld. Síðan er 25 g sykur, dálitlum vanillusykri og 125 g þeyttum rjóma hi’ært sama.n við þau. Búici er til karamelhisósa úr 100 g bnin- uðum sykri og 1 dl sjóðandi vatni og iiún borin fram með.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.