Þjóðviljinn - 29.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN •— Fimmtudagur. 29; apríl 193-1 tMÓOVIUINN Ctgefandl: Satneinlngarílokluir aíþýðti — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (éb.), Sígurffur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigrurjónsson, Bjarni Benedlktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skó'.avörðustíg 13. — Sími 7500 (3 línur). AakrlftarverS kr. 20 á mánuðl i Reykjavík og nágrennt; kr. 17 annars staðar é landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ..................................—----------------' Óhreint mjöl í pokahorninu Morgunblaoió birtir í gær forustugrein um þá kröfu verklýðssamtakanna að uppsagnarfrestur samninga verði styttur niður í einn mánuð, og tekur blaðið auðvitað svari atvinnurekenda eins og alltaf fyrr. Telur það m.a. upp kartöflur, mjólk, sykur, saltfisk og brennsluolíur og segir að' engin þeirra vörutegunda hafi hækkaö í verði í hálft annað ár og sumar jafnvel iækkað, þótt ríkisstjórn- in hafi að vísu svikið loforð sín um kaffiverð. Þannig sé allt harla gott og engin ástæða fyrir verklýðssamtökin að' vera óánægð meö sinn hag. Nú er þa'ð svo a'ó' þótt almenningur sé ekki þurfta- frekur þarf hann þó fleira til viðurværis en þær vörur sem Morgunblaðið telur. T.d. þurfa menn að búa í hús- um, og húsaleiga heldur sífellt áfram að hæklca og gleypir æ meiri hluta af kaupi manna, þeiira sem eru svo lánsamir að komast yfir eitthvert húsaskjól. Og ekki er síður ástæða til að' bcnda á hitt að’ verklýðssamtökin eiga margt ógert til að rétta hlut sinn eftir árásir síðustu ára; þannig er það óvefengjanleg staðreynci að átta stunda vinnudagur verkamanna má nú heita nafnið eitt, ætli þeir að komast sæmilega af verða þeir aö vinna -mun lengur. Það væri hægt að rekja þessa þætti ýtarlega fyrir Morg- unblaðinu, en krafa verklýössamtakanna snýst raunar alls ekki um þetta. Þau hafa hvorki hótað a'ð beita sam- takamætti sínum til þess að fá hækkaö kaup eöa aukiö og ódýrara húsnæði, aö þessu sinni. Þau fara fram á það eitt að uppsagnarfrestur verði einn mánuöur ti! þess að vera viðbúin, ef enn frekari tilraunir veröa gerðar til að skerða kjörin. Þetta er varúðarráðstöfun en ekki ný sókn, og hefur þó almenningur ríka nauð'syn á kjarabótum. Og verklýðssamtökin grípa ekki til varúöarráðstafana sinna a'ð ástæöulausu. Morgunblaðið játar í gær að stefna stjórnarvaldanna hafi nú leitt til þess ,.að’ ein þýðingarmesta atvinnugrein þjóðarinnar, togaraútgerö- in, er komið á heljarþröm“. Togaraeigendur, vinir Morg- unblaðsins, hafa margsinnis undanfarnar vikur borið fram kröfur um það að þau vandamál verði leyst á kostnað almennings, með því t.d, að bátagjaldeyririnn verði stóraukinn, dýrtíðin þannig mögnuð og kjörin skert. Almenningur hefur sára reynslu af því að þegar auðmannastétt landsins ber fram sl-ikar kröfur, er þess ekki lengur að bíða að ríkisstjórnin Iilýði boðinu. Og það er ekki góðs viti að Alþingi var sent heim án þess að gera nokkrar ráðstafanir í málefnum togaraútgerðarinnar; það eru ekki nema nokkur ár síðan ríkisstjórnin sendi Alþingi heim og lagði svo á bátagjaldeyrisokrið án laga- heimildar, en þær byrðar nema á annað' hundraö milljón- um króna á ári. Morgunbl. segir í gær um kröfur verklýðsamtakanna: „Við höfum nægilega beizka reynslu af afleiðingum verð'- hólgu og dýrtíöar. Vi'ð kærum okkur ekki um að neyðast út í nýja gengisfellingu ísl. krónu“. Það er einmitt þessi uggur sem er forsenda þess að verklýðssamtökin vilja nú hafa samninga sína sem óbundnasta. Verðbólga og dýr- tíð hafa verið aðferðir stjórnarvaldanna til að skeröa kjör- in. Gengislækkunin var áhrifamesta aögeröin á þeiri'i braut og bátagjaldeyririnn síðan beint áframhald. Verk- lýðsfélögin munu ekki sætta sig við að enn verði vegið í sama knérunn; verði það reynt munu þau svara með hörðu og samsíilltu áhlaupi. Með kröfu sinni um mán- aðar uppsagnarfrest eru verklýðssarrrtökin að segja rík- isstjórninni þessi sannindi. Engin getur haldið öðru fram en að þessi viöbrögð verk- lýðssamtakanna séu hófsamleg og sjálfsögö. Atvinnu- rekendur og ríkisstjórn þeirra þurfa ekki að búa yfir öðrum eiginleikum en lágmarkssanngirni til þcss að ganga að þessum sjálfsögðu ráðstöfunum umyrðalaust. Ef þessir aðilar hafa ekki í huga neinar nýjar ráðstafanir til þess að skeró'a kjör alþýðu ætti þeim að vera ljúft aö fallast á sjónarmið verklýðssamtakanna. En andstaða sú sem birtist í svari atvinnurekenda og leiðara Morgun- blaðsins sýnir að mjölið í pokahorninu er ekki hreint, og það' getur ekki orðið til annars -en að styrkja þessa sjálf- sögöu vamarráðstöfun verkamanna. Hryggbrot Churchills setur Bandoríkiezstfórn í klípu Étur hún stóru orSin ofan í sig eða kemur ein sömul til liSs v/ð Frakka í Indó Klna? Iannað skipti síðan heims- styrjöldinni siðari iauk hef- ur brczk ríkisstjóm neitað skýrt og skorinort bandarískri kröfu uin hernaðaraðgerðir sem hefðu getað haft í för með sér stórstyrjöld í Austur-Asiu og jafnvel tendrað alheimsbál. Nú er það íhaldsforinginn Winston Churchill sem gegnir sama hlutverki og Verka- niannaflokksforinginn Attlee gegndi þegar hann fór gagn- Anthony Eden gert til Washington í desem- ber 1950 til að fá Truman þá- verandi forseta ofan af því að fyrirskipa bandaríska árás á Kína. MacArthur yfírhershöfð- ingi í Kóreu liafði látið her sinn sækja fram án minnstu fyrirhyggju allt norður að landamærum Kína og allar að- varanir kínversku ríkisstjóm- arinnar um að hún gæti ekki látið slíkt viðgangast voru virtar að véttugi. Þegar svo Kínverjar komu til sögunnar og hröktu Bandarikjamenn við- stöðuiaust langt suður fyrir 38. breiddarbaug krafðist Mac- Arthur leyfis til að láta flota og flugher ráðast á Kína með kjarnorkuvopnum. Svör Trumans á blaðamanna- fundi urðu ekki skilin á anrian veg en að hann ætlaði að gefa MacArthur frjálsar hendur. Nokkrum mínútum eftir að þessi fregn barst til brezka þinghússins höfðu hundruð þingmanna undirritað áskorun á Attlee, þáverandi forsætisráðherra, að fljúga vestur um haf til að reyna að koma vitinu fyrir Bandaríkja- stjóm. Attlee fór og tilkynnti Truman og ráðnerrum hans að almenningsálitið í Bretlandi væri þannig að stjóm sín gæti ekki annað gert en kallað brezka herinn heim frá Kóreu ef Eandaríkjamenn réðust á Kina. Ivröfu MacArthurs um frjálsar hendur gagnvart Kína var hafnað og hlauzt af deila milli hans og forsetans sem ekki lauk fyrr en hershöfðing- inn var settur af fyrir aö ó- hlýðnast fyrirmælum æðsía yfirboðara síns. Nú cru níu mánuðir liðnir síð- an vopnin voru slíðruð í Kóreu við svipaða hernaðarað- stöðu og var áður en MacArt- hur flanaði norður yfir 38. breiddarbaug. Helzta púður- tunna Austur-Asíu er nú orðið Indó Kína. Þar sjá Frakkar fram á ósigur setuliðs síns í Dienbienphu. Stórkostiegir yf- irburðir i vopnabúnaði hafa ekki megnað að vega það upp að við cr að eiga her sem berst fyrir sjálfstæði iands síns. Gegn þéim málstað koma alger Er le n d " t i ð S it tl i yfirráð í iofti og fullkomin drápstækni þaulæfðra málaliðs- manna frá Þýzkalandi og Mar- okkó fyrir ekki. Franska stjórn- in sér fram á að annað hvort verður hún að semja frið eða fá öfluga, utanaðkomandi að- stoð. Frá þessu skýrði Bidault utanríkisráðherra starfsbræðr- um sínum Eden og Duiles. á fundi þeirra í París fyrir síð- ustu helgi. Dulles bauð fram bandarískan flugher cf Bretar gerðu slíkt hið sama. jKannig stóðu málin þegar Eden fór óvænt heim til viðræðna við Churchill og * ráðuneytisfundur var haldinn á sunnudegi í London í fyrsta skipti í sjö ár. Ákvörðun þessa fundar birti \Churchill svo brezka þfnginu í fyrradag. Hún er sú að ekki komi til mála að heita Frökkúm i Indó Kína brczkum herstyrk að svo Nebru stöddu. Dienbienphu sé ekki þess virði að hætt sé á stór- styrjöld í Asíu. Bandaríkja- stjóm hefur hingað til ckki séð sér fært að hefja beina þátttöku í stríðinu í Indó Kina nema Bretar fylgist með, svo að fyrst um sinn mun sitja við sarna austur þar. Churchill lagöi megináherzlu á það i þingræðu sinni að ákvörðun brezku stjómarinnar væri tekin í samráði við stjórnir samveklislandanna. Þrjú samveldislönd, Kanada, Astralía og Nýja Sjáland, eiga fulltrúa á Asíuráðstefnunni í Genf. Forsætisráðherrar þriggja annarra, Indlands, Pakistan og Ceylon, sitja þcssa dagana á ráðstefnu í Colombo ásamt for- sætisráðherrum Burma og Indó- nesíu. Fyrir Breta skiptir það meginmáli að halda samveidinu suman og i afstöðunni til Indó Kína hefur samvcldið orðið þyngra á metiinum en Banda- ríkin. Hefði brezkt herlið verið sent gegn sjálfstæðishernum i Indó Kína hefði Indland að minnsta kosti sagt sig úr sam- veldinu. IJnginn fulltrúi Indlands- stjórnar situr Asíuráðstefn- una í Genf en engu að síður bar Nehru íorsætisráðherra fram tillögur um frið í Indó Kína i þingræðu í Nýju Dehli í síðustu viku. Meginatriðið í þeim tillögum er að bardögum í Indó Kína verði hætt tafar- laust. Stríosaðilar setjist siðan við samningaborð jafnframt því sem önnur ríki, einkum Banda- ríkin og Kína, Bretland og Sov- étríkán hætti strax öllum vopnasendingum til herjanna í Indó Kína. I.oks, telur Nehru að Frökkum beri að afsala sér með öllu yírráðum yfir Indó Kína. ■ Þessar tillögur hafa íengið hinar beztu viðtökur í brezkum blöðum. Verkamanna- flokksblaðið Daily Herald skor- ar á ríkisstjórnina að gera þær að sínum og Tiroes telur þær allrar athygli verðar. Hinsveg- ar láta Bandaríkjamenn sér fátt um finnast, segja að vopna- hlé í Indó Kína sé óframkvæm- anlegt vegna þess &ð ef hætt sé að berjast verði allt landið komið á vald sjálfstæðishreyf- ingarinnar áður en nokkur viti af. TTm þessa bandarisku afstöðu kemst frjálslynda, brezka borgarablaðið Manchester Guardian svo að orði, að það sé deginum ljósara að Duiles iíti ekki svo á að ráðstefnan i Gcnf sé tækifæii til að finna friðsamlega lausn á málum Indó Kína. Þvert á móti vilji hann hóta Kínyérjum öllu illu og reyna með því að hræða þá frá að veita sjálfstæðishernum í Indó Rína fulítingi. En þess- ar hótanir um bandarískar hernaðaraðgerðir gegn Kína eru svo óákveðnar og innan- tómar, segir hið brezka blað, að Kínverjar munu ekki gera atinað en hlægja að Dulles. Bandarískt hafnbann og loít- árásir með tundursprengjum gætu aldrei komíð Kína á kné. Hótanir um kjarnorkuárásir eru hizisvegar innantóm orð því að Bandaríkjamenn eru hvorki þau fífl né illmenni að þeir hefji kjamorkusíyrjöld. Þetta vita Kínverjar mæta vel, segir Mancliester Guardian. TTlaðið sem svona kemst að ■* *■" orði er cinhver skelegg- Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.