Þjóðviljinn - 29.04.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. apríl 1954 ólanu í siðasta eintaki Iðnnemans er að nokkru kynnt sú aðbúð sem nemendur Iðnskólans verða að búa við á námstíma sinum. Þjóðvijjinn telur að sú lýsing eigi erindi til íleiri, og fer frásögnin hér á eftir: \ Það er eíns og það grípi mann einhver tómleikakennd, þegar maður gengur inn í Iðn-. skólann. En hugurinn dvelur; ekki lengi við sálarástandið, því það fyrsta, sem menn reka» af krananum, en slíkt er ó- framkvæmanlegt á'ri þess að koma við hann með vörunum og er þar af leiðandi stórhættu- legt heilsu nemenda. Það verð- ur því krafa allra iðnskólanem- enda í Reykjavík að vaskur þessi verði þegar fjailægður og í hans stað komi gosbrúnnur. Þessari kröfu beina i>eir , til heilbrigðisyfirvalda bæjarins, því hæpið er, að skólanefnd Iðnskólans vakni af Þyrnirósu- svefni sínum nú. Þessi mynd er úr H stofunni. Sjást hinir baklausu: kollar og bekkir velj — Hversu lengi verður það þolað, að skólanum skuli leyfast aj ibjóða iiemeiidum upp á baklausa kolla og bekki? au|un í er inn kemur, er að engin motta er í forstofu húss- ins, og eftir þeim upplýsingum, sern við höfum frá nemendum skdlans/^iefur hún ekki sézt þar í allan vetur. Og þá ekki held- ur undanfarin ár. .^lotta er hlutur, sem 4:.fjp]da- mörg ár hefur þótt sjálfsagð'ur ogiómissandi hlutur á hverju einasta heimili, og ekki sízt þar sem margt fólk kemur saman. Hljóta aUir að sjá, hvílíkan ó- þrifnað þetta hefur í för með sér, sérstaklega í vondum veðr- um, að menn skuli þurfa nauð- ugir viljugir að ganga inn i kennslustofu, þar sem þeir eiga að sitja 2—3 tíma, með óhreina fætur, sjálfum sér og öðrum til leiðinda. En við þessu virð- ist ekki hægt að gera, og' þess vegna höldum við áfram göng- unni án þess að geta þurrkað af okkur. Gegnt aðaldyrum skólans rek- umst við á vask þann, sem er á myndinni hér á síðunni. Eins og sjá má á myndinni, er sápa á vaskinum og handklæði gegnt honum og gat á forskalning- unni fyrir ofan hann. Vaskur þessi er eflaust hinn mest umdeildi hér á landi, og það ekki að ástæðulausu. Fyrir 20 árum var mikið skrif- að um hann i Iðnnemanum, sem þá var gefinn út af Skóla- fólagi Iðnskólans, og þess kraf- izt, að hann yrði fjarlægður, en í staðinn kæmi gosbrunnur tií að drekka úr. Var sú krafa rökstudd með því, að það væri algérlega óforsvaranlegt að láta 500 nemendur drekka úr sömu krús, en ein krús var höfð til að drekka úr á hillu fyrir ofan vaskinn. Var mikið um þetta skrifað og gerðar margar álykt- anir, enda kom í Ijós árangur eftir langa bið. Ein kanna í við- bót'.! Nú er engin kanna, held- ur skulu nemendur drekka beint Og fyrs't við erum farin að tala um vaska, skúlum við líta á þann, sem staðsettur er . á salerrii karlmanna í skólanum. Á slí'kum¦'•'"•stöðum þykir sjáif- sagtt að höfð sé sápa,, ;en hæpið er að hún hafi komið.þangað inn á annan hátt en i vösum nemenda. Handklæði, hvað er það? Salerni skólans eru oftast í óreiðu, frárennsli þeirra stíflað og vatn á gólfum þeirra. Hús- vörður skólans reynir að þrif a eins vel og hægt er, en ræður lítið við. Nú göngum við upp í H-stofu, sem ér í þaki hússins. En 'á, leiðinni skulum við líta inn í. teiknistofu prentara. Þar rek- umst við á þriðja vaskinn. Er hann einkum frægur fyrir ó- daun þann, er upp úr honum leggur. Er því ekki vert að dvelja þar lengi, en halda áfram í H-stofuna. (Sjá með- fylgjandi mynd). Þið éruð undrandi, en svona er það, þótt ótrúlegt sé. Þessir kollar þarna, sem eflaust eiga að sýna fyrstu ár húsgagna- iðnaðarins og eiga að vera stofninn í væntanlegu minja- safni skólans, eru allir notaðir við kennslu. Það hefur aldrei þótt sérlega hollt að sitja á skólabekk, hvað þá að vera við vandasamt tækninám, með hálfan hugann við námið, og hinn við að halda jafnvæginu. Þessi flækja í loftinu, sem efalaust stendur eitthvað í sam- bandi við rafmagnið, mun not- tið til hvíldar heila nemenda á prófum. Eiga þeir að dreifa huganum með því að finna upphaf og endi hennar. Nú hafið þið lesendur, verið leiddir upp á hanabjálka þessa merka húss. Ef til vill sjáum við eitthvað fleira á bakaleið- inni, sem markvert er. Hankar eru flestir brotnir, og í sambandi við það má geta þess, að allmikil brögð hafa verið af yfirhafnaþjófnuðum. | Flourecent:ljós sjást hér ekki, þótt. þau þyki ómissarjdi í öllr úm, skólum.og þótt viðar væri lejtað. Og éinnig fræðumst við um það, að það sé ekki ósjaldan að iðnnemum er lítt þolanleg setan í skólanum sökum kulda. En þrátt fyrir allar kvartanir þeirra um lagfæringar, er ekk- ert við því gert, þeir eru hunz- aðir í þeirri kröfu sinni, eins og öðrum. Og nú erum við komin nið- Þessi mynd er af vasklnum í anddyri skólans. Vonandl vcrður hann horfinn í haust l*essi vaskur er á salerni skólans. Þar sést aldrei sápa eða handkiæSi ur. Ef til vill mun einhver lita sem við sáum, engar mottur, á skóna sína og sjá, að þeir óhreinindin á salerninu, vask- eru orðnir hreinir. Og þá rifj- ana, kuldann, H-stofuna 'og allt um við upp fyrir okkur það, hitt, sem til bóta ber að stefna. Aðvörun þótt seint sé ¦— ^ngin aísökun að iram- leiðslan séíslerízk — íngu ber að hlíía sem illa er; : gert. — Npi skriíar umrnálverkasýningu ÞAU ERU dálítið undarleg hin óskrifuðu lög í sambandi við; gagnrýni á listum og bók- menntum nú til dags. Við sumu á maður beinlínis að fussa og sveia, eins og til dæmis ab- strakt málverkum, atómljóðum svo að nokkuð sé nefnt. En ef maður leyfir sér að anda á ýmislegt annað, svo sem kvart- etta, kóra, íslenzkar kvikmynd- ir, er maður óþjóðlegur og hrokafullur. Nú er ég nýlega búin að fá bréf frá „Sigga" þar sem hann talar um ís- lenzku kvikmyndina ,,Nýtt hlutverk", sem sýningar eru nú um það bil að hætta á. Hann vill ekki að ég birti bréf- ið í heild, en fer þess á leit við Bæjarpóstinn að hann „vari fólk við að horfa á þessa hrákasmíð. Það er engin afsök- un fyrir lélegum vinnubrögð- um að þau séu íslenzk, og mér finnst háborin skömm að þvi að blöðin skuli hafa vakið svo mikla athygli á mynd þessari og beinlínis gefið í skyn í frétt- um um hana að hún væri sjá- andi". Seinna í bréfinu segir hann: „Þetta minnir mig á ís- lenzku iðnaðarframleiðsluna á stríðsárunum. Framleiðendur gengu þá á lagið og framleiddu lélega vöru sem seldist vegna þess að ekkert erlent var á boðstólum að keppa við hana. Nú súpa þeír margir hverjir seyðið af því og fólk tekur hið erlenda fram yfir vegna hinnar lélegu reynslu sem það fékk af innlendum varningi. Þetta kallar sjálfsagt einhver óþjóð- legt, en ég er þeirrar skoðun- ar að engu beri að hlífa sem illa er gert, hvort serri það er útlent eða rammíslenzkt". Loks segir „Siggi": „Ef til vill á íslenzkur kvikmyndaiðnaður sér framtíð og það er vissulega von mín, en framgangur hans getur aldrei byggzt á því að slælegum vinnubrögðum sé hrósað vegna þess eins að þau eru íslenzk. Það verður að benda framleiðendum á mis- tök sín til þess að þeir geti bætt úr þeim. Á þann hátt einan verður árangri náð". NÓI SKRIFAR: „Kæri Bæjar- póstur. Mig langar til að vekja athygli þína og lesenda þinna á skemmtilegri málverkasýn- ingu, sem nú stendur yfir í Listvinasalnum. Þar sýnir ung- ur málari, Jóhannes Geir Jóns- son, 26 ára að aldri og ættað- ur að norðan. Það er ánægju- legur blær yfir sýningu þess- ari og ég vil hvetja sem flesta til að sjá hana. Og þeir sem nóg eða næstum nóg hafa fengið af abstrakt málverkum að undanförnu fá þægilega hvíld frá þeim á sýningu þess- ari, því að þarna vita þeir hvað þeir eru að horfa á. Flestir ungu málararnir okkar mála abstrakt og þáð er þvi kær- komin tilbreyting að horfa á myndir sem tala til skynsem- innar en ekki einungis til hjartans og tilfinninganna. Sýning Jóhannesar Geirs stend- ur til sunnudags og vil ég færa hinum unga listamanni þakkir og hamingjuóskir í tilefni af hinni ánægjulegu sýningu hans. — Nói".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.