Þjóðviljinn - 29.04.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓDVILJINN — Fimmtudagur 29. april 1954 ðrvalsSIS ©g pressul-iS keppa atina eik að Háfcgaian Ákveðið hefur verið að efna fil svonefnds „pressu"-leiks milli liðs sem blaðamenn hafa valið og iiðs sem úrtökunefndin hafði áður valið. Er þetta þáttur í undirbúningi að móttöku sænska handknattleiksliðsins sem hingað kemur 21. maí og dvelur hér í 10 da'ga. Eins og áður hefur verið frá sagt hér æfir hópur manna undir þessa heimsókn undir stjórn Jóns Erlendssonar, en þær æfingar hafa aðallega verið inni hingað til en nú verð- ur byrjað að æfa úti enda verða útileikir leiknir við Svíana. Á pressuleikur þessi að fara fram annað kvöld að Háloga- landl og verður hann 2x30 mín. (2x25 mín. venjul.). í sambandi við hann verður svo leikur II. ft. úrvalslíðs úr Reykjavík gegn hinum sterku sigurvegurum úr Hafnarfirði er urðu ísiandsmeist- arar í vetur en það úrval hefur fekki verið valið. Lið úrtökunefndarinnar: Sólmundur Jónsson, Hilmar Ólafs, Valur Benediktsson, Þór- ir Þorsteinsson, Karl Jóhanns- son, Sigurður Jónsson, Ásgeir Magnússon, Karl Benediktsson, Kjartan Magnússon, Hreinn Hjartarson. Pressuliðið: Eyjólfur Þorbjömsson, Jón Er- lendsson, Gunnar Bjarnason, Pétur Antonsson, Sigurhans Hjartarson, Frímann Gunnlaugs- son, Orri Gunnarsson, Magnús Georgsson, Þorgeir Þorgeirsson og Jón Elíasson. A RtTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON BENEDIKT JAKOBSSON Þjállun Erlend tíðindi Framhald af 6. síBu. asti ihálsvari Atlanzháfsbanda- lagsins og náihnar samvinnu Breta og Bandaríkjamanna í utanríkismálum. En þegar brezkir ráðamenn ' telja að Ðandaííkjamenn séu að'teyma þá út í styrjöld í Asíu spyrna þeir við fótum. Það hefur sézt i Kenya, á Malakkaskaga og í Brezku Guiana að stjórnend ur "Bretlands eru jafn ókval v. ðdýrí - Ódýrf Brédergarn Nælon herraskyrtur Herrabiadi Herrasokkar Barnasokkar Nælon blússur Nœlon dömubnxur Stórar kvenbuxur Amerískur varalitlur Allg konar snyrtivörur Alls konar hreinketís- vörur Ódýrar tóbaksvörur Nýjar vörur daglega. Vörumarkaðurmn Hverfísgötu 74. A FBAMNESVEGí 5. Bióðappelsímir á 6 kr. kg. Brjóstsykurpokar 3 kr. Konfektpokar 6,50 kr. Ávaxta-heildósir 10 kr. Átsúkkulaði 5 kr. Bananar Bæjara-bjúgn Vínarpylsur Allskonar matvörur AIls konar hreihlsetísvörur Ódýrar tábaksyörur Nýjar vörur daglega. Vörumarkaðurinn Framnesvegi 5. ráðir og nokkru siiíni fyrr þar. sem þeir telja sér nokkurn veg- inn vísan sigur með valdbeit- ingu. En þeir forðast vándlega að reisa sér hurðarás um öxl. Brezk-bandarísk styrjöld gegn Kína er í þeirra augum óðs manns æði. í heimsstyrjöld ætti brezka þjóðin vísa tortímingu, fyrir því sjá kjarnorkustöðv- arnar sem Bandaríkjamenn hafa fengið að dreifa um hina þéttbýlu eyju. Þetta er brezk- um almenningi líka Ijóst. Það sýnir sá almenni stuðningur sem stefna Aneuríns Bevans í utanríkismálum fékk á þingum verkalýðsfélaga, Samvinnu- flokksins og Verkamannaflokks Norður-írlands um páskana. ¦f^jóðaröryggisráð Bandaríkj- * anna kemur saman í Was- hington í dag undir forsæti Eisenhowérs forseta. Þar á að ræða ráðstafanir til að fram- fylgja fyrri samþykkt ráðsins urri að Bandaríkjastjórn geti ekki látið það viðgangast að sjálfstæðishreyfingin vinni styrjöldina í Indó Kína. Rad- ford aomíráll, forseti yfirher- ráðs Bandaríkjanna, var skyndilega kvaddur heim frá París til að sitja þennan fund. Radford lýsti.því eitt sinn yfir að Bandaríkjamenn yrðu að berjast í hálía öld ef með þyrfti til að steypa alþýðu- stjórn Kína af stóli. Ef ein- hvern tíma á að gera alvöru úr þeirri hótun er fótfesta í Indó Kína óhjákvæmileg og er því skiljanlegt hvers vegna ráðamenn Bandaríkjanna mega ekki- heyra minnzt á önnur málalok þar en algeran sigur franska málahersins, sem þeir hafa vopnað. Hinsvegar er bandariskur almenningur ekki ýkja hrifinn af því að landið dragist inn í nýja styrjöld í Asíu, menn fengu sig fullsadda á Kóreu. Nú er kosningaár í Bandaríkjunum og maðurinn sem vann forsetakosningamar á því að lofa skiiyrðislaust að binda endi á Kóreustríðið mun hugsa sig tvisvar um áður en hann gefur andstæðingum sín- um tækifærí til að vinna ann- an slíkan sigur með loforði um að „koma með drengina heim" frá Indó Kína. M. T. Ó. Hér kemur f ramhald hinnar fróðlegu greinar Benedikts Jakobssonar um þjálfun. Upp- haf greinarinnar birtist fyrir páska- niðurlagið mun væntan- lega birt einhvern- næstu daga. JÞýðíngarmesti þátturinn. Stærsti og þýðingarmesti þáttur ailrar þrekþjálfunar er að æfa og þroska öndunar- og blóðrásar-færin, vegna þess að það' eru einmitt þessi líffæri, sem alia jafna setja hverjum einstökum getuhámark. Önd- unarfærin og hjartað þjálfast bezt við göngur og hlaup og alla þá vinnu, : er úlheimtir mikið vöðvastarf. Iþróttaleikfimi að vetrinum er stór liður í allri þjalfun í- þróttamanna. íþróttaleikfimi þjálfar raunar ekki svo mikið hin innri líffæri líkamans, en er þó engu að síður alveg ómiss- andi öllum íþrottamötinum. Til- gangurinn með leikfimiþjálfun- inni er fyrst og fremst þessi: 1. Að styrkja liði og bönd lík- amans. 2. Að samræma 'vöðvastyrkleik og vöðvabyggkigu líkamans samkvæmt reglunni: ,,Að á- reynslan mótar híð ytra að ló'gun og innra að 'starfi". 3. Að stytta þá , vöðva, sem hafa of langa hvíldaríengd, og lengja þá, sem hafa of stutta hvíldarlengd. 4. Að æfa upp með markviss- um æfingum fullkomnari hreyfihæfni og hreyfiskyn, þ.e.a.s. vinna að hnit- miðari samvmnu tauga og vöðva. 5. Venja hreyfitækin svo smám saman við að þola: a. Hámarkshraða í hreyf, ingum með eða án aukinaar þyngdar. b. Að kenna mönnum að gefa eftir fyrir samverk- andi vöðvaátaki. c. Að ná valdi á hámarírs- slökun fyrir ákaft átak. Margt fleira mætti nefna, en ég læt þetta nægja. Sannað er, að sé þrek og þol líffæranna skynsamlega og markvisst uppbyggt, með stíg- andi erfiði, sem sé endurtekið mánuðum samaia, endist há- marksgeta viðkomandi íþrótta- manns lengur, eftir að hann hefur náð fullri þjálfun. Sé hins vegar þrekþjálfun hafin seint, miðað við viðkomandi keppni( og þjálfunifini flýtt eft- ir föngum, verður tímabil há- marksgetunnar miklu styttra,- ef því verður þá nokkurn tíma náð. • Hlaupari, sem ætlar að keppa í millivegalengda-ihlaupum, verð ur að hefja þrekþjálfun fyrir alvöru um það toil 5 mánuðum fyrir það mót, sem hann ætl- ar að ná hámarksárangri á. Sarna gildir um skíðamenn, knattspyrnumenn, sundmenn og fleiri. Bönsk srúlka í Ieikfimisæfingum með bolta Mismunandi þjálftin Þrekþjálfun nlaupara, stökk- manná, kastára, hnattleiks- manna og annarra verður að vera sitt með hverjU sniði. Auk þess verður hver einstaktir í- þróttamaður að miða æfingar sínar við þroska og þjálfun á hverjum tíma. Fyrir nokkrum árum ríkti hér skilningur fyrir því meðal íþróttamanna, að heppilegra væri að þjálfa þol- ið á nvjúkri jörð en á harðri hringbraut. Þetta stafar með- al annars af því, að hægt er að æfa oftar og lengur á mjúk- leradi en harðlendi. Veruleg hætta er á, ef hlauparar æfa einvörðungu á harðri braut, sérstaklega í köldu tíðarfari, að hvorki vöðvar né bönd þoli þjálfunina og afleiðingin verði helti, vöðvaverkir og vöðva- slit. Sérstakiega ættu þeir knattspyrnumenn, er æfa og keppa á hörðum maíarvollum að þjálfa þol sitt með lilaupa- æfingum á mjir'klendi, til þess að fyrirbyggja stirðleika. og eymsli í vöðvum, er vilja. koma ,fram, sé einvörðungu æft á ihörðum velli. • Eftir því sem líður á þjálf- lueiina, á afrekagetan að auk- ast eða stíga, sé rétt æft. Mjög ^hefur það skort, á undanförn- !um árum, að sérfróður læknir Iværi hér á Iþróttavellinum í tReykjavík, bæði sem ráðgjafi og til að skoða og fyigjast með þolþjálfun og heiísu íþrótta- 1 manna. Er það alls ekki vanza- . laust, hve íslenzkir læknar hafa ;verið tómlátir um íþróttamál 'að örfáum undantekniugum, er telja má á fingrum sér. Lækna- stétt annarra landa lætur þessi mál sig mi'klu varða, og er stoð og stytta íþróttahreyfingarinn- ar. Nokkur bót var ráðin á þessu á síðastliðnu sumri. Eigi íþróttamaðurinn að verða sterkari og þolnari af þjálfuninni, verður hún að vera heiitmiðuð, sé hún það, tekur hann framförum. Sé hún of létt, stendur hann í stað, sem raunar er sama sem afturför. S,é bfm of erfið, birt- ist það- sem ofþjálfun. íþrótta- maðurinn missir löngun til- að æfa, finnur til slappleika, á- hugaleysis, missir matarlyst og fleira. Nauðsynlegt er þá að hvíla frá sérgrekiarþjálfun- um stundarsakir, og leita lækniss en venjulega er heppilegt að æfa áfram í einhverri annarri mynd. Ilvíld na^uðsynleg. Þótt ekki sé um neina þreytu að ræða við æfingar, er sjálf- sagt að hvíla öðru hverju, einn eða fleiri daga. Rannsóknir hafa leitt í 1 jós, að slíkar hvíld- ir auka afreksgetuna. Iþróttamenn, sem kggja á sig erfiðar æfingar t.d. dag- lega um lengri tíma, gleyma því undarlega oft, að þeir þurfa lengri og nákvæmari svefntíma en aðrir. Að æfa mikið og stranglega, í viðbót við daglega vinnu, og sofa óreglubundið og lítið, er sæmilega öruggt ráð til að verða taugaslappur og heilsuveill. Það hefur verið sannað með rannsóknum, að notkun áfengis og tóbaks dreg- ,ur úr afreksgetunni. Tilraunir gerðar í Stokkhólmi sýndu, að væru tvær sígarettur reyktar fyrir meðalþungt erfiði, hækk- aði hjartslátturinn um tíu slög á minútu, og væri um > þungt álag að ræða, hækkaði hann um tuttugu slög á mín- útu. Hjartað dældi hinsvegar ekki meira blóði í hverju slagi, með öðrum orðum, starfsliæfni hjartans við áreynslu varð á- berandi lakari. Tækniþjálfun er leiðin til að öðlast eða finna það vinnulag, og þann stíl, sem nýtist b°zt fyrir hvern og einn. 1 öllum greinum íþrótta, eru viss grúndvallaratriði, sem íþrótta- maðurinn verður að tileinka sér, eigi hann að geta byggt app hagkvæman, persónulegan stil. Still hinna ýmsu afreks- manna heimsins, er irusrnun- andi mikið persónubundinn. Því meir, som einhver still er sérkennilegur og persónubund- inn, þótt hana gefi góðan ár- angur er hann síður til eftir- breytri. íþróttamenn, sem í blindní eftirapa elíka afreks- menn, i von um svipaðaq ár- angur. ná sjaldan verulegum framförum, fyrr en þeir hafa fundið sjálfa sig og þar með það snið, sem þeim hæfir bezt. LIGGUB LCZÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.