Þjóðviljinn - 29.04.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 29.04.1954, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudag'ar 29. apríl 1954 r------ | Sélma Lagerlöf: KARLOTTA LOWENSKÖLD 18. ' — Þess vegna er ég hingað komin, kæra Thea, sagði Karlotta með sinni blíðustu rödd. Hvorug þeirra hækkaði röddina nema síður væri. Þær sátu grafkyrrar, dreyptu á hindberjasaft og nörtuðu í kökur. En hendur þeirra beggja titruðu eins og á á- köfum skákmönnum í lok æsandi tafls. — Ég skal þá segja Karlottu hreinskilnislega, að ég lít svo á að Karl-Artur sé dálítið hræddur viö móð- ur sína. Ef til vill ekki við hana sjálfa, því að hún á heima í Karlstað og hefur sjaldan tækifæri til að beita áhrifum sínum á hann, en hann hefur tekið eftir því, að hún er að reyna að sameina hann og Karlottu á ný. Og þú fyrirgefur þótt ég segi það, en það er þetta sem hann óttast meira en allt annað. Karlotta brosti lítið eitt. „Já, einmitt“, hugsaöi hún. „Eigum við að taka þetta á þennan hátt? Thea er sannarlega enginn heimskingi“. — Þú heldur þá, Thea, sagði hún, að þú gætir fengiö Karl-Artur til að fara til Karlstað og sættast við móður sína, ef þú gætir sannfært hann um að ferðalagið hefði engar afleiðingar hvað mig snertir? Frú Sundler yppti öxlum. — Ég kem bara með tilgátu, sagði hún. Ef til vill er hann líka hræddur við sinn eigin veikleika. Per- sóna Karlottu hefur vitaskuld mikið aðdráttarafl fyrir hann. Ég get ekki skilið hvernig ungur maöur ætti að geta staðizt svo fallega stúlku sem Karlottu. — Áttu þá við .... — Æ, Karlotta, það er svo erfitt að koma oröum að því. En ég held að ef Karl-Artur hefði eitthvað á- þreifanlegt merki .... — Áttu við það, að ef lýst væri með okkur Schager- ström í þriðja skipti á morgun, gæti hann verið ör- uggur. — Það væri auðvitað prýðilegt .... En Karlotta, lýsingu er þó hægt að afturkalla. Brúðkaupið gæti dregizt á langinn. Ef til vill yrði Karlotta kyrr á prests- setrinu ár eftir ár. Karlotta setti glasið dálítið harkalega frá sér. Þegar hún fór að heiman hafði hún gert sér ljóst, að hún yrði að borga það dýru verði að Thea leyfði Karli-Artur að fara til móður sinnar. En hún haföi haldið að lýs- ingin myndi nægja. — Ég hef hugsað mér, sagði frú Sundler og nú var rödd hennar hvíslandi og ísmegileg, að ef Karlotta færi rakleiðis heim og skrifaði Schagerström bréf með beiðni um það að hann kæmi á prestssetrið á morgun og hann og Karlotta yrðu gefin saman strax að lok- inni messu, þá yrði .... — Það er óhugsandi! Þetta kom eins og óviðráðanleg angistarstuna, bæn um miskunn. Það var í eina skintið meðan á .samtal- inu stóð sem unga stúlkan sýndi þess nokkur merki hve mjög hún þjáðist. Frú Sundler hélt áfram og lét sem ekkert væri. — Ég get ekki skilið að það sé óhugsandi fyrir Karlottu. Ég segi aðeins, að ef Karlotta skrifaði svona bréf og það væri sent með traustum sendiboða að Stóra Sjötorpi, þá gæti svar verið komið að fimm eða sex klukkustundum liðnum. Ef það verður fullnægj- andi mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að fá Karl-Artur til þess aö fara. — En ef það mistekst? — Mér er frú Ekenstedt mjög hjartfólgin, Karlotta. Ég er mjög áhyggjufull hennar vegna. Ef ég get kveðið niður ótta Karls-Arturs við það sem ég neíndi áðan, þá geri ég ekki ráð fyrir aö mér mistakist. Ég er sann- færð um að Karl-Artur fer heimleiðis á morgun strax að lokinni messu. Áður en hjónavígslan fer fram mun Karlotta fá að vita að hann sé lagður af stað. Þetta var skýr og þaulhugsuð ráðagerð, sem engir hnökrar voru á. Karlotta sat þögul og horfði í gaupnir- sér. Gat hún gert þetta? Framtíð hennar yrði þá sú aö lifa lífinu við hlið manns sem húh elskaði ekki. Gat hún það? Já, auovitað gæti hún þaö. Hún þreifaði á bréfinu í vasa sínurn. Auðvitað gat hún það. Hún' tæmdi úr glasinu sínu í einum teyg til þess að væta kverkarnar. — Ég skal láta þig vita hvert svar Schagerströms verður strax og það berst, sagði hún og reis á fætur til að fara. LAUGARDAGURINN: SÍÐDEGI OG KVÖLD I Þegar eitthvaö erfitt og vandgert er framundan er gott að geta sagt við sjálfan sig: „Þetta er nauðsyn- legt. Ég veit hvers vegna ég geri það. Það er engin leið önnur“. Óttinn og kvíðinn verður að víkja fyrir hinni ör- uggu vissu um það, aö hiö erfiða sé óhjákværnilegt. Það er raunverulega satt sem fólk segir, að auðveldara sé að sætta sig við hið erfiða þegar ákvörðun hefur verið tekin og það verður ekki umflúið. Þegar Karlotta kom heim á prestssetrið aftur, skrifaði hún Shagerström þegar í stað. Þaö vom ekki margar línur sem hún skrifaði en þær ollu henni samt miklum heilabrotum. Þetta tókst henni að lokum að setja saman: „Með skírskotun til síðustu línanna í bréfi Verk- smiðjueigandans, langar mig til að spyrja, hvort Verk- smiðjueigandinn geti komið á prestssetrið á morgun um tvöleytið til þess aö prófasturinn geti gefið okkur saman 1 heilagt hjónaband. Ég vænti svars með boðberanum. Með virðingu og auðmýkt. Karlotta Löwensköld". HbhhhIÍ OC CAMN j Hvað eru áhrif? Áhrif cr eitthvað sem maður imyndar sér að hann hafi þar tiS. hann reynir að beita því. Pabbinn: Hversvegna var þér haldið eftir í skólanum? Svenni: Ég vissi ekki hvar Krit er. Pabbinn: Þú verður að reyna að vcnja þig á að vita hvar þú lset- ur hlutina. Móðirin: Ég var að ta’a hreín- ski'.nis ega við hana dóttur okk- ar um nokkrar staðreyndir lifs- ins. Faðirinn: Lærðirðu eitthvað njVt af því? Hvað er reirtalan af maður? Menn. En fleirta’an af barn? Tvíburar. Kossar þínir vekja mór yndi alveg niður í fætur. Þeir eiga líka að gera það -£• ' það eru kossa.r sá’arinnar. . Erfiðisvinna hefur a’drei drepið neinn, sagði faðirlnn. f>að er einmitt það, svaraði son- urinn — mig íangar að taka mér eitthvað fyrir hendur sem einhver áhætta fylgir. laus, sparileg biússa og svarti kjóllinn er orðinn allra snotr- asti sparikjóll. Jakkinn er hentugur undir kápu, því að hann er þröngur og fyrírferð* arlítill. Sé hann notaður við grátt pils er ) arna komin dragt, og þetta má því te’jast mjög hentug flík, sem auk þ'ss er mjög a.uðvelt að saurha, því að á honum er hvorki krngi né horn. I-Ientugir eru einnig kjó'arn- ir sem nota má allt árið, og dökkgrái kjóllinn með hvítu dropunum er ekki bundinn við neina sérstaka árstíð. Sá kjóll er jafn heppilegur á vetrar- kvöldi sem á sumardegi. Kjóll- inn er úr silki og undir boga- dregna v-hálsmái.inu er livítur listi. Takið eft'r sniðinu, það er ekki mjög mikið fyrir augað, en það er þó lát'.aust og hent- ugt og kiólar af þessu tagi ná æ meiri vinsældum. Kióllinn er frá Nelly Don og við hann er hafður hvítur hattur og hvítir hanakar. Nýja Hzkan: LitiS á goðu MiSornor : mismunandi vegu. Ef blússan er höfð undir pilsinu og belti 1 notað í mittið er þetta ágæt- ur hversdagsbúningur, en ef peysan er liöfð utauyfir, verð- ur búningurinn sparilegri. Önnur ágæt hugmynd er lit’i þröngi jaklcinn sem á mynd- inni er notaíur yfir fínan svart an kjól. Kjcllinn er með slétt.u, svörtu pilsi, og þegar við hanh er notaður grár jakki með svöríum bryddingum er þetta ágætur hversdaga- og vinnu- búningur. Þegar farið er úr í jakkanum kemur í Ijós erma- Um daginn litum við einkum á ágalla nýju tízkunnar, og það var eicki mjög uppörvandi, en kostimir vega þó margfaldlega upp á móti göllunum, og mað- ur ræcur sjálfur hvaða snið maður velur. Einn af Icostum nýju tízlc- unnar er það, að lögð er sér- stök rækt við hversdagsfötin, og í þeim er mikil tilbreytni. Breytingakjólarnir ná æ meiri vinsældum. Fína dragtin verður að flegnum kjól þegar konan fer úr jakkanum. Sumarkjóll- inn með bólerójakkanum verð- ur líka að glæsilegum sam- kvæmiskjól þegar jakkinn er fjariægður. Þessir kjólar sem hægt er að breyta í hendi sér eru eitt vinsælasta fyrirbrigði tízkunnar ekki sízt vegna þess hve hentugir þeir eru. | Og blússum og pilsum er einnig hægt að breyta á allan hugsanlegan hátt. Franska fyr- irmyndin úr Jardin des modes er einkennandi fyrir þessar flíkur. Hægt er að nota pilsið og Ijósu peysuna á tvo mjög eimilisþáiíur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.