Þjóðviljinn - 22.05.1954, Page 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 22. maí 1954
Umfelsverður hluti vörukaupa Reykjavíkurbæjar
og stofnana hans gerður á smásöluverði!
Vöruinnkaup Innkaupastofnunar bæ)ar-
ins 1,7 millj. kr. lœgri 1953 en áriS áSur
Við athugun þá sem Eggert Þorbjarnarson, endur-
ckoðandi bæjarreikninganna heíur gert á störíum
Innkaupastoínunar Reykjavíkurbæjar 1953 og
vörukaup bæjarins og stofnana hans 1953 hefur
komið í ljós að vörukaup Innkaupastofnunarinnai
nema kr. 4.350.337.17 og er það kr. 1.695.431.38
lægri upphæð en 1952.
Vörukaupin í heild nema hinsvegar langtum hœrri
upphæð og er greinilegt að verulegur hluti þeirra er gerð-
ur fyrir utan þá stofnun sem á að annast innkaupin og
tryggja þannig hænum og stofnunum hans sem hag-
stœðust kjör. Algengt er að innkaup í stórum stíl séu
gerð á smásöluverði og þá vitanlega verzlað við fyrirtœki
og verzlanir helztu gœðinga og vildarmanna Sjálfstœðis-
tlokksins!
Athugasemd Eggerts við þenn-
an fráleita rekstur á Innkaupa-
stofnun Reykjavíkurbæjar og þá
sóun sem með þessum hætti
á sér stað er á þessa leið:
„Innkaupastofnun Reykjavík-
í strætisvögnum fimmtán sólarhringa á ári —
Óhentugur brottfarartími Vogavagnanna — Hring-
akstur hlutverk Tívolís en ekki S.V.R.
EJCKI er ofsögum sagt af því
hve mikið af bréfum Bæjar-
póstsins fjallar um strætis-
vagnana. Þeir sem búa í mið-
bænum og vinna þar líka
botna ekkert í öllu þessu
strætisvagnatali og halda því
1 fram að við séum búin að fá
strætisvagnana á heilann, ,hin-
jr sem búa x úthverfunum og
eyða ef til vill allt að klukku-
tima á dag sitjandi eða stand-
andi í yfirfullum strætisvögn-
um þykjast mega leggja orð
í belg, enda dveljast þeir eng-
an smáræðistíma af ævinni í
þessum farartækjum. Ef við
reiknum með klukkutíma á
dag til hægðarauka fáum við
út 365 klukkutíma á ári og
ef við deilum í það með 24
koma út rösklega 15. Það
samsvárar því að maður sé
heila fimmtán sólarhringa á
ári hverju innanborðs í áður-
nefndum farkostum. Og af
því að Bæjarpósturinn eyðir
sjálfur á að gizka heilli viku
á ári í strætisvögnum skilur
hann svo mætavel þá sem um
strætisvagnana skrifa og býð-
ur strætisvagnabréf dagsins
velkomið.
□
S. S. SENDIR eft;rfarandi
bréf: — „Nýr og glæsilegur
strætisvagn hefur nýlega haf-
ið ferðir í Vogahverfið. Erum
við Vógabúar að vonum á-
nægðir með það. En sá galli
er á gjöf Njarðar, að það
skortir næstum alveg loftræst-
ingu í vagninn, enga rúðu er
hægt að opna, áðeins 3 smá-
göt í loftinu, þar að auki er
vagninn kappkyntur og það
jafnt þótt heitt sé í veðri, og
verður hitinn og svækjan í
vagninum þá litt bærileg. —
Annað atriði varðandi ferð-
irnar í Vogana er mjög til
baga, og það er burtfarar-
tíminn af torginu. Þeir fara
5 mínútur yfir, 15 mín., 35
mín. og 45 mín., þannig að
það líða alltaf ýmist 10 eða
20 mínútur milli ferða. Þetta
leiðir aftur til þess, að annar
vagninn (sem fer 05 og 35)
er oftast yfirfullur, en hinn,
(sem fer 15 og 45 mín.) er
oftast hálftómur. Því í ósköp-
unum eru þeir ekki látnir
fara með jöfnu millibili á 15
mínútna fresti. — í þriðja
lagi langar m’g til þess að
vita, hvaða nauðsýn ber til að
stunda þennan hringakstur í
kringum Lækjartorg. Nú er
nýbúið að opna Tívólí, og þar
geta þeir sem vilja, fengið
eins mikinn hringakstur og
þá lystir gegn ákveðnu gjaldi,
en að bæjarstjórnin sé að
kosta upp á þennan eilífa
hringakstur með þorra bæjar-
búa dag hvern, finnst mér
alveg fráleitt. Það er ekki lít-
ill tími sem fer til spillis dag
hvern fyrir okkur Vogabúa
við það að bíða fyrst við
Hverfisgöfuna, sem er aðal-
braut (vagninn kemur Kalk-
ofnsveginn), silan að bíða
eftir græna ljósmu í Lækjar-
götunni og síðaxx að smjúga
með miklum erfismunum
vegna þrengslanna á torginu
í kringum það að Aðaibúð-
inni, þar rem vagninn stanz-
ar, í stað ' ss að láta vagn-
inn ekki fara lengra en að
svæðinu norðan við Hreyfil,
‘Stanza þar og fara svo, beint
upp Hverfisgötuna næstu
ferð. — Vona ég að forráða-
menn stræt’svagnanna kippi
þessu í lag sem allra fyrst.
S. S.“
urbæjar hefur á árinu keypt vör-
ur fyrir kr. 4.350.337,17, eða kr.
1.695.431,38 minni upphæð en á
árinu 1952.
Vörukaup hinna ýmsu bæjar-
stofnana og fyrirtækja bæjarins
nema hinsvegar miklu hærri
upphæðum, auk þess sem um-
talsverður hluti vörukaupa
þeirra er gerður á smásöluverði.
Við athugun á fylgiskjölum yf-
ir innkaup á síðastliðnu ári sem
undanförnum hef ég komizt að
þeirri niðurstöðu, að hægt mundi
vera að spara bæjarfélaginu og
þar með skattgreiðendum stórar
fjárfúlgur með hagkvasmari
vörukaupum.
Ég tel því nauðsynlegt, að
sannprófaðir verði möguleikar
Innkaupastofnunarinnar á mun
víðtækari vöruútvegun fyrir
stofnanir og fyrirtæki bæjarins
og að hert verði mjög á öllu
eftirliti með innkaupum þeirra.
Ennfremur að athugaðir verði
möguleikar á því, að stofnanir
og fyrirtæki bæjarins geri á-
ætlanir um nauðsynleg vörukaup
fyrir hvert ár.
Vilja fá sendi"
lerðabíla
Á aðalfundi Sambands smá-
söluverzlana skýrði Jón Helga-
son formaður sambandsins frá.
störfum þess og gat þess að
lokum að þar sem hann væri
hættur verzlun sinni léti hann
af formennsku sambandsins, en
hann hefur verið formaður þess
frá stofnun. Formaður var kos-
inn Kristján Jónsson, er verið
hefur varaformaður sambands-
ins.
Varafoimaður var kosinn
Árni Árnason, gjaldkeri Páll
Sæmundsson. Oddamaður i
stjórn var kosinn Axel Sigur-
geirsson og varamaður hans
Hjörtur Jónsson. — Fundur-
inn skoraði á Innflutningsskrif-
stofuna að úthluta kaupmönn-
um sendiferðabílum. Ennfrem-
ur skoraði hann á milliþinga-
nefnd í skattamálum að taka
tillit til sjónarmiða og tillagna
Félags ísl. iðnrekenda, Verzlun-
arráðs Islands og Sambands
smásöluverzlana, við endui’-
skoðun skatta- og útsvars-
mála varðandi atvinnurekstur-
Andspy rnuhrey I ingin:
Fcrseti islands
Forseti íslands herra Ásgeir
Ásgeirsson hefur tekið að sér að
vera verndari norræna tónlistar-
mótsins, er haldið verður hér í
Reykjavík dagana 13.—17. júní
í ár.
Auk þess hafa tekið sæti í
heiðursnefnd mótsins þeir dr.
Kristinn Guðmundsson utanrík-
isráðherra, hr. Bjarni Benedikts-
son mennta- og dómsmálaráð-
herra, dr. Anderssen-Rysst sendi-
herra Norðmanna, frú Bodil
Begtrup sendiherra Dana, hr.
Leif Öhrwall sendiherra Svía,
hr. Palin sendiherra Finnlands
og hr. Gunnar Thoroddsen borg-
arstjóri.
„Engin gjöf er of
sfór...“
Kona, sem ekki vill láta
afs síns getið,’ kom í fyrra-
dáþ á skrifstófú Skógræktar
rík'isins og afhenti Valtý Ste-
fánssyni og Hákoni Bjarnasyni
kr. 5.000.—, sem hún kvað
vera afmælisg.iöf til Land-
græðslusjóðs.
Þegar þeir Hákon og Valtýr
höfðu orð á því, að gjöfin væri
mikil og stór sagði konan, að
engin gjöf væri of stór í Land-
græðslusjóð.
Ennfremur barst s.jóðnum
minningargjöf um öuðmund
Davíðsson, kennara frá tveim-
ur systrum að upphæð kr.
1500.—.
10 ára afmælis lýðveldiskosninganna 1944
Samkomusalurinn Laugaveg 162
Laugardagurinn 22. maí:
Hátíðin hefst kl. 3 e.h.
1. Hátíðin sett. Frú Sigríður Sæland,
Hafnarfirði.
2. Hlutverk okkar í dag. Gunnar M.
Magnúss rithöfundur.
3. Hver á sér fegra föðurland?
• Einsöngur; Einar Sturluson óperu-
söngvari með undirleik Gunnars Sigur-
geirssonar syngur ættjarðarlög.
4. Erindi: Bökin fyrir uppsögn hernáms-
samningsins. Hallgrímur Jónasson
kennari.
5. Þjóðdansar. 5 danspör.
Kaffihlé.
6. Undir merki frelsisbaráttunnar:
Til máls taka:
María Þorsteinsdóttir, varafonn.
Menningar- og friðarsamtaka kvenna.
Tryggvi Emilsson, Verkamannafél.
Dagsbrún.
Sigríður Einars, Mæðrafélagið.
Þórunn J. Einarsdóttir, Stéttarfélagið
Fóstra.
Margrét Björn^dóttir, A.S.B.
Gísli Ásmundsson, framkvæmdanefnd
Andspyrnuhreyfingarinnar.
7. Söngur.
Sunnudagur 23. maí:
Kl. 3 e.h.
1. Hljómlist. Skafti Sigþórsson hljóðfæra-
leikari o.fl.
2. Hvað unnum við lierlausir? Björrl Þor- J
steinsson, sagnfræðingur. j,
3. Hugsað heim 1944. Frú Drífa yiðar. |!
4. Samfelld dagskrá: Minningar frá lýð- Ij
veldisatkvæðagreiðslunni 20.—23. maí. !■
1944. Upplestur og hljómlist. !■
5. Þáttur æskufólksins: Fulltrúar frá *!
stúdentum, skólafélögum og æskulýðs- í
félögum. Stutt ávörp. *!
i
Kaffihlé.
6. Undir merki frelsisbaráttunnar;
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Gunnar Benediktsson, rith.
Kristinn Ág. Eiríksson, járnsmiður.
Rílmrður Jónsson, myndhöggvari.
7. Söngfélag verkalýðssamtakanna:
Stjórnandi: Sigursveinn D. Kristinss.
Undirleikari: Skúli Halldórsson,
Einsöngyari: Guðmundur Jónsson,
óperusöngvari.
Guðmundur syngur nokkur lög sem til-
einkuð eru andspyrnuhreyfingunni.
|
Allir andstæðingar -hers á íslandi boðnir og velkomnir á hátíðina.
Aðgangur ókeypis.
Að kvöldi leikur danshljómsveit.
í
^wvvvftvuwwwwwwvvflWMMWwvvwvwwwwiwwvvywwwwaiwwwwviwwvwww1