Þjóðviljinn - 22.05.1954, Blaðsíða 5
Þingkosningar i SuSur- Kóreu:
Lögregla Syngmans Rhee
myrðir stjórnarandstæðinga
Bandaríska tímaritið ,,Time46 lýsir ofbeldisaðferð-
um skjólstæðings Bandaríkjastjórnar
' í fyrradag fóru fram þingkosningar í Suður-Kóreu
„undir eftirliti SameinuÖu þjóöanna“.
Frásagnir bandarískra og brezkra fréttaritara í Kóreu
sýna að kosningar þessar eru hreinn skrípaleikur. Syng-
man Rhee forseti hefur gengið lengra en nokkru sinni
fyrr í ofbeldisverkum gegn hverjum þeim, sem dirfist að
sýna honum minnstu mótstöðu.
----- Laugardagur 22. maí 1954 — ÞJÓÐVIUINN — (5
Skrifstofustjórinn drap 2
sfúlkur á frygðarlyfl
Skrifstofustjórar hafa löngum haft það orð á sér að
þeim hætti til að gera sér full dælt við skrifstofustúlkurn-
ar. Nú hefur brezkur skrifstofustjóri verið dreginn fyrir
lög og dóm og er sakaður um að hafa valdið bana tveggja
stúlkna þegar hann hugðist byrla annari frygðarlyf.
Síðasta laugardag skýrði
fréttaritari brezku frétta-
stofunnar Keuters í Seoul
frá því að stjórnmálamaður
að nafni Son Hung Byung
hefði látizt eftir .. „yfir-
heyrslu“ hjá lögreglunni í
Syngman Rhe«
Fusan. Læknar sem krufðu
líkið votta að það hafi bor-
ið merki um höfuðhögg og
heilablæðingu sem af þeim
hafi hlotizt.
Hinn látni hafði stjórnað
kosningabaráttu Huh Chung
fyrrverandi forsætisráðherra
sem’er andstæðingur Syng-
mans Rhee og býður sig
fram í Fusan. Lögreglan hef-
ur neitað að skipta sér af
því að slagsmálahundar í
þjónustu Rhee hafa mis-
þyrmt fólki sem rekur áróö-
ur fyrir Huh Chung og
hleypt upp fundum hans.
Fusan og Seoul eru einu
- staðirnir í Suour-Kóreu þar
sem erléiidir fréttamenn
dvelja og þegar slík ofbeid-
isverk eru framin þar má
nærri geta hvílík ógnaröld
ríkir úti á landsbyggðinni,
þar sem erindrekar Rhee
geta farið sínu fram án þess
að eiga á liættu að umheim-
urinn frétti af því.
Þorir ekki að korna í kjör-
dæmið.
Fréttaritari hins aftufhalds-
sama, bandaríska fréttatímarits
Time í Kóreu skýrir nokkuð
frá forleik kosninganná í ein-
taki bláðsins sem út kom á
mánudaginn. Hann segir að
Rhee hafi skipað innanríkis-
ráðherra sínum, sem stjórnar
lögreglunni, að sjá um að for-
ingjar stjórnarandstöðunnar
nái ekki kosningu.
Einn þeirra, P.H. Shinicky,
foringi helzta stjórnarandstöðu
flokksins og forseti þings Suð-
ur Kóreu á liðnu kjörtímabili,
hefur ekki þorað svo mikið sem
að láta sjá sig í Kwangju,
kjördæminu þar sem hann býð-
ur sig fram. Lögreglan hefur
hótað honum lífláti ef hann ger-
ist svo djarfur að sýna sig þar.
Meðmælendum hótað mis-
þyrmingum.
Time skýrir frá því að kjör-
stjórn Rhee hafi lýst framboð
annars stjórnarandstæðíngs,
Cho Bong Am, varaforseta
þingsins ógilt. í forsetakpsning-
unum 1952 bauð hann sig fram
gegn Rhee og fékk 788.000 at-
kVæði en nú hefur hann ekki
getað fengið þá hundrað með-
mælendur, sem þarf til fram-
boðs. Nógu margir höfðu undir-
ritað meðmælaskjalið en flestir
tóku undirskrift sína aftur þeg-
ar lögregluforingjar liótuðu
þeim handtöku og misþyrming-
um ef þeir mæltu með Cho.
Aðalumboðsmanni Chough
Pyung Ok, fyrrveranái innan-
ríkisráðherra, í kjördæmi hans
var varpað í fangelsi og hann
sakaður um að hafa borgað
meðmælin með framboði hans.
50 tóku franiboð aftur.
Fréttaritari Time segir að 50
aðrir stjórnarandstöðuþing-
menn hafi tekið framboð sín
aftur „af persónulegum örygg-
isástæðum“, vegna þess að þeir
óttuðust að verða drepnir eða
limlestir í pyndingarklefum lög-
reglu Rhee ef þeir héldu fram-
boðunum til streitu.
Allir frambjóðendur flok.ks
Rhee hafa orðið að skrifa undir
skuldbindingar um að. greiða
atkvæði með tveim stjórnar-
skrárbreytingum, sem Iiann vill
fá framgengt. Önnur á að gefa
honum vald til að rjiifa þing
hvenær sem honum sýnist.
„Hvarf“ þingmaniía tryggði
Rhee meirihluta.
I kosningunum vorið 1950.
rétt áður en Kóreustríðið hófst
fengu andstæðingar Rhee meiri
hluta á þingi. Forsetinn sá þó
við þvi. Nógu margir stjórnar-
andstöðuþingmenn hurfu til
þess «ð flokksmenn Rhee urðu
í meirihluta.
Sumarið 1952 kráfðist Rhee
þess að þingið breytti stjórnar-
skránni til þess að hann gæti
setið áfram í forsetaeinbættinu.
Þingið tregðaðist við en þá
sendi Rhee lögregluna af stað.
Andstæðingar Rhee á þingi
voru beittir ofbeldi og loks var
þingið svelt til undirgefni. Lög-
regluvörður sá um að þing-
menn komust ekki úr þinghús-
inu fyrr en stjórnarskrárbreyt-
ingin hafði verið samþykkt.
Öll þessi ofbeldisverk hafa
verið framin „undir eftirliti
Sameinuðu þjóðanna" og með
þegjandi samþykki Bandaríkja-
manna, sem hafa lagt Rhee til
vopnin sem halda honum við
völd. '
Arthur Ford, 44 ára gamall
skrifstofustjóri lyfjaverzlunar,
kom fyrir rétt í Clerkenwell
nærri London á mánudaginn.
Hann er ákærður fyrir að hafa
valdið bana ungfninna Betty
Grant, 27 ára gamallar, og
June Malins, 19 ára, er störfuðu
undir stjórn hans. Báðar dóu
af eitrun fyi-ir nokkrum vikum.
Neyttu þess í kókosís.
Saksóknarinn las plagg, sem
hann kvað vera játningu Fords.
Ségir þar að hann hafi látið
ofurlítið af efnnu cantharidin
á skæraoddi í tvo skammta af
kókosís.
„Eg gaf ungfrú Gránt annan
ísinn. Okkur þótti mjög vænt
hvoru um annað en hún vildi
ekki þýðast mig svo að ég á-
kvað að gefa henni cantaridin
til að örva löngun hennar eft-
ir mér .... Eg veit ekki hvern-
ig ungfrú Malins náði í hinn
skammtinn, það hlýtur að hafa
verið tilviljun .... Mér er nú
ljóst að ég drap stúlkurnar
með þessu brjálæðislega uppá-
tæki og hef þar að auki misst
ástkæra konu mína og börn.
Þetta er allt sem ég hef að
segja. Það er allur sannleikur-
inn.“
Saksóknarinn sagði að cant-
haridin væri mjög sterkt erting
arlyf, unnið úr skordýrum. Við
krufningu hefði komið í ljós að
skammturinn sem stúlkurnar
fengu hefði verið 200 til 400
sinnum sterkari en það mesta
sem hægt væri að þola.
ShUmm mri eu
eiðbur&aríh
ísabella Patinu, 18 ára gömul
milljónaradóttir, serh faðir henn-
ar ejti um þvera og endilanga
Vestur-Evrópu í vetur til að
skilja hana frá .unnusta hennar,
dó í síðustu viku af heilablóð-
falli eins og áður hefur verið
skýrt frá. Nú hefur það vitnazt
að á banasænginni ól hún dóttur
með keisaraskurði. ísabella gift-
ist Jimmy Goldstein fyrir fjórum
mánuðum, þegar faðir hennar
gafst upp við að stia þeim í
sundur.
Ösvikiim Skoli
74 ára gömul kona, sen dró
fram lífið á 25 krónum á viku
og sníkti mat af nágrönnum
sínum, lézt nýlega í Edinborg.
Það kom í ljós, að hún lét eft-
ir sig hátt á aðra milljón króna.
Hún arfleiddi bankann sem
geymt hafði fé herinar að því
mestöllu, en í húsi hennar fund-
ust um 70.000 krónur og voru
þær vafðar inn í dagblöð.
í fyrsta skipti eru horfur
á því að lyf finnist við krón-
iskri liðagigt. Sænskir vís-
indamenn við rannsóknar-
stofnun Gústafs V. og Karo-
linska sjúkrahúsið hafa fund-
ið í botnfalii blóðvatns, sem
hefur verið kælt, efni sem
virðist lækna liðagigt. Nú er
unnið að því að finna aðferð-
ir til að vinna efnið hreint
og þegar það tekst vona
sænsku læknarnir að hægt
verði að hefjá herferð gegn
liðagigtinni.
k___________ ■'
Minning og möfmœli
Um daginn boðuðu kuunir stjórmnálamenn úr öllum
flokkum Frakklands til mótmælagöngu gegn Vestur-
Evrópuhernum og hervæðingu Þýzkalands á Champs
Elyseés, aðalgötu Parísar. Franska ríkisstjórnin varð æf
og bannaði gönguna en hafði það eitt uppúr að haldnir
voru um allt landið mótmælafundir þúsundum saman
sem hún gat ekki liindiað. Á vinnustöðum, í smábæjum
og víðsvegar um hinar stærri borgir safnaðist fólk sam-
an til þögnlla ínótmæla og til að minnast Frakka sem
féllu í síðustu styrjöld. Á efstu myndinni sést samkoma
járnbrautarverkamanna á Norðurstöðinni í París. Mið-
myndin er írá því er fólk í 15. hvérfi Parísar leggur
blóm á minnisvarða fallinna. Neðst sjást blóm lögð við
minningartöfluna á ráðhúsinu í 11. hverfi Parísar.