Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagtir 24. júní 1954 súwwmm ötg'etandl: Samelnlngarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Hitstjórar: Magnús Kjartansson (é,b.), Sigurður Guðmundsson, Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðaxnenn: Ásmundur Sigurjónssor., Bjarni Benediktsson, GuB- aaundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Hsyaldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 linur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavfk og nágrenni; kr. 17 hnnars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.í. Mlkilvægasta verkefnið Öll skrif Morgunblaðsins og Vísis um íslenzk verklýðsmál og stjórnmál bera um þessar mundir augljós einkenni þess ótta sem grípur um sig meðal auðstéttarinnar við vaxandi einingar- vilja íslenzkrar alþýðu. Auðmannakiíkurnar sem fleytt hafa rjómann af erfiði alþýðunnar og öllu því framleiðslustarfi sem unnið er í landinu þykjast nú sjá fram á það að sá tími kunni að vera skammt undan þegar íslenzkur verkalýður þjappar sér saman í órofa heild, tekur höndum saman við. önnur fram- faraöfl þjóðarinnar og ’neimtar rétt sinn úr höndum auðvalds og íhalds. Það er þessi ótti auðstéttarinnar við að misr.a illa fengna að- stöðu og gróðamöguleika sem stjórnar skrifum íhaldsblaðar.na. Þessi málgögn íhaldsins eru eign og tæki auðstéttarinnar, kost- uð af grcðakiikunum sem drottna yfir út- og innflutningi lands- manna og hirða af hvorutveggja stórar fjárfúlgur í gróðahít sína. Verkefni íhaldsblaðanna er því að telja kjark í liðskost sinn og þjóna þannig hagsmunum húsbændanna, sem nú ugga alvarlega um valdaaðstöðu sína og framtíðarhorfur. Húsbænd- ur- íhaldsblaðanna greina glöggt þá hættu sem öflug eining verkalýðs og allrar alþýðu boðar þeirri fjárplógsstarfsemi sem þeir reka á kostnað almennings og valdaaðstöðunni sem sundur- þykkja alþýðuhreyfingarinnar hefur fært þeim í hendur. Þetta er orsök þess a.ð íhaldsblöðin reyna nú, meir þó af vilja en mætti, að hressa up^ á liðsmenn sína og húsbændur með sí- endurteknujn fullvrðingum um að forystuflokkur verklýðsstétt- arinnar og öflugasta einingarvopn hennar, Sósíalistaflokkurinn sé „einangruð“ og „fylgis!aus‘‘ klíka sem enginn „ábyrgur stjórnmálamaður meðal lýðræðisflokkanná, telur nú mipnstu möguleika á samstarfi við“ eins og Morgunblaðið orðar það í gær. Eru þessar og aðrar svipaðar staðhæfingar Morgunblaðsins sýnilega ætlaðar auðstéttinni og bröskurunum til hughreyst- ingar. Bn bak við hreystiyrði Morgunblaösins leynist nagandi ótti við þá öldu einingar og samstarfsvilja alþýðunnar sem nú er að rísa um al!t land og boðar ný og markverð þáttaskipti í íslenzk- um verklýðsmálum og stjómmálum, Ilvarvetr.a sem til spyrst rísa kröfur hinnar vin’iandi alþýðu um að samtök hennar séu t-fld að einingu og styrkleika, gefinn nýr og aukinn máttur til að gegna með fullri sæmd sínu mikilvæga hlutverki í hags- munabaráttu hins vinnandi fólks. Alþýðan sem fylgt hefur verk- lýðsflokkunum skilur nú betur en nokkra sinni áður að sundr- ungin hefur orðið vatn á myllu auð3téttar og íha'ds en að í samstarfi þeirra og öflugri ststtareiningu alþýðunnar eru fclgin mikil fyrirheit um ný;ia sólcn alþýðunnar og stórfellda sigra. Fólkið innan verklýðshreyfingarinnar í landinu þarf að auka þennan ótta Morgunblaðsmanna á næstu vikum og mánuðum. Mikilvægasta verkefnið sem nú þarf að vinna að af festu og djörfung er að hreinsa erindreka íhaldsins út úr öllum trún- aðarstöðum í verklýðshreyfingunni. Hlutverkið sem þeim hefur verið falið verður ekki lengur dulið fyrir neinum heilskyggn- um meðlimi verklýðssamtakanna. Hlutverk þeirra er að tefja cg lama alla raunhæfa hagsmunabaráttu verkaiýðsins og draga lokur frá hurðum á úrslitastundum átakanna við afturhald og atvinnurekendavald. Hættan sem fylgir því að fela slíkum mönnum yfirstjórn og húsbóndavald í sjálfum heildarsamtök- um verklýðsins er augljós og óumdeilanleg enda fækkar þeim nú óðum sem reyna að verja slíka óhæfu. Verkalýðurinn er nú reynslunni ríkari eftir nær sex ára valdaaðstöðu íhaldsins í heildarsamtökum alþýðunnar. Þrátt fyrír öflugt viðnám hinna heilbrigðu afla í verkalýðsTireyfingunni hafa kjörin farið stórlega versnandi. Flokkur auðstéttarinnar hefur einnig kunnað áð hagnýta sér ágreininginn sem verið hef- ur milli verkalýðsflokkanna. íhaldspúkinn hefur fitnað og auð- stéttin safnað ómælanlegum gróða vegna þess að verkalýðinn skorti afl faglegrar og pólitískrar einingar. Með efldri verkalýðseiningu í Iandinu, stéttvísri og traustri forustu fyrir Alþýðusambandi íslands og aukinni samvinnu v^i-klýðsf!okkanna myndi ekki aðeins skapast stórauknir mögu- leijkar á öflugri sókn fyrir bættum lífskjörum verklýðsins. þróun boðar gjörbreytt valdahlutföll milli alþýðu og auð- stéttar, nýja sigurmöguieika hins vinnandi fólks á vettvangi islenzkra stjóramála. LýSrœöíssfjórn í hananalýÖveídi ógnar gróSamöguleiku m þeirra TJngin skepna er eins tryllt og borgari sem óttast um pyngju sína“, sagði Georg Brandes eitt sinn, og finnist einhverjum þörf á að sannprófa sannleiksgildi þessara orða, þarf hann ekki annað en kynna sér viðhorf .bandarískra mekt- armanna til smáríkisins Guate- mala í Mið-Ameríku. Til þess að vernda gróðamöguleika auð- félagsins United Fruit Company hefur verið gerð innrás í land- ið til aðs;, steypa af stóli um- bótasinnaðri, borgaraíegri stjórn. Aðal hvaíamenn að inn- rásinríi og skipuleggjendur hennár eru bræður tveir, báðir í tölu stærstu hluthafa í Unit- ed Fruit. Menn þessir heita John Foster Dulles og Allen Dulles. Sá fyrrnefndi er utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna en hinn síðarnefndi stjómar stofn- un sem nefnist Central Intelli- gence Agency, en það er nafnið á leyniþjónustu Bandaríkja- stjórnar, sem að sögn New Allen Dulles York Times s.l. sunnudag hefur það hlutverk „að fremja myrkraverk á lmattmæli- kvarða“. Ísama blaði, sjöttu blaðsíðu, skýrir .James Reston, aðal- fréttaritari New York Timcs í Washington, frá því hvernig Dullesbræðurnir hafa skipt með sér verkum. Hann segir berum orðum, að síðan Guatemala- stjórn barst vopnasending frá Póllandi fyrir mánuði síðan hafi C.I.A. undir stjórn Allen Dulles unnið að því að leggja á ráðin, hvernig Guatemala verði komið á kné. Innrásin í landið hafi verið ákveðin í Vfashington eftir að skýrslur njósr.ara Allen Dulles í Guate- mala gáfu til kjmna að herinn þar væri klofinn og hluti hans að minnsta kosti myndi ekki veita Arbenz forseta og stjórn hans ef i odda skærist. Reston skýrir ekki frá því, hvern þátt dollaraseðlar af milljarðinum, sem C. I. A. fær á ári hverju úr ríkissjóði Bandaríkjanna, hafa átt í því að veikja holl- ustu liðsforingja j Guatemala við stjórn Iandsins. Hinn bróð- irinn og hluthafinn í United Fruit, John Foster Dulles, vann ekki í kyrrþey eins og Allen. Hann hefur ekki linnt skömm- um í garð Guatemala ríánuðum saman og nú síðast, þrem dög- um áður en innrásin í Guate- mala hóíst., sagði hann við blaðamenn, að enginn vafi væri á að ríkisstjórn Guatemala væri „kommúnistisk ógnar- stjórn“ og bætti við: „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að mikill meiri hluti íbúa Gu- atemála hefur bæði vilja og getu til að hreinsa til hjá sér“. Næsta dag lýsti Eisenhower forseti yfir fyllsta samþykki við þessa hvöt utanríkisráð- herra síns tii uppreisnar gegn löglega kjörinnl stjórn lítils nágrannaríkis. Frá því um síðustu aldamót þangað til 1933, þegar Franklin D. Roosevelt kom til valda, leið varla nokkurt ár svo að bandarískum her væri ekki beitt til þess . að kúga „bananalýðveldin“ í Mið-Ame-. ríku og á eyjunum i Karíba- hafi. Landgöngusveitir flotans gengu á land á Haiti, Kúbu, Dominiska lýðveldinu, Hon- duras og Nicaragua. Bandaríski herinn réðist hvað eftir annað inn í Mexikó. Erindi bandarísks herliðs á þessar slóðir var jafn- an hið sama, að vernda hags- muni bandarísku stórfyrirtækj- anna, sem hafa gert þessi ríki, þótt sjálfstæð eigi að heita að nafninu til, að bandarískum hálfnýlendum. Bandarískir her foringjar stjórnuðu Kúbu og Haiti árum saman í þágu bandaríska sykurhringsins og Nicaragua í þágu United Fruit. John Foster Dulles En þetta var aðeins opinskáa hliðin á bandarísku íhlutuninni um stjórnarfar þessara laitda. Þegar einræðisherrarnir, sem stjórnuðu fyrir náð bandarísku auðfélaganna töldu sig svo fasta í sessi að ■ þeir þyrftu ekki lengu.r á bandarískum Hf- Jacobo Arbenz verði að halda, var þeim ó- spart séð fyrir bandarískum vopnum handa eink.aherjum sínum, enda var helzta hlut- verk þeirra jafnan að drekkja í blóði hverri tilraun soltinna og klæðlítilla þræla á banda- rísku plantekrunum til að bæta kjör sín. Talið er að allt að 30.000 manns haíi verið brytj- aðir niður þegar verkfall starfs- manna á bandarísku kaffiekr- unum í E1 Salvador var brotið á bak aftur árið 1932. Enginn af undirkonungum Un- ited Fruit í bananalýðveld- unuffi vár miskunnarlausari og vikalipurri en Jorge Ubico, sem stjórnaði Guatemala frá 1930 til 1944. Meðan hann sat að völdum var sérhver tilraun alþýðu manna til að stofna verkalýðsfélög og berjast fyrir rétti sínum barin niður með harðri hendi. United Fruit fékk jafnframt ný og ný einkaleyfi. Það á einu járnbrautiná í land- inu, allar rafstöðvarnar, hafn- armannvirkin í hafnarborgun- um Puerto Barrios og San José, símakerfið og ávaxta- og kaffiplantekrur sem ná yfir hundruð þúsunda hektara. En síðan 1944, þegar Ubico var steypt af stóli, hefur United Fruit ekki þekkt sitt gamla og gróðavænlega Guatemala fyrir sama land. Umbótasinnaðir menntamenn og undirforingjar í hernum hrundu gamla einræðisherran- um frá völdum. Þeir komu á lýðræðislegu stjórnarfari í landinu í fyrsta skipti í sögu þess. Verkamenn fengu að stofna verkalýðsfélög, sett voru lög um almannatryggingar og skyldur atvinnurekenda við verkamenn, tekið var að koma á almennri skólagöngu, en um 60 af hundraði landsmanna voru hvorki læsir né skrifandi. Loks var tekið að skipta órækt- uðu landi í eigu stórjarðeig- enda milli jarðnæðislausra landbúnaðarverkamanna. Farið var mjög vægt í sakirnar og landið greitt að fullu á sama verði og eigendumir höfðu met- ið það til skatts. United Fruit er langstærsti jarðeigendinn í Guatemala og því var óhjá- Framhald á ll, s;ðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.