Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. júní 1054 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ; V > t i t ‘k- Tíl pess ao hœgt sé að liál&a ájram að neyðá ts- lendinga til vinnu í þágu hernánísliðsins er ríkis- • stjórnin nú búin að leggja 30 togurum. i sjftsam Ems&ð&ism ots 30’ af 43 togurum landsmanna 'eru nú stöðvaðir og gjaldeyris- tjónið af þeirri stöðvun nem- ur ■% milljón kr. á dag. Þetta éru rnjög alúarleg tíðindi, en alvarlegra er þó hitt að ríkis- stjórnin hefur vitandi vits lát- ið þetta ástand skapast. Þegar er þing kom saman s. 1.. haust bentu sósíalistar á að þannig myndi fara ef ríkisstjórn og Alþingi gerðu ekki ráðstafanir til að stórbæta kjör sjómanna og rétta við hag útgerðarinnar. Allan þingtímann héldu sósíal- istar áfram að brýna þessar staðreyndir fyrir ríkisstjórn- inni, þeir fluttu um málið frumvörp og tillögur, og hér í Þjóðviljanum hefur almenning- ur verið látinn fylgjast með gangi málanna á hverju stigi og ríkisstjórninni verið haldið við efnið. Ráðherrarnir hafa því sannarlega vitað hvert stefndi, og þeir hafa haft nægi- legt ráðrúm til að gera þær ráðstafanir. sem óhjákvæmileg- ar eru áður en til stöðvunar kæmi. En ríkisstjórnin hefur ekki gert handarvik, og því ber. hún alla ábyrgð á ástandi því sem nú blasir við — mestu stöðvun sem orðið hefur á tog-. araflota fslendinga. Þjóðviljanum þykir nú rétt að rifia upp nokkrar þær stað- reyndir sem fram hafa komið hér i blaðinu um hag útgerð- arinnar og þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til úrbóta. .Fi&lkverðið Eins og kunnugt er fá togar- arnir 85 aura fyrir kilóið af nýjum fiski, slægðum með haus. Á Sama tíma er báta- flotanum greitt kr. 1.35—1.40. Mu.mírinp er þanhig 50—55 aurar á hyert kíló, og nær það að sjálfsögðu engri átt. En þetta er skýringin á því að bátaflotinn hefur sýnt sæmi- lega útkómu á sama tíma og togaraútgérðin tapar mjög verulega. Er að sjálfsögðu ó- lijákvæmilegt að hækka fisk- verðið til togaranna að mun, og til þess hefur ríkisstjórnin margar leiðir á kostpað þeirra sem ráða yfir gróða þjóðfélags- ins. Ein leiðin væri t. d. að leggja skatt á þann taumlausa lúxusbílainnflutning sem ríkis- stjórnin er nú að leiða yfir þjóðina. Þ.ióðviljinn hefur margsinnis rakið hvernig olíufélögin fé- fletía útgerðina og safna ó- hemjulegum gróða á kostnað hennar. Að meðaltali greiðir hver togari um eina milljón króna á ári fyrir þennan kostn- aðarlið. Allir kunnugir vita að hægt væri að lækka þennan kostnað mjög verulega án þess að hart yrði gengið að gróða- félögunum, og ríkisstjórnin á mjög auðvelt með að fram- kvæma shkar aðgerðir eítir að hún sér sjálf um öll olíukaun til landsins. Hún getur t. d. sagt við oliufélögin að ’ef þau fallist ekki á þessa verðlækk- un, muni ríkisstjórnin. sjálf taka að sér olíuflutninga og olíudreifingu. Vextimir Eitt furðulegasta fyrirbærið í íslenzku fjármálaliíi er að sjálfir bankar ríkisins eru látn- ir féfletta togaraútgerðina mjög verulega -1- og voru þó bank- arnir til þess stofnaðir að efla íslenzkt atvinnulíf og styrkja. Keppinautar okkar í viðskipt- um telja þetta einnig hlutvérk banka. sinna, ..eins og eðlilegt er, en þeir sem.hér.ráða banka- málum einblína á einhver pappírssjónarmið — og stuðla með .því móti. að minni at- vinnurekstri og því ástandi sem nú hefur leitt til þess að þjóð- in taþar daglega’ % milljón króna í gjaldeyrisverðmætum. Ríkisstjórninni ber án tafar að fyrirskipa Lahdsbankanum að lækka mjög veruléga vextina á afurðalánum útflutningsins, en það myndi létta að mun undir með togaraútgerðinni í sam- ræmi við úpphaflegan tilgang bankanna. Vátryggingafélögin munu hirða um l/j milljón króna á ári af hverjum togara. Það er engum efa bundið að hægt væri að lækka þessa háu upphæð að mun án þess að vátrygg- ingafélögin bæru skarðan hlut af viðskiptum sínum við tog- arana: t. d. benda allar likur á ap með útboði á vátryggingu allra skipanna myndu trygg- ingafélögin berjast um að lækka þennan tilfinpanlega kbstnað. Eins og kunnugt er hafa skipafélögin islenzku grætt miklar fjárfúlgur á undanförn- um árum — m. a. á þvi að flytja til útlanda íslenzkar sjáv- arafurðir. Eins og nú er ástatt virðist einsætt að skerða þcnn- an gróða og gera félögunum að lækka til-muna frakt á ís- lenzkum framleiðsluv'orum sem f)uttar eru. á erlendan markað. Það myndi bæta hag útgerð- •arinnar verulega og er sjálf- sögð ráðstÖfun að sömu aðilar stundi útgerð og hagnýtingu aflans í landi. En til þess þarf útgerðin sjálf að eignast hús og tæki til • verkunar. Eins og nú er ástatt er togaraútgerð- inni ekki kleift að ráðast í slik- ar frímkvæmdir af eigin rammleik, og því er sjálfsögð og heilbrigð ráðstöfun að tryggja útg^rðinni lánsfé til þess að eignast góð fisk- gevmsluhús og verkunar- stöðvar. Kér hafa verið taldar nokkr- ar sjálfsagðar ráðstafanir og auðvelt væri að þenda á ýms- ar fleiri. En verulegan hluta af þeirri tekjuhækkun sern bann- i,s fæst þarf én tafar að hag- nýta til að stórbæta k.iör sjó- mrnna, þannig að það verði aftnr eftirsóknarvert starf að stnnda s.iómennsku á togyrum oa að til þe;rra verka vel.iist úrvalsrnenn p;ns osf jafnan fvrr. Kaup háseta verður að hmkka •—■ og má sú hækkun árejð->n?e«a ekki verða minni en I o-—12,onn kr. á háseta á ári. .Tafnframí verður að fram- kvæma skvnsamlega breyfingu á skat.talöggjöf'nni, i samræmi við tillö"ur sósialista. bannig að tekið verði fullt tillit til sérstöðu siómanna. Og síðast ( en ekki c?zt e- óhjákvæmilegt að tryggja togarasjómönnum reghdeg fr? ? ttndi. beear veið- ar eru sfundaðar’'fýrír innan- landsmarkað, eins og nú tíðk- ast og hagstæðast er fýrir þjóðarheildina. Allar þessar aðgerðir og fleiri hliðstæðar eru í höndum ríkisstjórnarinnar; hún getur látið framkvæma þær þegar í dag —• ef nokkur vilji er fyr- ir hendi. En viljinn hefur ekki látið á scr kræla enn. Er því ekki annað að sjá en að ríkis- stjórnin hafi vitandi vits s'tefnt að því að stöðva þessi mikil- virkustu framleiðslutæki ís- lendinga. Tilgangurinn með svo óþjóðhollu athæfi getur ekki verið nema einn: að tryggja hernámsliðinu nægilegt, vinnu- afl. Eins og nú er komið með mörkuðum þeim sem opnazt hafa Islendingum er hægt að tryggja öllum landsmönnum góða og örugga atvinnu við ís- lenzk framle’ðslustörf með skynsamlegu stjórnarfari. En til þess að svo geti orðið verð- ur að hætta að hrekia menn viðsvegar að af landinu til skaðlegra starfa í þágu erlends hernámsliðs. Það er aðeins um tvennt að vel.ia, og ríkisstjórn- in hefur valið hernámsliðið. Þetta er beim mun athyglis- verðari staðreynd sem íslend- ingum standa nú onnir beztn og ha<rstæð’’stu markaðir sejn beir hafa nokkru sinni átt yöl á. Markaðír þessir veita trygga undirstöðu undi.r sjáttstætt og blómlegt atvinnulíf á Islandi — j 'T' ' ef þeir eru hagnýttir. Komi hins vegar i liós að við' leggi- um togarafloíanum ,lÍ'“issma tíma og s’Uk' við.skióti^tjjóðast Frknihald á ■ÍÍr;s’íðu. msiöl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.