Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐYILJINN — Fimmtudagur 24. júní 1954 A RÍTSTJÓRl FRtMANN HELGASON ftspymu Nú hafa verið leiknir 16 leikir í riðlakeppni heimsmeistaramóisins í knattspyrnu. Sex bjóðir haía þegar tryggt sér rétt til þátttöku í fyrri undanúr- slitum, sem fram fara um næstu helgi: Brasilía og Júgóslavía í 1. riðli, Ungverjaland í 2. ricli, Urug- uay og Austurríki í 3. riðli og England í 4. riðli. Þýzkaland og Tyrkland verða að’keppa í 2. riðli um rétt til frekari þátttöku í úrslitunum og Sviss og ítalía í 4. riðli, en 8 þjóðir taka þátt í fyrri undan- úrslitum á laugardag og sunnudag. Úrslit riðlakeppninnar urðu annars þessi: . 1. riðill: Brasilía 3 stig, Júgó- slavía 3, Frakkland 2 og Mexí- kó 0. 2. riðill: Ungverjaland 4 st., Tyrkland 2, Þýzkaland 2 og Suð- ur-Kórea 0. 3. riðill: Urugay 4 st., Austur- riki 4, Tékkóslóvakía 0 og Skot- land 0. 4. riðill: England 3 st., Sviss 2, Ítalía 2 og Belgía 1. Hér fer á eftir stutt yfirlit um ieijdna 16: Miðvikudagur 16. júní Brasilía-Mexíkó 5-0 Brasilíumenn höfðu algera yf- irburði í leiknum. Miðframherji þeirra Baltazar, skoraði fyrsta markið á 24. mín., h. innherji, Didi, bætti öðru við á 30. mín., v. innherji Pinga skoraði 3ja markið á 34. mín. og það fjórða Austurriki-Skotland 1-0 Austurríkismenn virtust tauga- | óstyrkir fyrsta stundarfjórðung- -fry - - .. " ' i ~ ■; 7- vi : ■ 4 STAN MATTHEWS Lék gegn Belgíu en ekki Sviss inn og gerðust Skotar þá oft á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. ægj nærgöngulir við mark Brasilíumenn tóku það rólega í þeirra. En þegar taugarnar höfðu síðari hálfleik, en höfðu þó al- Jróazt sýndu þeir austurrísku gerlega yfirtökin í Ieiknum. Eina | rnjög góðan og skemmtilegan mark hálfleiksins kom á 23. mín.: leik sérstaklega var leikur Julinho, h. útherji, lauk skemmtilegum einleik með föstu skáskoti af 30 m færi. Júgóslavía-Frakkland 1-0 framherjanna, Schleger og Di- enst, góður. Markið setti Probst á 33. mín. fyrri hálfleiks. í. síð- ari hálfleik fengu Austurríkis- Júgóslavar hefðu átt að sigra j menn ótal marktækifæri, sem með meiri markamun, yfirburð- öll ónýttust. Hanappi var t. d. eitt sinn kominn inn fyrir skozku vörnina, en Martin markvörður ir þeirra voru talsverðir. Fram- herjum þeirra tókst þó illa upp við markið, skotin vantaði. Júgó- bjargaði meistaralega. slavneska liðið fór allt í vörn- ina, þegar því hafði tekizt að skora um miðjan fyrri hálfleik. Uruguay-Tékkóslóvakía 2-0 Heimsmeistararnir sýndu eng- an sérstakan leik að þessu sinni og Tékkarnir áttu fullt eins mik- ið í fyrri hálfleik og byrjun síð- ari hálfleiks og þeir. Varnar- leikur beggja liða var góður en framherjunum tókst aldrei veru- lega upp. Á 21. mín. síðari hálf- leiks skoraði Miguez miðfram- herji fyrra mark Uruguay og v. innh. Schiaffino, skoraði það síð- ara úr aukaspyrnu á 39. mín. Fimmtudagur 17. júní Uirgverjaland-Suður-Kórea 9-0 Ungversku olympiumeistararn- ir léku sér að Suður-Kóreunum, sem tókst aðeins tvisvar í síðari hálfleik að koma knettinum inn á vallarhelming Ungverja. Síð- asti hluti leiksins var hrein sýn- ing af hálfu Ungverjanna, en Kóreumennirnir lögðust í gras- ið og horfðu á. Puskas varð loks að skipa félögum sínum að hætta að skjóta á kóreska mark- ið. Þess vegna urðu úrslitin „að- eins“ 9-0 fyrir Ungverja, hefðu eins getað orðið 20-0. Þýzkaland-Tyrkland 4-1 Þetta var fyrsti landsleikur Þýzkalands og Tyrklands í knatt- spyrnu. Þjóðverjamir léku mjög vel og sigruðu auðveldlega. Vörn- in er mjög sterk, enda er mið- framvörðurinn Posipal talinn einn bezti knattspyrnumaður heims. England-Belgía 4-4 Belgíumenn skoruðu fyrsta markið, er 6 mín. voru af leik, en á 25. mín. jafnaði Ivor Bro- adis fyrir Englendinga. Enska miðframherjanum Lofthouse mistókst hrapallega á 29. og 31. mín. en tókst síðan að skora með skalla 2-1 á 38. mín. Eftir leikhléð sóttu Englendingar enn á og Broadis skoraði 3ja mark þeirra á 18. mín. Lofthouse setti mark á 27. mín. en það var dæmt ógilt vegna rangstöðu og upp úr því hófu Belgarnir sókn sem lauk með því að Anoul skoraði. Og á 32. mín. skoruðu þeir þriðja matkið og jöfnuðu. Bæði liðin reyndu allt hvað af tók að skora en tókst ekki og lauk venjulegum leiktíma með 3-3. Leikurinn var þá framlengd- ur um hálftíma og á 2. mín. tókst Lofthouse að skora, en Dickinson var svo óheppinn 2 mín. síðar að skora sjálfs- mark. Lauk leiknum því með jafntefli. Sviss-Ítalía 2-1 ítalir áttu meira í leiknum en svissneska vörnin var góð. Vinc- enzi skoraði fyrra markið fyrir Sviss á 17. mín., en Boniperti PUSKAS Hættið þessu! Nú er nóg komið! jafnaði á 40. mín. ftalir áttu mörg tækifæri í síðari hálfleik, en það voru þó Svisslendingar, sem skoruðu sigurmarkið á 32. mín. hálfleiksins. ftalirnir tóku ósigri sínum mjög óíþróttamann- lega, og varð að vísa einum leik- manna þeirra, Lorenzi v. innh. út af fyrir háskaleik hvað eftir annað. Laugardagur 19. júní Júgóslavía-Brasilía 1-1 Þetta var bezti leikur laugar- dagsins og lauk með jafntefli eftir framlengingu. f fyrra hálf- leik var ekkert mark skorað, en er 3 min. voru af þeim síðari gerðu Júgóslavar mark af 15 m færi. Brasilíumenn jöfnuðu á 25. mín. Uruguay-Skotland 7-0 Úrslitin komu á óvart. Þetta er mesti ósigur í knattspyrnu sem Skotar hafa nokkru sinni beðið. f fyrri hálfleik settu heimsmeistararnir 2 mörk en 5 í þeim síðari og var leikur þeirra þá sýning á því bezta, sem Suð- ur-Ameríkumenn hafa upp á að bjóða í knattspyrnu. Austurríki-Tékkóslóvakía 5-0 Tékkar voru ákaflega slappir og er því varla hægt að draga nokkra ályktun af leiknum um styrkleika Austurríkismanna. Frakkland-Mexíkó 3-2 Leikurinn fór fram í Genf. Frakkarnir skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik en Mexíkóliðið ekkert. Sunnudagur 20. júní Ungverjaland-Þýzkaland 8-3 Margar breytingar voru gerð- ar á þýzka liðinu eftir leikinn við Tyrkland og voru 7 nýir menn settir inn. Kocsis skoraði fyrsta markið þegar á 3. mín. leiksins- og á 16. mín. lék Puskas í gegnum þýzku vörnina og skoraði. Kocsis setti þriðja mark- ið fjórum mín. síðar. Fyrsta mark Þjóðverjanna skallaði v. innh. Pfaff á 25. mín. í síðari hálfleik höfðu Ungverjarnir al- gerlega yfirhöndina. Hidegkuti skoraði þegar 6 mín. voru liðn- ar af háifleiknum og skömmu síðar annað 5-1. Kocsis bætti enn við 6-1 og síðan Toth 7-1. Síðan tókst h. útherja Þjóðverja, Rahn, að skora 7-2, en Kocsis svaraði strax með nýju ungversku marki. Hermann setti síðasta mark leiksins fyrir Þjóðverja. England-Sviss 2-0 Svisslendingar hófu sókn þeg- ar í leikbyrjun og áttu mörg hættuleg áhlaup. Þegar liðnar voru um 20 mín. tóku Englend- ingarnir að sækja í sig veðrið og á 43. mín. skoraði v. innh. Mullen fyrir þá. Wilshaw bættl síðan marki við á 68. mín. Sviss- lendingar reyndu að jafna met- in, en enska vörnin hratt öllum áhlaupum. ftalía-Belgía 4-1 Bæði liðin léku illa fyrsta stundarfjórðunginn, en eftir það réðu ítalirnir leiknum og þving- uðu Belga í vörn. ftölum tókst þó ekki að skora fyrr en er tvær mín. voru eftir af fyrrl hálfleik: Pandolfini, h. innherji, skoraði úr vítaspyrnu. Eftir leik- hléð réðu ítalir lögum og lofum á vellinum. ■ • _______________ ^FjR,liJEIJ^)RIC S5«F» húsgagnaverksmiðja Akureyri, opnar í dag sölubúð að Laugaveg 99 Beykjavík í ÞAD, sem við höfum að A bjóða eru Nýtíxku húsgögn í fyllstu merkingu orðsins | Þau eru í tízku, vegna þess að þau eru hentug, þægileg og falleg í lögun og línum, og í samræmi við kröfur og smekk jj nútímans. — Eingöngu unnin af lærðum húsgagnasmiðum. í REYKVÍKINGáR, lítið inn á Laugaveg 99. ■ ■ Húsgagnaverzlunin VALBJORK H.F. Laugaveg 99. VWVWJVW.WVVVWVWUWyftftnrtiVWVVSA/VVVVV'/wVWVVWWVlJWVVVVWVVkWWVWVtfWmVWWiVWVVWWWWVWWVtfWiíÚVrJWiJVVVVVVWVVW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.